Morgunblaðið - 30.05.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
., '*-�-��,�rKu�,
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
æli- & frystiklefar
í öllum stærðum
K
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Annað árið í röð voru framkvæmd
yfir 1.000 þungunarrof á Íslandi en
þungunarrof voru 1.044 árið 2017 og
1.021 árinu á undan. Þetta kemur
fram í fréttabréfi Landlæknis,
Talnabrunni.
Þar kemur einnig fram að 2017
hafi 13,1 þungunarrof verið fram-
kvæmt fyrir hverjar 1.000 konur á
frjósemisaldri sem talinn er vera frá
15 til 49 ára aldurs. Tæplega 53%
þungunarrofa voru hjá konum 20 til
29 ára.
Fækkað hjá yngsta aldurshópi
Þungunarrof hjá 15 til 19 ára
stúlkum árið 2017 voru 12,4 á hverj-
ar 1.000 stúlkur sem er svipað og ár-
ið áður. Þungunarrofum hjá yngsta
aldursflokknum hefur fækkað mikið
á undanförnum árum. Árið 1996 til
2000 voru þau 21,2 á hverjar 1.000
stúlkur og 18,8 að meðaltali 2001 til
2005.
Búseta virðist skipta máli þegar
kemur að fjölda þungunarrofa. Flest
þungunarrof voru hjá konum 15 til
49 ára búsettum á Suðurnesjum,
14,6 af 1.000, en fæst hjá konum á
sama aldri búsettum á Vesturlandi,
6,7 af 1.000.
75% þungunarofs með lyfjum
Þungunarrof eru framkvæmd
með tvennum hætti, lyfjagjöf eða að-
gerð.
Tilfellum þungunarrofa með lyfj-
um hefur fjölgað úr 57% árið 2012 í
75 árið 2017. Flest þungunarrof voru
framkvæmd á kvennadeild Land-
spítalans, rúmlega 90%, á Sjúkra-
húsi Akureyrar 6,3% og 1,3% á Heil-
brigðisstofnun Vesturlands á
Akranesi. Meðgöngurof á Íslandi
eru nálægt norrænu meðaltali 13,3 á
hverjar 1.000 konur. Fæst meðgöng-
urof eru framkvæmd í Finnlandi 8,2
en flest í Svíþjóð 17,6. Tíðni þung-
unarrofa á Norðurlöndum er lág
miðað við önnur Evrópulönd.
Fleiri karlar í ófrjósemisaðgerð
Árið 2017 voru framkvæmdar 638
ófrjósemisaðgerðir. 85% af þeim
sem fóru í aðgerð voru karlar eða
542. Þá fóru 69 konur í aðgerð og er
það í fyrsta skipti síðan skráningar
hófust að ófrjósemisaðgerðir á kon-
um eru undir 100 á ári. Fyrir 20 ár-
um voru konur 83% þeirra sem fóru í
ófrjósemisaðgerð og 40% fyrir 10 ár-
um. Algengast er að einstaklingar
fari í ófrjósemisaðgerð á aldrinum 35
til 44 ára. 92,3% karla og 12%
kvenna fara í aðgerðina á stofum
sjálfstætt starfandi sérfræðinga.
1.044 þungunarrof árið 2017
Yfir 1.000 þungunarrof annað árið í röð Tíðni nálægt norrænu meðaltali Lægra en í Evrópu
Fleiri karlar í ófrjósemisaðgerð 13,1 þungunarrof á hverjar 1.000 íslenskar konur 15- til 49 ára
1,3%Fjöldi þungunarrofa 2006 til 2017
Tíðni eftir aldurshópum miðað við 1.000 konur*
25
20
15
10
5
0
/1.000
15–19 ára 20–24 ára 25–29 ára 30–34 ára 35–39 ára 40–44 ára 45-49 ára
Heimild:
Landlæknir
*Konur á frjósemisaldri, 15 til 49 ára 1.044
var heildarfjöldi
þungunarrofa 2017
eða 13,1/1.000
Kvennadeild LÍ
Sjúkrah. á Akureyri
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands á Akranesi
Framkvæmd
þungunarrofa
2017
90%
6,3%
Sólveig Anna
Jónsdóttir, for-
maður Eflingar
– stéttarfélags,
vildi í gær ekk-
ert segja um það
hvort það væri á
dagskrá hjá
stjórn Eflingar
að lýsa van-
trausti á Gylfa
Arnbjörnsson,
forseta Alþýðusambands Íslands,
rétt eins og VR, Verkalýðsfélag
Akraness og Framsýn hafa gert.
„Á þessum tímapunkti hef ég
ekkert um það mál að segja,“
sagði Sólveg Anna í samtali við
Morgunblaðið í gær, þegar hún
var spurð hvort í undirbúningi
væri hjá Eflingu að samþykkja
vantraust á forseta ASÍ.
Sólveig Anna sagði aðspurð að
næsti stjórnarfundur Eflingar
yrði haldinn 7. júní nk. Hún var
spurð hvort hún ætti von á að
þetta mál kæmi til umræðu og af-
staða stjórnar Eflingar til forseta
ASÍ yrði rædd á þeim stjórn-
arfundi. „Ég ætla ekki að tjá mig
um það að svo stöddu.“
agnes@mbl.is
Afstaða Eflingar
til Gylfa óráðin
Sólveig Anna
Jónsdóttir
Óvíst með vantraust á forseta ASÍ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við finnum það að áhuginn á ís-
lenska liðinu og Íslandi eykst stöð-
ugt núna þegar nær dregur heims-
meistaramótinu,“ segir Sigríður
Dögg Guðmundsdóttir, verkefnis-
stjóri hjá Íslandsstofu.
Inspired by Iceland kynnti í gær
nýtt myndband þar sem fólki um all-
an heim er boðið að ganga til liðs við
Team Iceland og styðja Ísland á HM
í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi í
næsta mánuði. Í myndbandinu koma
fram grínistarnir Anna Svava
Knútsdóttir og Steindi jr. og færa
heimsbyggðinni þann boðskap að
allir geti staðið með Íslandi á HM,
óháð áhuga á fótbolta.
Fleiri myndbönd væntanleg
Sigríður Dögg segir í samtali við
Morgunblaðið að von sé á fleiri
myndböndum sem þessu fram að
HM. „Já, á næstu dögum munu birt-
ast myndbönd þar sem við leitum
stuðnings annarra þjóða, til að
mynda þeirra sem ekki verða með á
HM að þessu sinni. Við erum auðvit-
að litla liðið á HM og þetta er mikið
ævintýri. Við setjum þetta þannig
fram að ef fólk ætli að halda með ein-
hverju liði, af hverju ekki Íslandi?“
segir Sigríður. Meðal þeirra þjóða
sem ekki komust á HM eru Ítalía,
Holland og Bandaríkin.
10 milljón áhorf á forsetahjón
Eins og Morgunblaðið hefur
greint frá er Team Iceland-
verkefnið unnið undir merkjum
Inspired by Iceland og er ætlað að
nýta meðbyrinn vegna þátttöku Ís-
lands á heimsmeistaramótinu í
knattspyrnu í Rússlandi. Tæplega
30 þúsund manns frá 168 löndum
hafa nú þegar skráð sig í Team Ice-
land. Íslandsstofa skipuleggur þetta
markaðsverkefni í samvinnu við um
50 íslensk fyrirtæki, stjórnvöld og
Knattspyrnusambandið með áherslu
á samtakamáttinn. Herferðin hófst
8. mars með myndbandi þar sem for-
setahjónin, Guðni Th. Jóhannesson
og Elíza Reid, buðu heimsbyggðinni
að vera með. Hafa nú um 10 milljón
manns horft á myndbandið.
Samkvæmt upplýsingum frá Ís-
landsstofu hafa umfjallanir um Ís-
land í tengslum við þátttökuna á HM
birst í fjölmörgum erlendum miðlum
víða um heim. Fjöldi erlendra fjöl-
miðlamanna hefur komið til landsins
til að kynna sér Ísland nánar.
Bjóða ferð til Íslands í verðlaun
Þeir sem ganga í Team Iceland fá
rafræna landsliðstreyju með skrán-
ingarnúmeri sínu á bakinu. Að auki
er á peysunni íslensk útgáfa af nafni
viðkomandi en fólki býðst að skrá
nafn á föður eða móður og þá kemur
íslensk útgáfa af eftirnafninu.
Íslendingar eru hvattir til að
bjóða erlendum vinum sínum að
ganga í Team Iceland. Þeir sem það
gera eiga möguleika á að vinna ferð
til Íslands til að horfa á fyrsta leik-
inn gegn Argentínu hinn 16. júní.
Team Iceland Grínistarnir Anna Svava Knútsdóttir og Steindi jr. segja að allir geti haldið með Íslandi á HM í nýju
kynningarmyndbandi Team Iceland sem fór í loftið í gær. Von er á fleiri slíkum myndböndum á næstu dögum.
Leita stuðnings þjóða
sem komust ekki á HM
Sívaxandi áhugi á íslenska ævintýrinu á HM í Rússlandi
Mjólkursamsalan hefur ákveðið að
áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavík-
ur í markaðsmisnotkunarmáli fé-
lagsins.
MS var dæmt til að greiða 440
milljóna króna sekt vegna misnotk-
unar á markaðsráðandi stöðu með
því að selja keppinautum sínum
grundvallarhráefni, hrámjólk, til
framleiðslu á mjólkurvörum á mun
hærra verði en MS sjálft og tengdir
aðilar, Kaupfélag Skagfirðinga og
dótturfélög, þurftu að greiða. Þar að
auki var félagið dæmt til að greiða 40
milljónir vegna brota á upplýsinga-
skyldu samkeppnislaga með því að
halda mikilvægu gagni frá Sam-
keppniseftirlitinu.
Áður hafði áfrýjunarnefnd sam-
keppnismála fellt niður sektir Sam-
keppniseftirlitsins þar sem búvöru-
lög heimiluðu þessa háttsemi.
MS dæmt til að greiða
480 milljónir í sektir
17 DAGAR Í FYRSTALEIK ÍSLANDS