Morgunblaðið - 30.05.2018, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Berglind Svavarsdóttir hrl. er nýr
formaður Lögmannafélags Íslands
(LMFÍ) eftir aðalfund félagsins 25.
maí sl.
„Fyrst um
sinn verða engar
áherslubreyting-
ar, ég mun halda
áfram að vinna
að þeim málum
sem eru í gangi,“
segir Berglind í
samtali við
Morgunblaðið,
innan félagsins
hefur verið unnið
að endurskoðun samþykkta og siða-
reglna LMFÍ auk allsherjarendur-
skoðunar á lögmannalögum.
„Ný stjórn á líka enn eftir að
koma saman til að skerpa áherslur.
Til að mynda tel ég að þurfi að gera
reglur um réttaraðstoð virkari og
raunhæfari sbr. skýrslu LMFÍ um
þau mál, svo þarf að skoða leiðir til
réttaraðstoðar í stjórnsýslunni, en
eins og er, þá er gjafsókn eingöngu
veitt í málum sem eru rekin fyrir
dómstólum.“
Berglind er að sögn önnur konan
til að gegna formennsku í LMFÍ í
107 ára sögu félagsins, eða frá því
að Þórunn Guðmundsdóttir lét af
formennsku árið 1997.
„Það var komið að máli við mig í
vetur og eftir töluverða umhugsun
ákvað ég að slá til,“ segir Berglind,
en hún kveðst hafa komið talsvert
að starfi félagsins í gegnum tíðina
sem varamaður í úrskurðarnefnd
lögmanna, aðalmaður og varafor-
maður í stjórn LMFÍ. „Þá kom ég
einnig að stofnun Félags kvenna í
lögmennsku og sat þar í stjórn um
tíma.“
Berglind tekur við formennsku
félagsins af Reimari Péturssyni hrl.
sem hefur verið formaður félagsins
síðan árið 2015. Með Berglindi í
stjórn LMFÍ voru kjörnir aðal-
menn Hjördís Harðardóttir, Heið-
rún Jónsdóttir, Stefán A. Svenson
og Sigurður Örn Hilmarsson. Vara-
menn eru Birna Hlín Káradóttir og
Viðar Lúðvíksson.
Tillaga um skipan í laganefnd var
samþykkt, hana skipa Grímur Sig-
urðarson, Einar Farestveit, Almar
Möller, Helga Lára Hauksdóttir,
Jón Gunnar Ásbjörnsson, Aldís
Geirdal Sverrisdóttir og Geir Gests-
son. Stjórn námsjóðs skipa Reimar
Pétursson, Finnur Magnússon,
Hulda Árnadóttir og Þórunn Helga
Þórðardóttir.
Berglind nýr
formaður LMFÍ
Önnur konan í 107 ára sögu félagsins
Berglind
Svavarsdóttir
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Einhverjir kunna greinilega hvorki
mannasiði né að nota klósett,“ eru
skilaboð á fésbókarsíðu sem Miðalda-
dagar á Gásum halda úti.
Skemmdarverk voru unnin á sal-
ernisaðstöðu sem komið hefur verið
upp skammt frá minjum eina versl-
unarstaðarins á Íslandi frá miðöld-
um. Gásir eru staðsettir við Hörg-
árósa í Eyjafirði.
„Þetta er skemmdarverk þar sem
einbeittur brotavilji hefur ráðið för.
Auk skemmda á salernum og brot á
rúðum var utanhúsklæðningin risp-
uð. Við erum miður okkar,“ segir
Ragna Gestsdóttir, starfsmaður á
Minjasafni Akureyrar, sem þekkir
vel til á Gásum.
„Það hefur hjálpað okkur að al-
menningur hefur brugðist vel við og
nokkrar ábendingar hafa borist.
Meðal annars er verið að skoða upp-
lýsingar um nýsprautaðan silfurgrá-
an bíl. Það hefur ekki tekist að finna
skemmdarvargana en lögreglan
vinnur að því að upplýsa málið,“ segir
Ragna. Hún segir að salernin hafi
fengið að vera í friði í nær áratug og
það sé óskiljanlegt hvað vaki fyrir
skemmdarvörgunum.
„Þriðju viku í júlí höldum við Mið-
aldadaga á Gásum sem þúsundir
gesta heimsækja. Það var meðal ann-
ars ástæðan fyrir því að hér var sett
upp salernisaðstaða.
Gásakaupstaður ses, með aðstoð
Minjasafns Akureyrar og fleiri sveit-
arfélaga hefur rekið staðinn sem rek-
inn hefur verið rekin að miklu leyti á
sjálfboðavinnu og styrkjum.Tjónið af
völdum skemmdanna kemur illa við
reksturinn,“ segir Ragna.
Skammt frá bílastæðinu þar sem
salernin eru staðsett eru minjar af
miðaldaverslunarstaðnum og þar til
hliðar er verið að útbúa tilgátuþorp að
sögn Rögnu sem segir að almennt
beri fólk virðingu fyrir fornminjunum.
„Gásir eru vinsæll útivistarstaður
fyrir Eyfirðinga og margir fara þar í
gegn á leið niður í fjöru. Það eru því
margir á ferli allt árið sem hugsan-
lega hefur komið í veg fyrir að fleiri
skemmdarverk hafi verið unnin
þarna,“ segir Ragna sem vonast til
þess að skemmdarvargarnir náist
sem allra fyrst.
Kunna hvorki mannasiði né á klósett
Skemmdarverk á salernum á Gásum Einbeittur vilji til að skemma Kemur illa við Miðaldafélag-
ið sem rekið er á styrkjum og sjálfboðavinnu Lögreglan rannsakar málið Vinsæll útivistarstaður
Ljósmynd/Aðsend
Á Gásum Skemmdir á salernum koma sér illa fyrir gesti og gangandi.
Ljósmynd/Aðsend
Skemmdarverk Salerni á Gásum.
Verið er að ljúka viðgerð og frá-
gangi á Þúfunni, umhverfislista-
verki sem stendur við Norðurgarð
í Örfirisey, við vestanverða inn-
siglinguna í Reykjavíkurhöfn. Þúf-
an verður opnuð fyrir umgengni
fyrir næstu helgi, sjómannadags-
helgina. Listaverkið skemmdist í
miklum rigningum í febrúar-
mánuði, en þá rann vatnsósa jarð-
vegurinn fram á austurhlið þess.
Þúfan hefur notið vinsælda og
daglega leggja margir leið sína
upp á topp hennar, en efst á hóln-
um er fiskhjallur. Höfundur
verksins er Ólöf Nordal myndlist-
armaður, en verkið er í eigu HB
Granda. Þúfan var reist árið 2013
og er í eigu HB Granda. Hún er
26 metrar í þvermál og átta metra
há. aij@mbl.is
Þúfan í Örfirisey
opnuð eftir viðgerð
Skemmdist í
vatnsveðri í febrúar
Morgunblaðið/Valli
Þúfan Unnið við lagfæringar á
grjóthleðslu listaverksins.
Heildarafkoma opinberra fram-
haldsskóla hefur verið jákvæð und-
anfarin tvö ár. Árið 2016 var 76,9
milljóna króna afgangur af rekstri
framhaldsskóla í heild, sem nemur
0,41% af heildarfjárheimild til fram-
haldsskóla. Afgangurinn í heild af
rekstri framhaldsskólanna árið 2017
var hins vegar 552,4 milljónir króna,
sem nemur 2,71% af heildarfjár-
heimild skólanna. Þetta er breyting
frá árunum 2013-2015 þegar afkom-
an var neikvæð upp á samtals 711,5
milljónir.
Þrír af 27 opinberum framhalds-
skólum voru með rekstrarhalla undir
14% af heildarfjárheimild árið 2017,
þ.e. að teknu tilliti til fluttra fjár-
heimilda frá fyrra ári. Einn fram-
haldsskóli var hins vegar með
rekstrarhalla undir -4% innan ársins
2017. Árið 2016 voru fjórir skólar
með rekstrarhalla undir -4% af fjár-
heimild innan ársins. Þetta kom
fram í svari Lilju Alfreðsdóttur,
mennta- og menningarmálaráð-
herra, við fyrirspurn frá Birni Leví
Gunnarssyni um rekstur framhalds-
skóla. Fyrirspurnin var í níu liðum.
Auk spurningar um árlegan
kostnað framhaldsskólanna og frá-
vik í rekstri var m.a. einnig spurt um
brottfall nemenda. Í svarinu kemur
fram að bráðabirgðatölur frá Hag-
stofu Íslands um stöðu nýnema ár-
anna 2010-2012 liggi nú fyrir.
„Staða nýnema sem innrituðust
árið 2012, fjórum árum síðar, er
þannig að brautskráð eru 55,2%
(48,9% karlar og 61,6% konur). Brott
hafa fallið 24,9% (28,5% karlar og
21,3% konur). Enn eru í námi 19,9%
(22,6% karlar, 17,1% konur).“
Fram kemur að töluvert sé um að
framhaldsskólanemar skipti um
skóla. gudni@mbl.is
Betri afkoma skólanna
Jákvæð heildarafkoma framhaldsskóla 2016 og 2017 eftir
mögur ár Drjúgur helmingur nýnema 2012 útskrifaður
Stúdentar Ekki ljúka allir námi
sem hefja nám í framhaldsskóla.
Bankastræti 12 | sími 551 4007 | skartgripirogur.is
Armband
Frá 14.900,-
Hálsmen
7.900,-
Hálsmen
13.900,-
Eyrnalokkar
6.900,-
Hringur
14.900