Morgunblaðið - 30.05.2018, Page 17

Morgunblaðið - 30.05.2018, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 Jeremy Model 2987 L 241 cm Leður ct. 25 Verð 645.000,- L 241 cm Áklæði ct. 70 Verð 435.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Rússneskur vopnaframleiðandi, sem sérhæfir sig í hátæknihernaði, segist munu nýta sér brak sem sagt er vera af bandarískum stýriflaug- um, svonefndum Tomahawk. Er stjórnarher Sýrlands sagður hafa grandað flaugunum þegar Banda- ríkin, Bretland og Frakkland hófu sameiginlegar hernaðaraðgerðir gegn sveitum Bashars al-Assads. „Við sem sérfræðingar erum mjög áhugasamir um að fylgjast með hvernig mismunandi vopna- kerfi reynast í Sýrlandi, þ.á m. Tomahawk. Nú þegar við höfum þessa flaug í höndum vitum við hvernig henni er stjórnað,“ segir sá, en hann telur fyrirtæki sitt geta nýtt sér þekkinguna til að bæta rússnesk vopn enn frekar. RÚSSLAND AFP Hátækni Stýriflaug skotið á loft. Munu nýta sér brak úr Tomahawk Kim Young Chol, varaformaður kommúnista- flokksins í Norður-Kóreu, er sagður vera á leiðinni til Bandaríkjanna, en tilgangur ferðarinnar er að funda með þar- lendum stjórn- völdum. Chol kemur til New York á morgun, miðvikudag. Breska ríkisútvarpið (BBC) greinir frá því að Chol hafi í gær ferðast til Peking og fundað þar með kínverskum ráðamönnum. Til stendur að leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna fundi í Singapúr 12. júní næstkomandi. NORÐUR-KÓREA Fundar með stjórn- völdum í New York Kim Young Chol Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Óður maður myrti í gærmorgun þrjá á götu úti í austurhluta borgarinnar Liége í Belgíu. Þau sem létust eru tvær lögreglukonur og 22 ára karl- maður. Árásarmaðurinn, sem sagður var 36 ára, var skotinn til bana af sér- sveitarmönnum. Þá særðust einnig fjórir lögreglumenn í átökunum. Fréttamiðlar í Belgíu greina frá því að árásarmaðurinn hafi verið með ríkisfang þar í landi og hafi degi fyrir árásina verið sleppt tímabundið úr fangelsi. Hafði hann verið dæmd- ur fyrir fíkniefnabrot. Hrópaði „Allah er mikill“ Er maðurinn sagður hafa ráðist fyrirvaralaust á lögreglukonurnar með eggvopni og stungið þær ítrekað í bakið. Því næst tók hann skotvopn annarrar þeirra og beitti því gegn þeim. Á meðan á þessu stóð hrópaði hann „Allahu Akbar“ eða „Allah er mikill“ á arabísku. Belgískur sak- sóknari lýsir árásinni sem „villi- mannslegri“. Ódæðismaðurinn hélt því næst áfram för sinni fótgangandi og er hann nálgaðist skólabyggingu kom hann að kyrrstæðum bíl. Inni í hon- um sat ungur maður, nemandi við skólann, og var sá skotinn til bana. Þá tók maðurinn starfsmann skól- ans gíslingu. Um svipað leyti komu þungvopnaðir sérsveitarmenn á vettvang og greinir breska ríkisút- varpið (BBC) frá því að þeir hafi skipst á skotum við ódæðismanninn. Komst þá skólastarfsmaðurinn und- an á hlaupum. Fjórir lögreglumenn urðu fyrir kúlum árásarmannsins áð- ur en sá var yfirbugaður, hæfði hann tvo í fótlegg en hina í handlegg. Minnst einn lögreglumannanna er sagður alvarlega særður. Öfgamaður myrti þrjá  Kom aftan að tveimur lögreglukonum og stakk þær ítrekað í bakið með egg- vopni  Komst yfir vopn lögreglu og beitti því gegn konunum og ungum manni Inni í hinni glæstu og fjölsóttu Versalahöll Loðvíks konungs fjórtánda í nágrenni Parísar í Frakklandi fjölmennti hópur fólks í þeim til- gangi að sýna sig og sjá aðra. Var fólkið prúð- búið og klætt upp á gamla mátann og því ekki laust við að höllin hafi minnt á eldri tíð. Eitt þekktasta rými Versala er speglasalurinn mikli, sem teiknaður er af arkitektinum J.H. Mansart, en salurinn var aðalhátíðarsalur hallar- innar og tengir íbúð konungs við drottningar- íbúðina. Lítur salurinn eins út í dag og þegar Loðvík sextándi kvæntist Maríu Antoinette. AFP Versalahöll Loðvíks minnti á forna tíma Sýrlenski stjórnarherinn er tilbúinn að hefja sókn inn á svæði uppreisn- armanna í suðvesturhluta landsins. Hefur fréttastofa Reuters þetta eftir ónafngreindum hershöfðingja. Á sama tíma eru vopnaðir hópar upp- reisnarmanna sagðir vera að undir- búa sig fyrir komandi átök. Talið er víst að stjórnarherinn ætli sér að ná yfirhöndinni á þeim svæð- um sem næst eru landamærunum að Ísrael og Jórdaníu. Fari herinn af stað myndi slíkt ögra mjög Banda- ríkjamönnum sem áður hafa varað við „hörðum“ aðgerðum gegn vopn- uðum átökum við landamærin. „Sýrlenski stjórnarherinn mun bera hitann og þungann af þessum átökum, en hann er nú orðinn öfl- ugur og fær um það,“ er haft eftir sama hershöfðingja. Landvinningar létta álagið Suðvesturhluti Sýrlands er eitt helsta svæði uppreisnarhópa þar í landi. Hefur stjórnarhernum tekist að vinna mjög á annars staðar í Sýr- landi og fengið til þess aðstoð frá rússneskum hersveitum, en ráða- menn í Kreml hófu í september 2015 að veita ríkisstjórn Bashars al-Assads Sýrlandsforseta hernaðar- aðstoð. Þá hafa einnig hundruð ír- anskra hermanna barist við hlið stjórnarhersins að undanförnu. Í Damaskus og norður af borginni Homs hefur hermönnum Assads gengið vel og þeir lagt undir sig stór svæði. Þessir landvinningar eru sagðir hafa létt mjög á því álagi sem herinn er undir og þykir renna enn frekari stoðum undir að sókn sé á næsta leiti í suðurhluta landsins. Hefur meðal annars utanríkisráð- herra Rússlands, Sergei Lavrov, sagt að einungis hersveitir Assads forseta eigi rétt á að vera í þeim landshluta. khj@mbl.is Með suðurhluta Sýrlands í sigtinu  Herinn sagður öflugur og tilbúinn AFP Átök Sýrlensk orrustuþota gerir árásir á skotmörk í Damaskus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.