Morgunblaðið - 30.05.2018, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018
✝ Einar S. Mýr-dal Jónsson
fæddist á Akranesi
30. ágúst 1928.
Hann lést á dval-
arheimilinu Höfða
Akranesi 14. maí
2018. Foreldrar
hans voru Jón Mýr-
dal Sigurðsson,
skipasmiður á
Akranesi, f. 1901,
d. 1993, og kona
hans Rikka Emilía Sigríksdótt-
ir, f. 1910, d. 1972. Einar var
elstur fimm barna þeirra, yngri
voru Sumarlína, f. 1929, d.
2007, Emilía Mýrdal, f. 1938,
Þuríður Mýrdal, f. 1945, d.
2006, og Sigurður Mýrdal, f.
1950, d. 1967.
Eiginkona Einars var Hulda
Haraldsdóttir, f. 7.júlí 1929, frá
Skeggjastöðum í Garði. For-
eldrar hennar voru Björg Ólafs-
dóttir, f. 1889, d. 1949, og Har-
aldur Jónsson, f. 1882, d. 1951,
útgerðarbóndi á Skeggjastöð-
um. Hulda starfaði lengst af hjá
Pósti og síma á Akranesi.
bekka Sif og Emilía Rikka; Írisi
Mýrdal. 3) Gunnar Mýrdal, f. 11.
apríl 1964, yfirlæknir brjóst-
holsskurðdeildar Landspítala,
maki Ingibjörg Kristjánsdóttir
lyflæknir. Dóttir þeirra er Geir-
laug María Mýrdal. Börn Gunn-
ars eru Hulda Mýrdal, maki
Hildur Þóra Sigurðardóttir,
Dagmar Mýrdal, maki Bryndís
María Theódórsdóttir; Erna
Mýrdal; Valdís Jóna Mýrdal;
Gunnar Breki Mýrdal; Rafn Al-
exander Mýrdal.
Einar lauk námi í skipasmíði
við Iðnskólann á Akranesi og
öðlaðist meistararéttindi í
greininni. Hann starfaði við
Dráttarbraut Þorgeirs og Ell-
erts, síðar Skipasmíðastöð Þ&E,
og var þar verkstjóri lengstan
sinn starfsaldur. Síðasta hluta
starfsævinnar rak hann
trésmíðaverkstæði í skúr á lóð-
inni hjá sér á Brekkubrautinni
og vann þar við að gera upp
gömul húsgögn. Einar söng
með karlakórnum Svönum á
yngri árum. Hann starfaði lengi
í Lionsklúbbi Akraness, var um
tíma formaður Sveinafélags
skipasmiða á Akranesi. Þá var
hann einn af stofnendum Sund-
félags Akraness og fyrsti for-
maður þess.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Einar og Hulda
voru alla tíð búsett
á Akranesi, lengst
af á Brekkubraut
3. Þau eignuðust
þrjú börn: 1) Rósa
Mýrdal, f. 3. mars
1955, verkefna-
stjóri hjá Heil-
brigðisstofnun
Vesturlands á
Akranesi, maki
Guðmundur Otte-
sen Valdimarsson vélvirki. Þau
eiga tvo syni: Einar Mýrdal,
maki Sædís Þórhallsdóttir, börn
þeirra Alex Þór, Sindri Már,
Aron Snær og Rósa Mjöll;
Valdimar Þór, maki Tinna
Steindórsdóttir, börn þeirra eru
Anna Valgerður, Arnór Dagur
og Guðmundur Hrafn. 2) Rikka
Mýrdal, f. 19. júní 1957, svæf-
ingahjúkrunarfræðingur á
Landspítala Fossvogi, maki
Kristinn Ellert Guðjónsson raf-
virki. Þau eiga tvær dætur:
Guðrúnu Huld, maki Rúnar
Gísli Valdimarsson, börn þeirra
eru Kristinn, Elísabet Rut, Re-
Elsku Einar, nú ertu kominn í
sumarlandið. Ég datt sko heldur
betur í lukkupottinn þegar ég
kom í þessa frábæru fjölskyldu
fyrir rúmum 15 árum. Það var
yndislegt að fá að kynnast þér og
heyra allar þínar dásamlegu og
skemmtilegu sögur. Börnin okk-
ar Einar míns áttu sko besta
langafann, aldrei leiddist þér að
sitja hjá þeim og segja þeim alls-
kyns sögur og eru þau ríkari fyrir
vikið. Það er henni Huldu þinni
erfitt að þú skulir vera farinn, en
þangað til þið hittist aftur skulum
við passa upp á hana fyrir þig.
Ég dáðist alltaf af góð-
mennsku þinni og umburðarlyndi
gagnvart öllum. Margar minn-
ingar þjóta um hugann sem við
komum til með að rifja upp um
aldur og ævi. Þú áttir alltaf sér-
stakan sess í hjarta mínu, elsku
Einar minn. Hvíl í friði. Knús til
þín. Þín tengdatengdadóttir,
Sædís.
Elsku afi minn. Erfitt er að
finna orðin og minningar eru ótal
svo ég skrifa því þessi orð til þín:
Glettinn, hress, ávallt kætir,
sixpensara á höfði ber.
Nærvera sem stöðugt bætir,
ást og gleði í hjarta fer.
Tóbaksdós og korn á fæti,
brýst fram í huga mér.
Klúti næst ég við það bæti,
við mynd sem ég sé af þér.
Afi minn, nafni og vinur,
horfinn á braut þú ert.
Tárin kinnar niður rennur,
sorgin sár en lítið get gert.
Hvíl í friði, yndislegi maður,
ég kveð þig elsku afi minn.
Ég veit hvar sem er þá ertu glaður.
Bless, bless, nú um sinn.
Þinn nafni,
Einar Mýrdal.
Elsku besti afi minn. Takk fyr-
ir öll árin okkar saman. Allar
sögustundirnar, alla fótboltaleik-
ina sem við horfðum á saman, all-
ar samlokurnar sem þú smurðir
fyrir mig, góða matinn sem þú
eldaðir, allar stundirnar okkar
úti í skúr þegar við vorum að
smíða.
Takk fyrir allt. Takk fyrir
húmorinn, hlýjuna, kærleikann
og jákvæðnina.
Þú kenndir mér svo margt en
það mikilvægasta sem þú kennd-
ir mér var að finna dýrmæta ást
og halda í hana.
Vona að þér líði vel, elsku afi,
ég sakna þín en minning þín mun
lifa um ókomna tíð.
Ég lofa að passa vel upp á
stelpuna þína.
Elska þig, elsku besti afi.
Hvíldu í friði.
Dagmar Mýrdal.
Besti vinur okkar er dáinn, við
kynntumst afa snemma þar sem
við eyddum miklum tíma í gula
húsinu á Akranesi. Afi og amma
komu síðan til Svíþjóðar á sumrin
og þá var sungið:
Bíbí og blaka brandur skeit á klaka
sýslumaður sá í rass og sagðist skyldi
taka.
Afi var algjör snillingur í að
segja manni sögur frá því sem
hann hafði lent í um ævina og sát-
um við stjörf að hlusta með eina
skonsu með hangikjöti. Við vor-
um líka mikið að dunda okkur í
smíðaskúrnum bakvið gula húsið
þar sem afi sýndi okkur hvað
hann hafði smíðað og okkur
fannst skrýtið að hann væri ekki
heimsþekktur listamaður þar
sem maðurinn var mjög flinkur í
höndunum. Maður ólst upp við
ást og umhyggju frá afa og sá
hvað afi var ástfanginn af ömmu,
hvert skipti sem hann sá hana þá
ljómaði hann. Afi kallaði hana
líka alltaf stúlkuna sína og maður
trúði á ást við að sjá þau saman.
Afi hafði sínar skoðanir og til
dæmis spurði blaðið DV fólk á
förnum vegi um hvað tíska væri
og svarið hjá honum var að tíska
væri ekkert annað en apaskapur í
fólki sem lætur sér detta hin og
þessi vitleysa í hug. Afi Einar var
góð fyrirmynd og mun hann alltaf
eiga stað í hjörtum okkar. Við
kveðjum þig í síðasta sinn, besti
afi okkar, við vonum að Guð eigi
nóg af neftóbaki og þú verður að
láta okkur vita hvert við verðum
að senda það ef þig vantar meira,
munum sakna þín alltaf.
Valdís Jóna og Gunnar
Breki Mýrdal.
Mig langar að segja nokkur
orð tileinkuð afa mínum Einari
Mýrdal sem kvaddi okkur 14. maí
síðastliðinn. Ég hef alltaf þekkt
afa sem einstaklega barngóðan,
hjartahlýjan og ástríkan mann.
Ég á svo margar yndislegar
minningar af Brekkubrautinni
frá því ég var lítil stelpa með afa
og ömmu. Mér fannst fátt
skemmtilegra en að dúsa með
honum í skúrnum, smíða alls kon-
ar hluti og fá svo grillsamlokuna í
hádeginu sem var sígild hefð þeg-
ar ég var í heimsókn. Afi var þús-
undþjalasmiður og meistari í að
gera upp húsgögn og hann hafði
endalausa þolinmæði til að kenna
mér og systkinum mínum að
smíða fallega hluti sem ég á enn
þann dag í dag. Afi var listakokk-
ur og hafði gaman af elda-
mennsku og sá alfarið um elda-
mennskuna á heimilinu í seinni
tíð. Honum tókst að galdra fram
þessa fínu rétti, eins og svikinn
héra svo eitthvað sé nefnt. Alltaf
var afi til í að fara með okkur öll
systkinin hitt og þetta, sýna okk-
ur staði og segja sögur. Ég hef
alltaf haft einstaklega gaman af
því hvað afi átti gott með að segja
sögur. Hann hafði einstaklega
gaman af að segja okkur frá ýms-
um ævintýrum úr ferðalögum
þeirra ömmu um heiminn. Alltaf
hef ég litið upp til afa og ömmu og
þá sérstaklega hvað varðar virð-
ingu, traust og ást þeirra hvors í
annars garð. Afi hætti aldrei að
segja mér frá því hvað hann var
heppinn að finna ömmu. Alltaf
voru þau jafn innilega ástfangin
og góðir vinir. Það er margt gott
sem afi hefur kennt mér sem ég
mun taka með mér út í lífið og
segja mínum börnum frá. Hvíldu
í friði elsku afi minn, þín verður
sárt saknað.
Þín
Erna.
Elsku besti afi minn. Ég sakna
þín.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið að kyssa þig bless daginn
áður en við fórum til Spánar.
Fengum okkur í síðasta skipti
tóbak saman. Þú tókst ekki ann-
að í mál þó að þú hafir verið orð-
inn slappur.
Allar minningarnar frá
Brekkubrautinni þegar við Dag-
mar vorum litlar. Að fá að gista
hjá ykkur ömmu var eins og að
vera í ævintýri. Við fengum að
umbreyta sjónvarpsherberginu
kvöld eftir kvöld í flatsæng. Það
dýrmæta hjá ykkur ömmu var að
í stað þess að skella okkur systr-
unum í verndað barnaprógramm
fékk maður að vera í teyminu
ykkar ömmu og taka þátt í ykkar
daglega lífi. Þegar maður sat hjá
þér og ömmu úti í skúr á meðan
þú varst að smíða fékk maður sitt
verkefni. Það var alltaf gaman
með þér elsku afi. Að hengja upp
tóbaksklútana þína var meira að
segja skemmtilegt því allar sög-
urnar sem þú sagðir manni á
meðan voru svo spennandi. Tala
nú ekki um allan fótboltann sem
við horfðum á saman. 10 ára
gamlar upptökur af heimsmeist-
aramótinu. Saman horfðum við á
alla leikina, hljóðlausa, því þér
fannst pirrandi að heyra í mönn-
unum rausa þessa vitleysu. Í
staðinn vildir þú njóta þess að
horfa á meðan við spjölluðum
saman. Þú í þínum sófa og ég í
ömmu sófa.
Núna í seinni tíð hefur verið
enn dýrmætara að kíkja í heim-
sókn til ykkar ömmu. Að spjalla
um lífið sjálft, lífið ykkar ömmu
og öll ferðalögin ykkar. Þegar ég
grínaðist með það að þið amma
væruð ekki búin að fá leið hvort á
öðru eftir 70 ár sagðir þú mér að
þetta væri ekki flókið. Amma
væri stelpan þín og þannig var
það.
Þið voruð eitt. Meira að segja
eftir að amma hætti að vinna sat
hún með þér úti í skúr og þið
hjálpuðust að. Ykkur leið best
saman og það gerði heimilið ykk-
ar svo fallegt.
Húmorinn og kærleikurinn
þinn, elsku afi, þú hefur kennt
mér svo margt. Ég lofa að passa
vel upp á hina Hulduna þína og
pabba.
Elska þig, elsku afi minn.
Hvíldu í friði.
Hulda Mýrdal.
Einar S. Mýrdal
Jónsson
Elsku Óli.
Þá hefurðu kvatt
þessa jarðvist eftir
stutt en erfið veik-
indi og við, sem von-
uðumst til að eiga svo margar
fleiri góðar stundir með ykkur
Emmu, stöndum eftir með sökn-
uð og sorg í hjarta. Það er svo
margs að minnast þegar maður
hefur fylgst að svona stóran hluta
af lífinu. Við fundum strax við
fyrstu kynni að við náðum vel
saman og höfðum sömu gildi í líf-
inu.
Samverustundirnar voru
margar, allar utanlandsferðirnar,
matarboðin, fótbolta- og körfu-
boltaleikirnir, fjölskylduveislur,
spjall yfir kaffibolla eða í síma og
að ógleymdri ferðinni til Gríms-
eyjar þegar við komum að landi í
20 stiga hita eins og ykkur hafði
verið lofað.
Þú varst sannur vinur og alltaf
til í að rétta hjálparhönd þegar á
Ólafur Ásbjörn
Jónsson
✝ Ólafur ÁsbjörnJónsson fædd-
ist 4. janúar 1937.
Hann lést 9. maí
2018.
Útför Ólafs fór
fram 22. maí 2018.
þurfti að halda eins
og til dæmis þegar
við vorum að koma
okkur fyrir í Or-
lando og þið Emma
voruð óþreytandi að
þeysast með okkur
um allar jarðir í leit
að rétta húsbúnað-
inum. Allir sem
þekktu þig vissu
hvar hjartað sló,
fjölskyldan og heim-
ilið alltaf í fyrsta sæti og mesti
Keflvíkingur og United-maður
sem sögur fara af. Já, elsku Óli,
það er svo margs að minnast eftir
öll þessi ár, eins og jarðarberja-
veislunnar í Þýskalandi þar sem
berin fundust ekki, en þegar þau
fundust pantaðir þú „ein Er-
dbeer“ og fékkst eitt jarðarber
en við hin fulla skammta, þá var
hlegið eins og svo oft þegar við
vorum saman.
Nú kveðjum við þig, elsku vin-
ur, og biðjum góðan Guð að
geyma þig og styðja Emmu okk-
ar og fjölskylduna alla. Allar fal-
legu minningarnar geymum við í
hjörtum okkar um ókomna tíð.
Þangað til við hittumst á ný.
Þín,
Valgerður og Willard
Okkar elskulegi
ÞÓRARINN SVEINN ARNARSON,
sem lést miðvikudaginn 23. maí, verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn
1. júní klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að
stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir fjölskyldu hins
látna: 0301-13-300618, kt. 020572-5159.
Marta Guðrún Daníelsdóttir
Baldur Örn Þórarinsson
Bjarki Daníel Þórarinsson
Guðmundur Brynjar Þórarinsson
Kristinn Rúnar Þórarinsson
Örn Þorbergsson Guðrún Þórarinsdóttir
Örvar Arnarson Ingibjörg Magnúsdóttir
Stefanía Ósk Arnardóttir Orri Guðjónsson
Daníel Gunnarsson Kristrún Guðmundsdóttir
Halldóra Rut Daníelsdóttir Hafþór Helgason
Guðmundur B. Daníelsson
Guðrún Árnadóttir
Okkar ástkæra
SIGRÚN ANGANTÝSDÓTTIR,
Silló,
lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki
sunnudaginn 27. maí.
Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 9. júní klukkan 14.
Jón Dalmann Pétursson
Björn Angantýr Ingimarsson Halldóra Bergsdóttir
Sigríður Huld Jónsdóttir Atli Örn Snorrason
Símon Guðvarður Jónsson Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
AÐALBJÖRG PÉTURSDÓTTIR,
Hjallavegi 4,
Hvammstanga,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
Hvammstanga, 26. maí. Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju
5. júní klukkan 14.
Fjóla B. Helgadóttir Guðjón Ólafsson
Margrét Þ. Jakobsdóttir
Aðalsteinn Jakobsson I. Signý Kristinsdóttir
Helga Jakobsdóttir Ingólfur Bragi Arason
Ágúst F. Jakobsson Sólrún D. Árnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
JÚLÍUS JÓNASSON
vélstjóri,
Húsavík,
lést á sjúkrahúsinu á Húsavík laugardaginn
26. maí. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn
1. júní klukkan 14.
Kristín Sigurðardóttir
Sigríður Árdís Kristínardóttir
Aðalheiður Ámundadóttir
Kristján Júlíusson
Rannveig Júlíusdóttir
tengdabörn og barnabörn
Ástkær móðir okkar,
ÞÓRA ÞORBERGSDÓTTIR,
Hátúni 10,
Vík í Mýrdal,
lést á Hjallatúni mánudaginn 28. maí.
Útförin fer fram frá Víkurkirkju mánudaginn
4. júní klukkan 14.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Þykkvabæjarklausturskirkju eða
Dvalarheimilið Hjallatún, Vík í Mýrdal.
Þorbergur Þ. Reynisson Gunnhildur Haraldsdóttir
Sigurður Karl Hjálmarsson Áslaug Einarsdóttir
Vilborg Hjálmarsdóttir Kristján Benediktsson
Anna M. Hjálmarsdóttir Einar Hjörleifur Ólafsson
Jón Hjálmarsson Sigrún Guðmundsdóttir
og fjölskyldur