Morgunblaðið - 30.05.2018, Side 30

Morgunblaðið - 30.05.2018, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018 Fallegar vörur fyrir falleg heimili Opið virka daga frá 10-18, laugardag 11-15. Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Tvær sýningar með verkum Stein- unnar Þórarinsdóttur myndhöggv- ara sem settar hafa verið upp að undanförnu beggja vegna Atlants- hafs hafa vakið mikla athygli og lof- samlegt umtal. Í Fort Tryon Park í New York er útisýning Steinunnar Armors, þar sem þrjár viðkvæmn- islegar fígúrur hennar í raunstærð mæta þremur jafn stórum brynjum sem voru steyptar eftir þrívíddar- skönnun sem gerð var af völdum brynjum frá miðöldum úr Metropo- litan-safninu. Sýning Stein- unnar er við The Cloisters, sem er útibú frá safninu ofarlega á Man- hattan og sýnir miðaldalist. Þá hefur verið sett upp afar viðamikil sýning í Stríðssögusafn- inu, Militär Hi- storisches Museum, í Dresden í Þýskalandi, undir yfirskriftinni Kyn- ferði og ofbeldi: Stríð er fyrir karla, friður fyrir konur? Þar velta sýn- ingastjórar fyrir sér tengingum kynjanna við söguna og átök í heim- inum með yfir eitt þúsund safn- gripum og fjölbreytilegum innsetn- ingum. Verk eftir sjö kunna listamenn og listhópa, á borð við Lo- uise Bourgeois, Sylvie Fleury og Gu- errilla Girls, taka á móti gestum er þeir koma að safninu. Áberandi verk Steinunnar er það á meðal og nefnist Trophies. Það er alls fjórtán fígúrur og standa ellefu þeirra á súlum hátt á vegg hinnar gömlu safnbyggingar. Ólík verkefni en skyld „Það var stíf törn og skemmtileg í kringum uppsetningu verkanna og opnun sýninganna,“ segir Steinunn. „Þetta eru ólík verkefni en þó að mörgu leyti skyld. Sýningin í Þýska- landi er í safni sem þýski herinn á og fjallar um sögu hersins en gengur þó út frá mannfræði þar sem horft er á stríð og átök af sjónarhóli mennsk- unnar. Sýningin í New York vísar líka til stríðs, átaka og valds, og þar er því ákveðin skörun.“ Steinunn segir sýninguna í New York byggja á hugmynd sem hún fékk árið 2013 þegar hún dvaldi og starfaði í New York um tveggja mánaða skeið. Þá fór hún oft á Met- ropolitan-safnið og heillaðist af brynjudeildinni sem hún segir búa yfir einstakri stemningu. „Í brynj- udeild safnsins er mikill kraftur sem fyllir rýmið. Ég tók fjölda mynda af brynjunum og þá var því fræi sáð sem varð að sýningunni sem opnaði um daginn. Sú hugmynd hefur síðan þá búið með mér að tengja mínar fí- gúrur brynjum frá miðöldum til að endurspegla ástand manneskjunnar í fortíð og nútíð. Og þegar ég var byrjuð að vinna að verkinu í sam- starfi við liststofnanir í New York, og fékk aðgang að þremur brynj- anna til að láta skanna og nota eftir ráðgjöf frá sérfræðingi safnsins Do- nald La Rocca, þá sá ég að ég hafði einmitt myndað nákvæmlega þessar þrjár brynjur árið 2013 þannig þær áttu að verða fyrir valinu.“ Hún segir brynjurnar vera frá Ítalíu, Þýskalandi og Bretlandi og eru þær „eins og ólíkir karakterar með sín sér einkenni.“ Steinunn hefur áður sett upp sýn- ingu í garði á Manhattan og vann þá með New York City Parks- stofnuninni, sem sér einnig um Fort Tryon Park. „Mér fannst mikilvægt að þessi sýning yrði sett upp á op- inberum stað, þar sem almenningur kæmist að verkunum, og þegar ég kynnti hugmyndina fyrir Jennifer Lantzas, sem sér um List í almanna- rými, þá stakk hún upp á Fort Tryon Park sem á mjög vel við. Í framhaldinu áttum við fund með fulltrúum Metropolitan-safnsins og strax eftir fundinn gengum við um brynjudeildina og völdum saman þessar þrjár brynjur til að skanna.“ Mikil og góð umfjöllun Þegar spurt er úti í vinnsluferlið segir Steinunn það hafa verið flókið, allt frá því að brynjurnar voru skannaðar og þar til verkin voru steypt. Brynjurnar voru skannaðar í New York af Metropolitan-safninu sjálfu en lokaframleiðslan var með fornri málmsteypuaðferð í Kína. Þrí- víddarprentunin var unnin í plast- efni í Kína og er mjög nákvæm, eftir því er gerð vaxútgáfa og þá kemur sjálf málmsteypan. „Sonur minn, Þórarinn Ingi Jóns- son myndlistarmaður, hefur verið módelið mitt í næstum tuttugu ár og þegar ég var komin með þrívíddar- skönnunina í tölvuna skoðuðum við útkomuna vel og hann stillti sér upp á svipaðan hátt, og bergmálaði þann- ig stellingu brynjanna. Ég tók þá mót af honum og vann verkin eins og ég hef gert áður. Þau verk voru steypt í Póllandi. Það var síðan ekki fyrr en verkin voru öll komin saman í New York að ég gat séð nákvæmlega hvernig pörunin gengi upp.“ Sérstaklega var mælt með sýn- ingu Steinunnar í The New York Times og The Art Newspaper og vel var fjallað um hana í Time Out og fleiri fjölmiðlum vestan hafs. „Sýningin hefur fengið mikla og góða umfjöllun og ég er afar þakklát fyrir það,“ segir Steinunn. „Það er eitthvað við verkin sem dregur fólk að þeim og mér er sagt að það hafi verið mikil umferð í garðinn að skoða síðan sýningin var opnuð. Það er ákveðin orka innan hvers pars sem fólk finnur fyrir og henni er hægt að tengjast líkamlega sem þriðji aðili. Brynjurnar sjálfar hafa svo margt áhugavert við sig og fólk nýtur þess að fara nálægt þeim í þessum að- stæðum. Þær búa yfir mikilli sögu. Í Metropolitan-safninu má sjá frum- myndirnar bak við gler.“ Og þær eru hertól sem mæta við- kvæmnislegum fígúrum Steinunnar. „Hugmyndin er að þessi nakti og viðkvæmi líkami standi andspænis þeim sem er brynjaður og tákn valdsins en einnig að sýna styrkinn í mennskunni í þessu mikla návígi við ofbeldi. Ég finn að fólk upplifir líka þá staðreynd og það útvíkkar túlk- unina á svo frábæran hátt. Einnig er hægt að sjá að form manneskjunnar gæti passað inn í brynjuna sem stendur á móti. Þannig liggja snerti- fletir hugmyndarinnar víða.“ Óður til mennskunnar Varðandi sýninguna í Dresden, sem nefnist „Gender and Violence“ upp á ensku, segir Steinunn hana af- ar umfangsmikla. „Sýningin byggist á grundvallarspurningunni um það hvort konan sé friðsöm og karlinn stríðsmaður. Fyrir utan safnið var ákveðið að setja upp útiverkasýn- ingu, undir heitinu „Targeted Int- erventions“, sem myndi undirbúa gesti fyrir það sem þeir upplifa inni í því. Sýningarstjórinn Gorch Pieken bað mig um að vinna innsetningu fyrir sýninguna en hann sá fyrir sér að mínar kynlausu fígúrur myndu vekja spurningar gesta strax þegar þeir kæmu að safninu.“ Safnið er í gömlu vopnabúri hers- ins í Dresden sem slapp í loftárásum bandamanna í seinni heimsstyrjöld- inni þegar stór hluti borgarinnar var jafnaður við jörðu. „Utan á þessu gamla vopnabúri, á þessum súlum sem ellefu verka minna eru nú á, voru áður styttur, stríðsmenn með skildi og hjálma – og þar er ein teng- ingin við New York sýninguna. En þessar styttur utan á húsinu hurfu allar árið 1943 og hafa aldrei fundist. Þær voru óður til stríðs og sigra en verkin mín, sem heita Trophies, koma í staðinn og eru óður til mennskunnar, öfugt við það sem hin verkin stóðu fyrir. Í upphafi þessa ferils þegar ég fór að skoða gamlar myndir af safninu og sá þessar fígúr- ur sem hurfu árið 1943, þá blasti við að það gæti verið áhugaverð innsetn- ing að búa til einskonar bergmál af þessum gömlu verkum en með öfug- um formerkjum þó.“ Báðar sýningar Steinunnar standa inn í haustið, Armors má sjá fram að 13. september og Trophies út október. Og það er sitthvað á döf- inni hjá Steinunni; undanfarin ár hafa tvær farandsýningar með verk- um hennar ferðast milli safna og sýningastaða í Bandaríkjunum og næsta opnun er í Louisiana í haust. „Svo er ég með verkefni í Sviss og fleira er í bígerð. Ferlið við þessar sýningar í Dresden og New York var flókið og orkufrekt en nú taka bara næstu verkefni við,“ segir hún. „Vísar líka til stríðs, átaka og valds“  Sýningar Steinunnar Þórarinsdóttur í New York og Dresden vekja athygli  Vann með brynjur frá Metropolitan-safninu  „Einskonar bergmál af þessum gömlu verkum,“ segir Steinunn Ljósmynd/Azhar Kotadia Armors Á sýningu Steinunnar í Fort Tryon Park í New York standa þrjár viðkvæmnislegar fígúrur hennar and- spænis jafn mörgum brynjum sem voru steyptar eftir þrívíddarskönnum af brynjum í Metropolitan-safninu. Trophies Ellefu fígúrur eftir Steinunni standa utan á safninu í Dresden, á stöplum þar sem áður voru stríðsmenn með skildi og hjálma. Steinunn Þórarinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.