Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 150. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Hafði þegar fallið tvær hæðir 2. Ásdís Halla selur Laufásveginn 3. Banaslys rakin til ölvunaraksturs 4. Hafði sótt um tryggingu fyrir … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Karlakórarnir Bartónar og The Har- vard Din and Tonics halda tónleika saman í Gamla bíói annað kvöld kl. 20.30. Bartónar eru að ljúka tón- leikaári sínu en The Harvard Din and Tonics, sönghópur Harvard-háskóla, er að hefja sína vertíð þar sem Reykjavík er fyrsti viðkomustaður kórsins í tíu vikna tónleikaferð um Evrópu, Asíu og Ástralíu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bartónar og kór frá Harvard í Gamla bíói  Katrín María Káradóttir, að- junkt í fatahönnun við LHÍ, flytur er- indi í dag kl. 12.15 í Bókasafni Kópa- vogs sem ber yfir- skriftina Þrælar tískunnar. Katrín mun fjalla um fatainnkaup en hún er frumkvöðull svokallaðrar hægrar tísku á Íslandi. Kaupir þú allt of mikið af fötum en átt samt aldrei neitt til að fara í? er ein þeirra spurninga sem hún mun leitast við að svara. Þrælar tískunnar  Sýningin Gerður: Yfirlit verður opn- uð í Gerðarsafni í Kópavogi á morgun kl. 18. Á henni er sjónum beint að fjölbreyttum listferli og ævi Gerðar Helgadóttur myndhöggv- ara, allt frá námsárum til síðustu æviára, og varpar sýningin ljósi á ólík tímabil í lífi Gerðar með völd- um þemum sem móta meginstef og teng- ingar milli verka. Ljósi varpað á ólík tímabil í lífi Gerðar Á fimmtudag Vestlæg átt, 3-10 m/s, hvassast NV-til. Víða skýjað og sums staðar súld við ströndina, einkum um landið vestanvert. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast SA-til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, 3-13 m/s, hvassast NV-til. Skýj- að og smásúld S- og V-lands fram eftir degi með hita 8 til 13 stig, en bjartviðri NA-til og hiti 15 til 22 stig. VEÐUR „Ég hafði aldrei unnið neitt áður en ég kom til Íslands. Ég hafði bara verið í fótbolta en ekki þurft að vinna. Eftir þrjá daga var ég nánast grátandi vegna þess að ég vissi ekki hvort ég gæti þetta. Á Íslandi eru 16-17 ára krakkar farnir að vinna en fyrir mér var þetta alveg nýtt,“ segir Maciej Maj- ewski, varamarkvörður Grindavíkur, sem sló í gegn með liðinu á dögunum. »3 Ég hafði aldrei unnið neitt Handknattleiksmaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason er á leið frá Cesson Rennes í Frakklandi til West Wien í Austurríki þar sem hann skrifar undir tveggja ára samning. Þar með munu þrír Íslendingar leika með aust- urríska liðinu en þjálfari þess er Hannes Jón Jónsson. „Ólafur og Viggó hafa verið mjög góðir fulltrúar lands okkar, jafnt utan vallar sem innan. Þar af leið- andi eru menn alveg til í að bæta einum Ís- lendingi við í hópinn,“ segir Hannes. »1 Enn bætist við Íslend- ingur hjá West Wien Breiðablik komst upp að hlið Þórs/ KA á toppi Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í gærkvöld með því að sigra KR 2:0 í Vesturbænum. Liðin eru bæði með fullt hús stiga eftir fimm umferðir. Stjarnan vann HK/ Víking 1:0 en Grindavík og Selfoss skildu jöfn, 1:1. Fresta þurfti leik ÍBV og Vals þar til í dag vegna veð- urs. »2,4 Breiðablik aftur upp að hlið Akureyringanna ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Fyrir 50 árum keyrði Valgarð Briem af vinstri vegarhelmingi yfir á þann hægri vegna þess að Íslend- ingar höfðu þann dag, 26. maí 1968, tekið upp hægri umferð. Á morgun mun Valgarð endurtaka leikinn, 50 árum síðar, á sama bíl. Nýr eigandi bílsins, Njáll Gunnlaugsson, hefur komið bílnum í gott stand með hjálp velunnara. Bíllinn er af tegundinni Plymouth Valiant og er árgerð 1968. Saga bílsins er nokkuð sérstök. Eins og áður segir var hann í eigu Valgarðs Briem árið 1968 en minna er vitað um afdrif hans á milli þess sem bíll- inn var í eigu Valgarðs og þangað til hann komst í hendur Njáls. Fann bílinn í Skagafirði Njáll kom auga á bílinn á Sam- gönguminjasafninu í Skagafirði. ,,Hann var alveg í ökuhæfu ástandi en var ekkert sérstaklega fallegur.“ Eftir að Njáll fór yfir skráningarupplýsingar bílsins og hringdi í fyrri eigendur hafði hann fullvissað sig um að þessi bíll væri sögufrægur og ákvað því að festa kaup á honum. ,,Maður verður að vernda söguna, svona lagað má ekki gleymast,“ segir Njáll. Einar Magnús Magnússon, sér- fræðingur í öryggis- og fræðslu- deild Samgöngustofu, segir bílinn vera kominn í töluvert betra stand en áður, en þau hjá Samgöngustofu hafi þó varann á. ,,Við vonum svo sannarlega að hann slái ekki feil- púst en við erum með annan bíl til vara ef það skyldi nú gerast á síð- ustu stundu að blessaði gamli jálk- urinn hósti eitthvað.“ Einar býst við að Valgarð hafi gaman af því að fá að keyra bílinn á nýjan leik. „Þetta hlýtur að vera svolítið sérkennileg og áþreifanleg nostalgía fyrir hann.“ Bíllinn sem breytti sögunni  Valgarð Briem keyrir á nýjan leik á vinstri akrein Morgunblaðið/Kristinn Sögufrægur Búið er að gera bílinn upp fyrir stóra daginn og hann stóðst skoðun nýlega. Því er ekkert því til fyrir- stöðu að Valgarð Briem keyri bílinn á morgun, þrátt fyrir að hann verði keyrður á vitlausum vegarhelmingi. Ljósmynd/RÚV Táknrænt Valgarð Briem keyrir af vinstri vegarhelm- ing yfir á hægri árið 1968. Þá var bíllinn ársgamall. Ljósmynd/Aðsend Viðgerðarteymi Tryggvi Þormóðsson og Einar Magnús Magnússon hjálpast að við að gera bílinn upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.