Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.2017, Side 14

Læknablaðið - 01.12.2017, Side 14
birt á síðari árum þó að lekum hafi fækkað frá fyrri samantektum hérlendis.1, 13,16 Staðbundin endurkoma krabbameins átti sér stað í 9 tilfellum (7,1%) við lok eftirfylgdar af þeim 127 sem höfðu farið í aðgerð vegna krabbameins. Kaplan-Meier graf á mynd 2 sýnir 5 ára lifun um 77%. Þessar tölur verða að teljast góður árangur í samanburði við margar erlendar niðurstöður en þær eru þó mjög mismunandi. Samanburður á lifun fyrir þennan hóp sjúklinga, það er þeirra sem hafa farið í gagngert brottnám vegna krabbameins í endaþarmi, er nokkuð snúinn. Krabbameinsskrár Norðurlandanna gefa upp lifun fyrir alla greinda sjúklinga, ekki sundurliðað eftir meðferð, sem sýnir 49-65% 5 ára lifun á árunum 1999-2003.18 Stór sænsk rannsókn frá 2005 sýnir tæplega 70% 5 ára heildarlifun og 9% staðbundna endurkomu sjúklinga eftir skurðaðgerð sem gerð var í læknandi tilgangi.3 Önnur stór rannsókn frá 2011 sem tók til sjúk- linga án fjarmeinvarpa sýndi fram á 62% 5 ára lifun þegar beitt var geislameðferð fyrir aðgerð.19 Þá sýnir stór bandarísk samantekt frá 2016 72% 5 ára lifun hjá sjúklingum með endaþarmskrabbamein á stigi 2-3 sem fengu geisla- og lyfjameðferð fyrir aðgerð.20 Þýsk rannsókn frá 2012 er tók fyrir sama sjúklingahóp sýndi fram á 75% 5 ára lifun og 5% staðbundna endurkomutíðni.21 Nýlegri rannsókn sýndi fram á 81,5% sjúkdómsfría 5 ára lifun með 3,6% endurkomu- tíðni en þar var meðaltími eftirfylgdar þrjú ár.14 Birtar greinar fjalla oftar en ekki um afmarkaða undirhópa sem gerir beinan samanburð flókinn og rétt er að geta þess að þessi rannsókn tekur til sjúklinga óháð sjúkdómsstigi og að ekki voru allar aðgerðirn- ar gerðar í læknandi tilgangi. Í samanburði við fyrri rannsóknir hérlendis virðist vera bæting í lifun en í grein frá 2002 var sagt frá 30% 5 ára lifun og 52% lifun sjúklinga með stigunina Dukes B (æxlisvöxtur bundinn við endaþarm) og niðurstöður frá 1992 voru svipaðar með 55% 5 ára lifun sjúklinga með Dukes B-sjúkdóm.1,2 Helsti annmarki þessarar rannsóknar er að hún er afturskyggn og reiðir sig því á nákvæma skráningu upplýsinga sem er alls ekki alltaf til staðar. Á rannsóknartímabilinu átti sér ekki stað stöðl- uð skráning á þessum aðgerðum og það olli því að erfitt var að finna ákveðnar upplýsingar er lúta til dæmis að sjúkdómsstigun fyrir aðgerð. Rétt er að taka fram að nú er komin á fót skráning á Landspítala þar sem langflestar þessar aðgerðir eru framkvæmdar og mun sú skráning auðvelda rannsóknir í framtíðinni og von- andi stuðla að betri meðferð. Nokkrir einstaklingar sáu um að afla gagna fyrir rannsóknina og gæti það haft áhrif á túlkun vafaat- riða. Rannsóknin nær ekki til allra sjúklinga með krabbamein í endaþarmi á tímabilinu. Til að mynda var gerð 31 aðgerð stað- bundið um endaþarm með smásjárspeglunartæki og einhverjir þeirra sjúklinga höfðu krabbamein en þessi rannsókn tók einungis til sjúklinga með gagngert eða hlutabrottnám á endaþarmi. Með þessari rannsókn var leitast við að varpa ljósi á afdrif sjúklinga sem gangast undir brottnám á endaþarmi vegna krabba- meins og forstiga þess á Íslandi í dag. Tíðni staðbundinnar endur- komu og heildarlifun hefur farið batnandi hérlendis frá fyrri rann- sóknum og virðist vera sambærileg við erlendar niðurstöður sem hafa einnig farið batnandi síðustu ár. 534 LÆKNAblaðið 2017/103 R A N N S Ó K N Heimildir 1. Guðbjartsson T, Másdóttir S, Möller PH, Jónsson T, Magnússon J. Krabbamein í endaþarmi á Landspítalanum 1980-1995. Læknablaðið 2002; 88: 104-14. 2. Magnússon J, Möller P, Sveinsson Þ. Endaþarms krabba- mein á Borgarspítalanum 1975-1987. Horfur eftir aðgerð. Læknablaðið 1992; 78: 43-7. 3. Folkesson J, Birgisson H, Pahlman L, Cedermark B, Glimelius B, Gunnarsson U. Swedish Rectal Cancer Trial: long lasting benefits from radiotherapy on survival and local recurrence rate. J Clin Oncol 2005; 23: 5644-50. 4. Heald RJ, Husband EM, Ryall RD. The mesorectum in rectal cancer surgery--the clue to pelvic recurrence? Br J Surg 1982; 69: 613-6. 5. Heald RJ, Moran BJ, Ryall RD, Sexton R, MacFarlane JK. Rectal cancer: the Basingstoke experience of total mesor- ectal excision, 1978-1997. Arch Surg 1998; 133: 894-9. 6. MacFarlane JK, Ryall RD, Heald RJ. Mesorectal excision for rectal cancer. Lancet 1993; 341: 457-60. 7. Rodel C, Martus P, Papadoupolos T, Fuzesi L, Klimpfinger M, Fietkau R, et al. Prognostic significance of tumor regression after preoperative chemoradiotherapy for rectal cancer. J Clin Oncol 2005; 23: 8688-96. 8. Minsky B, Cohen A, Enker W, Kelsen D, Kemeny N, Ilson D, et al. Preoperative 5-fluorouracil, low-dose leucovorin, and concurrent radiation therapy for rectal cancer. Cancer 1994; 73: 273-80. 9. Bosset J-F, Collette L, Calais G, Mineur L, Maingon P, Radosevic-Jelic L, et al. Chemotherapy with preoperative radiotherapy in rectal cancer. N Engl J Med 2006; 355: 1114-23. 10. Gerard J-P, Conroy T, Bonnetain F, Bouche O, Chapet O, Closon-Dejardin M-T, et al. Preoperative radiotherapy with or without concurrent fluorouracil and leucovorin in T3-4 rectal cancers: results of FFCD 9203. J Clin Oncol 2006; 24: 4620-5. 11. Glimelius B, Holm T, Blomqvist L. Chemotherapy in addition to preoperative radiotherapy in locally advanced rectal cancer - a systematic overview. Rev Recent Clin Trials 2008; 3: 204-11. 12. Benson AB 3rd, Venook AP, Bekaii-Saab T, Chan E, Chen Y-J, Cooper HS, et al. Rectal Cancer, Version 2.2015. J Natl Compr Canc Netw 2015; 13: 719-28; quiz 728. 13. Leroy J, Jamali F, Forbes L, Smith M, Rubino F, Mutter D, et al. Laparoscopic total mesorectal excision (TME) for rectal cancer surgery: long-term outcomes. Surg Endosc 2004; 18: 281-9. 14. Asoglu O, Kunduz E, Rahmi Serin K, Iscan Y, Karanlik H, Bakir B, et al. Standardized laparoscopic sphincter-pres- erving total mesorectal excision for rectal cancer: long- term oncologic outcome in 217 unselected consecutive patients. Surg Laparosc Endosc Percutan Tech 2014; 24: 145-52. 15. Enker WE. Total mesorectal excision--the new golden standard of surgery for rectal cancer. Ann Med 1997; 29: 127-33. 16. Kang S-B, Park JW, Jeong S-Y, Nam BH, Choi HS, Kim D-W, et al. Open versus laparoscopic surgery for mid or low rectal cancer after neoadjuvant chemoradiotherapy (COREAN trial): short-term outcomes of an open-label randomised controlled trial. Lancet Oncol 2010; 11: 637-45. 17. Petersen SH, Harling H, Kirkeby LT, Wille-Jorgensen P, Mocellin S. Postoperative adjuvant chemotherapy in rec- tal cancer operated for cure. Cochr Datab Syst Rev 2012: CD004078. 18. Klint A, Engholm G, Storm HH, Tryggvadottir L, Gislum M, Hakulinen T, et al. Trends in survival of patients diagnosed with cancer of the digestive organs in the Nordic countries 1964-2003 followed up to the end of 2006. Acta Oncol 2010; 49: 578-607. 19. van Gijn W, Marijnen CAM, Nagtegaal ID, Kranenbarg EM-K, Putter H, Wiggers T, et al. Preoperative radiother- apy combined with total mesorectal excision for resect- able rectal cancer: 12-year follow-up of the multicentre, randomised controlled TME trial. Lancet Oncol 2011; 12: 575-82. 20. Sineshaw HM, Jemal A, Thomas Jr CR, Mitin T. Changes in treatment patterns for patients with locally advanced rectal cancer in the United States over the past decade: An analysis from the National Cancer Data Base. Cancer 2016; 122: 1996-2003. 21. Sauer R, Liersch T, Merkel S, Fietkau R, Hohenberger W, Hess C, et al. Preoperative versus postoperative chemoradiotherapy for locally advanced rectal cancer: results of the German CAO/ARO/AIO-94 randomized phase III trial after a median follow-up of 11 years. J Clin Oncol 2012; 30: 1926-33.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.