Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.2017, Page 17

Læknablaðið - 01.12.2017, Page 17
LÆKNAblaðið 2017/103 537 Inngangur Athyglisbrestur og ofvirkni (ADHD, Attention Deficit Hyperactivity Disorder) er taugaþroskaröskun sem kemur yfirleitt fram fyrir 7 ára aldur og getur haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og félags- lega aðlögun.1 Samkvæmt nýlegum faraldsfræðilegum rannsókn- um er talið að 6-10% barna og um 5% fullorðinna séu með þessa röskun, sem þýðir að um viðamikið geðheilbrigðisvandamál er að ræða.2 Tíðni ADHD-greininga hefur aukist undanfarin ár, sem hefur vakið upp spurningar um hvort vandinn sé ofgreindur nú eða hvort hann hafi verið vangreindur áður.1,3 Einkenni ADHD geta verið mismunandi eftir einstakling- um en truflun á einbeitingu, hvatvísi og hreyfióróleiki teljast til helstu greiningarskilmerkja.2 Rannsóknir sýna að sé vandinn ekki greindur og viðeigandi meðferð veitt geti það haft í för með sér ýmiss konar áhættu og skerðingu á lífsgæðum, meðal annars auk- ið líkur á að einstaklingar misnoti áfengi og vímuefni.4 Vegna þess hversu margbreytileg og einstaklingsbundin einkennin geta verið er mælt með því að meðferð sé fjölþætt og feli meðal annars í sér fræðslu til foreldra og kennara um viðeigandi kennslu- og uppeld- isaðferðir, auk þess sem oft er mælt með lyfjameðferð.1,5 Örvandi lyf eru sá lyfjaflokkur sem mest er notaður í meðferð ADHD og Inngangur: Athyglisbrestur og ofvirkni (ADHD) er taugaþroskaröskun sem kemur yfirleitt fram fyrir 7 ára aldur. Örvandi lyf eru mikið notuð til með- höndlunar á þessum kvilla hér á landi, en fela í sér hættu á ávanabindingu, misnotkun og lyfjaflakki, það er að þau séu notuð af öðrum einstaklingi en þeim sem læknir skrifaði lyfseðil fyrir. Þessari rannsókn var ætlað að svara því hversu algengt slíkt lyfjaflakk væri meðal unglinga á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Hér er byggt á gögnum sem safnað var í íslensk- um hluta ESPAD-rannsóknarinnar (European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs) um vímuefnaneyslu 10. bekkinga. Niðurstöður: Af 2306 nemendum sem tóku þátt í könnunni sögðust 91% (2098) aldrei hafa fengið slík lyf uppáskrifuð en 9% (208) sögðu svo vera. Strákar voru rúmlega helmingi líklegri til að hafa fengið örvandi lyf upp- áskrifuð en stúlkur. Tæplega 18% unglinganna í könnuninni kvaðst hafa dreift lyfjunum sínum til annarra með einhverjum hætti. Þeir unglingar eru einnig margfalt líklegri til að sýna af sér annars konar áhættuhegðun. Umræða: Lyfjaflakk örvandi lyfja á meðal 10. bekkinga á Íslandi er algengt miðað við erlendar rannsóknir þar sem hlutfallið er nær 5-10%. Á sama tíma sýna niðurstöðurnar fram á mikilvægi þess að vandað sé til verka hvað varðar aðbúnað og umgjörð slíkar notkunar því til mikils er að vinna, bæði fyrir barnið sjálft og þá sem komast á ólöglegan hátt yfir lyfin og neyta þeirra. Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk Gísli Kristófersson1 geðhjúkrunarfræðingur, Ársæll Arnarsson2 faraldsfræðingur, Guðmundur Heimisson3 próffræðingur, Dagbjörg Sigurðardóttir4 læknir þykja veita bestu svörun, en til þeirra teljast mismunandi lyfja- form af metýlfenídati og amfetamíni.1 Á Íslandi er metýlfenídat langmest notaða örvandi lyfið í meðferð ADHD (en það er til bæði í langverkandi og skammverkandi lyfjaformi. Þekktust eru sérlyfja heitin Rítalín®, Rítalín Uno® og Concerta®.3 Samkvæmt upplýsingum úr lyfjagagnagrunni Embættis land- læknis frá vorinu 2017 fengu 9119 einstaklingar ávísað örvandi lyfjum á Íslandi árið 2016 miðað við 5324 einstaklinga árið 2012 sem er rúmlega 72% hækkun á tímabilinu. Hjá einstaklingum á aldrinum 14-18 ára fengu 839 einstaklingar ávísað örvandi lyfjum árið 2012 en árið 2016 voru þeir 1236 sem er 47% hækkun á tímabil- inu. Samkvæmt tölum Hagstofu varð nokkur fækkun í þessum aldurhópi milli 2012 og 2016 og skýrist þessi hækkun því ekki með fólksfjölgun Íslendinga á þessu aldursbili milli ára.6 Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 17.213 börn á aldrinum 14-18 ára árið 2016 á Íslandi en það þýðir að 7,2% íslenskra barna á aldrinum 14- 18 ára höfðu fengið ávísað örvandi lyfjum árið 2016.6 Í nýlegri rannsókn á ávísun örvandi lyfja fyrir börn í fjórum löndum Evrópu (Danmörku, Hollandi, Þýskalandi og Bretlandi) og Bandaríkjunum var tíðni ávísana örvandi lyfja 2005/2006 til 2012 borin saman. Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar nota aðeins Bandaríkjamenn svipað magn af lyfseðilsskyldum örvandi lyfjum og Íslendingar í þeim aldursflokki sem hér um ræðir, en árið 2012 höfðu 6,5% bandarískra unglinga á aldrinum 15-19 ára fengið ávísað örvandi lyfjum en aðrar þjóðir voru með mun lægri tíðni (0,5% til 2,4%). Þó má sjá að aukin tíðni ávísana er mun skarp- ari í Evrópulöndunum fjórum á tímabilinu en í Bandaríkjunum. En hún var á bilinu 56,6% til 302,7% í Evrópulöndunum á móti Á G R I P 1Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri, 2menntavísindasviði Háskóla Íslands, 3hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri, 4Landspítala. Fyrirspurnum svarar Gísli Kristófersson, gislik@unak.is https://doi.org/10.17992/lbl.2017.12.164 Greinin barst blaðinu 7. júní 2017, samþykkt til birtingar 15. nóvember 2017. R A N N S Ó K N Victoza® fyrirbyggir tilvik hjarta- og æðasjúkdóma1,2 NÝTT! Fyrirbyggir hjarta- og æðatilvik1, 2 Lækkar HbA1c um allt að –1,8% (20 mmól/mól)2 Veitir þyngdartap um allt að 4,3 kg2 Klínísk reynsla í meira en 7 ár2 Victoz a er s kr ás et t v ör um er ki N ov o N or di sk a /s is /v t/ 08 17 /0 52 3 25 . o kt ób er 2 10 7 Heimildir 1 Marso SP, Daniels GH, Brown-Frandsen K, et al; the LEADER Steering Committee on behalf of the LEADER Trial Investigators. Liraglutide and cardiovascular outcomes in type 2-diabetes. N Engl J Med. 2016;375(4):311-322. 2 Samþykkt SmPC fyrir Victoza® (liraglútíð), júlí 2017. Victoza 6 mg/ml stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna Heiti virkra efna 1 ml af lausn inniheldur 6 mg af liraglútíði. Einn áfylltur lyfjapenni inniheldur 18 mg af liraglútíði í 3 ml. Ábendingar Victoza er ætlað til meðferðar á fullorðnum með ófullnægjandi stjórn á sykursýki af tegund 2 sem viðbót við mataræði og hreyfingu, sem meðferð með einu lyfi þegar ekki er hægt að nota metformín vegna óþols eða frábendinga eða sem viðbót við önnur sykursýkilyf. Frábendingar Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Markaðsleyfishafi Novo Nordisk A/S, Novo Allé, DK-2880 Bagsværd, Danmörk. Nálgast má upplýsingar um lyfið, fylgiseðil þess og gildandi samantekt á eiginleikum lyfs á vef Lyfjastofnunar – www.serlyfjaskra.is.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.