Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.2017, Qupperneq 25

Læknablaðið - 01.12.2017, Qupperneq 25
LÆKNAblaðið 2017/103 545 höll við hýrógi, hýróg = heimilisófriður – heiftum skal mána kveðja, – beiti við bitsóttum, beiti = ánamaðkur en við bölvi rúnar, bölvi = böli fold skal við flóði taka. (vísa 137) Norræn þjóðfræði geymir mörg dæmi um hreinsunarmátt jarðar, vatns og vinds auk eldsins. Sá siður tíðkaðist víða um Norðurlönd fram eftir öldum að láta fólk ofan í hola trjástofna eða jarðföll til þess að jörðin gæti tekið við sjúkdómum þess og sárauka. Af sama toga er sú venja sem þekktist víða, meðal annars hér á landi, að láta sængurkonu stíga á grastorfu. Má ætla að orðatiltæki á borð við að „barn góli í grasinu“ megi tekja til þess siðar.9 Stryki maður vörtur með fleskbita og græfi hann síðan í jörð var þess von að vörturnar hyrfu þegar bitinn væri rotnaður og fullsameinaður moldu. Annað ráð var að binda hnúta á ullarband fyrir hverja vörtu sem fjarlægja skyldi, leggja bandið í jörð í þeirri trú að þegar hnútar og band hefðu rotnað saman við moldina yrðu vörturnar horfnar.13 Þess eru jafnvel þekkt dæmi í nágrannalönd- um frá síðari hluta 19. aldar að íklæðast dýrshræi eða dýrsham til lækninga, eins og þegar aðalskona í Kaupmannahöfn kom í slát- urhús á Vesterbro, afklæddist í einu horninu og skreið síðan inn í nýslátraðan stórgrip sér til heilsubótar.14 Elstu lækningabækur Fornu lækningahandritin sem varðeitt eru í Árnasafni hljóta að teljast meðal merkustu menningarminja á íslensku og þótt víðar væri leitað. Hið elsta þeirra er frá síðari hluta 13. aldar, AM 655 XXX 4to.15 Næst því í aldri er sennilega handrit í AM 187 8vo frá því um 1350-1400.16 Því næst tvö önnur 14. aldar handrit, annað frá því um 1350, AM 696 I 4to17 og hitt, AM 194 8vo, er frá 1387 eins og kemur fram í handritinu sjálfu.18 Í Árnasafni er einnig lækn- ingabók frá 15. öld í AM 434 a 12mo19 sem augljóslega byggir að verulegu leyti á fyrrnefndu handritunum en hefur að auki ýmis nýrri lækningaráð og uppskriftir. Annars staðar á Norðurlöndum er einnig að finna í söfnum nokkrar ævafornar og merkar lækningabækur af sama toga, til dæmis hið fræga Dyflinnarhandrit MS 23 D 43 8vo20 sem hefur að geyma (að minnsta kosti upphafið að) lækningabók Þorleifs Björnssonar hirðstjóra (d 1486). Öll þessi handrit eiga það sam- eiginlegt að vera skrifuð á Íslandi, en um uppruna efnisins sem í þeim stendur hafa verið skiptar skoðanir. Hefur uppruninn ýmist verið rakinn til Noregs eða Danmerkur í gegnum mismarga milli- liði, enda má til sanns vegar færa að sú þekking sem elstu hand- ritin miðla beri með sér að vera af erlendum toga – það sýna til að mynda jurtirnar sem taldar eru upp. Hér og hvar í þessum ritum birtast brot úr fræðum Salernó- skólans, ítalska læknaskólans sem lengi vel var eina menntastofn- un Evrópu í læknisfræðum, stofnaður á 9. öld. Þessháttar þekk- ingaráhrif í íslenskum heimildum þurfa ekki að koma á óvart því ætla má að íslenskir munkar og prestar sem lærðu guðfræði í evrópskum háskólum hafi borið með sér læknisþekkingu og bæk- ur um það efni til landsins. Með tímanum má þó greina nokkra breytingu á innihald lækningaritanna. Elstu bækurnar innihalda vissulega blendið efni, en einfaldar grasalækningar eru þar þó áberandi. „Náttlaukur“ stappaður vel og lagður við blæðandi sár er dæmi um ráð sem gefið er í AM 655.15 Lögur af myntu „tekur óþef af“ þeim sem hefur „nasraufadaun“ (andremmu) eins og seg- ir í sama handriti, og dugar enn í dag. Eftir því sem nær dregur 17. öld verða lækningaritin þó blendnari og sundurlausari að efni, með ýmiskonar hjátrúarefni, rúnahrafli, bænum og fleiru sem einkennir mjög yngri ritin. Í riti síra Odds Oddssonar á Reynivöllum (1564-1649) um grasa- og lyf- lækningar er gefið það ráð við andfælum að binda við háls manni og hans vinstri armlegg „hests tennur þær sem hann fellir fyrst“.21 Í bók Christians Villadssonar sem samin var í kringum 1593 er ráð- lagt við tannverk að taka merg úr hrafnsbeini, smyrja á sortulyng og tyggja síðan fast undir svefn.22 Við skalla mun ráð að þvo höf- uðið úr hundshlandi. Raunar hafa hland og hárþrif oft verið sett í samband. Ekki er heldur útilokað að mergur úr fuglsbeini, settur saman við lækningajurt geti haft áhrif á tannverk. En eftir því sem tímar líða verður verður æ erfiðara að gera skýran greinarmun á lækningabókum og galdraritum, einkum þegar kemur fram á 17. öld. Virðist sem það eigi ekki aðeins við um ritheimildir þess tíma, heldur einnig læknisiðjuna sjálfa eins og nú verður vikið að. „Galdrar“ við Hafnarháskóla Ýmis form líkingagaldra eru þekkt úr gömlum heimildum. Athöfnum er þá ætlað að líkja eftir eða tákna viðfangsefnið. Þegar kona losnaði ekki frá barni í fæðingu skyldi finna alla hnúta sem bundnir höfðu verið í húsinu og leysa þá. Ef maður gat ekki gefið upp andann í dauðastríði sínu átti að opna dyr og leggja hurðina upp að veggnum svolitla stund.13 Sú aðferð að reka út líkt með líku er alþekkt frá fornu fari. Við blóðnösum var til dæmis ráð að binda rauðan stein (Carneolus) við þumaltá hægri fótar með sterkum þræði.18 Við hinni fornu hettu- sótt var notuð sú aðferð sem „sýnir hve rangar hugmyndir fólk hefir haft um þenna kvilla“ eins og Jón Pétursson benti á, að „sofa með gráhettu ofan fletta“. (s. 350)24 Thomas Bartholin, prófessor í Hafnarháskóla seint á 17. öld, var kominn af merkri ætt lækna og vísindamanna og tileinkaði sér sjálfur ýmsar markverðar læknisfræðilegar nýjungar á sinni tíð. Þekktastur er hann fyrir uppgötvarnir sínar á eitlakerfi manns- líkamans.23 Bartholin var þó barn síns tíma. Hann virðist hafa verið altekinn samkenndar- og líkindafræðum og bæði stundaði og kenndi lækningar í þeim anda að líkt tengdist líku, sjúkling- um til lækningar. Hann taldi að ef rautt klæði væri lagt á hörund hlypi blóð út í hörundið. Nota skyldi beinamjöl úr sköflungi til að græða sérstaklega sár á fótleggjum, en beinamjöl úr höfuðskel til að græða sár á höfði. Þá skrifaði hann margt um flutning sjúk- dóma (transplantatio morborum) úr mönnum í dauða hluti, dýr og menn. Þegar gamall prófessor, Thomas Fincke, tók kveisu og gerð- ist uppþembdur var spænskur hundur lagður á kvið honum. Ekki var hundurinn fyrr orðinn heitur en hann æddi á dyr og engd- ist spúandi – kveisa þess gamla átti að hafa hlaupið i hundinn. „Vinnukona á heimilinu hafði tannverk og sami hundur var lagð- ur við kinn henni. Svíaði þegar, en hundurinn hljóp ýlfrandi um stofuna, og hafði auðsjáanlega tekið tannverkinn.“ (s. 157)25 Já, það gekk á ýmsu við Hafnarháskóla í þann tíð. Er umhugsunarvert að á sama tíma og aðferðir sem þessar voru iðkaðar og kenndar sem Y F I R L I T S G R E I N

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.