Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.2017, Side 28

Læknablaðið - 01.12.2017, Side 28
548 LÆKNAblaðið 2017/103 Y F I R L I T S G R E I N 15. aldar, til dæmis að taka lungu héra og binda við auga eða fót til þess að milda verk.19 Við flogaveiki var ráð að taka ennisblað dauðs manns, helst þess sem stegldur hefur verið eða hengdur, þurrka í bakarofni þar til beinið molnar í duft. Þetta skal gefa hinum sjúka með möluðum piparkornum, lavendel-vatni, níu morgna eða þrjá, fastandi.13 Annað ráð við niðurfallssýki var að brenna hjarta úr froski og svölu, mala í duft og taka inn fastandi í þrjá daga.13 Svölu- tunga soðin og lögð undir tungu manns á samkvæmt sömu bók að vera allra meina bót.13 Þess má geta að mulið svöluhjarta er gamalt læknisráð til að lækna líkþrá,19 en fuglshjörtu voru einnig álitin koma að gagni sem ástarauki hjóna í íslenskri þjóðfræði.9 Við tannverk var ráðlagt að skera fleðu eða flís af trjáberki, til dæmis af ungum pílviði eða greni, og stinga í tannholdið svo blæði hjá veiku tönninni. Setja síðan flísina aftur undir börkinn á trénu. Í sumum tilvikum fylgja athafnir á borð við að vefja rauðum þræði þrívegis utan um tréð, spýta blóði þrisvar og hnýta þrisvar hnút á þráðinn í hvert sinn.13 Aðferðina má bera saman við það forna læknisráð að nudda mururót fast við tannhold til að lina tannverk.18 Í báðum tilvikum er verið að koma efni jurtarinnar í samband við sýktan vef og blóðrásina umhverfis. Skríði ormur ofan í mann ráðleggja svartbækur að brenna skó- sóla og bera reykinn að vitum manns, þá muni kvikindið upp koma.13 Sé hins vegar leitað í lækningabókum miðalda má finna þetta ráð: Ef ormur skríður í mann sofanda, þá tak hleif súran, svo heit- an sem úr ofni kemur, og brjót í sundur og legg við tvo vegu og þrýst fast, þá mun hann úr fara. (s. 373)19 Þá má í svartbókum finna hagnýt ráð sem dugað gætu enn í dag við ýmsu, til dæmis við þrifnað. Ekki eru miklir töfrar tengdir því að nota reykelsi til þess að reka mýs úr híbýlum manna, en því gefa svartbækur þó dulmagnaðan blæ með því að tilgreina tor- kennilegar jurtir sem nota skuli í reykelsið, það er Atik og Kalmus, og heiti þeirra rituð með rúnaletri.13 Rökrétt virðist að útrýma veggjalús með því að þvo veggi og rúm úr sterku soði af brasilískum pipar eða strjúka á brennisteini. Hver veit nema dugað geti enn að tyggja fjólurót til þess að deyfa vínlykt eftir öldrykkju.13 Lækningablöð á brennuöld Af þeim íslensku galdrabókum og blöðum sem varðveist hafa má ráða að innihald þeirra hefur einkum verið varnar- og heillaráð, ekki síst gegn þjófum og reimleikum. Æði mörg galdrakver sem urðu tilefni brennudóma voru í raun eins og skræðan sem Páll Vídalín opnaði á alþingi 1710 og hafði að geyma fátt annað en „fá- víslegar lækningareglur“. (s. 570)34 Í galdraskræðu35 sem varðveitt er í Konunglegu fornfræðastofn- uninni í Stokkhólmi er að finna 47 ráð, þar af 20 góðgaldra og 7 lækningaráð, þar á meðal þessi hér: Fæðingarhjálp. „Les orð þessi þrjú eftirfylgjandi þrisvar í eyra á þeirri konu er ei kemst frá fóstri sínu og Pater Noster þrisvar á milli og munu umskipti á verða. Galath, malagalath, Sar- athim. Hér eftir fylgir Pater Noster á latínu.“ (s. 259) Við blóðrás: „Að stilla blóð hvar sem af líkamanum rennur, les þetta eftirfylgjandi vers þrisvar og Pater Noster á milli ...“ (s. 266) Við blóðrás. „Að stilla nasablóð, skrifa í enni honum með sjálfs hans nasablóði þetta orð: Consummatum est.“ (s. 269) „Við höfuðverk eður svefnbrigðum skrifa vers þetta og lát í húfu hans eður undir höfuð honum svo hann viti ei á kvöldi dag og mun lagfærast: Milant vá vitaloth jeobóa febaoth.“ (s. 274) „Batni honum ei sjálfum þá gef honum heita mjólk og skinið og þurrt album grekum skafið ofan í. Það á ogsvo við lífsýki og slær ekki feil.“ (s. 359) Aðeins síðasttalda ráðið getur talist raunveruleg lækningavið- leitni með raunmeðulum – flóuð mjólk hefur jú löngum þótt góð heilsubót, hvað svo sem segja má um það sem skafið var út í hana. Vert er þó að nefna að fæðingarhjálp sú sem þarna er kennd er í sjálfu sér ekki frábrugðin þeirri sem iðkuð var af yfirsetufólki og viðurkennd af yfirvöldum þeirra tíma. Hún fólst í aðgerðarleysi og fyrirbænum. Annað dæmi um samslátt hjátrúar, fornra hug- mynda um eðli hluta og lækninga eru skrif Jóns Guðmundssonar lærða, sem auk þess að kveða niður drauga og taka saman athug- anir sínar um náttúrur landsins, fékkst við lækningar. Árið 1631 var hann dæmdur útlægur „af öllum kong. majestets löndum og ríkjum“ fyrir kver það eða blöð sem hann viðurkenndi að hafa skrifað upp og nefndi „bót eður viðsjá við illu ákasti“.36 Í ævidrápu sinni Fjölmóði37 lýsti Jón innihaldi kversins þannig að það væri „læknispunktar / löngu skrifaðir“ (vísa 243). Upprunalega gagnið er löngu glatað en samkvæmt lýsingu í dómabók er um að ræða ... ... kver og nokkur blöð, sem sá ryktaði maður Jón Guðmunds- son [...] meðkenndi sig skrifað hafa, hvar inni eð stóðu nokkrir punktar og kallaðir bót eður viðsjá við illu ákasti: 1. Eldsgangi, 2. Blóðrás, 3. Vopnum, 4. Líkamsgirndum, 5. Vitfirringu, [...] 12. Jóðsjúkra kvenna frelsi, [...] 19. Við ofsjónum, 20. Við æði, [...] 25. Bót við elds-, vatns- og vopnaskaða, ef trúin fylgir, [...] 29. Ristingar fyrir gulusótt, útsótt, matleiða, hósta, kláða og höfuðverk, 30. Blóðstemmur aðskiljanlegar og annað fleira, en til hvers eins punkts voru lagðir sérdeilis caracteres, fígurur og málverk eður alphabet með margháttaðri vanbrúkun guðs orða. (s. 483-484)36 Við vitum ekki hvernig læknisráðin voru á blöðum Jóns lærða, hvort þau fólu í sér rúnaristingar og yfirlestra eingöngu eða raunlækningar með grösum eða öðrum raunhæfum ráðum. Engu að síður virðist sem innihaldið hafi verið dæmigerð þeirra tíma læknisráð sambærileg við þau sem finna má í gömlu handritunum sem kennd hafa verið við Harpestræng, til dæmis AM 655 XXX 4to,15 AM 194 8vo,18 AM 696 I 4to17 og AM 434 a 12mo.19 Síðastnefnda ritið er skráð með hendi langafa Jóns, Þorbjörns Jónssonar í Kálfa- nesi í Steingrímsfirði. Er þar minnst á „Ypocraz“ eða Hippókrates sjálfan (460-377 f.Kr.) sem þar er sagður spakastur lækna og fleiri vísindamenn fornaldar á borð við Díoskorídes (40-80 e.Kr.) og Galenos (130-200 e.Kr.) sem einnig er að finna í eldri handritum. Í þessu gamla lækningariti forföður Jóns má einnig lesa bæði blóð-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.