Læknablaðið - 01.12.2017, Side 41
LÆKNAblaðið 2017/103 561
finnast raunar engin dæmi um að hann
hafi sagt þetta. Sigurður var sjálfur menn-
ingarhetja 20. aldar og slíkum er iðulega
eignað ýmislegt sem óvíst er að þær hafi
sagt.“
Hluti af þessu er kannski að skoða hetjur
Íslendingasagnanna með augum nútímamanns-
ins.
„Já, ég vil fara varlega í að sjúkdóms-
greina persónur Íslendingasagnanna
eftir lýsingum á þeim. Almennt sjúk-
dómsgreina læknar ekki fólk sem þeir
hafa aldrei séð og því skyldi gilda annað
um þessar persónur. Læknar nútímans
gera lítið af því að sjúkdómsgreina fólk
í gegnum símann eða yfir netið; það er
ekki minn stíll heldur og þaðan af síður
að afgreiða hetjur Íslendingasagnanna
sem geðsjúklinga,“ segir Ármann og hlær
og bætir svo við: „Ekki samt segja Óttari
Guðmundssyni frá því að ég hafi sagt
þetta.“
Snorri er þegar þarna er komið sögu búinn
að taka kristna trú.
„Í Eyrbyggju fetar hann í rauninni bil
beggja, á milli hins gamla og nýja siðar.
Hann mætir á Fróðá með prest sem hegðar
sér eins og særingamaður að kaþólskum
sið, hann skvettir vígðu vatni um allt og
fer með bænir. Snorri aftur á móti setur á
réttarhöld yfir dauðu fólki og það er erfitt
að flokka þessa athöfn sem heiðna eða
kristna. Þetta passar inn í kristna trú á
einhvern hátt og hlutverk Snorra er óljóst
þar sem hann var heiðinn en er nú orðinn
kristinn; goðarnir höfðu óljóst hlutverk í
heiðnum sið en eftir kristnitökuna reisa
þeir allir kirkjur á jörðum sínum og verða
sérlegir umsjónarmenn kristninnar í sínu
héraði. Í öllu falli þá er draugagangurinn
kveðinn niður með þessu lagi og skila-
boðin eru þau að hinn nýi siður sé öflugri
en sá gamli. Það er sannarlega verið að
segja okkur þessa sögu á forsendum
kristninnar. Við vitum í rauninni ekkert
hvaða ferðalag þessi saga er búin að ganga
í gegnum þegar hún er loks rituð niður
af klerki, munki eða sannkristnum leik-
manni því að það er margt sem bendir til
þess að sagan um Fróðárundrin sé mun
eldri en frá því snemma á 13. öld. Þegar
kemur að ritun sögunnar er það liður í
trúaruppeldi kirkjunnar og sögunni er
ætlað að sýna fram á yfirburði kristninnar.
Ég held að það sé engin tilviljun að mjög
margar Íslendingasögurnar byrja á land-
náminu og þeim lýkur gjarnan á kristni-
tökunni, eða fyrstu áratugum 11. aldar.
Lítið fer fyrir sagnaritun um tímabilið
1050 til 1200. Kristnitakan virðist hafa haft
sérstakt aðdráttarafl fyrir sagnaritara 13.
og 14. aldar. Þeir skrifa þannig mikið um
Ólaf Tryggvason og Ólaf helga en hafa
minni áhuga á öðrum kóngum sem koma
þarna á milli.“
Draugarnir verða viðræðugóðir
Ármann segir áhugavert að skoða hvernig
hugmyndir fólks hafa breyst um yfir-
náttúrulegar verur, drauga, álfa og tröll, í
gegnum aldirnar.
„Draugar eins og í Eyrbyggju eru
stórhættulegir og valda fólki skaða. Slík
draugatrú er mjög sterk samhliða kristn-
inni næstu aldir en í byrjun 20. aldarinnar
þegar borgarastétt er að myndast hérlend-
is, verða draugarnir borgaralegri; þeir
verða viðræðugóðir og kumpánlegir og
koma fram á miðilsfundum. Það er eins og
hugmyndir fólks taki mið af menningar-
ástandinu á hverjum tíma. Álfar hafa til
dæmis minnkað verulega frá miðöldum,
nú eru þeir bara litlar skrautlegar verur en
voru áður jafnstórir mönnum og fjölkunn-
ugir. Þetta er í samræmi við hugmyndir
okkar nútímamanna um að maðurinn sé
stærstur og drottni yfir jörðinni. Það er
glæný hugsun að vernda þurfi jörðina fyr-
ir manninum. Lengst af hefur jörðin verið
miklu sterkari í hugum manna en það hef-
ur snúist við.“
„Við leggjum gífurlegt traust á lækna í dag. Þessu var alls ekki svona farið á tímum Eyrbyggju. Læknar höfðu ekki þetta vald eða þessa ábyrgð,“ segir Ármann.