Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 55
LÆKNAblaðið 2017/103 575 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R sama hátt bera þeir ábyrgð á öllum ákvörðun- um um skipulagningu og útfærslu aðgerðar- innar. Íslenskir læknar voru einfaldlega ekki hafðir með í ráðum um þessi atriði.“ Vinátta Tómasar og Andemariams Nefndin gerir einnig að umfjöllunarefni þá vináttu sem myndaðist milli Tómas- ar Guðbjartssonar og Andemariams og hversu mjög Tómas hafi lagt sig fram um að liðsinna honum á allan hátt og greiða götu hans eftir föngum. Er í mati nefndar- innar vísað til 10. gr. siðareglna Læknafé- lags Íslands þar sem segir að læknir skuli hafa það hugfast að náin persónuleg kynni við sjúkling geti haft áhrif á dómgreind hans og faglegt sjálfstæði. „Það er mat nefndarinnar að ekki verði séð að það hafi komið niður á eiginlegri eftirmeð- ferð Andemariams á Landspítala að hann var vinur Tómasar Guðbjartssonar. Það er hins vegar mat nefndarinnar að að ekki sé hægt að útiloka að Andemariam hafi staðið höllum fæti og haft litla möguleika á að neita ósk Tómasar að gangast undir þær vísindarannsóknir, sem gerðar voru á honum á Landspítala í tilfefni af samningu á vísindagrein þeirri, sem birtist í Lancet 2011.“ Nefndin vekur athygli á því að í öll þau skipti sem Andemariam kom úr aðgerð á Karólínska háskólasjúkrahúsinu til eft- irmeðferðar á Landspítala fylgdi honum ekki í neitt þeirra skipta formlegt lækna- bréf frá læknum Karólínska sjúkrahússins. „Er það mat nefndarinnar að Tómas Guð- bjartsson, og eftir atvikum yfirstjórnendur Landspítala, hefðu átt að ganga formlega á eftir því að slík læknabréf bærust Landspítala.“ Birting vísindagreinarinnar í Lancet Nefndin gerir athugasemd við að eftir að greinin Tracheobronchial transplantation with a stem-cell-seeded bioartificial nanocompos- ite; a proof-of-concept study birtist í Lancet 24. nóvember 2011 var gefin út fréttatil- kynning af Háskóla Íslands þar sem fram kemur nafn Andemariams og ýmislegt um persónulegt líf hans og líðan. Nefndin tel- ur ekki eðilegt að nafngreina sjúklinginn enda hafi það ekki verið vaninn að nafn- greina sjúklinga í fréttatilkynningum varðandi greinar sem birtast um heilbrigð- ismál á vegum Háskóla Íslands. „Nefndin telur að starfsmenn Háskóla Íslands hafi tekið þátt í að draga sjúklinginn fram í fjölmiðlum án þess að taka nægilegt tillit til hans […].“ Nefndin tók einnig fyrir hvort afla hefði þurft leyfa frá vísindasiðanefnd fyrir rannsóknum þeim sem gerðar voru á Andemariam á Landspítala í tilefni af skrifum vísindagreinarinnar. Um var að ræða blóðsýnatökur, CT-myndatök- ur, sveigjanlegar berkjuspeglanir og spírometríu. Óskar Einarsson lungnalækn- ir framkvæmdi berkjuspeglanirnar. Eru rakin tölvubréfaskipti Tómasar Guðbjarts- sonar, Macchiarinis og aðstoðarmanns hans, Philip Jungbluth, sumarið og haustið 2011. “…telur nefndin að Tómasi Guðbjartssyni hafi átt að vera ljóst að tilefni hafi verið til að kanna hvort um leyfisskylda rannsókn var að ræða […] Öðru máli kann að gegna um Óskar Einarsson en hann kom ekki að þessum bréfa- skiptum og ekki verður fullyrt að honum hafi verið kunnugt um þær.“ Nefndin gerir einnig athugasemd við þátttöku þeirra Tómasar og Óskars sem meðhöfundar greinarinnar í Lancet eftir að þeim var ljóst að lýsingar á árangri að- Salur Norræna hússins var þéttsetinn við kynningu skýrslunnar. Fremst á bekk sátu Jón Atli Benediktsson háskólarektor og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir aðstoðarrektor vísinda, Engilbert Sigurðsson forseti læknadeildar HÍ, Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Óttar Proppé starfandi heilbrigðisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.