Morgunblaðið - 06.07.2018, Side 11

Morgunblaðið - 06.07.2018, Side 11
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2018 Þessa dagana er býsna for- vitnileg sýning í Breska matarsafninu, The British Museum of Food, sem stend- ur við King’s Cross í London. Sýningin heitir Scoop og þar er fjallað um vinsælasta eft- irrétt allra tíma, ís, frá öllum hugsanlegum sjónarhornum. Fjallað er um sýninguna í breska blaðinu The Guardian og þar segir að á sýningunni sé fjallað um ísgerð í fortíð, nútíð og framtíð. Til dæmis var það eingöngu á færi að- alsmanna í Bretlandi og þeirra allra auðugustu á 17. og 18. öld að borða ís. Reyndar var ísát hálfgert stöðutákn, ekki ósvipað því að drekka rándýrt kampavín nú til dags. Ísgerðarmenn voru í hávegum hafðir, ís- gerðarlistin gekk í erfðir og Jakob I., konungur Englands, lét byggja sérstakt ísgerðar- hús fyrir sig fyrir um 400 ár- um Smekkur breska aðalsins áður fyrr á öldum virðist hafa verið talsvert annar en nú, því vinsælustu ísbragðteg- undirnar voru gúrka og fjóla. Þeim sem eru á leið til London og hafa hug á að fara á sýninguna og fræðast um ís er bent á að eingöngu er hægt að kaupa miða á vef- síðu safnsins: www.bmof.org. Ísinn hylltur á sýningu í Breska matarsafninu Ís Sýning helguð þessu vinsæla lostæti stend- ur nú yfir á Breska matarsafninu í London. Ís í fortíð, nútíð og framtíð Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Eftir þessa ferð finn ég fyrirmiklu nánari tenginguvið fólkið sem vinnur viðræktunina, fólkið á bak við kaffið sem við drekkum hér á Ís- landi,“ segir Vala Stefánsdóttir, kaffibarþjónn með meiru. Vala kom nýverið heim frá Kól- umbíu þar sem hún dvaldi í tíu daga og tók þátt í raunveruleikaþættinum Barista & Farmer. Í þættinum fá tíu kaffibarþjónar sem elska kaffi að starfa við að tína kaffibaunir og önn- ur störf á kaffibúgarði. Og fá um leið ómetanlega innsýn í og fræðslu um tilurð þessa yndislega drykkjar. Umræddur þáttur er ítalskur og þetta var í fjórða sinn sem hann var tekinn upp. Afraksturinn má sjá á Facebook-síðu þáttarins. Ríkmannlega tekið á móti mér Vala hefur um árabil starfað sem kaffibarþjónn á Íslandi, í Osló og London. Um þessar mundir starf- ar hún sem sölumaður hjá Ölgerð- inni og rekur kaffiskóla á vegum fyr- irtækisins. Auk þess rekur hún eigin kaffibrennslu ásamt Lukas Stencel, Kvörn. Nú er hægt að fá kaffi frá Kvörn á Bismút við Hverfisgötu og á Kaffi Laugalæk en vonir standa til að kaffiáhugafólk geti keypt kaffi- baunir frá Kvörn til heimabrúks inn- an tíðar. „Ég er búin að vera að vinna með kaffi og kenna öðrum í að verða tíu ár en ég hafði aldrei komið á kaffibúgarð áður. Það var ánægju- legt að sjá að flest það sem ég hef verið að segja var nokkurn veginn rétt hjá mér,“ segir Vala og hlær. Um 300 manns sóttu um að fá að taka þátt og tíu voru á endanum valdir. Stíf dagskrá var alla tíu dag- ana, að sögn Völu. „Við vöknuðum klukkan fimm á morgnana og fórum í rútuferð í heimsóknir á kaffibú- garða. Þar hittum við bændurna og tókum þátt í að tína kaffi. Við lærð- um allt um ferlið hvernig það er gróðursett, ræktað og unnið. Þetta var í raun ótrúleg upplifun. Við sáum mikla fátækt en um leið var tekið svo ríkmannlega og fagnandi á móti okkur.“ Ástríðan var augljós Meðal þess sem Vala og aðrir keppendur tókust á við var keppni í að tína kaffi og ýmiss konar þrautir. Keppt var í boðhlaupi þar sem þurfti að leysa gátur á leiðinni, til að mynda um hvaða hreinsiefni hentaði til að hreinsa hverja kaffivél. „En svo var mikið um fyrir- lestra. Það voru fluttir inn fyrirles- arar sem fræddu okkur um hreinsi- efni, espressovélar, kaffibrennslu og landbúnað og voru mjög áhugaverð- ir. Ég er enn að vinna úr öllum þess- um upplýsingum sem ég fékk. Á meðan við vorum í burtu fræddu þessir fyrirlesarar svo bændurna á búgörðunum. Það hefur verið mark- mið með þessum þáttum, að heima- menn græði líka á þessum heim- sóknum.“ Hvað situr eftir hjá þér eftir þessa ferð? „Fyrst og fremst þessi nána tenging við fólkið á bak við kaffið. Það náði að kenna mér mjög mikið þó það talaði bara spænsku en ég ekki. Ástríðan var augljós þegar þau sýndu okkur landið sitt og buðu okk- ur velkomin.“ Hún segir jafnframt að eftir standi vilji allra sem þarna voru til að bæta aðstæður bændanna. „Við hugsum um hvað við getum gert til að bæta þeirra lifibrauð. Og ekki bara með því að borga hærra verð fyrir kaffið heldur með því að fjár- festa í þekkingu og jafnvel í tækjum. Staðreyndin er sú að 70% þeirra sem vinna við kaffi þarna eru í tínslu og það er ekki margt ungt fólk sem vill vinna við það. Því þarf að finna leiðir til að auka þekkingu og gera rækt- unina skilvirkari.“ Með hugmyndir í farteskinu Skilar þessi innblástur sér í að þú gerir nú betra kaffi en áður? „Ég veit ekki hvort ég geri betra kaffi en ferðin skilaði mér inn- blæstri til að gera betur. Ég er með fullt af nýjum hugmyndum. Til dæmis um hverju hægt sé að breyta í brennsluferlinu til að gera kaffi betra. Sælkerakaffi úti í heimi er að þróast þannig að kaffið er ristað að- eins ljósara en verið hefur. Þá færðu meira af náttúrulegu bragði af kaffinu sjálfu.“ Vala sigraði ekki í keppninni en segir að sigurinn hafi verið fólginn í því að vera valin í hópinn. „Það myndaðist ekki nein keppni milli okkar tíu, við vorum bara sterk liðs- heild og ég eignaðist mjög góða vini þarna – við vorum svo langan tíma saman. Þetta var erfitt en algerlega þess virði.“ Kynntist ástríðunni í kaffiræktun Vala Stefánsdóttir dvaldi í tíu daga í Kólumbíu og tók þátt í raunveruleikaþætti. Hún fékk að starfa við að rækta og tína kaffibaunir og fékk ómetanlega innsýn í það hvernig þessi vinsæli drykkur kaffi verður til. Með bændum Vala heimsótti sjö mismunandi kaffibúgarða og fékk innsýn í störf og ástríðu kaffibænda í Kólumbíu. Innblástur Heimsókn kaffibarþjónsins Völu til Kólumbíu varð henni hvatn- ing til að gera betur í kaffigerð. Hún rekur kaffibrennsluna Kvörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.