Morgunblaðið - 14.07.2018, Side 6

Morgunblaðið - 14.07.2018, Side 6
Morgunblaði/Arnþór Birkisson Pallamyndanir Undirbúningur er nú í fullum gangi fyrir hátíðarfund Alþingis sem fram fer 18. júlí að Lögbergi. Barnamenning og haf- rannsóknir í brennidepli  Tillögur Alþingis fyrir hátíðarfundinn á Þingvöllum Nú hafa verið gerðar ljósar þær til- lögur er verða lagðar fram á hátíð- arfundi Alþingis, sem verður á Lög- bergi á Þingvöllum þann 18. júlí. Formenn allra þingflokka leggja til tvær þingsályktunartillögur sem á að afgreiða á fundinum. Önnur er um stofnun Barnamenningarsjóðs Ís- lands sem fái 100 milljóna króna framlög á fjárlögum árlega næstu fimm ár. Markmið sjóðsins verður að styrkja verkefni á sviði barnamenn- ingar og leggja áherslu á verkefni sem efli samfélagsvitund og stuðli að lýðræðislegri þátttöku barna. Hin tillagan er um smíði á nýju haf- rannsóknaskipi í stað Bjarna Sæ- mundssonar. Áætlað er að smíði á skipinu ljúki árið 2021 og samkvæmt tillögunni verður samtals varið 3,5 milljörðum króna til að hanna og smíða skipið. Tillaga forsætisnefndar er um að Alþingi í samstarfi við Hið íslenska bókmenntafélag sjái um útgáfu á rit- verki um Þingvelli í íslenskri myndlist og yfirlitsverk um sögu íslenskra bók- mennta. Gert er ráð fyrir að þessi út- gáfa kosti á bilinu 25-30 milljónir. Undirbúningur þessara verka ef þeg- ar hafinn. ninag@mbl.is 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018 Ljósadýrð á Rín sp ör eh f. Sumar 247. - 14. september Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 177.700 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS Mjög mikið innifalið! „Ljómar heimur, loga fagur“ verður sjálfsagt hægt að segja í þessari glæsilegu ferð um Rínar- og Móseldalinn. Við heimsækjum m.a. Koblenz, þar sem árnar Mósel og Rín mætast við hið svonefnda Deutsches Eck, höldum til Tríer og bæjarins Königswinter. Hápunktur ferðarinnar verður svo án efa Rhein in Flammen eða ljósadýrð á Rín. Fimmtudaginn 19. júlí hefur afmælis- nefnd fullveldisins, í samstarfi við Hrafnistu, ákveðið að bjóða öllum Ís- lendingum fæddum 1918 og fyrr til há- tíðarsamkomu í tilefni af fullveld- isafmælinu. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessu boði og ég hef átt mjög skemmtileg símtöl við ein- staklinga sem fengu boð og aðstand- endur þeirra,“ segir Ragnheiður Ingi- marsdóttir, framkvæmdastjóri afmælisnefndar. Nú þegar hafa 19 staðfest komu sína í boðið en alls var 64 einstaklingum boðið. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem öllum Íslendingum 100 ára og eldri er boðið saman til veislu að sögn Ragnheiðar. Forsetahjónin munu heiðra samkomuna og mun forsetinn ávarpa „fullveldisbörnin“ svokölluðu. Á dagskránni eru einnig tónlistaratriði og Guðmundur Ólafsson leikari verður með innslög um full- veldisárið 1918. Í tilefni fullveldisafmælisársins var ákveðið að búa til fullveldisköku, í samstarfi við Landssamband bakarmeistara. Kakan er byggð á vinsælum uppskriftum frá 1918 og verður í boði í veislunni á Hrafnistu. Um er að ræða lagköku með rabarbarasultu á milli laga og er rjóma bætt við á milli tveggja efstu laganna. Kakan er svo skreytt með hvítu súkkulaði. „Þetta er gam- aldags randalína í nútímabúningi,“ segir Ragnheiður. Hátíðarsamkoma á Hrafnistu ÖLLUM ÍSLENDINGUM 100 ÁRA OG ELDRI BOÐIÐ TIL VEISLU „Randalína í nútímabúningi.“ Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Áætlað er að tónleikar rokk- hljómsveitarinnar Guns n’ Roses sem fara fram á Laugardalsvelli þann 24. júlí verði stærstu tón- leikar í íslenskri tónlistarsögu. Ný- lega var miðum á þessa eftirsóttu tónleika fjölgað um 2.000 eftir að komist var að þeirri niðurstöðu að hægt væri að taka á móti fleiri tón- leikagestum. „Við erum með öryggi í fyrirrúmi og líka að passa upp á völlinn og leikvanginn sjálfan,“ sagði Björn Teitsson skipuleggjandi í samtali við Morgunblaðið. „Það voru skilj- anlegar áhyggjur hjá KSÍ. Eftir því sem á leið og eftir því sem við höf- um fengið frekari sérfræðiálit í uppsetningunni hefur bara komið í ljós að það er rými fyrir fleira fólk. Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir 18.500 gestum en síðan þá höf- um við tvisvar getað fjölgað miðum. Það er alveg nægt rými bara á vell- inum sjálfum og þá verður lagt sér- stakt tímabundið gólf sem verndar grasið. Það ættu allir að komast mjög þægilega fyrir miðað við aðr- ar útisýningar og njóta tónleikanna til hins ýtrasta.“ Spurður um stærð tónleikanna í samanburði við aðra risatónleika á Íslandi líkt og tónleika Rammstein í fyrra sagði Björn að ýmislegt um- stang í kringum þessa tónleika sé fyrirferðameira. Tvöfalt stærra en hjá Rammstein „Sviðið er tvisvar sinnum stærra, allir risaskjáirnir eru stærri og þeir eru þrír talsins. Auk þess er hljóð- kerfið öflugra en áður hefur sést á Íslandi. Það er í rauninni umfangið sjálft sem er alveg gríðarlegt. Hvað varðar græjurnar, þá var ég að fá skilaboð frá TFG-Zimsen sem sér um upplýsingar fyrir þessa tónleika og gerði líka fyrir Rammstein í fyrra, að þetta væri um tvöfalt magnið miðað við þá tónleika. Þannig að bæði umfang verkefn- isins og væntanlega fólksfjöldinn verður umtalsvert meiri.“ Björn sagði undirbúninginn fyrir tónleikana ganga vel og að engin óhöpp hefðu orðið. Stærstu tónleikar á Íslandi  Lausum miðum á tónleika Guns n’ Roses fjölgað um 2.000  Öryggi verður haft í fyrirrúmi að sögn skipuleggjanda Risastórt Tónleikar hljómsveitarinnar Guns n’ Roses koma til með að vera þeir stærstu í Íslandssögunni, enn stærri en tónleikar Rammstein í fyrra. Philippe Garcia, Frakki sem býr á Flateyri, er spenntur fyrir úrslita- leiknum á sunnudag en hann býst við því að fylgjast með leiknum ásamt öðrum íbúum þar. „Við höfum yfirleitt verið að fylgjast með leikj- unum í mótinu á bar hérna á Flat- eyri,“ segir Philippe sem hefur búið þar undanfarin ár ásamt franskri eiginkonu sinni. Hann segir að í upp- hafi hafi hann stutt íslenska lands- liðið á HM. Það hafi hins vegar breyst þegar liðið féll úr leik. „Maður gat eiginlega ekki annað en haldið með Íslandi í þessu móti. Maður færði sig svo yfir til heima- landsins þegar ljóst var að Ísland kæmist ekki lengra,“ segir Philippe og bætir við að hann eigi von á því að Frökkum takist að sigra á mótinu. „Við erum með mjög gott lið og líkurnar eru klárlega með okkur. Það er auðvitað ekkert gefins í þessu og Króatarnir hafa sýnt að þeir geta vel komið á óvart,“ segir Philippe. Spurður um hvort franska liðið njóti mikils stuðnings meðal íbúa Flateyrar kveður Philippe já við. „Þetta er reyndar alveg tvískipt en ég er að vona að þeir gleymi því ekki Króatar slógu Ísland úr leik. Þá eru allar líkur á því að þeir styðji okk- ur,“ segir Philippe. aronthordur@mbl.is Frakkar taka titilinn Philippe Hann er bjartsýnn á hagstæð úrslit á sunnudaginn. Mikil spenna ríkir hjá Króötum sem búsettir eru hér á landi fyrir úr- slitaleik heimsmeistaramótsins á sunnudag, en þá mætast Króatar og Frakkar í fyrsta sinn í úrslitaleik HM. Davor Purusic, Króati sem bú- settur hefur verið á Íslandi í 25 ár, segir að leikurinn muni verða gríð- arlega erfiður fyrir króatíska liðið. „Frakkar eru flokki ofar en öll önn- ur lið sem við höfum mætt í keppn- inni hingað til. Þetta verður mjög erfitt en liðið getur þrátt fyrir það unnið hvern sem er á góðum degi,“ segir Davor sem nú er staddur í Króatíu þar sem hann hefur dvalið síðustu daga. Leikjum landsliðsins hefur verið varpað upp á skjái á torgum víða um Króatíu en Davor ráðgerir að fylgjast með úrslita- leiknum á einu torganna. Þá segir hann að mikil stemning sé í Króatíu vegna góðs gengis landsliðsins á HM. „Það er alveg ótrúleg stemn- ing hérna og hefur verið nánast frá fyrsta leik. Eftir leikinn gegn Eng- landi náði þetta ákveðnu hámarki þegar fólk kveikti á blysum og fagnaði á götum úti. Það er alveg ótrúlegt að upplifa þetta og von- andi að þetta haldi áfram á sunnu- dag,“ segir Davor sem er bjartsýnn fyrir leikinn og spáir því að Króatíu takist að leggja Frakkland með minnsta mun. Spáir mjög jöfnum leik Hjón Davor ásamt eiginkonu sinni, Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.