Morgunblaðið - 14.07.2018, Page 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018
SAMSTARFSAÐILI
HVAR SEM ÞÚ ERT
Hringdu í 580 7000
eða farðu á heimavorn.is
14. júlí 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 107.43 107.95 107.69
Sterlingspund 140.95 141.63 141.29
Kanadadalur 81.3 81.78 81.54
Dönsk króna 16.745 16.843 16.794
Norsk króna 13.162 13.24 13.201
Sænsk króna 12.03 12.1 12.065
Svissn. franki 106.81 107.41 107.11
Japanskt jen 0.9535 0.9591 0.9563
SDR 150.58 151.48 151.03
Evra 124.85 125.55 125.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 152.0557
Hrávöruverð
Gull 1244.85 ($/únsa)
Ál 2120.0 ($/tonn) LME
Hráolía 74.17 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Samkeppnis-
eftirlitið hefur nú til
rannsóknar sam-
keppnisleg áhrif
samruna vegna
kaupa Samkaupa
hf. á eignum 14
verslana af Basko
verslunum ehf.
Þetta kemur
fram á vef Sam-
keppniseftirlitsins.
„Þar sem um er
að ræða samruna á mörkuðum sem
varða almenning miklu hefur Sam-
keppniseftirlitið ákveðið að óska op-
inberlega eftir sjónarmiðum almenn-
ings og fyrirtækja um áhrif samrunans
á samkeppni,“ segir á vefnum.
Í tilkynningunni er samrunatilkynn-
ingin vegna málsins birt, og kemur þar
meðal annars fram að um er að ræða
kaup á öllum sjö Iceland verslununum,
fimm 10-11 verslunum, og tveimur Há-
skólabúðum. tobj@mbl.is
Samkeppniseftirlitið
skoðar kaup Samkaupa
Verslun Vilja
styrkja sig á höfuð-
borgarsvæðinu.
STUTT
BAKSVIÐ
Steingrímur Eyjólfsson
steingrimur@mbl.is
„Það er ekki alveg sama bjartsýni og
gleði eins og í fyrra til dæmis. Fólk
var að bóka hjá okkur svolítið fram í
tímann í fyrra, en við sáum að með
Color Run var rólegt í bókunum í
maí, miðað við ári áður en svo sá fólk
viku fyrir hlaup að það yrði ágæt-
isveður og þá tóku bókanir við sér.
En veðrið hefur áhrif á þetta, eins og
örugglega allt á Íslandi,“ segir
Ragnar Már Vilhjálmsson, fram-
kvæmdastjóri Basic Events, eiganda
Gung Ho-hindrunarhlaupsins og
Color Run-skemmtihlaupsins.
Gung Ho verður haldið hérlendis
28. júlí. Aðspurður hvernig gengur
að selja miða á viðburðinn segir
Ragnar Már það ganga ágætlega en
miðasala sé oftast mest rétt fyrir
hlaupið. „Það eru enn tvær vikur í
hlaup, en það er orðið uppselt í nokk-
ur hólf. Það eru 250 manna hólf sem
eru ræst út á 15 mínútna fresti.
Þannig að það eru kringum þúsund
manns sem eru ræst út á hverjum
klukkutíma.“
Rúm 30 m.kr. fjárfesting
Basic Events fjárfesti í þrauta-
brautunum sem notaðar eru í Gung
Ho í fyrra að sögn Ragnars.
„Já, við fjárfestum í þessum
brautum. Þetta eru 13 brautir og 10
mismunandi tegundir. Þetta var
fjárfesting upp á yfir 30 milljónir
króna, en við notum þetta næstu
fjögur til fimm árin um alla Evrópu.
Við flytjum þetta á milli landa. Þetta
var síðast í Stokkhólmi en verður
komið til landsins fyrir hlaupið þann
28. júlí. Eftir hlaup fer það beint til
Danmerkur og verður notað þar í
ágúst og september.“
Markaðsstofan Manhattan hefur
verið viðriðin bæði Color Run- og
Gung Ho-hlaupin vinsælu frá byrj-
un. Fyrirtækið eignaðist íþróttavið-
burðina báða að fullu um áramótin,
eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu. „Þetta byrjaði allt þegar
Manhattan var fengin til þess að sjá
um Color Run-viðburðinn árið 2015,“
segir Ragnar. „Við vorum fengin til
að sjá um viðburðinn, markaðssetn-
ingu og viðburðarstjórnun fyrir að-
ilann sem átti þetta á sínum tíma.
Eftir það hlaup keyptum við 50% í
fyrirtækinu. Árið 2016 bættum við
leyfinu á Gung Ho við og héldum það
síðan í fyrsta sinn hérlendis árið
2017. Um síðustu áramót keyptum
við hlut Davíðs Lúthers Sigurðsson-
ar og eignuðumst þannig þessi hlaup
að fullu.“
Fleiri lönd mögulega á dagskrá
Basic Events er einnig með leyfi
fyrir hlaupunum tveimur á Norður-
löndum. Gung Ho var haldið í fyrsta
sinn í Stokkhólmi í maí og fjögur
hlaup eru á dagskrá í Danmörku í
ágúst og september. Aðspurður
hvort útrásin hafi gengið vel, segir
Ragnar að Color Run hafi verið leng-
ur í Svíþjóð og Danmörku heldur en
á Íslandi. „Það byrjaði þar árið 2014
og er vel þekkt á þessum mörkuðum
og um alla Evrópu. Gung Ho er frek-
ar nýr viðburður, en hann byrjaði í
Bretlandi árið 2015. Við tryggjum
okkur leyfið af honum 2016 og flytj-
um hann heim 2017. Við vorum í
raun fyrstir til þess að fara með
þetta út fyrir Bretland.
Við vorum síðan með hlaup í Dan-
mörku í fyrra sem gekk vel. Miða-
sala fyrir hlaupið nú gengur vel, en
það verður haldið í annað sinn í Dan-
mörku bráðlega. Fyrsta árið er oft-
ast erfiðara á þessum mörkuðum en
annað árið er yfirleitt miklu betra.
Við vorum í Svíþjóð í fyrsta skipti í
vor, það gekk bara fínt, það var ekki
uppselt í hlaupið en það bætist von-
andi þá meira í á næsta ári.“
Veðrið hefur áhrif á bókan-
ir í Gung Ho og Color Run
Morgunblaðið/Hanna
Sumar Gung Ho var haldið í fyrsta sinn á Íslandi síðasta sumar og var almenn ánægja með viðburðinn.
Nota þrautabrautina næstu fjögur til fimm árin um alla Evrópu
Flugfélagið WOW air ehf. tapaði
tæpum 2,4 milljörðum króna á
árinu 2017, eða 22 milljónum
bandaríkjadala, en árið á undan var
tapið 35,5 milljónir dala, eða rúmir
3,8 milljarðar.
Skúli Mogensen, forstjóri og
stofnandi félagsins, segir í frétta-
tilkynningu að niðurstaðan sé von-
brigði. „WOW air hefur vaxið og
fjárfest gríðarlega síðustu ár en
með þessum fjárfestingum höfum
við verið að tryggja langtímahorfur
félagsins. Bæði 2015 og 2016 voru
mjög góð ár en afkoman fyrir árið
2017 olli vonbrigðum þar sem þessi
mikli vöxtur og fjárfesting reyndist
dýrari en við ætluðum okkur,“ segir
Skúli.
Hann segir að ytri aðstæður hafi
reynst félaginu krefjandi svo sem
hækkandi olíuverð, styrking krón-
unnar, dýrt rekstrarumhverfi á Ís-
landi og mikil samkeppni á lyk-
ilmörkuðum félagsins.
Tekjur 61 milljarður króna
Tekjur WOW air ehf. árið 2017
námu 486 milljónum bandaríkja-
dala, eða um 61 milljarði króna,
sem samkvæmt tilkynningunni er
58% aukning miðað við árið á und-
an. Rekstrarhagnaður fyrir af-
skriftir, fjármagnsgjöld og tekju-
skatt (EBITDA) var fjórar
milljónir dala samanborið við 46
milljónir dala árið 2016. Rekstr-
artap (EBIT) félagsins árið 2017
var 13,5 milljónir dala samanborið
við 30 milljóna dala hagnað árið
2016. Eiginfjárhlutfall félagsins var
10,9% í árslok. Starfsmenn eru nú
1.500 en voru 1.100 á sama tíma í
júlí 2017. tobj@mbl.is
Flug WOW air segir horfur fyrir ár-
ið 2018 vera ágætar.
WOW tapar 2,4
milljörðum króna
Forstjórinn segir niðurstöðuna vonbrigði