Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 22
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Austurstræti Sigfúsarsjóður á eina hæð í Austurstræti 10a og leigir hana Alþingi. Auk þess á sjóðurinn húseignir við Hallveigarstíg og Síðumúla. BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sigfúsarsjóður er sjálfseign-arstofnun og hafði það hlut-verk að styðja fjöldahreyf-ingu sósíalista á Íslandi. Nú og allt frá stofnun Samfylkingar- innar árið 2000 er aðalhlutverk sjóðs- ins að styðja Samfylkinguna í hús- næðismálum. Sjóðurinn var stofnaður árið 1954 og heitir eftir Sigfúsi Sigur- hjartarsyni heitnum, sem var einn af helstu foringjum íslenskra sósíalista á fyrri helmingi tuttugustu aldar. Sigfús var einn af stofnendum Sósíal- istaflokksins sem starfaði frá 1938 til 1968 þegar Alþýðubandalagið var gert að formlegum stjórnmálaflokki. Sigfús var kosinn varaformaður Sósíalistaflokksins við stofnun hans. Sigfús var kjörinn bæjarfulltrúi í Reykjavík 1942 og sat í bæjarstjórn til dauðadags (1952). Hann sat á þingi fyrir Sósíalistaflokkinn frá 1942 til 1949. Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, segir að Sigfús hafi verið mikils metinn af sósíalistum og fráfall hans, þegar hann var einungis fimmtíu ára, hafi verið áfall fyrir flokksmenn. Það hafi verið ástæðan fyrir því að sjóðurinn var nefndur Sigfúsarsjóður. Upp- haflega hét sjóðurinn Minningar- sjóður íslenskrar alþýðu um Sigfús Sigurhjartarson. „Tilgangur sjóðsins átti að vera sá að tryggja Sósíalistaflokknum húsnæði fyrir sína starfsemi. Það fór fram söfnun meðal flokksmanna Sósíalistaflokksins, og það safnaðist svo mikið fé, að sjóðurinn gat keypt húsið í Tjarnargötu 20. Þar voru svo Sósíalistaflokkurinn og Æskulýðs- fylkingin með sína starfsemi, alveg þar til flokkurinn var lagður niður 1968, þegar Alþýðubandalagið var stofnað,“ sagði Svavar í samtali við Morgunblaðið. Svavar segir að fljótlega eftir það hafi húsið í Tjarnargötu verið selt og peningarnir hafi verið notaðir fyrst til þess að kaupa skrifstofu- húsnæði á Grettisgötu 3 og svo til þess að kaupa skrifstofuhúsnæði fyr- ir flokkinn á Hverfisgötu 105. Svavar segir að við stofnun Al- þýðubandalagsins 1968 hafi stofn- skrá Sigfúsarsjóðs verið breytt þann- ig að það væri Alþýðubandalagið sem ætti að njóta stuðnings í húsnæðis- málum, ekki Sósíalistaflokkurinn, enda búið að leggja hann niður. Svavar heldur áfram: „Svo voru peningar sjóðsins notaðir til þess að kaupa hæð í Austurstræti 10a, sem var fyrst eftir kaupin skrifstofuhús- næði Alþýðubandalagsins, allt þar til það var lagt niður. Þá hófst nýr kafli í sögu þessa sjóðs, sem keypti þá helminginn af húsnæðinu við Hall- veigarstíg 1, þar sem Samfylkingin er með skrifstofur sínar. Þannig verður Sigfúsarsjóður Samfylking- arsjóður við það að flokkarnir fjórir, þ.e. Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Þjóðvaki og Kvennalisti renna saman í Samfylkingunni. Margrét Frí- mannsdóttir var talsmaður Samfylk- ingarinnar 1999, áður en flokkurinn var formlega stofnaður árið 2000 og hún var og er formaður stjórnar Sig- fúsarsjóðs.“ Eins og kunnugt er, var ákveð- inn hluti Alþýðubandalagsins undir forystu Steingríms J. Sigfús- sonar, sem ekki vildi samein- ast hinum flokkunum þrem- ur í Samfylkingunni og því var Vinstri hreyfingin – grænt framboð stofnuð. VG hefur aldrei fengið neinn stuðning úr Sigfúsarsjóði og eftir því sem næst verður kom- ist, aldrei sóst eftir slíkum stuðningi. Sjóðurinn er orðinn Samfylkingarsjóður 22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kínverskir ráða-menn héldu íliðnum mán- uði allsherjarfund um utanríkismál og gerði Xi Jinping, leiðtogi landsins, þar tilkall til forystu um skipan heimsmála með skír- skotun til þess að á Vesturlöndum væri hnignun gengin í garð, en í Kína ríkti uppgangur sem sjaldan fyrr. Var því lýst svo að þar yrði „sanngirni og réttlæti“ haft að leið- arljósi. Xi hefur frá því hann komst til valda treyst tök kínverska komm- únistaflokksins á valdataumunum og fyrirmælin um að víkja ekki frá boðaðri leið hans eru skýr. Fyrir því fá þeir að finna, sem ekki eru leiðitamir. Á miðvikudag var and- ófsmaðurinn Qin Yongmin dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir að „grafa undan ríkisvaldinu“. Í fréttaskeyti frá fréttaþjónustunni AFP segir að þetta virðist vera þyngsti dómur, sem felldur hefur verið fyrir „nið- urrif“ í 15 ár. Qin hefur um langt skeið verið óþægur ljár í þúfu kín- verskra ráðamanna. Hann sat fyrst í fangelsi fyrir andbyltingarskoð- anir frá 1981 til 1989 og hefur alls setið bak við lás og slá í 22 ár. Hann er nú 64 ára gamall. Glæpur Qins var að gagnrýna stjórnvöld. Daginn áður en dómurinn féll fékk ljóðskáldið Liu Xia leyfi til að yfirgefa Kína og hélt til Þýska- lands. Hún er ekkja Lius Xiaobos og hefur búið við strangt eftirlit stjórnvalda allt frá því að þau ærð- ust af bræði þegar hann fékk frið- arverðlaun Nóbels árið 2010. Liu Xiaobo lést í fangelsi í fyrra er hann sat af sér 11 ára dóm fyrir „niðurrif“. Þeir sem sætta sig ekki við eins- flokksræði í Kína og dirfast að gera kröfu um lýðræði eiga yfir höfði sér að finna fyrir hrammi flokksins. Sýnu harðastur er þó atgangurinn í Xinjiang-héraði í norðvesturhluta landsins og er allt kapp lagt á að kæfa sjálfstæðisviðleitni Uighura, sem þar búa. Í héraðinu er landsins mesta framleiðsla á gasi og olíu auk þess sem stór hluti þess eldsneytis, sem fluttur er frá Rússlandi og Mið- Asíu til Austurstrandar Kína, fer þar í gegn. Svæðið er lykilþáttur í áætlun, sem kínversk stjórnvöld kalla „belti og braut“ og snýst um að tengja Kína við Mið-Austurlönd og Evrópu með uppbyggingu inn- viða, fjárfestingum og viðskiptum. Uighurar eru stærsti hópur múslima í Kína og að auki ólíkir Han-Kínverjum að uppruna. Ólga hefur verið meðal Uighura undanfarið og hafa kínversk stjórn- völd brugðist við af fullu afli. Allt er gert til að þurrka út sérkenni þeirra, tungu, trúarbrögð og menn- ingu. Mörg hundruð þúsund Uig- hurar hafa verið sendir í svokall- aðar endurmenntunarbúðir, sem reistar hafa verið víða í Xinjiang- héraði. Tímaritið The Economist hafði eftir embættismanni í búðum í bænum Korla að búðir víða um héraðið væru orðnar svo fullar af fólki að embættismenn væru farnir að grátbæna lögregluna um að hætta að koma með fólk þangað. Stjórnvöld hafa ekki viðurkennt tilvist búðanna opinberlega. Lögregla og valda- menn í flokknum senda fólk þangað án dóms og laga. The Economist nefnir dæmi um að kona á útfararstofu hafi verið fang- elsuð fyrir að hreinsa jarðneskar leifar að íslömskum sið. Þrjátíu íbú- ar í Ili, skammt frá landamærum Kasakstan, voru handteknir „vegna þess að þeir voru grunaðir um að vilja ferðast til útlanda“. Einnig hefur talist fangelsissök að hafa sterkar trúarskoðanir, að leyfa fólki að biðjast fyrir, spyrjast fyrir um hvar ættingjar væru niðurkomnir og láta undir höfuð leggjast að fara með þjóðsönginn á kínversku. Uighurar eru um tíu milljónir. Leitt hefur verið getum að því að á milli 5% og 10% þeirra hafi verið fangelsuð. Kínverjar segja þessar aðgerðir nauðsynlegar út af hryðjuverkum, sem Uighurar hafa framið og tengslum þeirra við íslamska hryðjuverkamenn. Umfang aðgerðanna gegn Uig- hurum í Xinjiang er hins vegar langt umfram það sem eðlilegt mætti teljast. Auk fangabúðanna eru Uighurar vaktaðir við hvert fótmál. Lög- reglustöðvar á stærð við litla sölu- bása eru á 300 metra fresti. Flokkar lögreglumanna og emb- ættismanna fara með einum uig- hurmælandi manni hús úr húsi og safna upplýsingum um íbúana. Til- gangurinn er að „uppræta æxli“ eins og kommúnistaflokkurinn orðar það. Upplýsingarnar eru not- aðar til að meta hverjum sé treyst- andi. Það ber því vitni hversu ras- ískar aðfarirnar eru að það eitt að vera Uighuri telst íþyngjandi, en það á einnig við um ýmislegt annað léttvægt, sem getur leitt til þess að viðkomandi verði sendur í búðir. Að auki hafa fjölskyldur verið þvingaðar til að taka embætt- ismenn í fóstur. Embættismenn- irnir heimsækja fjölskyldur, gefa börnum gjafir og kenna mandarín- kínversku. Samkvæmt opinberum tölum er 1,1 milljón embættis- manna „í fóstri“ hjá 1,6 milljónum fjölskyldna. Á helmingi heimila Uighura fylgist útsendari flokksins með. Því til viðbótar eiga allir íbúar Xinjiang að vera með njósna- hugbúnað í símum sínum þannig að hægt sé að fylgjast með þeim. Bún- aðurinn greinir í hverja er hringt, rekur ferðir fólks á netinu og skráir notkun félagsvefja. Upplýsingarnar eru síðan tengdar við skilríki, sem geta haft að geyma lífsýni á borð við fingraför, blóðflokk og erfða- upplýsingar auk skrár um fangels- anir og „áreiðanleika“. Lífsýnunum er safnað undir því yfirskini að um læknisskoðun sé að ræða og ekki er í boði að víkja sér undan henni. Það má kalla ástandið í Xinjiang ýmsum nöfnum. Lögregluríki er eitt. En orðin „sanngirni og rétt- læti“, sem Kínverjar segjast ætla að hafa að leiðarljósi þegar þeir gera tilkall til forystu í heims- málum, koma seint til greina. Með kúgun á Uighurum hefur héraðinu Xinjiang verið breytt í lögregluríki} Ofsóknir í Kína Á síðastliðnu þingi, 148. löggjaf- arþingi, sem jafnframt var mitt fyrsta löggjafarþing í embætti heilbrigðisráðherra, voru sam- þykkt fjögur lagafrumvörp sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið. Laga- frumvörpin hafa það öll á einn eða annan hátt að markmiði að tryggja betri og öruggari heil- brigðisþjónustu, og stuðla að bættri heilsu landsmanna. Í fyrsta lagi má nefna frumvarp um breyt- ingu á lyfjalögum en lagabreytingin felur í sér innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins. Tilskipuninni er ætlað að tryggja öryggi lyfja sem eru seld á markaði, á þann veg að löggjöf nái yfir alla aðila sem koma að sölu lyfja. Inn- leiðing tilskipunarinnar hefur til dæmis í för með sér þrengdar heimildir til umpökkunar og endurmerkingar lyfja og meðal nýmæla í lögunum er heimild til að stunda netverslun með lyf undir eftirliti Lyfjastofnunar, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Frumvarp til laga um bann við tilteknum frammi- stöðubætandi efnum og lyfjum varð einnig að lögum á 148. löggjafarþingi. Markmið laganna er að koma í veg fyrir að tiltekin efni og lyf séu notuð til að bæta lík- amlega frammistöðu, fyrirbyggja heilsutjón vegna notk- unar þeirra og koma í veg fyrir ólögmæta markaðs- setningu þeirra. Lögin hafa einnig það markmið að efla fræðslu og forvarnir, ásamt því að koma í veg fyrir ólög- mæta markaðssetningu þeirra efna og lyfja sem lögin taka til. Fyrir gildistöku þessara laga giltu engin lög um notkun umræddra efna, þ.e. efna sem í daglegu tali eru oft kölluð sterar, og því um mikilvæga lagasetningu að ræða. Í þriðja lagi var frumvarp til laga um raf- rettur og áfyllingar fyrir rafrettur loks að lögum, en frumvarpið var endurflutt frá 146. löggjafarþingi. Um rafrettur, efni sem notuð eru í þær og áfyllingar rafrettna hafa hingað til engin lög eða reglur gilt, og því tímabært að setja regluverk um notkun, sölu og öryggi rafrettna og efna sem þær innihalda. Mark- miðið með lögunum er að tryggja gæði og ör- yggi rafrettna og áfyllinga fyrir rafrettur á markaði, svo fullvíst sé að áfyllingar sem seldar eru hérlendis séu öruggar. Markmið laganna er einnig að veita heimildir til inn- flutnings, sölu, markaðssetningar og notk- unar rafretta og tryggja að börn geti ekki keypt raf- rettur. Að síðustu má nefna frumvarp til laga um breytingu á lögum um brottnám líffæra. Frumvarpið var þing- mannafrumvarp en heyrir undir valdsvið heibrigðisráðu- neytis. Efni breytingarinnar er að nema megi brott líf- færi eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til nota við læknismeðferð annars einstaklings hafi hinn látni ekki lýst sig andvígan því, og það er ekki af öðrum sök- um talið brjóta í bága við vilja hans. Svandís Svavarsdóttir Pistill Rafrettur og sitthvað fleira Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Hrafnkell Björnsson á sæti í stjórn Sigfúsarsjóðs og hann er einnig framkvæmdastjóri sjóðs- ins. „Sigfúsarsjóður er sjálfseign- arstofnun með svokallað for- setabréf og greiðir ekki skatta,“ sagði Hrafnkell í samtali við Morgunblaðið, þegar hann var spurður hvort Sigfúsarsjóður greiði skatta. Hann segir að Sigfúsarsjóður eigi í dag eina hæð í Austur- stræti 10a, helminginn í Hall- veigarstíg 1 og loks eigi sjóð- urinn aðra hæðina í Síðumúla 37. Líkt og fram hefur komið leigir Alþingi hæð- ina í Austurstræti af Sigfúsarsjóði og Sam- fylkingin er með skrif- stofur sínar í húseign sjóðsins við Hallveig- arstíg 1. Sjóðurinn á þrjár húseignir FRAMKVÆMDASTJÓRINN Sigfús Sigurhjartarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.