Morgunblaðið - 14.07.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 14.07.2018, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018 Lífið getur verið erf- itt. Það geta fylgt því alls konar erfiðleikar og öll höfum við upplifað þá af einhverju tagi. Þó að það sé ekki nema ein- göngu að takast á við erfiðar tilfinningar, hugsanir eða streitu í daglegu lífi. Það fylgir lífinu að takast á við ein- hvers konar erfiðleika, hvort sem þeir eru minni háttar eða meiribháttar. Það getur verið auðvelt að fallast hendur og gefast upp á þess- um erfiðleikum. Sérstaklega ef maður er ekki í stakk búinn til þess að taka á móti þeim. Það er jafnvel auðveldari leiðin að gera það. En það er önnur leið til að takast á við lífið og erfiðleik- ana sem getur fylgt því. Það er að efla sig andlega og líkamlega til þess að takast á við þá. Efla þrautseigju sína til þess að takast á við þá og komast heil ef ekki betri í gegnum þá. Það er ekki undir okkar stjórn hvað verður á vegi okkar í lífinu. Að minnsta kosti ekki allt. Þótt við getum haft áhrif á margt. En við getum stjórnað því hvernig við bregðumst við erfið- leikum. Það liggur í okkar valdi að velja hvernig við bregðumst við þeim. Árið 2017 skall á mig eitt slíkt verk- efni. Ég greindist 28 ára gömul með brjóstakrabbamein. Það var mikill skellur og langt ferli sem fylgdi því eft- ir í meðferð. En ég hafði valið hvernig ég brást við því. Það var í mínum höndum og mínu valdi að bregðast við því á uppbyggilegan hátt og spyrja mig að því og lífið. „Hvað get ég lært af þessu?“ „Hverju hef ég stjórn á?“ Við búum öll nú þegar yfir margs konar leiðum til að efla okkur andlega og líkamlega. Það er hins vegar allt annað mál hvort við notum þær leiðir reglulega. Það get- ur verið erfitt að sjá til- ganginn í því að hlúa að sér og styrkja sig andlega og líkamlega dags daglega. En þegar öllu er á botninn hvolft er það gífurlega mikilvægt að hlúa að bæði sál og líkama til að efla sig í að takast á við lífið og erfiðleikana sem geta fylgt því. Þar að auki hafa verið rannsakaðar ýmsar aðferðir innan sál- fræðinnar m.a., sem hafa sýnt árangur í að efla getuna til að draga úr streitu, kvíða og depurð og auka og viðhalda vellíðan. Við berum ábyrgð á eigin heilsu og það er því mikilvægt að skoða hvað það er sem hver og einn getur gert fyr- ir sig til að efla getu sína að takast á við streituna sem getur fylgt daglegu lífi og starfi. Þar að auki er mjög gagnlegt að kynna sér aðferðir sem hafa verið rannsakaðar og sýnt árangur sinn til þess að bæta eigin geðheilsu. Ein þessara leiða er þjálfun í núvit- und. Með því að þjálfa núvitund lærir maður að beina athyglinni að sjálfum sér og upplifun sinni án þess að dæma þessar upplifanir og samþykkja þær eins og þær eru. Þetta er gífurlega stórt atriði, að kanna hjá sjálfum sér hvaða hugsanir, hvaða tilfinningar, lík- amsskynjanir eru að fara í gegnum meðvitund okkar. Þetta er fyrsta skrefið að því að uppgötva hvernig þér líður og hvað er raunverulega að ger- ast innra með þér. Mörgum finnst þetta gífurlega erfitt, því þeir geta ótt- ast hvað þeir sjá innra með sér. En það er mikilvægt að læra og finna hvernig manni líður, svo það sé hægt að læra síðan að bregðast við þeim upplifunum á uppbyggilegan máta. Rannsóknir hafa sýnt að með því að iðka núvitundarhugleiðslu reglulega í ca. 30-40 mínútur á dag má draga úr streitu, kvíða og depurð og þar að auki viðhalda vellíðan. Það er hægt að stunda ýmsar æfing- ar sem efla mann í þessu og hægt er að nálgast á www.styrkleikamat.is þar sem ég held úti greinum og fræðslu um þessa og fleiri hluti. Að efla sig í að takast á við erfiðleika Eftir Sigrúnu Þóru Sveinsdóttur »Með því að efla sig andlega og líkam- lega er hægt að vera öfl- ugri í að takast á við það sem verður á vegi okkar í lífinu. Sigrún Þóra Sveinsdóttir Höfundur er klínískur sálfræðingur sérmenntuð í sálfræði heilsueflingar. sigrun@styrkleikamat.is Heimildir: Williams, M. og Penman, D. (2011). Mindfulness: A practical guide to finding peace in a frantic world. London: Piatkus. Í Morgunblaðsgrein sinni 6. júlí 2018 víkur Haraldur Ólafsson, for- maður Heimssýnar, nokkrum orðum að Morgunblaðsgrein minni 23. júní 2018. Grein Haraldar Grein Haraldar er að flestu leyti misskiln- ingur. Hann heldur fram að viðhorf mín séu „að Íslend- ingar eigi að setja Evrópusambands- lög um orkumál“. Þarna er Haraldur að snúa öllu á hvolf og gera mér upp skoðanir sem ég er alls ekki með. Haraldur nefnir að ég fari „ótal- mörgum orðum um ágæti markaðs- búskapar í orkumálum og þess vegna sé best að setja lög sem hjálpi þess háttar búskap“. Hann hefði mátt nefna að markaðsbúskapur var lög- leiddur á Íslandi með Raforkulögum 2003 eða fyrir 15 árum og er fram- kvæmd þeirra komin vel á veg. Markaðsbúskapur hefur verið tekinn upp í öllum iðnvæddum löndum, ekki bara í Evrópu en einnig um allan heim. Reynslan hefur verið mjög góð. Eftirfarandi skítkast er ekki svara- vert: „Kannski telur hann [þ.e. ég] að menn sem vinna fyrir erlend ríki séu betur til þess fallnir að stjórna á Ís- landi en íslenskir ráðamenn, því út- lendingunum þyki svo vænt um Ís- lendinga eða hugsi svo skýrt.“ Haraldur segist hafa heyrt að ein- hverjir hafi „misst nætursvefn vegna sverðaglamurs í orkusölusamkeppn- inni“. Þetta eru alveg nýjar upplýs- ingar fyrir mig þó að ég hafi lagt mig fram við að kynna mér málið í hví- vetna. Þess vegna lít ég á þetta sem ætlaðan sniðugan útúrsnúning sem hefur ekkert á bak við sig. Kannski hefur Haraldur heyrt þetta sjálfur og ætti hann þá að leita til læknis. Skoðanakönnun Heimssýnar Skoðanakönnun á vegum Heimssýnar var gerð dagana 24. apríl til 7. maí 2018 og var hún framkvæmd af fyrir- tækinu Maskínu. Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að aukið vald yfir orkumálum á Íslandi verði fært til evrópskra stofnana?“ Þetta mundi maður kalla leiðandi spurningu. Í frétt frá Heimssýn kom fram að samtals voru 80,5% þjóðarinnar and- víg því að færa vald yfir íslenskum orkumálum til evrópskra stofnana. Þar af eru 57,4% mjög andvíg og 23% frekar andvíg. Hins vegar eru 8,3% hlynnt því. Ef ég væri spurður svona spurn- ingar mundu viðbrögðin vera að ég væri mjög andvígur. Það furðulega er að Heimssýn snýr skoðanakönnuninni yfir á þriðja orkupakkann, sem er alls óskylt mál. Spurningin á alls ekki við að því leyti. Þriðji orkupakkinn Í upptalningunni hér á eftir eru sýnd nokkur atriði sem haldið hefur verið fram af andstæðingum þriðja orkupakkans og útskýrt er hvers vegna röksemdir þeirra standast ekki. Þessi listi hefur áður verið birt- ur. Þriðji orkupakkinn: – fjallar ekki um hvort eigi að leggja sæstreng frá Íslandi til Bret- lands. Ákvörðun um það er alfarið á hendi íslenskra stofnana, sem til þess eru bærar. – fjallar ekki um rekstur raforku- sæstrengja milli landa, þ.e. hvaða raf- straumur er sendur hverju sinni og í hvora átt. Það ákvarðast eingöngu af framboði og eftirspurn á raforku- markaði í einstökum aðildarríkjum og þar með raforkuverði á uppboðs- markaði, en aðildarríkin hafa sjálf full tök á þeim málum hvert fyrir sig. – fjallar ekki um hvort eigi að hækka orkuverð til almennings á Ís- landi, við ákveðum það sjálf. Við munum áfram sem hingað til taka þátt í þróun raforkumarkaða, þar sem verðlagning á losun gróðurhúsa- lofttegunda mun skipta æ meira máli. – fjallar ekki um framsal á forræði í eftirliti með raforkumálum á Íslandi til ESB, það verður áfram sem hing- að til hjá ESA. – fjallar ekki um framsal á forræði yfir íslenskum virkjunum til ESB, hvorki hvað varðar byggingu nýrra virkjana né rekstur þeirra. – fjallar ekki um aukið álag á vatnsaflsvirkjanir, sem gæti haft spillandi umhverfisáhrif t.d. með því að breyta vatnsstöðu í miðlunum tíð- ar og meira. Það ekki hugmyndin með þriðja orkupakkanum að hlutast til um upp- byggingu og rekstur raforkukerfa og virkjana í einstökum löndum Evrópu, nema ef til vill með ráðgjöf og þá að- eins ef þess væri óskað. Það gæti ver- ið mikils virði að hafa slíka ráðgjöf á takteinum áður er farið verður í gríðarframkvæmdir, sem jafnan eru á ferðinni í raforkumálum. Lokaorð Í samræmi við málflutninginn mætti að kalla félagsskap Haraldar Þröngsýn í stað Heimssýn. Grein Haraldar Ólafssonar, formanns Heimssýnar Eftir Skúla Jóhannsson »Haraldur hefði mátt nefna að markaðs- búskapur var lögleiddur á Íslandi með Raf- orkulögum 2003 eða fyr- ir 15 árum. Skúli Jóhannsson Höfundur er verkfræðingur. skuli@veldi.is Þvílíkir offorsmenn hafa tekið sæti í „mannréttinda- og lýðræðisráði Reykja- víkurborgar“! Án minnsta samráðs við borgarbúa vilja þau með einróma sam- þykkt þvinga bæði kyn til að baðast nak- in saman á sund- stöðum! Mannréttinda- og lýðræðisráð borgarinnar leggur til „að við upp- byggingu nýrra mannvirkja borg- arinnar sem og við breytingar og aðrar framkvæmdir sé þess gætt að salernis-, sturtu- og búnings- aðstaða sé eins ókynbundin og frekast er unnt.“ Já, þar með talin sturtu- og búningsaðstaða í nýjum sundmannvirkjum borgarinnar! Er ekki nokkuð ljóst, hvað þau ætla sér? Þau kalla sig „mannréttinda- og lýðræðisráð“ borgarinnar, en ekki báru þau samþykkt sína undir lýð- ræðislegan vilja Reykvíkinga! Því- lík ofdirfska! Mjög stór hluti kvenna og karla vill alls ekki baðast í sameiginlegri sturtuaðstöðu, og hvað er þá að segja um krakka á viðkvæmu feimnisskeiði, t.d. 10-15 ára, sem verða útsettir þarna fyrir stríðni og áreitni hins kynsins!? En einnig þetta (ekki bara að karlar fái að gera þarfir sínar á kvennaklósett- um og öfugt) var partur af þessari makalausu, kynlausu fyrstu ákvörð- un þessa nýkjörna „mannréttinda- og lýðræðisráðs“! Hér er opinskátt verið að reyna á blygðunarkennd fólks. Er þá tilgangurinn kannski ekki aðeins að draga úr hreinlæti, held- ur líka að fæla fullorðna og börn frá sundferðum? Mun borgin þá missa af ómældum tekjum vegna erlendra ferðamanna (sem gjarnan borga hæsta gjald, 980 kr. á hvern 18 ára og eldri, fyrir hverja sund- ferð)? Ferðamenn eru ekki vanir svona einsýnni pólitískri ofstæk- isstefnu. Að þvinga bæði kyn til að baðast saman er stefna sem felur í sér nauðung og ofríki og hefði einmitt helzt verið að „vænta“ frá pólitísk- um „rétttrúnaðarmönnum“ vinstri flokkanna. Þarna hafa þeir stæku fengið að ráða, en meðvirkar gungur í ráðinu (fulltrúar hægri og miðjuflokka) ekki þor- að að hafa á þessu sjálfstæða og siðlega skoðun eða nennt að minna á virðingu fyrir lýðræði. Öll saman hafa þau gert nafn þessa „mannréttinda- og lýð- ræðisráðs“ að hláleg- um öfugmælum. Það væri fróðlegt að vita hvaða ráðleysingjar eru í þessu „mann- réttinda- og lýðræðisráði Reykja- víkurborgar“. Ég sé að Guðrún Ög- mundsdóttir, nýlega staðfest sem einn aðalóvinur ófæddra barna, vegna lagatillagna sinna, er þarna (já, í mannréttindaráði!), sem og oddakona Pírata, en þætti fróðlegt að vita, hverjir þeir eru, fulltrúar minnihlutaflokkanna, sem tóku þátt í þessari fjarstæðukenndu „ein- róma samþykkt“ hins ráðlausa „mannréttinda- og lýðræðisráðs“. Þetta lið á allt að segja af sér án tafar og ekki voga sér að reyna það aftur að troða sínum afbrigðilegu óskahugdettum upp á allan al- menning í Reykjavík. Þótt þarna sé að sönnu talað um nýjar mannvirkjaframkvæmdir borgarinnar, er þar líka talar um „breytingar“ (á eldri mann- virkjum), en fyrst og fremst blasir við, að nýjar sundlaugar verði hannaðar samkvæmt þessum reglum! Ekkert er minnzt á íbúa- fundi um málin. Er þetta er kannski í aðra rönd- ina aðferð vinstri flokkanna, með allan sinn ömurlega rekstrarvanda, til að losna við að byggja upp sund- laugar í nýjum hverfum eins og Úlfarsárholti? Augljóst er, að fólk myndi almennt sækja þaðan sund- laugar annars staðar, fremur en í furðulegri hverfisnektarnýlendu vinstri manna í borgarstjórn. Borgarsamþykkt þvingar bæði kyn til að baðast saman á sundstöðum Eftir Jón Val Jensson Jón Valur Jensson » Þessi stefna felur í sér nauðung og of- ríki, reynir á blygðunar- kennd fólks og mun fæla bæði börn og fullorðna frá sundferðum. Höfundur er guðfræðingur m.m. Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir passann, ökuskírteinið, ferilskrána o.fl. Skjót og hröð þjónusta Engar tímapantanir Góð passamynd skiptir máli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.