Morgunblaðið - 14.07.2018, Page 31

Morgunblaðið - 14.07.2018, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018 ✝ Sigríður Reim-arsdóttir fædd- ist að Víðinesi í Fossárdal, Djúpa- vogshreppi, 8. des- ember 1935. Hún andaðist á Hrafn- istu í Hafnarfirði 4. júlí 2018. Hún var dóttir hjónanna Reimars Magnússonar f. 13.9. 1894, d. 22.6. 1982 og Stefaníu Jónsdóttur f. 16.4. 1900, d. 29.11. 1995 og eitt af 17 börnum þeirra hjóna. Eiginmaður Sigríðar var Ás- geir Pétursson frá Ásunnar- stöðum í Breiðdal f. 24.12. 1918, d. 8.5. 2001. Bjuggu þau hjón lengst af búskapartíð sinni í Ás- garði í Breiðdal. Sigríður og Ás- geir eignuðust 7 börn: Halldór Pétur Ásgeirsson f. 17.5. 1954, Herborg Ás- geirsdóttir f. 6.4. 1955, Ómar Ás- geirsson f. 2.6. 1958, Kristín Hjör- dís Ásgeirsdóttir f. 19.12. 1959, Ás- gerður Ásgeirs- dóttir f. 25.3. 1962, Stefán Rúnar Ás- geirsson f. 18.11. 1966 og Reim- ar Steinar Ásgeirsson f. 23.9. 1970. Sigríður eignaðist 20 barnabörn og 11 barna- barnabörn. Útför Sigríðar fer fram frá Heydalakirkju í Breiðdal í dag, laugardaginn 14. júlí 2018, og hefst athöfnin kl. 14. Það er ekki öllum foreldrum gefið að virkja börnin sín með sér í að vinna verkin sem falla til. Þetta kunni mamma. Hafði ein- stakt lag á að hafa okkur krakk- ana með sér í daglegu amstri. Minningarnar hrannast upp við leiðarlok. Allt frá því að ég var lít- il skotta var ég eitthvað að brasa með mömmu. Við áttum margar samverustundir við að sinna kindum og kúm og vorum í essinu okkar á sauðburði. Þá man ég einnig mömmu vera á kafi í hey- skap. Þegar svo heim var komið átti eftir að sinna heimilis- störfum. Við þóttum oft yfir- gengilegar í uppátækjum okkar og fannst okkur það skemmti- legt. Var það ekki síst ef við fór- um saman að veiða en mömmu þótti afskaplega gaman að standa út við á og kasta fyrir fisk. Þar gleymdum við stað og stund og voru tímamörkin engin. Hún var einstaklega fiskin og oftar en ekki var ég hætt að berja hylinn þegar hún átti eftir að slíta upp einn eða tvo. Stundum veiddi hún lax og fræg er sagan af henni þegar hún lagðist ofan á laxinn sem hún hélt að hún væri að missa útí eftir að hafa landað honum. Hún var mikið náttúru- barn, undi sér vel í berjamó og þurfti alltaf að vera að spá í líf- ríkið. Á fullorðinsárum mínum breyttust verkefnin. Við mamma tókum að okkur hótelrekstur ásamt systrum mínum þrjú sum- ur og eitt haustið réðum við okk- ur í síldarsöltun á Breiðdalsvík. Þá hljóp okkur kapp í kinn og dugði engin meðalmennska. Þurftum helst að vera með flest- ar saltaðar tunnur eftir vaktina. Mamma tók bílpróf þegar hún var 59 ára. Hún var staðráðin í að þetta verkefni ætlaði hún að klára. Það var ógleymanlegt sím- tal sem ég fékk frá henni þegar hún hafði náð prófinu. Þetta veitti henni mikið frelsi og sjálf- stæði og gat hún farið allra sinna ferða þegar hún vildi. Eftir að ég flutti til höfuðborgarinnar voru flestar frístundir notaðar til að fara í Breiðdalinn í foreldrahús. Þær eru bæði mér og sonum mín- um eftirminnilegar móttökurnar sem við fengum gjarnan þegar við komum en alltaf beið okkar tvíréttað – heitur matur, alveg sama á hvaða tímum sólarhrings- ins það var. En lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá mömmu. Hún var ein sautján systkina. Hún var því mjög ung þegar hún þurfti að hefja lífsbaráttuna. Fór fyrst að heiman 8 ára gömul og eftir það var hún lítið í foreldrahúsum. Foreldrar mínir hófu svo búskap í Breiðdal þegar hún var ung- lingsstelpa og fljótlega fóru börn- in að hlaðast niður eitt af öðru. Heilsubrestur fór að gera vart við sig upp úr fertugu en hún glímdi við hjarta- og æðasjúk- dóma. Fyrir tíu árum fékk hún svo stærsta höggið en þá lamað- ist hún að hluta og eftir það þurfti hún aðstoð við flestar sínar at- hafnir. Það var henni nánast óbærilegt að þurfa að vera upp á aðra komin í daglega lífinu. Mamma var kona sem skilaði ævistarfinu svo margfalt og það voru forréttindi að eiga hana fyr- ir mömmu og ekki síður ömmu sona minna. Ég er stútfull þakk- lætis yfir öllum samverustundun- um og umhyggjunni. Ég trúi því að hún sé á miklu betri stað núna, laus úr viðjum líkamans sem hefti svo för hennar síðasta áratuginn. Ásgerður. Með innilegu þakklæti kveð ég mæta konu. Mér var tamt að kalla hana „tengdamömmu“, sem hún var í rúman aldarfjórðung. Áfram var hún hluti af lífi mínu og dætranna fimm. Aldrei bar skugga á samleið okkar. Hún var þannig kona. Æðruleysi og jafn- lyndi einkenndu, þrátt fyrir þung veikindi og áföll. Sigga var alltaf söm. Ég var unglingsstelpa þeg- ar ég kom í Ásgarð til Siggu og Ásgeirs. Frá fyrstu stundu var mér vel tekið bæði af þeim hjón- um og börnum þeirra. Í Ásgarði var líflegt og nógu að sinna, oft- ast margt um manninn og þá að- allega börn og ungmenni. Aldrei man ég eftir Siggu kvarta yfir önnum, þó að hún væri sístarf- andi frá morgni til kvölds og ekki heilsuhraust. Hún annaðist heim- ilishaldið, bústörf og börn af ein- skærri natni og ósérhlífni. Stund- um fannst mér matar- og kaffitímar ná saman. Allt virtist leika í höndum hennar og það sem hún matbjó og bakaði var bragðgott. Margt lærði ég af henni tengdamömmu minni í eld- húsinu og hef haft í heiðri. Eitt er ómissandi á aðfangadagskvöld hjá mér og dætrunum og það er rjómakararmellusósan eins og hún gerði með möndlugrautnum. Berjasultuna hennar, eina og sér, sótti ég sérstaklega í á meðgöng- um og gaukaði hún að mér krukkum, sem ég átti bara fyrir mig. Ég held að henni hafi þótt þetta skondnar kenjar hjá tengdadótturinni. Sigga gaf sér tíma, þótt mörgu væri að sinna, til að spjalla, taka í spil, skreppa í berjamó með okkur og fleira mætti nefna, sem voru gæða- stundir og oft stutt í gamansemi hennar, glens og hlátur. Þó að breyting yrði í mínu lífi, hélst þráðurinn milli okkar. Aftur færðumst við nær hvor annarri, þegar við fjölskyldan fluttum austur fyrir níu árum. Við áttum góðar stundir, ekki síst þau skipti sem Sigga var samferða mér milli staða og landshluta. Hún var þægilegur og skemmtilegur ferðafélagi, fróð um landið sitt, sem hún naut að skoða. Eins var hún vel lesin og minnug. Um margt er ég vísari af fróðleik og sögum sem hún sagði mér. Sigga er ein af þeim einstöku konum, sem hefur haft sín áhrif í mínu lífi og ég er þakklát fyrir að ég og dæturnar fengum að eiga að. Yndislegt er til þess að hugsa að hún hafi, rétt fyrir andlát sitt, átt ljúfar samverustundir með öllum börnunum sínum austur í Breið- dal. Það veit ég að hefur verið henni dýrmætt við leiðarlok. Guð helgi minninguna um eftirminni- lega góða konu og blessi fjöl- skyldu hennar. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Það er erfitt að kveðja hana elsku ömmu, eða Sveitaömmu eins og hún var alltaf kölluð á okkar heimili. Í okkar æsku var mikil tilhlökkun allan veturinn að komast aftur í sveitina að vori til ömmu og afa í Ásgarði. Amma var alltaf svo hlý og góð og tók á móti okkur með opnum faðmi og kossum. Eldhúsborðið var alltaf hlaðið af alls konar nýbökuðu góðgæti, svo sem kleinum, pört- um, pönnsum, möffins og könnu af ískaldri mjólk úr fjósinu. Þetta voru einu skiptin sem við syst- urnar fengum okkur mjólkur- sopa í æsku en mjólkin var aldrei í uppáhaldi nema í sveitinni með bakkelsinu hennar ömmu. Amma var einstaklega barn- góð og fórum við oft í alls kyns göngutúra, berjamó og steinaleit í Breiðdalnum. Berjaboxið henn- ar ömmu fylltist mun hraðar en okkar og olli það stundum öfund eða minnimáttarkennd, því við vildum vera jafnöflugar í berja- tínslu og amma. En hún amma var nú alltaf fljót að kippa því í liðinn. Þegar enginn sá til hellti hún berjunum úr sínu boxi yfir í okkar og lét sem við hefðum tínt það allt. Þá gat maður nú verið ansi montinn. Hún hafði einstakt lag á því að láta manni alltaf líða eins og sigurvegara. Þegar berjatíðin var ekki byrj- uð þá fór amma líka með okkur í marga göngutúrana. Ýmist að tína fallega steina, í fjallgöngur eða þá að ganga um fallega Breiðdalinn og fræðast um nátt- úruna. Hún amma gat sagt okkur hvað öll blómin, steinarnir, gilin, fjöllin og fuglarnir heita. Það var því mjög fræðandi og spennandi að fara með henni í göngutúra. Mjög ofarlega í huga okkar er sterk minning úr göngutúr þar sem að hún kenndi okkur að hlusta á álfana í gili rétt utan við Ásgarð. Amma var spilakona mikil og var alltaf til í að grípa í spil með okkur þegar hún leyfði sér að taka pásu frá hússtörfunum. Al- veg frá barnæsku og til dagsins í dag var það venjan að taka rommí, manna, kana eða kasínu með ömmu og alltaf fylgdi gleði og kátína með. Það var erfitt að sjá ömmu missa getuna til að vera ein í Ás- garði og þurfa að fara á hjúkr- unarheimili fyrir nokkrum árum, en þó erum við mjög þakklátar fyrir að hún hafi verið í Reykja- vík stóran hluta af síðasta árinu sínu. Við græddum margar dýr- mætar minningar með henni á þessum tíma og það var alltaf yndislegt að vera nálægt henni. Við erum einnig þakklátar fyrir að börnin okkar hafi fengið að kynnast henni og hennar einstak- lega hlýju nærveru. Hvíldu í friði elsku amma, þín verður sárt saknað. Halldóra og Ingibjörg. Elsku amma. Ég hugsa oft til samræðna sem við áttum einn sumardag í sveitinni. Þú hvattir mig til að elta drauminn minn, syngja og ferðast. Þú talaðir beint í hjartað á mér á þessum tímapunkti, lík- lega af því að ég var ekki viss um hvað mig langaði til að gera – en það var svo mikil vissa í orðunum þínum. Ég er þakklát fyrir þetta mikilvæga spjall sem var eitt af áhrifavöldum að því sem ég er að gera í dag. Á ferðalögum mínum hef ég haft það að venju að senda þér póstkort, alltaf þegar ég fer á nýjan áfangastað, til að leyfa þér að fylgjast með söngævintýrum mínum. Rauðir póstkassar, sem sjást víða í borgum og bæjum, minna mig á þig og munu líklega alltaf gera. Þú varst með góðan húmor, amma, og þú hafðir gaman af grallaraganginum í okkur. Þess vegna er það minnisstætt, þetta eina skipti sem þér var ekki skemmt; þegar við frænkurnar komum inn í eldhús með særðan rottuunga sem við björguðum úr miklum lífsháska og vildum eiga sem gæludýr. Það fannst þér ekki sniðugt og ég skammaðist mín lengi á eftir. Ég kveð þig úr fjarlægð með söknuði og sönginn minn í dag til- einka ég þér. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að. Takk fyrir allar dásamlegu stundirnar, elsku amma. Dagurinn kveður, mánans bjarta brá blikar í skýja sundi. Lokkar í blænum, leiftur augum frá, loforð um endurfundi. Góða nótt, góða nótt, gamanið líður fljótt, brosin þín bíða mín, er birtan úr austri skín. Dreymi þig sólskin og sumarfrið, syngjandi fugla og lækjarnið. Allt er hljótt, allt er hljótt ástin mín, góða nótt. (Ási í Bæ) Berta Dröfn Ómarsdóttir. Elsku besta amma mín. Nú ertu búin að kveðja okkur og verður þín sárt saknað. Þú varst alltaf svo lífsglöð og mikill gleði- gjafi að það var ekkert skemmti- legra en að umgangast þig. Man ég alltaf hversu spenntur ég var að komast í sveitina til þín. Þú hefur fylgt mér alla mína ævi, vildir alltaf vita hvernig mér gengi í skólanum og fótboltanum. Reyndir að gera allt í þínu valdi til að hlutirnir gengju mér í hag. Nú ert þú farin en góðu minning- arnar um skemmtilegu samveru- stundirnar sem við áttum munu ylja mér um ókomin ár. Hvíldu í friði, elsku amma. Anton Orri Eggertsson. Elsku amma. Ég á svo erfitt með að trúa að þú sért ekki hjá mér lengur. Að ég geti ekki lengur komið til þín og hlegið og sungið með þér, spil- að kasínu og borðað súkku- laðirúsínur. Í staðinn þarf ég að kveðja bestu vinkonu mína í allra síðasta sinn. Þó að við höfum átt eftir að gera margt skemmtilegt saman, eins og að fara á tónleika í haust með Helga Björns, þá á ég sem betur fer óteljandi góðar minn- ingar um þig sem munu hlýja um ókomin ár. Eins og er á ég samt erfitt með að gera annað en að gráta þegar ég hugsa til þín. Það er þó ekkert annað en sjálfsvor- kunn því ég á bara eftir að sakna þín svo mikið. Ég er nefnilega líka þakklát að þú hafir fengið að fara á þennan hátt, nýbúin að vera í sveitinni þinni, með fólkinu þínu. Í sveitinni bættust yndis- legar minningar í safnið þegar við minntumst elsku Ásgeirs afa í tilefni aldarafmælis hans. Þar hittum við Ástu frænku sem sagði að ég hefði erft krullaða hárið þitt. Ég brosti út að eyrum, mér þótti vænt um að heyra að ég líktist þér. Ég vona að ég hafi erft meira frá þér. Ég mun allavega seint geta þrætt fyrir að hafa erft spilasýkina frá þér. Við vorum rosalegar þegar við komum sam- an. Við vorum varla vaknaðar, enn á náttfötunum þegar það var búið að gefa í einn slag. Við fórum líka alltaf síðastar að sofa. Á með- an við höfðum spilastokk og góða tónlist á fóninum þurftum við hvorki að borða né sofa. Svo urðu alltaf að vera nokkrir „lokaslag- ir“ – „Æ, þessi var svo stuttur að hann telst ekki með, þurfum við ekki að taka einn í viðbót?“ Elsku amma, þú hugsaðir allt- af svo vel um mig. Ég man þegar pabbi og mamma fóru til útlanda þegar ég var yngri, þá komst þú oft heim til okkar að passa mig eða ég kom til þín í sveitina. Það var nú meira dekrið. Þegar ég fékk lungnablóðtappann fyrir nokkrum árum, þá hringdir þú á hverjum degi í mig til að athuga hvernig ég hefði það. Einn dag- inn var ég stödd í smá búðarápi. Það leist þér ekkert á, þú vildir bara hafa mig vafða í bómull heima að jafna mig. Þannig vildi ég hafa þig líka. Takk fyrir allt, elsku amma. Þú varst besta vöggugjöf sem ég gat óskað mér. Þín Kristín. Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit, komið er sumar og fögur er sveit. Sól er að kveðja við bláfjalla brún, brosa við aftanskin fagurgræn tún. Seg mér hvað indælla auga þitt leit íslenska kvöldinu í fallegri sveit. (Guðmundur Guðmundsson) Þetta ljóð kemur upp í hugann er ég hugsa um og minnist Siggu „systur“ og finnst viðeigandi að kveðja náttúrubarnið Siggu með því. Hún unni sveitinni sinni og þar dvaldi hugur hennar þótt lík- aminn væri annars staðar. Ljúfar eru minningar mínar um þessa ljúfu konu, sem átti við- burðaríka og margbrotna ævi. Þetta gælunafn á frænku okk- ar tókum við systkinin upp eftir móður okkar, sem ævinlega kall- aði hana það. Þakklát er ég fyrir þær stund- ir sem við áttum saman og fyrir stundir þeirra systra saman, hennar og móður minnar. Enginn efi er í mínum huga að nú er glatt á hjalla hjá þeim systrum og ým- islegt brallað. Kannski hent út færi, skroppið í ferðalag, kíkt í fjöruna, rölt uppí fjallshlíð, tón- list á fóninn, læri skellt í ofninn og skálað smá í tilefni dagsins. Það er gott að trúa því að þeir sem farnir eru hittist hinum meg- in og sameinist á einhvern hátt. Aðstandendum Siggu „systur“ votta ég samúð mína og veit að nú hafið þið misst mikið. Blessuð sé minning kærrar frænku. Helga Guðrún Sigurjónsdóttir. Sigríður Reimarsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 „Ertu til í golf á morgun?“ „Að sjálf- sögðu. Ég er alltaf til. Bókaðu bara tíma og láttu mig svo vita.“ Þetta voru síðustu samskipti okkar Jóns þriðjudagskvöldið 26. júní sl. Skömmu áður en ég ætlaði svo að mæta á völlinn morguninn eftir hringdi Jóna eiginkona hans og sagði mér frá því að hann hefði liðið út af skömmu áður og væri á leið á spítala í sjúkrabifreið. Hann lést svo rúmum sólarhring síðar. Ég kynntist Jóni eftir að hann kvæntist Jónu frænku minni fyrir margt löngu. Enda þótt við ættum ekkert í nánum samskiptum árum saman hittumst við af og til, oftast í sundlauginni í Garðabæ og ræddum þá saman um eitt og ann- að, ekki síst um tengdafjölskyldu hans sem ég hafði þannig fréttir af. Árin liðu og þar sem við höfð- um báðir ánægju af að leika golf þá hittumst við af og til á golfvell- inum okkar yfir sumartímann. Það varð til þess að við tókum að spila saman golf af og til og í seinni tíð bar fundum okkar oftar og oft- ar saman, hvort heldur var í golf- herminum, áður en völlurinn var opnaður að vori, eða á vellinum sjálfum eða að við skruppum sam- an á aðra golfvelli. Jón var um margt sérstakur maður. Hann var einstaklega já- Jón Mar Þórarinsson ✝ Jón Mar Þór-arinsson fædd- ist 3. júní 1950. Hann lést 29. júní 2018. Útför Jóns var gerð 12. júlí 2018. kvæð persóna, hafði gaman af lífinu, var alltaf í góðu skapi og hafði einstaklega gaman af að gantast og eins og hann kom mér fyrir sjónir lifði hann lífinu á skemmtilegan hátt. Hann hafði verið barnakennari í 47 ár, þegar hann lét af því starfi nú í sumar- byrjun, og þegar ég gantaðist við hann og spurði hvort hann væri ekki skemmdur á sálinni eftir svo langan tíma við barnakennslu þá ljómaði á honum andlitið og hann var fljótur að svara: „Nei, nei, Halldór minn. Alls ekki.“ Ég tel víst að hann hafi notið starfsins og hafi haft einstakt lag á samskipt- um sínum við börnin. Samskipti okkar Jóns voru skemmtileg og við höfðum gaman af og nutum návistar hvor við ann- an. Við ræddum mikið saman um allt milli himins og jarðar og ekki fór á milli mála hve stoltur Jón var af börnum sínum og eiginkonu. Þau Jóna höfðu nýlega selt ein- býlishús sitt hér í Garðabæ og keypt lítið raðhús, sem enn þá er í byggingu, og hlökkuðu til að kom- ast á nýja staðinn síðar á árinu. Nú að lokinni starfsævi skyldi lífs- ins notið og það gert sem heillaði hverju sinni. En því miður fer ekki allt sem horfir. Þrátt fyrir að Jón væri mjög vel á sig kominn og sýndist hreystin uppmálið leynd- ist í honum banvænn sjúkdómur sem skyndilega gerði vart við sig. Að leiðarlokum kveð ég þennan vin minni með miklum söknuði. Ég hafði hlakkað til að kynnast honum enn þá betur og eiga með honum margar góðar stundir í framtíðinni. Ég óska honum vel- farnaðar á þeim leiðum sem hann hefur nú lagt út á til hins eilífa austurs. Ég votta Jónu minni, börnum hans og öðrum nánum að- standendum innilega samúð. Halldór Guðbjarnarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.