Morgunblaðið - 14.07.2018, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 14.07.2018, Qupperneq 43
ötullega að jafningjafræðslu um „viðhorf til vímugjafa“. Samhliða tónlistarnáminu, að loknu stúdentsprófi, las Kolbeinn bókmenntir, íslensku, þýsku og heimspeki við Háskóla Íslands. Hann yfirgaf háskólanámið í miðri skáldsögu Henrys Fieldings, Tom Jones, og gerðist nemandi austur- ríska flautusnillingsins Manuelu Wiesler í Grjótaþorpinu. Síðar lá leið hans til Basel og New York í frekara nám, m.a. í japanskri tónlist. Kol- beinn starfaði sem flautuleikari og -kennari á Íslandi frá 1984 til 2016 en kom jafnframt fram víða um heim og hljóðritaði einleiksdiska fyrir al- þjóðleg útgáfufyrirtæki. Hann hefur starfað talsvert með japönskum tón- skáldum og tónlistarmönnum, einnig hefur hann átt tónlistarlegt athvarf í Búkarest og Belfast svo helstu dæmi séu tekin. Kolbeinn stofnaði tónlistarhópinn Caput (Höfuð á latínu) ásamt Guðna Franzsyni árið 1987. Hann útskrifaðist með meistara- próf í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands árið 2013. Síðustu árin hefur hann helgað sig tónsmíðum en nú virðist sem bókmenntirnar ætli að soga hann til sín á nýjan leik. Flest tónverk hans byggjast á bók- menntum að meira eða minna leyti, hvort sem þau eru samin fyrir söng eða hljóðfæri eingöngu. Meðal skálda sem hafa orðið fyrir barðinu á ómstríðum tónum Kolbeins eru Pablo Neruda, Egill Skallagrímsson, John Berrymann og Snorri Hjartar- son. Þá hefur Kolbeinn skrifað all- nokkuð um tónlist. Ritgerðir hans um tónlist Leifs Þórarinssonar komu út hjá bókaútgáfunni Nýr kafli árið 2014 og nú í júní kom út hjá Sæ- mundi viðamikið rit hans um Helgu Ingólfsdóttur semballeikara og Sumartónleika í Skálholtskirkju ásamt ýmsum sögulegum fróðleik öðrum og vangaveltum um tónlist – og þó einkum um hugmyndir manna um tónlist. Kolbeinn hefur verið útivistar- og göngumaður frá unga aldri, allt frá Keflavíkurgöngum um miðjan sjö- unda áratuginn. Hann tók til við að hlaupa fyrir u.þ.b. 10 árum og mun halda upp á sextugsafmælið á hlaup- um frá Landmannalaugum niður í Þórsmörk. Fjölskylda Eiginkona Kolbeins er Guðrún Óskarsdóttir, f. 5.1. 1962, sembal- leikari. Foreldrar hennar eru hjónin María Eiríksdóttir, f. í Þýskalandi 1937, kennari, og Óskar Jónsson, prentari, síðar kirkjuvörður. Þau eru bús. í Hafnarfirði. Sonur Kolbeins með Kristínu Magnúsdóttur lífefnafræðingi er Jóhann Bjarni Kolbeinsson, f. 20.5. 1980, fréttamaður, bús. í Reykjavík. Maki: Eyrún Jóhannsdóttir, stjórn- málafræðingur og starfsmaður utan- ríkisráðuneytisins. Börn þeirra: Benedikt Ari, f. 2010, og Lóa Krist- ín, f. 2014. Börn Kolbeins og Guð- rúnar eru Sólrún Kolbeinsdóttir, f. 21.9. 1993, sameindalíffræðingur, bús. í Stokkhólmi, og Sölvi Kolbeins- son, f. 17.2. 1996, saxófónleikari, bús. í Berlín. Bróðir Kolbeins er Sigfús Bjarna- son, f. 4.12. 1956, líffræðingur og deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun Evrópu í Kaupmannahöfn, bús. á Skáni. Foreldrar Kolbeins: Hjónin Adda Bára Sigfúsdóttir, f. 30.12. 1926, veð- urfræðingur og stjórnmálamaður, bús. í Reykjavík, og Bjarni Bene- diktsson frá Hofteigi, f. 25.4. 1922, d. 18.7. 1968, rithöfundur. Kolbeinn Bjarnason Gísli Helgason bóndi á Egilsstöðum Jónína Benediktsdóttir húsfreyja á Egilsstöðum í Vopnafirði Benedikt Gíslason frá Hofteigi bóndi og rith. á Hofteigi, síðar í Rvík Geirþrúður Bjarnadóttir húsfreyja á Hofteigi á Jökuldal, síðar í Rvík Bjarni Benediktsson frá Hofteigi rithöfundur í Rvík Bjarni Gíslason útvegsbóndi á Sól- mundarhöfða Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja á Sólmundarhöfða á Akranesi igurður Z. Gíslason, prestur á Söndum í Dýrafirði Sigurður Flosason tónlistarmaður nna Pálmadóttir skrifstofum. í Reykjavík Hjörleifur Hjartarson listamaður (Hundur í óskilum) Gunnar Ben tónlistarmaður, m.a. í Skálmöld Hulda Sigfúsdóttir bóka- safnsfræðingur í Rvík Soffía Sigurhjartar- dóttir húsfr. í Rvík Hjörtur E. Þórarins- son bóndi á Tjörn í Svarfaðardal Benedikt Sveinbjörnsson aðalbókari Norð- lenska á Akureyri Jón Þórarins- son tónskáld Þórarinn Eldjárn rithöfundur Bergþóra Benedikts- dóttir húsfr. í Kópavogi Þórarinn Benediktsson hreppstj. og alþm. í Gilsárteigi í Eiðaþinghá Kristján Eldjárn forseti Íslands Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) tónlistarmaður Sigrún Sigurhjartar- dóttir húsfr. á Tjörn í Svarfaðardal SJón Sigurðsson bassaleikari AEinar Már Guðmundsson rithöfundur Friðrika Sigurðardóttir húsfreyja á Urðum Sigurhjörtur Jóhannesson bóndi á Urðum í Svarfaðardal Sigfús Sigurhjartarson ritstj. og alþingismaður í Rvík Sigríður Stefánsdóttir húsfr. í Reykjavík Stefán Sigurðsson bóndi á Brettingsstöðum Guðrún Erlendsdóttir húsfreyja á Brettingsstöðum í Laxárdal, S-Þing. Úr frændgarði Kolbeins Bjarnasonar Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur og stjórnmálamaður, bús. í Rvík ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018 Jón Svanbjörn Frímannssonfæddist 14. júlí 1903 á Akur-eyri. Foreldrar hans voru hjón- in Frímann Jakobsson, f. 1868, d. 1937, trésmíðameistari þar, og Sigríð- ur Björnsdóttir, f. 1874, d. 1963, hús- freyja. Eitt systkina Svanbjörns var Jakob, kaupfélagsstjóri á Akureyri og stjórnarformaður SÍS, afi Jakobs Frímanns Magnússonar tónlistar- manns. Svanbjörn ólst upp á Akureyri og lauk námi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar árið 1920. Stóð hugur hans mjög til frekara náms, en til þess voru engin efni, en honum bauðst þegar eftir gagnfræðapróf starf við við útibú Íslandsbanka á Ak- ureyri. Seinna gat hann farið út í nám í bankafræðum og tungumálum í Danmörku og Þýskalandi veturinn 1928-1929 og í London 1935-1936. Svanbjörn starfaði hjá Íslands- banka og síðar Útvegsbanka Íslands á Akureyri til 1935 og árið 1936 hóf hann störf í Landsbanka Íslands í Reykjavík. Hann var aðalféhirðir Landsbankans 1937-1942, aðalbókari og aðstoðarbankastjóri 1945-1957, og bankastjóri frá 1957 til 1970. Svan- björn var bankastjóri Seðlabanka Íslands 1971-1973. Svanbjörn var formaður Viðskipta- ráðs 1943-1945. Hann átti sæti í ýms- um samninganefndum um verslunar- viðskipti við útlönd 1948-1963 og var m.a. einn þriggja fulltrúa Íslands á stofnfundi Alþjóðabankans og Gjald- eyrissjóðsins í Bretton Woods í Bandaríkjunum árið 1944. Þá átti Svanbjörn sæti í stjórn Flugfélags Ís- lands og síðar Flugleiða, og gegndi stjórnarformennsku í Kassagerð Reykjavíkur um árabil. Eiginkona Svanbjörns var Hólm- fríður Andrésdóttir, f. 4.9. 1915, d. 30.5. 2005, húsmóðir. Foreldrar henn- ar voru hjónin Andrés Andrésson klæðskerameistari og Halldóra Þór- arinsdóttir. Börn Svanbjörns og Hólmfríðar eru Andrés, Sigríður Halldóra og Agnar Frímann. Svanbjörn lést 9. júlí 1992. Merkir Íslendingar Svanbjörn Frímannsson Laugardagur 90 ára Anna Grímsdóttir Barbro S. Þórðarson Jón Örvar Skagfjörð 85 ára Ástríður Helgadóttir Gíslína Ingibjörg Ingólfsdóttir Ólöf Helgadóttir Steinunn D. Ólafsdóttir 75 ára Bjarni Steinarr Kristmundsson Dóra Sigurðardóttir 70 ára Eliseo Nable Cabiles Guðlaug Sigmarsdóttir Guðmunda Brynjólfsdóttir Helena Sigtryggsdóttir Jóhann Egill Hólm Jón B. Bjarnason Kristín Sigurbjörg Jónsdóttir 60 ára Birgir Rafn Jóhannesson Bjarni Sigurjón Kristbergsson Boguslaw Henryk Konczal Haraldur Páll Guðmundsson Helga Jóhanna Baldursdóttir Hjálmar Gunnarsson Jadwiga Uscinowicz Kolbeinn Bjarnason Krzysztof Jerzy Gancarek Lilja Rós Sigurðardóttir Magnús Waage Ríkarð Óskarsson Snædal Sigríður Helga Einarsdóttir Steinunn Leósdóttir Þór Guðjónsson 50 ára Andrzej Ryszard Arendarski Guðfinna Björk Kristjánsdóttir Helga Birna Ingimundardóttir Jón Benjamínsson Linda Björk Snæbjörnsdóttir Stefán Eðvald Sigurðsson Þorsteinn Árnason 40 ára Auður Lilja Davíðsdóttir Birgir Vestmar Björnsson Frímann Sigurðsson Hilda Hrund Cortes Janusz Stanislaw Kaleta Jón Sævar Baldursson Natalie T. Narvaéz Antonsdóttir Ólafur Már Jónsson Pálmi Pálmason Ríkarð Svavar Axelsson Robert Tomasz Adamczewski Vignir Rafn Valþórsson Vivi Jacobsen 30 ára Arnar Gylfi Jóhannesson Auður Ásbjörnsdóttir Bjarney Einarsdóttir Dainius Ligeika Kristbjörg Helga S. Cooper Kristín Kara Collins Lydía Dögg Egilsdóttir Magnús Benedikt Magnússon Ragnar Jón Hrólfsson Sara Kristín Kjartansdóttir Steinþór Andri Steinþórsson Theodór Gaukur Kristjánsson Tómas Vilberg Valdimarsson Unnur Jónsdóttir Þóra Ágústsdóttir Sunnudagur 90 ára Olgeir Möller 85 ára Benedikta Guðnadóttir Sigríður Markúsína Helgadóttir 80 ára Lára Hjartardóttir 75 ára Elín Rebekka Tryggvadóttir Guðlaug Gunnlaugsdóttir Helgi Sigurjón Ólafsson Katrín Bára Bjarnadóttir Óskar Axelsson 70 ára Bjarnheiður Jónsdóttir Gestur Þorgeirsson Kristinn Einarsson Kristján Harðarson Kristján Jón Jónsson Sara Maríanna Jónsdóttir Sverrir Páll Erlendsson 60 ára Anna Björk Aðalsteins- dóttir Guðmundur Baldvinsson Guðný Snorradóttir Guðrún Lind Valsdóttir Waage Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir Janina Antochowska Kristjana Karen Jónsdóttir Smári Bent Jóhannsson Sveinn Trausti Hannesson Vigfús Ingvarsson 50 ára Arngrímur V. Ásgeirsson Álfheiður Ingólfsdóttir Árni Jóhannesson Bogdan Jan Strzalka Edda Sigurbjörg Aradóttir Gunnar Brynjólfsson Hákon Ásgrímsson Helga Erla Þórisdóttir Helgi Eyjólfsson Inga Nína Matthíasdóttir Karl Jóhann Jónsson Pálína Sif Gunnarsdóttir Sigurður Skarphéðinsson 40 ára Arnór Gunnarsson Baldvin Þór Baldvinsson Elmar Hauksson Guðjón Elmar Guðjónsson Kristófer Róbertsson Nivaldo F.P. Cardoso Carvalhal Tinna Ösp Arnardóttir Þórdís Hauksdóttir 30 ára Aleksei Kudlenko Andris Prenka Ari Guðmundsson Björn Alfreðsson Bryndís Pálsdóttir Bryndís Þórðardóttir Halldóra Huld Ingv- arsdóttir Ivana Krasnanová Íris Óskarsdóttir Karol Kagan Kristín Ólafsdóttir Kristján Ólafur Ólafsson Linda Dögg Kristjánsdóttir Manuel Jean Philippe Morvan Pálmar Dan Einarsson Ragnheiður Halldórsdóttir Sigrún Finnsdóttir Tryggvi Guðmundsson Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.