Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2018 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI æli- & frystiklefar í öllum stærðum K Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Talið er að sex sníkjudýr og óværur hafi borist með innfluttum hundum og köttum í íslenska dýrastofna á þeim 28 árum sem liðin eru frá því að innflutningur gæludýra var heimilaður með vissum takmörk- unum. Tekist hefur að útrýma þremur af þessum sníkjudýrum en þrjú hafa náð fótfestu í landinu. Kemur þetta fram í grein sem þrír vísindamenn á tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum birta í vefvísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Rannsóknin tekur til áranna 1989 til 2017. Á fyrrnefnda árinu var banni við innflutningi hunda til landsins aflétt og innflutningur hunda og katta leyfður að upp- fylltum skilyrðum. Gerðar eru kröf- ur um dvöl í einangrunarstöð, heil- brigðisskoðun og lyfjameðhöndlun. Þá er krafist lyfjameðhöndlunar gagnvart bandormi og ytri sníkju- dýrum fyrir komuna til landsins. Flutt inn úr öllum heiminum Á þessu tímabili hafa 3.822 hundar og 900 kettir verið fluttir til landsins. Dýrin hafa komið frá 67 löndum úr öllum heimsálfum nema Suðurskautslandinu. Við leit á innfluttum dýrum fund- ust ein eða fleiri tegundir innri sníkjudýra í 10,6% hunda og 4,2% katta. Alls hafa 18 tegundir innri sníkjudýra og sex tegundir óværu fundist í eða á innfluttum gælu- dýrum. Talið er að sex þeirra, þráð- ormur og fimm óværutegundir, hafi borist yfir í innlenda hunda eða ketti með gæludýrum sem enn voru smituð þegar einangrunarvist og annarri meðhöndlun lauk. Í grein vísindamannanna, Karls Skírn- issonar, Guðnýju Rutar Pálsdóttur og Matthíasar Eydal, kemur fram að sníkjudýrin virðist hafa sloppið í gegn í upphafi einangrunartímans. Ástæður þess eu ekki kunnar, að þeirra sögn. Tvær eða þrjár tegundanna virð- ast hafa náð fótfestu á Íslandi en talið er að tekist hafi að útrýma þremur þeirra. Ógnar heilsu dýra og fólks Í greininni er vakin athygli á ein- stakri stöðu Íslands til að verjast sníkjudýrum þótt þau berist til landsins með hundum og köttum alls staðar að úr heiminum. Tekist hafi að halda landinu nokkuð hreinu með löggjöf, meðhöndlun og eft- irliti. Því verði að telja að vel hafi tek- ist til þrátt fyrir þær þrjár tegundir sem komust í gegn og enn er að finna í landinu. Það ætti að hvetja stjórnvöld til að viðhalda eftirlitinu. Í heiminum sé fjöldi sníkjudýra og dýrasjúkdóma í hundum og köttum. Ef þau berist inn í landið gætu þau ógnað velferð dýra og jafnvel fólks hér á landi. Morgunblaðið/Styrmir Kári Íslenskt Sníkjudýr sem berast inn í landið geta smitast á milli hunda, meira að segja í íslenska fjárhundinn. Sníkjudýr bárust til lands- ins með innfluttum dýrum  Sex sníkjudýr komust í gegnum einangrun og lyfjameðferð Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nokkuð hefur ræst úr með heyöflun bænda á Suður- og Vesturlandi í þurrkum í ágústmánuði. Ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar- ins segir að vegna rigninga og bleytu megi gera ráð fyrir að verkun heyj- anna sé lakari en undanfarin ár. Úr því fáist þó ekki skorið fyrr en niður- stöður efnagreininga liggi fyrir. Sumarið var erfitt til heyskapar á Suður- og Vesturlandi vegna stöð- ugra rigninga. Borgar Páll Braga- son, fagstjóri í nytjaplöntum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að sumarið hafi verið frekar kalt og því hafi grösin ekki verið far- in að spretta að ráði þegar menn nýttu sér staka þurrkdaga eða biðu rigningarnar af sér. Því sé ekki víst að gæði heyfengsins séu svo lítil. „Ég er smeykari við að menn hafi þurft að taka heyið of blautt þannig að verkunin sé ekki nógu góð. Sérstak- leg þeir sem ekki nota íblöndun,“ segir Borgar Páll. Kjarnfóður hækkar í verði Ef hey eru lakari en áður þurfa bændur að kaupa meira af kjarnfóðri til að bæta það upp. Vegna upp- skerubrests í nágrannalöndunum má búast við aukinni eftirspurn eftir korni og hækkun á verði kjarnfóð- urs. Borgar Páll segir mikilvægt að bændur láti efnagreina heyin til þess að stilla fóðurgjöfina vel af. Það skipti máli fyrir afurðir kúnna að vita efnainnihald heyjanna svo hægt sé að hafa fóðurgjöfina rétta, með hæfilegu magni og réttri blöndu kjarnfóðurs. Hætt við að verkun heysins sé lök Morgunblaðið/RAX Forði Bændur á Suður- og Vesturlandi eru margir seinir með heyskapinn vegna stöðugra rigninga í allt sumar.  Nokkuð hefur ræst úr með heyöflun bænda á Suður- og Vesturlandi í ágústmánuði  Ráðunautur segir mikilvægt að bændur láti efnagreina heyin svo hægt sé að stilla fóðurgjöf af með kjarnfóðri Þegar bændur þurfa að rúlla heyjum blautum og úr sér sprottnu grasi eða fá regnvatn ofan í flekkina geta þeir notað íblöndunarefni til að bæta verk- un heysins í rúllum eða stæðum. Annars er hætta á óheppilegri smjörsýrugerjun og að örverur nái ekki að sýra gróffóðrið nægi- lega til að koma í veg fyrir niður- brot á næringarefnum. Einnig er hætta á að verkunin geri fóðrið ólystugt. Borgar Páll segir hægt að fá margs konar efni sem menn geti notað við mismunandi aðstæður. Telur hann líkur á að aðstæður í sumar hafi kallað á meiri notkun á þessum efnum en undanfarin ár. Búnaður er settur framan við rúllubindivélarnar sem dreifir efninu yfir flekkina áður en heyið fer upp í vélarnar. Meiri íblönd- un í heyið HEYVERKUN Stytta Steinunnar Þórarinsdóttur listakonu er komin í leitirnar en styttunni var stolið úr miðbæ Baton Rouge í Louisiana fyrir nokkru. Styttan fannst yfirgefin á bílastæði í örfárra mínútna akstursfjarlægð frá þeim stað þar sem henni var stolið, að því er kemur fram í miðlum vest- anhafs. Nokkrar skemmdir höfðu verið unnar á styttunni, sem verður þó unnt að gera við. Styttan er hluti af verkinu Landa- mærum eða Borders og var Baton Rouge sjötti sýningarstaður verks- ins. Það sem vekur sérstaklega at- hygli við stuldinn er að styttan veg- ur rúmlega 181 kíló og hafði verið boltuð við bekk. Styttan kom í leit- irnar innan við sólarhring eftir að yfirvöld óskuðu eftir aðstoð almenn- ings við að hafa uppi á henni með aðstoð samtakanna Crimestoppers. Líklegt þykir að þjófurinn hafi viljað losa sig við styttuna eftir at- hyglina sem málið fékk í fjölmiðlum. Næsta skref er að hafa uppi á þjóf- inum og sækja viðkomandi til saka og eru yfirvöld bjartsýn á að það takist. Steinunn hefur áður lent í því að verkum hennar er stolið. Einu slíku var stolið í Kaupmannahöfn fyrir þremur árum og einnig var verki stolið í Hull í Bretlandi árið 2011. Ljósmynd/WBRZ Fundin Stytta úr verkinu Landamæri eða Borders fannst á bílastæði. Nokkrar skemmdir urðu á styttunni en þó verður hægt að laga hana. Listaverkið fundið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.