Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2018 Glæsilegt úrval af trúlofunar- og giftingarhringa- pörum Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is Verð á pari: 239.181 kr. Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Lögreglukona var flutt með sjúkra- bíl á slysadeild Landspítalans eftir að maður í annarlegu ástandi veittist að henni og öðrum lögreglumanni á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar rétt fyrir hádegi í gær. Var konan flutt blóðug í andliti á slysadeild, en ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðslin eru. Ekki fengust frekari upplýsingar um líðan konunnar í gærkvöldi. Maðurinn var handtekinn Fjöldi vitna var að atvikinu og reyndi eitt þeirra að koma lögreglu til aðstoðar vegna meiðslanna. Nokkrir lögreglubílar voru sendir á vettvang þegar til átaka kom milli mannsins og lögreglu. Tókst lög- reglu að snúa manninn á endanum Ljósmynd/Aðsend Grensásvegur Vegfarandi og lögreglumaður hlúa að lögreglukonunni sem særðist á vettvangi eftir að maður í annarlegu ástandi veittist að henni. Lögreglukona flutt meidd á slysadeild Handtekinn Lögreglumenn voru fljótir að yfirbuga manninn. niður og var hann í kjölfarið fluttur í fangageymslur á lögreglustöð. Tilkynning frá lögreglu Lögreglan sendi frá sér tilkynn- ingu í tengslum við málið skömmu eftir hádegi í gær þar sem kemur fram að skömmu fyrir hádegi í gær hefði lögreglan fengið tilkynningu um mann í annarlegu ástandi á Grensásvegi. „Er lögregla kom á vettvang brást maðurinn ókvæða við afskiptum lögreglu og veittist að þeim. Í átökunum féllu lögreglu- mennirnir og maðurinn í götuna með þeim afleiðingum að annar lögreglu- mannanna skall harkalega með höf- uðið í götuna og vankaðist við það. Hann var í framhaldi fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild til að- hlynningar og er þar ennþá til skoð- unar,“ sagði enn fremur í tilkynn- ingu frá lögreglu. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað um 88 milljarða síðustu 12 mánuði. Þær voru 946 milljarðar í ágúst í fyrra- sumar en eru nú 858 milljarðar. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum eru tvær megin- skýringar á þess- ari lækkun. Annars vegar hafi staða ríkisskulda- bréfsins RIKH 18 1009 lækkað úr 139 milljörðum að nafnvirði í ágúst 2017 í 17 milljarða í ágúst 2018, eða um 122 milljarða. Um sé að ræða skuldabréfaflokk sem gef- inn var út 2008 til að endurfjár- magna bankana eftir efnahagshrun- ið 2008. Seðlabanki Íslands f.h. ríkissjóðs hafi undanfarna 12 mán- uði keypt þennan flokk til baka. Hann hafi aðallega verið í eigu bank- anna. Þannig hafi bankar og spari- sjóðir átt slík skuldabréf fyrir rúm- an 121 milljarð í ágúst 2017 en eigi nú slík bréf fyrir rúma 14 milljarða. Úr 83 í 52 milljarða Hins vegar hafi ríkissjóður keypt til baka, með uppboðsfyrirkomulagi, óverðtryggð bréf í ríkisbréfaflokkn- um RIKB 19 sem er á gjalddaga 22. febrúar 2019. Stærð flokksins var 83 milljarðar í ágúst 2017 en er nú 52 milljarðar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir aðspurður að jákvæðu áhrifin af þessu fyrir ríkissjóð séu ekki að fullu komin fram. „Þetta hefur verulega mikla þýð- ingu fyrir vaxtabyrði ríkissjóðs. Reyndar höfðum við ákveðnar vaxtatekjur af Arion-bréfinu, sem hverfa þá við uppgreiðsluna. En mestu skiptir að okkur er að takast að lækka skuldastöðu ríkissjóðs um mörg hundruð milljarða þessi árin. Á sama tíma er hagkerfið í örum vexti. Þannig að skuldahlutföll okk- ar hafa hrunið á undanförnum árum. Vegna þessa hefur okkur tekist að fá betri lánakjör á mörkuðum en dæmi eru um. Við höfum náð að nýta lágt vaxtaumhverfi til að tryggja góð kjör á grundvelli betra lánshæfis- mats. Allar okkar áætlanir fram í tímann eru mun trúverðugri með þessa skuldastöðu,“ segir Bjarni. Salan á Arion vegur þungt Hann segir svigrúm ríkissjóðs til að greiða niður þessar skuldir skýr- ast að mestu leyti af sölu á hlut rík- isins í Arion banka og inngreiðslu á skuldabréf ríkisins vegna Arion banka. Ríkissjóður hefur greitt hundruð milljarða í vexti frá hruni. Heildarskuldir ríkissjóðs í milljónum króna Í ágúst 2008 til 2018 á verðlagi hvers árs Skuldir samtals (milljarðar króna) Hlutfall skulda af vergri landsframleiðslu 1.500 1,200 900 600 300 0 5 4 3 2 1 0 100% 80% 60% 40% 20% 0% 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Heimild: Seðlabankinn. Útreikningar: Morgunblaðið. *Skv. Hagstofu Íslands. 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Óverðtryggðar skuldir 626.875 814.451 828.022 758.759 595.601 493.804 Verðtryggðar skuldir 423.202 258.809 255.970 233.930 246.796 249.102 Erlendar skuldir 400.685 394.220 373.066 219.378 103.642 114.626 Samtals 1.450.762 1.467.481 1.457.058 1.212.067 946.039 857.533 Íbúafjöldi 1. janúar umrætt ár* 321.857 325.671 329.100 332.529 338.349 348.450 Skuldir á hvern landsmann 4,51 4,51 4,43 3,64 2,80 2,46 Hlutfall skulda af vergri landsframleiðslu 84,9% 77,9% 66,2% 50,8% 36,3% 31,5% Hlutfall hreinna skulda af vergri landsfr. 51,5% 47,2% 40,2% 34,1% 30,2% 24,1% 84,9% 51,5% 31,5% 24,1% 858 1.451 Hlutfall hreinna skulda Hlutfall heildarskulda Skuldir á hvern lands- mann í milljónum Ríkisskuldir lækka hratt  Ríkið kaupir til baka bréf tengd endurfjármögnun banka  Fjármálaráðherra segir jákvæð áhrif ekki öll komin fram Bjarni Benediktsson Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að vinnu við gerð nýs fjárlagafrumvarps fyrir næsta fjárlagaár miði ágætlega. Þegar fimm ára fjárhagsáætlun ríkisstjórnarinnar var kynnt í vor kom fram að gert væri ráð fyrir því að tekjuskattur einstaklinga lækk- aði í neðra skattþrepi um eitt pró- sentustig í áföngum á áætlunartím- anum. Fjármálaráðherra segir að þau áform séu óbreytt. „Við getum ekki mikið gert í skattalækkunum núna. Við ætlum að lækka tryggingagjaldið og eins og kunnugt er, er talað um eins pró- sentustigs lækkun á neðra þrepi tekjuskatts á einstaklinga, í áföng- um á kjörtímabilinu,“ sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það er gengið út frá því í stjórnarsáttmála og í fimm ára fjár- málaáætluninni að tekjuskattur ein- staklinga geti lækkað á kjörtíma- bilinu. En jafnframt lækkun tekjuskatts höfum við viljað skoða samspil bóta- kerfanna við tekjuskattskerfið,“ sagði Bjarni. Greiningarvinna stendur yfir Fjármálaráðherra segir að grein- ingarvinna sérfræðinga ríkis- stjórnarinnar á samspili bótakerf- anna við tekjuskattskerfið standi nú yfir. „Þeirri vinnu verður ekki lokið fyrr en eftir að fjárlagafrumvarpið verður lagt fram í haust,“ sagði Bjarni enn fremur. Samspil bóta- kerfa og skatta  Unnið er að greiningu í ráðuneytinu Morgunblaðið/Þorkell Fjárlög 2019 Þau eru nú vinnslu í fjármálaráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.