Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 4. Á G Ú S T 2 0 1 8 Stofnað 1913  189. tölublað  106. árgangur  DÆGURTÓNLIST KLASSÍSKRA TÓNSKÁLDA STÓRBROTIN OG FULLKOMIN KEPPNISLEIÐ RAFTÓNLIST INNBLÁSIN AF NÁ́TTÚRUNNI FJALLAHJÓLAKEPPNI 12 ÖNNUR PLATA MUTED 33SIGURJÓNSSAFN 30 Bókanlegt frá kl. 10:00 til miðnættis í dag 14. ágúst Hvert á land sem erÆvintýralegt tilboðí september Verð 5.990 kr.  Ómar R. Valdimarsson, lögmaður AFA JCDecaux, segir upplýsingar um samning Reykjavíkurborgar við félagið Dengsa sýna fram á ágalla. Önnur félög hefðu brugðist öðru- vísi við útboði um rekstur hundraða strætóskýla í borginni ef þessar upplýsingar hefðu þá legið fyrir. „Það stóð ekki steinn yfir steini í gögnunum sem afhent voru eða lágu fyrir við samningsgerðina. Málið snýst fyrst og síðast um þetta: Ef það hefði legið fyrir að hver sem er hefði getað fengið afslátt af þeim kröfum sem gerðar voru í upp- haflegu útboði hefðu væntanlega fleiri aðilar haft hug á að taka þátt í því,“ segir Ómar. AFA JCDecaux hefur sent kæru til kærunefndar útboðsmála vegna samningsins. Krafist er ógildingar hans. »14 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Við Lækjartorg Borgin samdi við nýjan aðila um rekstur skýlanna til ársins 2033. Kæra borgina vegna samningagerðar Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað um rúma 88 milljarða á síðustu 12 mán- uðum. Skuldirnar hafa því lækkað um rúmar 240 milljónir á dag, eða um 10 milljónir á klukkustund. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir muna veru- lega um þessar niðurgreiðslur. „Þetta skýrist að langstærstu leyti af sölu á hlut ríkisins í Arion banka og inngreiðslu á skuldabréf ríkisins vegna Arion banka. Þessum fjármun- um höfum við ráðstafað til upp- greiðslu á skuldum, auk þess að ganga lítillega á inneign ríkisins hjá Seðlabankanum. Við gátum gengið aðeins á lausafjárstöðuna. Þannig að við erum að nýta, eins og lagt var upp með, upphaflegu fjárfestinguna í Ar- ion banka, söluna á hlutabréfum í Ar- ion banka og síðan stöðugleikafram- lagið til uppgreiðslu á skuldum. Það munar verulega um þetta.“ Kaupa bréfin til baka Seðlabanki Íslands f.h. ríkissjóðs hefur undanfarna 12 mánuði keypt til baka skuldabréfaflokk sem gefinn var út 2008 til að endurfjármagna bank- ana eftir hrunið. Hann hefur lækkað um 122 milljarða á ári. Lækka um 88 milljarða á einu ári  Ríkisskuldir lækka  Fjármálaráðherra segir mikið muna um uppgreiðslurnar Úr 52% í 24% » Hlutfall hreinna skulda ríkis- sjóðs af landsframleiðslu er nú 24% en var 52% árið 2013. » Ríkissjóður skuldaði 1.451 milljarð í ágúst 2013 en nú eru skuldirnar alls 858 milljarðar. » Þær hafa því lækkað um tæpa 600 milljarða á nafn- virði. » Skuldir á hvern landsmann hafa lækkað mikið. Morgunblaðið/Ómar Seðlabankinn Hagur ríkissjóðs hefur batnað mikið síðustu ár. MRíkisskuldir lækka hratt »10 Hafist var handa við að steypa nýtt brúargólf í Ölfusárbrú í nótt. Brúargólfið var orðið mjög slitið og voru hjólför þar orðin 40-50 mm djúp. Dagleg umferð um Ölfusárbrú yfir sumartímann er sirka 17.000 bílar á sólarhring. Steypan í nýja brúargólfið er nokkra sólarhringa að harðna og áætlað er að hægt verði að hleypa umferð aftur á brúna þann 20. ágúst. Með hagstæðu veðri gæti viðgerðin þó tekið skemmri tíma en áætlað er. Morgunblaðið/Eggert Ölfusárbrú lokað vegna nauðsynlegra viðgerða á gólfi  „Við viljum vera á tánum til þess að koma í veg fyrir að sníkjudýr berist til landsins með innfluttum dýr- um og geti haft áhrif á heilbrigði dýra á Íslandi,“ segir Matthías Eydal, einn af þremur greinarhöfundum, um nið- urstöður þjónusturannsóknar sem framkvæmd var á Keldum og birt var í vefvísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Greinina rita auk Matthíasar Karl Skírn- isson og Guðný Rut Pálsdóttir. „Við skoðum í rútínu saursýni úr öllum hundum og köttum sem fluttir eru til landsins. Auk ein- angrunarvistar, lyfjagjafar og heilbrigðisskoðunar á Íslandi þurfa dýrin að uppfylla ströng skil- yrði og standast skoðun áður en þau eru flutt til landsins,“ segir Matthías. ge@mbl.is »6 Vilja koma í veg fyrir að sníkjudýr berist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.