Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2018 TE N G IT A U G A R Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Fjölbreytt og gott úrval til á lager Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði FA LLB LA K K IR BELTI ICQC 2018-20 Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Íslenski raftónlistarmaðurinn Muted, sem heitir réttu nafni Bjarni Rafn Kjartansson, hefur gefið út aðra breiðskífu sína og ber hún heitið Empire. Platan er að- gengileg á öllum helstu tónlistar- veitum, t.d. Spotify, auk þess að koma út í takmörkuðu upplagi á vínyl, alls 150 eintök. Bjarni segir að nafn plötunnar sé vísun í ís- lenska náttúru. Spurður um frekari útskýringar á tilvísuninni segir Bjarni: „Þegar maður hugsar um orðið „empire“ kemur konungur eða einhvers kon- ar heimsveldi upp í hugann. Við Ís- lendingar erum svo heppnir með hvað við höfum fallega náttúru, ég er alinn upp fyrir austan þar sem er ekki langt að sækja í ósnortna náttúru. Ég sé þetta þannig fyrir mér að ég standi uppi á kletti og horfi yfir alla náttúrudýrðina, sem er okkar „empire“. Náttúran er því helsti innblástur minn þegar ég er að semja tónlist.“ Vill eiga áþreifanlegt eintak Platan er kemur út í 150 vínyl- plötueintökum og Bjarni segir, spurður hvers vegna hann gefi út á plötuformi í núverandi tónlistar- umhverfi, að það sé einfaldlega eitthvað við það að hafa eintak af afrakstrinum í höndunum. „Segjum t.d. að ég gefi plötuna einungis út á Spotify, þá er ekkert víst eftir nokkra áratugi, þegar ég verð orðinn gamall maður, að plat- an verði til á einhverjum netþjóni hjá Spotify,“ segir hann. Heppi- legra sé því að eiga áþreifanlegt eintak sem sé hægt að taka fram hvenær sem er þegar fram líði stundir. Þá tekur Bjarni jafnframt fram að hann sé almennt mikill aðdáandi vínylplatna. „Ég gaf út fyrstu plöt- una á hvítan vínyl og núna er ég að reyna að framkalla „glóandi hraun“ svo að segja á nýju vín- ylplötunni, þannig hún verði app- elsínugul með svörtum slettum yf- ir, en slík áferð er kennd við marmara.“ Í fullri vinnu með tónlistinni Bjarni hefur unnið að plötunni í þrjú ár, en hann er búsettur í Tüb- ingen í Þýskalandi, þar sem hann starfar sem kerfisstjóri hjá Max Planck Institute for Intelligent Systems. „Fyrsta lagið var gert sumarið 2015, rétt áður en ég flutti til Þýskalands, og eftir það hef ég unnið að því hægt og bítandi að klára plötuna,“ segir Bjarni. Spurður hvernig gangi að tvinna fullt starf sem kerfisstjóri saman við tónlistarferilinn segir hann það oft vera mikið púsluspil. Fyrsta breiðskífa Bjarna, Muted World, kom út árið 2014 og segir hann vera talsverðan mun á tón- listinni á þeirri plötu og þeirri nýju. „Nýja platan er meira upp- lífgandi og bjartari en fyrsta plat- an, sem var mjög þung. Það er miklu meiri jákvæðni í Empire,“ segir Bjarni. Fjórar íslenskar söngkonur ljá rödd sína í lögum á plötunni. Það eru þær Steinunn Harðardóttir, einnig þekkt sem Dj. flugvél og geimskip, sem samdi textann auk þess að syngja lagið „Undraver- öld“, Fanney Ósk Þórisdóttir syng- ur í laginu „Núna“, Ásdís María Viðarsdóttir syngur „Waiting for You“ og Jófríður Ákadóttir fer með lagið „Peaceful Sleep“. Þá málaði Steinunn umslag plötunnar, sem er einkar glæsilegt. Jófríður tók þátt í einu lagi á fyrstu plötu Bjarna, Muted World, en hann segist aðspurður ekki hafa unnið með hinum tónlistarkon- unum áður. „Ég hef kynnst þeim í gegnum tónlistina, t.a.m. endur- hljóðblandaði ég fyrir Steinunni fyrir nokkrum árum og ég þekkti Fanneyju og Ásdísi lítillega fyrir og vissi að þær gátu sungið en við höfum ekki unnið saman áður,“ segir Bjarni enn fremur. Tilraunakennd raftónlist Bjarni lýsir tónlist sinni sem til- raunakenndri raftónlist. „Ég dreg innblástur úr mörgum stefnum innan raftónlistar. Ég byrjaði tón- listarferil minn árið 2009 í „drum and bass“-tónlist en ég myndi ekki segja að ég notaði slíka tónlist á þessari plötu. Stundum þegar fólk spyr mig nánar út í hvað til- raunakennd raftónlist er segi ég að hún sé „downtempo“,“ segir Bjarni að auki, en það er tegund raf- tónlistar sem svipar að nokkru leyti til umhverfistónlistar (e. ambient music). „Ég fikta mikið með hljóðgervla sem ég blanda saman við upptökur ásamt öðrum hljóðbútum þangað til ég er ánægður með útkomuna,“ segir Bjarni um tónlistina sem skapar plötuna Empire. Platan inniheldur 10 lög, sem mynda skemmtilegt ferðalag inn í raf- tónlistarhljóðheim Muted, segir Bjarni, og einkennist sá hljóð- heimur af náttúru, tækni og vís- indum. Hljóðblöndum var í hönd- um Muted og José Diogo Neves, sem einnig masteraði plötuna. Bjarni segir það hafa verið ómet- anlegt að hafa Neves sér við hlið við gerð plötunnar. Heldur utan um eigin útgáfu Nýja platan er gefin út á vegum listamannsins, sem heldur utan um eigið útgáfufyrirtæki. Spurður hvernig það hafi komið til að sjá sjálfur um útgáfu segir Bjarni að vegna þess hve margir séu að búa til raftónlist sé erfitt að komast að hjá útgáfufyrirtækjum. „Stórt útgáfufyrirtæki er kannski að fá þúsund tölvupósta á dag frá ein- hverjum gaurum eins og mér,“ segir Bjarni. Hann gaf einnig út fyrstu plöt- una sína sjálfur á vínyl og fékk þar fyrstu reynsluna af því hvernig er að eiga við plötupressu- og dreif- ingarfyrirtæki. „Neyðin kennir naktri konu að spinna, er það ekki einhvern veginn þannig? Mig lang- aði að gefa út plötu og það reynd- ist erfitt að finna útgáfufyrirtæki að ég ákvað að prófa að gefa út plötuna sjálfur,“ segir Bjarni ákveðinn. Útgáfutónleikar ekki á dagskrá Spurður að lokum hvort hann ætli að halda útgáfutónleika svarar Bjarni að ekki standi til, eins og er, að halda útgáfutónleika. „Þetta er alltaf skrítið tímabil þegar mað- ur lýkur við plötu, sérstaklega eftir að hafa unnið lengi að henni. Mér líður eins og ég sé í lausu lofti en ég reikna með að byrja aftur fljót- lega að setja saman tónlist fyrir nýja plötu og ákveða í hvaða átt ég vil fara með hana,“ segir Bjarni að endingu um næstu skref í tónlist- inni. Raftónlist innblásin af íslenskri náttúru  Íslenski raftón- listarmaðurinn Muted gefur út aðra breiðskífu sína Ljósmynd/Aðsend Að austan Bjarni segir að listamannsnafnið Muted tengist tíma sínum á Egilsstöðum þegar hann var að byrja í tón- list. „Þar var enginn að spá í raftónlist og ég var því svolítið einn á báti. Það var hugsunin á bak við nafnið Muted, þ.e. einfari einhvers staðar fyrir austan að búa til tónlist,“ segir Bjarni. Náttúra Steinunn Harðardóttir, þekkt sem Dj. flugvél og geimskip, málaði plötuumslag Empire. Umslagið sýnir helstu einkenni íslenskrar náttúru: fossa, snarbrött og veðursorfin fjöll, og mikið eldgos prýðir bakhliðina. Sænski rithöf- undurinn Cam- illa Grebe hlaut Glerlykilinn í ár fyrir bókina Hus- djuret, en verð- launin voru af- hent í 27. sinn um helgina. Grebe er sjötta konan sem vinnur Glerlykilinn. Verðlaunabók- in fjallar „um lögreglukonuna Mal- in Brundin sem kemur til heima- bæjar síns til að leysa mál sem snertir uppvaxtarár hennar sjálfr- ar. Bókin er sjálfstætt framhald af Älskaren från huvudkontoret“, segir í tilkynningu frá Hinu ís- lenska glæpafélagi. Camilla Grebe fékk Glerlykilinn í ár Camilla Grebe Einkasafnið Fotografiska, sem var opnað við sjávarsíðuna í Stokkhólmi árið 2010, hefur notið mikilla vinsælda. Safnið er helgað ljósmyndalistinni í sinni víðustu mynd og hyggj- ast eigendurnir nú færa út kvíarn- ar. Síðar á árinu verður opnuð sýn- ingarmiðstöðin Fotografiska London með sjö sýningarsölum í hinni nýju White Chapel-byggingu og er ætlunin að setja þar upp allt að 25 sýningar á ljósmyndaverkum á ári hverju. Þá er ætlunin að opna Fotografiska New York við Park Avenue á næsta ári. Húsnæði Fotograf- iska í London. Ljósmyndir í útrás

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.