Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2018 Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is Síðustu tónleikar sumarsins í Sigur- jónssafni verða haldnir í kvöld, 14. ágúst, kl. 20.30. Þar koma fram Sør- en Bødker Madsen gítarleikari og Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari, sem er dóttir Sigurjóns Ólafssonar og hefur komið að tónleikaröðinni frá upphafi, eða frá árinu 1989. Dagskráin í kvöld ber yfirskriftina „Dægurlög og afþreying síns tíma“ og hefur Madsen útsett flest verkin fyrir fiðlu og gítar. Hvað er klassík? Tónlistarfólkið ætlar að flytja verk eftir þrjá fiðluvirtúósa; sónötur eftir Niccolo Paganini, nokkur þekktustu verk Fritz Kreislers og Pablos de Sarasate, en einnig Rondo capricc- ioso eftir Camille Saint-Saëns og gavottu úr einni af partítum Bachs fyrir einleiksfiðlu, með undirleik eft- ir Robert Schumann. „Þetta eru dægurlög og afþreying í Evrópu frá 18. öld og fram á þá 20. Þetta er klassískur gítarleikur og klassískur fiðluleikur, og þá vaknar spurningin: hvað er klassík?“ spyr Hlíf. „Er þetta klassík bara af því að tónlistin er nógu gömul? Þessi músík varð til í dagsins önn og til þess að spila strax, og hefur síðan reynst nógu góð til þess að lifa af tímana.“ Hljóðheimur þess tíma Hlíf segir tónskáldin hafa samið tónlistina til að koma sjálfum sér á framfæri og sótt í sinn arf. „Sá fyrsti sem samdi fyrir fiðlu og gítar var hinn ítalski Paganini. Hann var fiðlusnillingur en á sama tíma mjög fær gítarleikari. Hann ferðaðist víða sem einleikari á fiðlu, en hann tók sér hlé frá tón- leikahaldi. Þegar hann varð ástfang- inn af barónessu flutti hann inn í slotið til hennar í Toscana. Hún var gítarleikari, og menn segja að þessi músík hafi orðið til þegar þau spiluðu saman,“ segir Hlíf. „Á þessum tíma er þetta hljóð- heimurinn; ekkert útvarp eða hljóm- flutningsgræjur, heldur sungu menn og spiluðu, og þeir sem voru vel stæðir áttu sína hljómsveit. Bach vann t.d. hjá furstanum í Köthen þegar hann skrifaði einleiksverkin fyrir fiðlu og selló, og stjórnaði hljómsveitinni hans og samdi verald- lega músík. Þetta var poppmúsík þess tíma og Paganini var í raun Michael Jackson síns tíma. Þannig erum við að birta svipmynd af fortíð- inni, af því sem var vinsælast þá. Samtal Schumanns við Bach Við spilum t.d. einn kafla úr sóló- sónötu eftir Johann Sebastian Bach sem hann samdi í Köthen árið 1714, en undirleikinn samdi hins vegar Robert Schumann mun seinna. Nót- urnar að þessum einleiksverkum Bachs týndust og fundust árið 1812 í Sankti Pétursborg í verksmiðju sem pakkaði inn smjöri. Eins og margir vita gleymdist tónlist Bachs í um 100 ár, en það var Felix Mendelssohn, samtímamaður Schumanns, sem var fyrstur til þess að vekja athygli á tónlist hans. Schumann samdi píanó- rödd við öll þessi sex einleiksverk fiðlunnar eftir Bach, og einnig selló- svíturnar. Fyrir mér er augljóst að hann er að uppgötva þetta tónskáld og greina hljómaganginn; eins konar samtal Schumanns við Bach. Reynd- ar er mjög skemmtilegt að þessi pí- anórödd við fiðlueinleiksverkin skuli yfirhöfuð vera til, því ég veit að Clara, ekkjan hans Schumanns, sem var mjög fær píanisti, og fiðluleik- arinn Joseph Joachim eyðilögðu undirleikinn sem Schumann gerði við sellósvítur Bachs, því þeim fannst þær ekki frambærilegar. En við leikum sem sagt einn kafla úr partítu í E-dúr í kvöld. Þetta er tón- list sem hann samdi til þess að skemmta hirðinni í Köthen, þannig að við erum aftur komin í dæg- urtónlistina, jafnvel þótt hún sé eftir Johann Sebastian Bach,“ segir Hlíf og álítur að fólk muni kannast við þessi verk þótt það sé ekki vel að sér í klassískri tónlist. „Kannski ekki Paganini, en hann smýgur jafn auðveldlega inn og ítölsk ópera.“ Dúndurgaman að heyra Hlíf og Madsen hafa þekkst til fjölda ára, en eiginkona hans er fiðluleikari í Árósahljómsveitinni og hefur verið í tímum hjá Hlíf. „Søren hefur verið í dúói með konsertmeistaranum í Árósum í 20 ár og þeir hafa spilað víða. Hann hafði sérstakan áhuga á að spila þessi verk og ég vildi endilega fá tækifæri til að vinna með honum,“ segir Hlíf. „Þar á meðal er Rondo capriccioso eftir franska tónskáldið Camille Saint-Saëns, sem er upp- haflega skrifað fyrir fiðlu og hljóm- sveit, oft leikið af fiðlu og píanói, en Søren er með útsetningu þar sem gítar kemur í staðinn fyrir píanóið. Þannig brjótum við svolítið upp þessa hefðbundnu klassísku múra, og það er dúndurgaman að heyra hvað gerist þegar er komið allt ann- að hljóðfæri. Gítarinn hefur allt ann- an hljóðheim og þá heyrir maður allt í einu flamenco-áhrifin, sem týnast örlítið í píanóflutningi. Fyrstu tónleikar okkar Sørens saman voru á Silkeborg Klassik á Jótlandi núna fyrir viku, og í kvöld höldum við svo áfram,“ segir Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari, sem býð- ur alla velkomna á tónleikana í kvöld. Dægurtónlist klassískra tónskálda  Svipmynd af tónlistinni sem var vinsælust á þeim tíma  Brjóta hina hefðbundnu klassísku múra Morgunblaðið/Hari Dúndur Hlíf og Søren leika dægurlög fyrri alda í kvöld í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Breski rithöfundurinn V.S. Naipaul er látinn, 85 ára að aldri. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2001 og er í umsögn Sænsku aka- demíunnar sagður hafa allan heiminn undir í verkum sínum og rödd hans ólík röddum allra annarra höfunda. Hann hlaut Booker-verðlaunin árið 1971 og var aðlaður af Bretadrottn- ingu árið 1990. Í skrifunum var Nai- paul gjarnan líkt við höfunda á borð við Conrad, Dickens og Tolstoj. Nýlenduheimurinn var V.S. Nai- paul löngum hugleikinn, en hann fæddist inn í indverska fjölskyldu í Trínidad, nam við Oxford-háskóla og bjó eftir það í Bretlandi, þar sem hann varð einn af fremstu höfundum landsins. Naipaul var jafnt þekktur fyrir metnaðarfullar skáldsögur sem per- sónuleg heimildaverk, og þá ekki síst einstakar frásagnir af ferðalögum um Indland og Afríku. Hann er í umfjöll- un The New York Times sagður í skáldsögum sem öðrum bókum hafa tekist á við heilu þjóðflutningana, upplausn Breska heimsveldisins, þá íróníu sem felst í útlegð fólks og árekstrana milli trúar og vantrúar. Naipaul var löngum umdeildur höf- undur, ekki fyrir stílbrögðin, sem vöktu aðdáun, heldur fyrir þá afstöðu sem margir þóttust lesa út úr verkum hans; myndir sem hann dró í skrifum upp af Vestur-Indíum, Indlandi, Afr- íku og íslamstrú var bæði lofuð og út- hrópuð. Sumum rýnum þótti hann sýna fólki í þróunarlöndum yfirlæti; að sú mynd sem hann drægi upp af óreiðu samfélaga þriðja heimsins væri einhvers konar réttlæting á ný- lendustefnu. Þá átti Naipaul iðulega í allrahanda útistöðum, við rithöfunda sem aðra, en hann þótti dómharður með afbrigðum og hikaði ekki við að segja sína skoðun. Meðal þekktustu bóka Naipauls má nefna skáldsögurnar A House for Mr Biswas (1961), The Mimic Men (1967), In a Free State (1971) og A Bend in the River (1979), og ferða- sögurnar An Area of Darkness (1964), India: A Wounded Civilization (1977), A Congo Diary (1980) og Among the Believers: An Islamic Jo- urney (1981). V.S. Naipaul látinn AFP Virtur en umdeildur V.S. Naipaul hlaut Nóbelsverðlaunin árið 2001. BETA SUMARTILBOÐ ekki bara gott verð... skápur Verkfæraskápur Kr. 198.227.- Beta EASY verkfæraskápur 374 stk 7 skúffur (588x367 mm) á rennibrautum Skúffubotn varinn með mjúkri gúmmímottu 4 hjól - 125 mm 2 hjól föst og 2 með beygju, 1 bremsa Miðlæg læsing á framhlið fyrir skúffur Thermoplast vinnuborð, ber 800 kg Hægt að bæta við pappírsrúlluhaldi Fáanlegur flösku og brúsahaldari Vörunúmer: BE024002101 - 024509011, 024509080, 024509130, 024509210 923E/C25 Kr. 14.228.- Topplyklasett 1/2” - 25 hlutir 903E/C42 Kr. 5.490.- Topplyklasett 1/4” - 42 hlutir Öll sumartilboðin frá Beta má sjá á heimasíðu Iðnvéla: www.idnvelar.is 1263/D6 Kr. 3.906.- Skrúfjárnasett 6 stk (+ og -) 2056 E/E17 Kr. 52.496.- Verkfærataska 144 hlutir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.