Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrirtækið AFA JCDecaux hefur kært verksamning umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar við félagið Dengsa ehf. Umræddur verksamningur varðar rekstur strætóskýla. Kæran var send til kæru- nefndar útboðs- mála. Kærandi gerir nokkrar kröfur í málinu. Í fyrsta lagi að kærunefnd út- boðsmála lýsi samning við Dengsa ehf. óvirkan. Í öðru lagi að kærunefndin úrskurði að kærða, þ.e. borginni, beri að bjóða út verkefnið að nýju. Í þriðja lagi að kærunefnd útboðsmála láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu kærða gagnvart kæranda. Í fjórða lagi að kærunefndin ákveði kæranda kæru- málskostnað úr hendi kærða, kær- anda að skaðlausu. Samningurinn rann út Forsaga málsins er sú að borgin bauð út rekstur biðskýla fyrir strætisvagna í opnu útboði í febrúar sl. Samningur við þáverandi rekstr- araðila, AFA JCDecaux, rann út 1. júlí í sumar. Sá samningur var gerður árið 1998 til 20 ára. Að þessu sinni var boðinn út rekstur allt að 400 biðskýla fyrir strætisvagna og allt að 50 auglýs- ingastanda. Útboðið var opnað fimmtudaginn 8. mars. Fjögur fyrirtæki sýndu áhuga en engin til- boð bárust. Umhverfis- og skipu- lagsráð borgarinnar lagði í kjölfarið fram erindi um heimild til að standa að samningskaupum. Innkauparáð borgarinnar samþykkti það 20. apríl. Hinn 7. júní samþykkti inn- kauparáð síðan erindi umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar um heimild til að semja við fyrirtækið Dengsa ehf. í kjölfar samninga- viðræðna. Var vísað til samþykktar innkauparáðs 20. apríl 2018. Samningar náðust í júlí Fram kemur í kæru AFA JCDe- caux að hinn 9. júlí náðust samn- ingar milli borgarinnar og Dengsa ehf. um allt að 400 biðskýli og 50 auglýsingastanda. Lögmanni AFA JCDecaux barst daginn eftir afrit af samningnum. Lögmaðurinn sendi svo bréf, dagsett 12. júlí, til borg- arinnar og óskaði svara eigi síðar en kl. 16.00 hinn 17. júlí við nokkr- um spurningum, með hliðsjón af knöppum kærufresti (20 dagar). Þegar kæra AFA JCDecaux var send hinn 30. júlí hafði lögmaður ekki fengið svör við spurningunum. Taldi lögmaðurinn nauðsynlegt að leggja fram kæruna í tæka tíð, enda væri fyrirsjáanlegt að svör kærða myndu ekki liggja fyrir áður en kærufresturinn rynni út. Kröfðust upplýsinga Spurningarnar voru í níu liðum auk spurninga í undirliðum. Meðal annars var spurt hvernig Dengsi uppfyllti skilyrði um þær kröfur til bjóðanda að „stjórnendur fyrirtækisins hafi víðtæka reynslu af uppsetningu, rekstri og viðhaldi götugagna eins og biðskýla og aug- lýsingastanda“. Þá var spurt hvaða sambærileg verkefni Dengsi ehf. hefði unnið síðastliðinn 10 ár fyrir Reykjavíkurborg eða annan aðila. „Það ber að hafa það í huga hér að með sambærilegu verki er átt við verkefni svipaðs eðlis og að samn- ingstími hafi verið a.m.k. 3 ár, skv. útboðsgögnum,“ segir í kærunni. Þá var meðal annars óskað upp- lýsinga um hvernig Dengsi uppfylli fjárhagslegt hæfi. Um það atriði segir orðrétt í kærunni: „Í 1. mgr. 71. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup segir að fjárhagsstaða fyrirtækis skuli vera það trygg að það geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart kaupanda. Hér er ekki verið að setja valkvætt eða frá- víkjanlegt skilyrði. Skv. gögnum úr fyrirtækjaskrá hefur Dengsi ehf. ekki skilað inn ársreikningi fyrir reikningsárið 2017. Í ljósi þess ósk- aði kærandi eftir gögnum frá kærða um fjárhagslegt hæfi Dengsa ehf. en kærði sinnti ekki upplýsinga- skyldu sinni,“ segir þar m.a. Ófullnægjandi stjórnsýsla Ómar R. Valdimarsson, lögmaður hjá lögmannsstofunni Norðdahl & Valdimarsson, fer með málið fyrir hönd AFA JCDecaux. Hann segir umbeðin gögn frá borginni hafa borist félaginu síðast- liðinn fimmtudag. Það sé mat hans og umbjóðanda að gögnin séu rýr í roðinu, svo ekki sé meira sagt. „Meðal annars var tekið fram í útboðsgögnum að bjóðandi skyldi á síðustu 10 árum hafa unnið að full- nægjandi hætti við eitt sambærilegt verkefni. Síðan var sagt að með sambærilegu verki sé átt við verk svipaðs eðlis og að samningstíminn hafi að minnsta kosti verið þrjú ár. Samkvæmt þeim gögnum sem mér bárust frá borginni leggur þetta fyrirtæki fram upplýsingar um snúningsstand sem það setti upp fyrir íþróttafélagið Hamar. Það get- ur með engu móti talist sambæri- legt í skilningi útboðsgagna sem lágu til grundvallar við samnings- gerðina. Snúningsstandur annars vegar og hins vegar 400 strætóskýli sem sum eru tengd við ljósleiðara og geta gefið farþegum til kynna hvar strætóinn er hverju sinni. Það er ekki sami hluturinn. Það sér það hver maður.“ Gáfu afslátt af kröfunum Ómar segir aðspurður það vera skoðun sína og umbjóðanda síns að gögnin beri með sér að gefinn hafi verið afsláttur af hluta þeirra krafna sem gerðar voru í útboðinu. Stjórnsýsla borgarinnar sé að- finnsluverð. „Við sendum 12. júlí kröfu um að fá afrit af allskonar gögnum til þess að geta tekið af- stöðu til þess hvort samið hefði ver- ið á jafnréttisgrundvelli. Við feng- um það svar stuttu seinna að vegna sumarleyfa starfsmanna og anna væri ekki hægt að fullyrða að hægt væri að virða tímamörkin sem við gáfum. Við gáfum þeim vikufrest til að svara. Hefðu þessi gögn legið fyrir við samningsgerðina hefði ekki þurft að afla þeirra sér- staklega. Það hefði verið hægt að skanna þetta og senda. Aftur á móti ber svo við að við fáum engin svör innan þeirra tímamarka sem við gáfum og það er ekki fyrr en 9. ágúst sem það loksins kemur svar. Þetta er fráleit stjórnsýsla,“ segir Ómar. Kæra samningagerð borgarinnar Ómar R. Valdimarsson Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Breytingar Nýtt fyrirtæki hefur tekið við rekstri strætóskýla í borginni. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2018 VÖNDUÐ JEPPADEKK Á FRÁBÆRU VERÐI STÆRÐ 315/70R17 49.600,- kr. STÆRÐ 285/70R17 46.900,- kr. ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900 WWW.ARCTICTRUCKS.IS ÞÚ FÆRÐ JEPPADEKKIN HJÁ OKKUR! Ómar segir grunsemdir forsvarsmanna AFA JCDecaux um ágalla samningsins hafa reynst réttar. Ágallarnir hafi komið í ljós þegar síðbúið svar barst frá borginni 9. ágúst, eftir að kæran var lögð fram. „Þetta hafði þá þýðingu að þegar við sendum kæruna vorum við svolítið að geta í eyðurnar en það kom svo sem ekki að sök. Við sjáum það af gögnunum sem við höfum nú fengið afhent að þær eyð- ur sem við gátum í voru réttilega tómar. Það stóð ekki steinn yfir steini í gögnunum sem afhent voru eða lágu fyrir við samningsgerð- ina. Málið snýst fyrst og síðast um þetta: Ef það hefði legið fyrir að hver sem er hefði getað fengið afslátt af þeim kröfum sem gerðar voru í upphaflegu útboði hefðu væntanlega fleiri aðilar haft hug á að taka þátt í því. En niðurstaðan var sú að það tók enginn þátt í útboð- inu. Við gerum kröfu um að samningurinn verði lýstur óvirkur. Þá þarf annaðhvort að fara í nýja samningsgerð eða bjóða verkið út að nýju,“ segir Ómar. Aðrir hefðu sýnt meiri áhuga URÐU AÐ GETA Í EYÐURNAR Fram kemur í svari borgarlögmanns við fyrirspurn lögmanns AFA JCDecaux að borgin telji Dengsa ehf. uppfylla reynslukröfur. Fyrir- tækið hafi enda „bæði framvísað upplýsingum um reynslu og vottorði viðskiptavinar eins og gerð var krafa um í útboðsgögnum“. Var m.a. vísað til vottorðs frá Knattspyrnufélaginu Víkingi um að Dengsi hefði sett upp flettiskilta- stand við Reykjanesbraut/ Bústaðaveg árið 1999. „Dengsi ehf. hefur þjónustað flettiskiltastandinn alla tíð síðan af mikilli fagmennsku og á þann máta að sómi hefur verið að,“ sagði í bréfi frá Víkingi. Jafnframt var vísað til bréfs frá Dengsa þar sem gerð var grein fyrir starfseminni. Dengsi, og forveri fé- lagsins, Þríkantur, hefðu sett upp stór og smærri flettiskilti á húsgafla og frístandandi, sérsmíðaða standa. Skilyrðin væru uppfyllt Þá sagði í svari borgarlögmanns að Dengsi ehf. starfrækti verkstæðisþjónustu og lageraðstöðu í Dugguvogi 1a. Fyrirtækið starfaði jafnframt samkvæmt skilgreindu gæðastjórnunarkerfi og ynni sam- kvæmt skilgreindri öryggis- og heilbrigðisáætlun. Var spurt um þessi atriði. Varðandi fyrirspurn um fjárhagslegt hæfi var vísað til árs- reiknings Dengsa árið 2017. Eigið fé var þá samtals 13,2 milljónir króna. Spurningu um hvort bjóðandi væri í skilum með opinber gjöld og lífeyrissjóðsiðgjöld var á sama hátt svarað með vísan til gagna. Varðandi spurningu um undir- verktaka og iðnmeistara sem Dengsi ehf. hyggst ráða til verksins segir í svari borgarlögmanns að ekki hafi verið gerð krafa um að tilgreindir væru undirverktakar eða iðnmeist- arar þegar bjóðandi hygðist ekki ráða undirverktaka til verksins. Vísað til gagna um reynslu Dengsa  Borgarlögmaður svarar lögmanni Morgunblaðið/Ómar Ráðhúsið Deilt er um biðskýlin.  Fyrirtækið AFA JCDecaux kærir samning um rekstur biðskýla fyrir strætisvagna í borginni  Lögmaður félagsins segir stjórnsýslu borgarinnar fráleita  Bjóða beri út verkefnið að nýju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.