Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2018 Á Íslandi hefur verið nær stanslaus uppbygging og framþróun ímarga áratugi og alltaf næga vinnu að hafa. Frá unglingsárummínum minnist ég að framtíðin var alltaf svo björt og svo er enn, það hefur ekki breyst. Við búum í landi mikilla tækifæra,“ segir Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi bankamaður, sem er 66 ára í dag. Í tilefni dagsins ætlar Ragnar að heimsækja móður sína, Evu Ragn- arsdóttur, sem er 96 ára. „Ég og faðir minn, Önundur Ásgeirsson, átt- um sama afmælisdag og því er hefð í fjölskyldunni fyrir því að gera eitthvað skemmtilegt á þessum degi, þótt allt sé það hófstillt,“ segir Ragnar, sem aðeins sex ára gamall fór í sveit á sumrin; fyrst hjá föð- urfjölskyldu sinni í Önundarfirði og seinna í Skorradal í Borgarfirði. Þá var hann tvö sumur háseti á olíuskipinu Kyndli sem sigldi hringinn umhverfis landið og landaði olíu í flestum höfnum. „Mín kynslóð lærði að bjarga sér og ganga í verkin sem þurfti. Í end- urminningu er það ævintýri,“ segir Ragnar, sem lauk námi í við- skiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1976. Hóf þá störf í Iðnaðarbank- anum og starfaði þar og síðar í Íslandsbanka til 1998. Varð þá forstjóri Borgunar og var til 2007, en hefur eftir það sinnt ýmsum verkefnum. „Núna sinni ég bara tilfallandi verkefnum og því sem mér finnst skemmtilegt. Grúska mikið í Íslendingasögum, blanda mér í umræður um málefni líðandi stundar, fer stundum í veiði og nýlega er fjöl- skyldan búin að koma sér upp góðum sumarbústað austur í Gríms- nesi,“ segir Ragnar, sem er kvæntur Áslaugu Þorgeirsdóttur hús- stjórnarkennara. Þau eiga tvo uppkomna syni; Önund Pál og Þorgeir, og tvö barnabörn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Viðskiptafræðingur Í endurminningu er það ævintýri, segir Ragnar. Framtíðin er björt Ragnar Önundarson er 66 ára í dag R agnar K. Stefánsson fæddist í Reykjavík 14.8. 1938 og ólst þar upp, lengst á Teigunum. Hann var í Austurbæj- arskóla, Laugarnesskóla, lauk stúd- entsprófi frá MR 1958, stundaði nám í Stokkhólmsháskóla og Uppsalahá- skóla í stærðfræði og eðlisfræði, lauk B.Sc.-prófi við Uppsalaháskóla 1961, stundaði framhaldsnám í jarðeðl- isfræði við Uppsalaháskóla og síðar í jarðskjálftafræði og lauk Fil. Lic.- prófi (doktorsprófi) í jarðskjálftafræði 1966. Að námi loknu varð Ragnar deild- arstjóri við jarðeðlissvið Veðurstofu Íslands 1966. Frá ársbyrjun 2006 hef- ur hann verið prófessor við HA og er þar nú prófessor emeritus. Ragnar var forystumaður Æsku- lýðsfylkingarinnar, síðar Fylking- arinnar, 1966-80. Hann starfaði mikið í Samtökum herstöðvaandstæðinga og í Ragnar K. Stefánsson jarðskjálftafræðingur – 80 ára Hjónin Ragnar og Ingibjörg að koma af nýársgleði 68-kynslóðarinnar á Hótel Sögu fyrir rúmum áratug. Bjartsýnn á áreiðan- legar jarðskjálftaspár Rýnt í gögn Gunnar B. Guðmundsson, Þórunn Skaftadóttir og Ragnar Stef- ánsson skoða gögn úr jarðskjálftamælum eftir Suðurlandsskjálfta, 2000. Heilbrigðisstofnun Suðurlands Stormur Ingi Teitsson fæddist 14. febrúar 2018 kl. 11:47. Hann vó 3350 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Eyrún Ýr Pálsdóttir og Teitur Árnason. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.