Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 11
Vinna gerðardóms, sem skipaður var í kjaradeilu ljósmæðra, gengur vel, að sögn Magnúsar Péturssonar, formanns gerðardóms. Stefnt er að því að gerðardómur ljúki störfum fyrir 1. september næstkomandi, líkt og lagt var upp með þegar hann var skipaður í lok júlí. „Þessi vinna gengur bara nokkuð vel. Við höfum hitt deiluaðila ásamt fleirum,“ segir Magnús í samtali við mbl.is. Margir fundir hafa því átt sér stað nú þegar og töluvert fleiri munu eiga sér stað áður en vinnunni lýkur. Auk Magnúsar skipa gerðardóm Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, for- stöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, og Bára Hildur Jó- hannesdóttir, deildarstjóri mönn- unar- og starfsumhverfisdeildar Landspítala og ljósmóðir. Fram kom í Morgunblaðinu í lok júlí að ljósmæðradeilan hefði að mati Bryndísar Hlöðversdóttur ríkis- sáttasemjara verið einstaklega ströng og snúin. Fagnaði hún því að miðlunartillaga hennar um gerðar- dóminn hefði hlotið hljómgrunn hjá báðum deiluaðilum. Niðurstaða gerðardóms er end- anleg og ekki er hægt að áfrýja henni. Gerðardómur að störfum Morgunblaðið/Eggert Kjaradeila Ljósmæðradeilan var ákaflega ströng og snúin. FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2018 ljósum erð 4.995 Stærðir 23-32 Pollastígvél SMÁRALIND www.skornirthinir.is tígvél meðS Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. Með þér í liði Alfreð Finnbogason Landsliðsmaðu attspyrnu „Tækifærið er núna.“ r í kn Registered trademark licensed by Bioiberica Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook 1000.- 2000.- 3000.- 4000.- 5000.- Síðustu dagar útsölunnar Algjört verðhrun aðeins 5 verð: Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta breytir öllu. Þær þrjár vikur sem ég hef verið að berjast í þessu fóru fyrir lítið og það er gott. Við- urkenningin á því að Norðmenn beri sjálfir ábyrgðina sem kaup- endur vörunnar er þó sætust,“ segir Ingólfur Helgason, bóndi á Dýr- finnustöðum í Skagafirði, sem unnið hefur með fleirum að útflutningi heys til Noregs. Norska mat- vælastofnunin, Mattilsynet, hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að heilbrigðisvottorð Matvælastofn- unar á Íslandi þurfi ekki að fylgja sendingum til Noregs, eins og áður var krafist. Lögfræðingar Mattilsynet kom- ust að þeirri niðurstöðu að útflutn- ingur á heyi frá Íslandi félli undir ákvæði um frjálst flæði vöru innan evrópska efnahagssvæðisins. Vegna þess þyrfti ekki að gefa út heilbrigðisvottorð á Íslandi og ekki væru heldur takmarkanir á því hvaða uppskipunarhafnir væru not- aðar í Noregi. Má ekki vera hættulegt heilsu Þeir sem kaupa heyið til Noregs og þeir sem útvega það hér hafa staðið í stappi við eftirlitsstofnanir í báðum löndum um innflutningsregl- urnar, sem þeim fannst óþarflega stífar. Þess var meðal annars krafist að veittar yrðu nákvæmar upplýs- ingar um það hvaðan hver og ein rúlla kæmi þannig að hægt væri að gæta þess að ekki færi hey úr skil- greindum varnarhólfum vegna riðu eða af bæjum þar sem garnaveiki hefur greinst. „Ákvörðunin breytir stöðu málsins verulega. Útflutn- ingur á heyi til Noregs er því á ábyrgð þess sem kaupir heyið frá Íslandi og flytur það síðan til Nor- egs,“ segir í tilkynningu sem Matvælastofnun sendi frá sér í gær. Mattilsynet hefur þó gefið út til- mæli um að heyið megi ekki vera hættulegt heilbrigði manna og dýra eða stefna heilsu afurðagefandi dýra í hættu þannig að afurðir þeirra verði óhæfar til manneldis. Þá má það ekki innihalda plöntu- skaðvalda, óæskilegar plöntur eða spírunarhæf fræ af slíkum plöntun. Treystir sínum bændum Ingólfur segir að fulltrúar kaup- enda hafi farið um landið og vilji kaupa hey frá góðum framleið- endum, jafnvel þótt þeir séu innan skilgreindra varnarhólfa vegna riðu. „Við förum ekki á þá bæi eða svæði þar sem nýjustu riðutilfellin eru. Norðmenn miða við að riða hafi ekki komið þar upp síðastliðin tíu ár. Hann segir að ákvörðun Mat- tilsynet og Mast létti mjög vinnuna við útflutninginn. Varðandi það hvernig gæði heysins verði tryggð segir Ingólfur að hann þekki alla þá bændur sem hann kaupir hey af og treysti þeim til að láta frá sér góða vöru. Frjáls útflutn- ingur á heyi  Norskir kaupendur beri ábyrgðina Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Heyskapur Mikil og góð hey eru á Norðurlandi, eftir gott sprettusumar, en hætt er við að rúllurnar á Suðurlandi geymi ekki eins góð hey. Samið hefur verið um útflutning á 30 þúsund rúllum af Mið- Norðurlandi til félagasamtaka bænda í Noregi. Það á allt að vera nýtt úrvalshey. Jafnframt er sóst eftir eldra heyi úr hey- fyrningum bænda frá fyrri ár- um, en það er sérverkefni. Fleiri heykaupmenn eru að vinna að málum annars staðar á landinu. Ingólfur segir stefnt að því að fyrsta heyflutningaskipið komi til Sauðárkróks 25. ágúst eða fljótlega upp úr því. Framhaldið ráðist af því hvernig gangi með fyrsta farminn. Fyrsta skipið til Sauðárkróks HEYÚTFLUTNINGUR Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.