Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 226. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Flutt alblóðug á slysadeild 2. Faðir refsar dóttur með því að klippa … 3. Fjöldi tilkynninga um öskrandi … 4. Nálgast 200 ára aldur samanlagt »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Secret Swing Society heldur tónleika á Kex hosteli í kvöld kl. 20.30. Sveitina skipa Andri Ólafs- son á kontrabassa, Grímur Helgason klarínettleikari, franski gítaristinn Guillaume Heurtebize, litháíski trompetleikarinn Dominykas Vysni- auskas og píanistinn Kristján Tryggvi Martinsson, en þeir syngja allir. Hljómsveitin leikur og syngur gamal- dags sveiflutónlist eftir höfunda á borð við Duke Ellington, Louis Arm- strong og Django Reinhardt. Sveitin var stofnuð í Amsterdam, meðan meðlimir hennar stunduðu þar tón- listarnám, og hefur hún spilað mikið úti á götum, mörkuðum og síkjum borgarinnar. Einnig hefur hún ferðast til fleiri landa og tvisvar komið fram á Jazzhátíð Reykjavíkur. Aðgangur er ókeypis. Secret Swing Society leikur á Kex hosteli  Snorri Hallgrímsson fagnar útgáfu fyrstu plötu sinnar, sem nefnist Orbit, með tónleikum á Húrra annað kvöld kl. 20. Þar verður platan leikin í heild sinni í nýrri útsetningu. Með Snorra leika fiðluleikararnir Sigrún Harðardóttir og Björk Óskarsdóttir, Karl James Pestka á víólu, Þórdís Gerður Jónsdóttir á selló og Drew Redman á hljóðgervil. Snorri heldur tónleika- ferðalag um Evrópu í haust. Orbit fagnað með útgáfutónleikum Á miðvikudag Norðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s, hvassast norð- vestantil, og víða dálítil rigning. Hiti 9-14 stig. Á fimmtudag Dálítil rigning eða súld nyrðra, en bjart að mestu syðra. Hiti 8-16 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning um landið sunnanvert og þykknar upp nyrðra. Austlæg átt 5-10 m/s í kvöld og rigning í flestum landshlutum. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast norðanlands. VEÐUR Íslandsmeistarar kvenna í knattspyrnu í Þór/KA frá Akureyri tryggðu sér í gær sæti í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar liðið gerði jafntefli við hollenska stórliðið Ajax frá Amsterdam í Belfast á Norður-Írlandi. Þór/KA og Ajax fengu bæði 7 stig í riðl- inum og komust áfram. Þegar að riðlakeppninni kom hafði Þór/KA aldrei unnið Evrópuleik. »2-3 Komust áfram í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu í Val unnu sannfærandi sigur á Grindavík í Pepsí-deild karla í knatt- spyrnu á Hlíðarenda í gær. Þá vann Stjarnan lið Víkings í Fossvoginum. Allt virðist nú stefna í baráttu á milli Vals, Stjörnunnar og Breiðabliks um sigurinn á Íslands- mótinu en enn á þó mikið vatn eftir að renna til sjávar. »2 Þrjú lið í hörkubaráttu á toppi deildarinnar „Ég er búin að vera meidd í öxlinni að undanförnu og hef þess vegna ekki lyft þungu upp á síðkastið. Fyrir mót- ið var ég óviss um að ég myndi ná upp 110 kílóum þannig að það var al- gjör bónus að ná að lyfta 112,5 kíló- um og ég trúi því varla sjálf að ég hafi náð þeim upp á mótinu,“ segir kraft- lyftingakonan Fanney Hauksdóttir m.a. um frammistöðu sína á EM. »1 Væntingarnar voru minni vegna meiðsla ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ólafur Jóhannsson er einn þessara gleðigjafa sem sjá stöðugt ný og ný tækifæri til að létta fólki lund. Nú er hann ásamt öðrum að undirbúa Hagaskólaball, sem verður í Súlna- sal Hótels Sögu (Radisson Blu Saga Hotel) 15. september nk., fyrir nem- endur skólans frá upphafi. Hann tekur fram að aðrir séu einnig vel- komnir og að sjálfsögðu makar, þótt þeir hafi ekki verið í skólanum. Fyrsta Hagaskólaballið, sem Ólaf- ur kom að í samvinnu við marga aðra, var í félagsheimili Seltjarnar- ness daginn fyrir uppstigningardag 2007. „Við skipulögðum það fyrir þá sem voru í skólanum 1950-1965, en fleiri komu,“ rifjar hann upp. Næstu þrjú böll voru á Hótel Sögu í byrjun febrúar 2010, 2011 og 2012. Böllin féllu niður næstu tvö árin en síðan var þráðurinn tekinn upp á ný með sumarfagnaði í safnaðarsal Háteigs- kirkju síðasta vetrardag 2015. Boðið var upp á bítlaball á Borginni í apríl 2016 og nú er aftur komið að fögnuði á Sögu. „Þetta er því í sjöunda sinn sem við ýtum Hagaskólaballi úr vör og þar sem mjög gaman hefur verið á þeim til þessa er ég sannfærður um að gleðin verður ekki síðri nú,“ segir Ólafur. Hann áréttar að margir hafi lagt hönd á plóg við undirbúning ball- anna og nefnir sérstaklega Guðjón B. Hilmarsson, Björn Björgvinsson, eiginkonuna Helgu Sigurðardóttur, allar hljómsveitirnar sem hafa komið fram og ýmsa jafnaldra og skóla- félaga úr Melaskóla og Hagaskóla, en í undirbúningsnefndinni eru Ólaf- ur, Hafdís Guðmundsdóttir, Mar- grét Ásgeirsdóttir, Guðrún Þóra Hjaltadóttir, Erna Valsdóttir og Ingibjörg H. Halldórsdóttir. Forsala aðgöngumiða er hafin hjá Ernu Valsdóttur (erna@fasteignakaup.is). Ball í stofunni heima „Það er svo skemmtilegt að vera með skemmtilegu fólki,“ segir Ólaf- ur. „Ég hef alltaf haft gaman af því að snudda í kringum vini mína í mús- íkinni og því höfum við Helga haldið upp á merkisafmælin okkar, brúð- kaupsafmæli og fagnaði fyrir og með börnunum okkar bæði heima og heiman í nær tvo áratugi. Við höfum alltaf verið með hljómsveitir í þess- um partíum og stundum meira að segja í stofunni heima.“ Nú koma fram þrjár hljómsveitir; skólahljómsveitin Sweet Dreams, nokkrir úr sveitinni Alto og loks Bít- ilbræður. Hana skipa Finnbogi Kjartansson, Guðjón B. Hilmarsson, Ársæll Másson, Guðmundur Eiríks- son og Ari E. Jónsson. „Ég hef stað- ið í þessu vegna þess að mér finnst það svo gaman,“ áréttar Ólafur. Hann vísar sérstaklega til samveru- stunda með bekkjarfélögum úr 12 ára bekk í Melaskóla. „Við höfum hist nokkrum sinnum og í hvert sinn hefur verið ákveðið að koma saman aftur sem fyrst. Í fyrrahaust hittist 50 ára útskriftarárgangurinn úr Melaskóla á veitingastaðnum Bryggjunni og á annað hundrað manns mættu. Þá kom upp að Haga- skólinn á 60 ára afmæli í ár og við ákváðum að slá tvær flugur í einu höggi með þessum vinafagnaði.“ Tvær flugur í einu höggi  Hagaskólaball í tilefni af 60 ára afmæli skólans haldið í Súlnasal Hótels Sögu Morgunblaðið/Valli Stuð Ólafur með nokkrum úr skólahljómsveitinni Alto. Frá vinstri: Sveinn Guðjónsson, Atli V. Jónsson, Ari E. Jónsson, Ólafur Jóhannsson, Jakob Magn- ússon og Gunnar Guðjónsson. Jón Pétur Jónsson bassaleikari og Pétur Hjaltested hljómborðsleikari spila með þessum köppum á Hagaskólaballinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sweet Dreams Albert Pálsson, Þóroddur Andrésson, Guðjón B. Hilmarsson, Ásgrímur Guðjónsson, Kristinn I. Sigurjónsson og Árni J. Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.