Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2018 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Sigurður Nordal sn@mbl.is Elon Musk, stofnandi og forstjóri raf- bílaframleiðandans Tesla, greindi frá því í bloggi í gær að hann ætti meðal annars í viðræðum við sádí-arabískan sjóð í opinberri eigu um kaup á fyr- irtækinu með það fyrir augum að taka það af hlutabréfamarkaði. Þessar upplýsingar fylgja í kjölfar þess að Musk greindi frá því í tísti á Twitter fyrir tæpri viku að búið væri að „tryggja“ fjármögnun svo hægt yrði að taka félagið af markaði. Þau orð urðu þess valdandi að bandaríska verðbréfaeftirlitið hóf rannsókn á því hvort tíst Musk hefði gefið réttar og fullgildar upplýsingar í samræmi við verðbréfalög. Þá hafa fjárfestar sem áttu viðskipti með hlutabréfa í Tesla í framhaldi af tístinu hótað lögsóknum. „Enginn vafi“ á fjármögnun Í gær birti Elon Musk liðlega 1.100 orða yfirlýsingu þar sem hann segir að í kjölfar fundar hinn 31. júlí síðast- liðinn leiki „enginn vafi“ á því í hans huga að Sádar muni fjármagna slík viðskipti. Reyndar segir Musk að frá því snemma á síðasta ári hafi sádí- arabíski sjóðurinn margítrekað kom- ið að máli við sig í þeim erindagjörð- um að afskrá Tesla. Hafi sjóðurinn þegar keypt tæplega 5% í félaginu. Innan við klukkustund áður en Musk birti tístið umdeilda í síðustu viku hafði Financial Times einmitt greint frá því að Opinberi fjárfestingarsjóð- urinn í Sádí-Arabíu (PIF) hefði jafnt og þétt verið að byggja upp 3% til 5% stöðu í Tesla. Að sögn Musk má rekja áhuga Sáda á fyrirtækinu til vilja þeirra til þess að dreifa eignum sínum í annað en olíutengdan iðnað. Tesla verður ekki skuldsett Musk segir í yfirlýsingu sinni að um verði að ræða eiginfjárfjármögn- un svo að engin hætta sé á því að fyrirtækinu verði steypt í skuldir, eins og margir fjárfestar óttuðust í fyrstu. „Viðræður mínar við sádí- arabíska sjóðinn munu halda áfram og ég mun einnig ræða við ýmsa aðra fjárfesta. Það hefur alltaf stað- ið til af minni hálfu að halda hlut- hafahópi Tesla áfram breiðum,“ seg- ir Musk. Í yfirlýsingunni heldur Musk því fram að fréttir þess efnis að yfir 70 milljarða dollara, jafngildi 7.650 milljarða króna, þurfi til þess að af- skrá fyrirtækið skjóti langt yfir markið, enda geri hann ráð fyrir því að fjöldi hluthafa muni eiga áfram bréf sín þótt félagið verði afskráð. „Eins og sakir standa geri ég ráð fyrir að tveir þriðju þess hlutafjár sem er í eigu núverandi hluthafa muni ekki skipta um hendur, verði félagið tekið af markaði.“ Afskráning ekki bara til bóta Þrátt fyrir að Tesla framleiði ein- ungis rösklega 100 þúsund farar- tæki á ári er markaðsvirði þess hærra en flestra annarra bílafram- leiðanda. Byggist það verðmat á væntingum um byltingarkennd áhrif þess á bílaiðnaðinn. Með því að afskrá fyrirtækið má létta af því kröfum markaðarins um sölutölur og arðsemismarkmið í hverjum árs- fjórðungi, en Tesla hefur átt í tölu- verðum erfiðleikum með að ná tak- marki sínu í framleiðslu á Model 3 bílum. Fram kemur í máli markaðssér- fræðinga sem AFP fréttastofan ræddi við í gær að það gæti hins vegar komið félaginu og Musk í koll að skrá Tesla af markaði. Um leið og það vissulega dragi úr þrýstingi frá markaðnum, muni aðgangur fé- lagsins að fjármagni minnka veru- lega. Þá hefur sú fjölmiðlaathygli sem fylgt hefur skráningu félagsins á markaði reynst ómetanleg auglýs- ing og það gæti orðið Tesla dýrt að tapa þeirri athygli. Sádar hafa áhuga á Tesla Rafbílar Musk segir Sádi-Araba hafa sýnt Tesla mikinn áhuga um langt skeið.  Musk segir viðræður í gangi við fjárfestingarsjóð Sádí-Arabíu um kaup á raf- bílaframleiðandanum  Markmiðið að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði AFP virkjagerð 14.100 í júní síðast- liðnum og hafði þeim fjölgað um 7% frá júní í fyrra, eða um 900 manns. Á sama tíma fækkaði launþegum um 400 í sjávarútvegi, niður í 8.800 manns eða um 4%. Í opinberri sjórnsýslu og fræðslu- starfsemi voru 47.700 launþegar í júní og hafði þeim fjölgað um 1.500 á milli ára. Þá fjölgaði launþegum í heilbrigðis- og umönnunarþjónustu um 6%, í um 17.800 manns. Í þeim atvinnugreinum sem Hagstofan skilgreinir sem einkennandi fyrir ferðaþjónustu var hins vegar engin breyting í júní síðastliðnum miðað við júnímánuð í fyrra, en þar starfa um 30.700 launþegar. Launþegum fjölgaði um 4,1% á tólf mánaða tímabili frá júlí í fyrra til júní í ár, miðað við tólf mánuði þar á undan. Að meðaltali greiddu launagreiðendur um 192.000 ein- staklingum laun á þessu tólf mán- aða tímabili sem er 7.500 fleiri en árið á undan. Þetta kemur fram í nýjum tölum á vef Hagstofu Ís- lands. Þegar bornar eru saman tölur fyrir júnímánuð í ár og í fyrra, þá fjölgaði launþegum hlutfallslega mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð á milli ára, sam- kvæmt atvinnugreinaflokkun Hag- stofunnar. Samtals voru launþegar í byggingarstarfsemi og mann- Launþegum fjölgar um 4% milli ára  Engin fjölgun í störfum tengdum ferðaþjónustu í júní miðað við júní í fyrra Morgunblaðið/Ómar Byggt Launþegum í byggingarstarfsemi fjölgaði um 7% í júní milli ára. Stjórnarformaður kaupir ● Úlfar Steindórsson, stjórnar- formaður Icelandair Group, hefur keypt hlutabréf í félaginu fyrir um 100 milljónir króna samkvæmt flöggun í Kauphöllinni í gær. Alls keypti hann 12,24 milljónir hluta á 8,17 krónur hlut- inn í gegnum félagið JÚ ehf. Úlfar átti ekki hlutabréf í Icelandair Group fyrir viðskiptin. Hlutabréf í félaginu hækkuðu um 3,13% í Kauphöllinni í gær og var dagslokaverð 8,24 krónur fyrir hlutinn. 14. ágúst 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 108.76 109.28 109.02 Sterlingspund 138.73 139.41 139.07 Kanadadalur 82.65 83.13 82.89 Dönsk króna 16.614 16.712 16.663 Norsk króna 12.985 13.061 13.023 Sænsk króna 11.89 11.96 11.925 Svissn. franki 109.35 109.97 109.66 Japanskt jen 0.9849 0.9907 0.9878 SDR 150.91 151.81 151.36 Evra 123.85 124.55 124.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.3879 Hrávöruverð Gull 1211.65 ($/únsa) Ál 2038.5 ($/tonn) LME Hráolía 71.97 ($/fatið) Brent ● Hlutafé WOW air var aukið um meira en tvo milljarða króna á öðrum árs- fjórðungi. Lagði Skúli Mogensen, stofnandi og for- stjóri flugfélagsins, fram eignarhlut sinn í Cargo Express ehf. inn í WOW air auk þess sem hann breytti kröfum sínum á hendur félaginu í eigið fé. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsinga- fulltrúi WOW air, staðfestir þetta við Morgunblaðið en frétt þessa efnis birt- ist fyrst á vefnum Túristi.is. Samkvæmt gögnum til fyrirtækjaskrár var nafnverð hlutafjár aukið um liðlega helming. „Með tilkomu fleiri breiðþota í flota fé- lagsins er vægi fraktflutninga stöðugt að aukast og því töldum við eðlilegt að eignarhluturinn væri beint undir Wow air og jafnframt var markmiðið að styrkja stoðir félagsins,“ segir Svanhvít í samtali við Morgunblaðið en eiginfjár- hlutfall WOW air var 10,9% í ársbyrjun. peturhreins@mbl.is Hlutafé WOW air aukið um tvo milljarða króna Skúli Mogensen STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.