Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2018 ✝ Helgi FrímannJónsson fædd- ist í Reykjavík 19. september 1950. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja 5. ágúst 2018. Foreldrar hans voru Jón V. Helga- son, f. 7. febrúar 1918, d. 1. sept- ember 1997, og Kristín Guðjónsdóttir, f. 27. júlí 1927, d. 5. september 1979. Bræður Helga eru Sigurgeir Þ. Jónsson, f. 1952, og Bergvin F. Jónsson, f. 1953. Helgi kvæntist Fríðu Frið- geirsdóttur, f. 26. september 1954, þann 3. nóvember 1978. Fríða átti fyrir tvö börn sem Helgi gekk í föðurstað, saman eignuðust þau svo tvö börn. Börn þeirra eru: 1) Eiríkur Ar- on, f. 5. júlí 1973. Börn hans eru: Esra Elí og Aþena Nína. 2) Eyrún Ösp, f. 26. júní 1974. Börn hennar eru: Sunneva Fríða, Gísli Freyr og Aron Már. 3) Kristín Ruth, f. 22. febrúar 1980, sam- býlismaður hennar er Jóhann Dalberg Sandridge. Barn þeirra er Óliver Dalberg. 4) Jón Valur, f. 4. ágúst 1981, eiginkona hans er Eimana Farhad. Börn: Kristófer Helgi og Alexandra Rós. Helgi lauk skipstjórnarprófi frá Skipstjóra- og stýrimanna- skólanum árið 1973. Hann vann á ýmsum fiskiskipum í gegnum árin, lengst af á Dagfara, svo Þuríði Halldórsdóttur GK-94 hjá útgerðinni Valdimar hf. í Vogum sem svo sameinaðist Þorbirni í Grindavík. Síðustu ár vann hann á Valdimar GK-195. Útför Helga fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 14. ágúst 2018, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku pabbi, það er enn svo óraunverulegt að hugsa til þess að þú sért farinn. Þú ætlaðir þér að sigrast á veikindunum og barðist alveg fram á síðustu stundu. Þú varst fljótur að heilla fólk og það sást vel þegar þú varst kvaddur á Landspítalanum og allir hjúkrunarfræðingarnir komu að kveðja. Þú varst svo já- kvæður í gegnum veikindin og andlega sterkur, það var ekkert sem hét að gefast upp hjá þér. Í veikindunum sá ég einnig þá djúpu vináttu sem þið mamma áttuð og sást það einna best síð- ustu dagana þína þegar þú varst að gefa mömmu kossa. Þú varst mikill fjölskyldumað- ur en einnig sjómaður í húð og hár. Sjómannslífið átti stóran sess í lífi þínu og maður ólst upp við að fara bryggjurúnta. Það var ekkert smá spennandi að fá að fara um borð með þér og þú sagðir mér frá því þegar Eiríkur bróðir fékk að fara túr með þér. Þá vildi ég auðvitað fara líka. Ég fór á milli bryggja og hélt ég væri búin að fara á sjóinn með þér. Seinna fékk ég að fara einn túr með þér og fannst það frá- bært, sérstaklega vegna þess að þetta var besti túrinn það sum- arið og ég var happamanneskjan ykkar. Sunneva elskaði að fara á bryggjurúnta með afa en þá fékk hún oft kexkökur og djús meðan afi spjallaði við félagana. Æskuminningarnar eru góð- ar, útilegur, veiði og fleiri góðar stundir. Seinna tók bústaðurinn við og varð að fjölskylduparadísinni okkar allra. Þar unnuð þú og mamma allt árið af miklu kappi og það var oft grínast með hvað þú varst æstur í að gróðursetja tré. Þú tókst skreytingarnar oft alla leið, ljósin á Ljósanótt og allt appelsínugult í appelsínugula hverfinu um verslunarmanna- helgina. Þú varst mikill barnakarl og hafðir gaman af því að spila og dekra við barnabörnin, það sýnir sig vel að þau halda flest með Arsenal alveg eins og afi. Þau eru rík af minningum um lang- besta afann. Við systkinin og mamma náð- um að vera hjá þér þína hinstu stund og segja þér hvað við elsk- um þig mikið, það var okkur öll- um dýrmætt að eiga þessa stund. Við fjölskyldan eigum enda- laust af yndislegum minningum um þig sem verða rifjaðar upp við ýmsu tilefni. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Hvíl í friði, elsku pabbi, þín verður sárt saknað. Þín dóttir, Eyrún. Elsku afi, það er svo sárt að hugsa til þess að fá ekki að tala við þig aftur, spila með þér ól- sen, fara með þér að veiða eða slaka á í sumarbústaðnum með þér og ömmu. Við barnabörnin höfum oft talað um það hvað við erum heppin með ömmu og afa og vita allir sem mig þekkja hvað ég hef alltaf haldið mikið upp á ykkur. Fjölskyldan og sumarbústað- urinn var númer 1, 2 og 3 hjá þér og sást það vel hvað þú hélst mikið upp á okkur barnabörnin. Þær eru ófáar minningarnar sem við eigum með þér og erum við ótrúlega heppin að hafa átt besta afann sem gaf sér tíma í að kenna öllum barnabörnunum t.d. ólsen ólsen og að veiða í sveit- inni. Bryggjurúntarnir sem ég fékk að fara með þér sem barn standa mikið upp úr, mér fannst svo ótrúlega spennandi að fá að fara um borð í stóra skipið. Fá að skoða herbergin, matsalinn þar sem ég fékk alltaf kex og djús og svo stýrisherbergið þar sem þú sýndir mér hvernig þú stýrðir skipinu með öllum tökkunum. Mér fannst það alveg magnað að afi minn væri að stýra stóra skipinu. Þú tókst okkur ömmu líka oft á ísrúnt og leiddist okkur það ekki. Það eru einnig svo ótal marg- ar góðar minningar úr sumarbú- staðnum sem þið amma lögðuð mikla vinnu í. Mér fannst fátt skemmtilegra en að fara að veiða með þér í sveitinni og að spila langt fram á kvöld. Ég er svo þakklát fyrir þig og ömmu. Ég hef alltaf talað um að þið séuð besta fólk í heimi, þið takið öllum svo vel og gefið svo mikið af ykkur. Það var erfitt að horfa upp á þig ganga í gegnum þessi veik- indi en þú varst alltaf svo sterk- ur og jákvæður. Alveg sama hvað kom upp á náðir þú að halda jákvæður áfram og ætlaðir þér að sigrast á veikindunum. Ég dáist að þeim styrk sem þú hafðir. Það voru allir svo hrifnir af þér sem fengu að kynnast þér og tala allir um hvað þú hafir verið góður maður. Það er svo sann- arlega satt og er ég svo stolt að hafa átt þig sem afa. Okkar elsku góði afi! Þú ert sá besti á því liggur enginn vafi. Þú átt ábyggilega eftir að lesa fyrir okkur ljóð og hjá þér munum við alltaf vera góð. Út um allt viljum við hendur þínar leiða. Einn daginn fáum við kannski að fara með þér að veiða. En hvað sem þú gerir og hvar sem þú ert að þá hefur þú okkar litlu hjörtu snert. Því þú ert svo góður og þú ert svo klár hjá þér munum við ekki fella nein tár. Því heima hjá afa er alltaf gaman að vera því þar getum við látið mikið á okkur bera. En afi okkar kæri við viljum að þú vitir nú okkar allra besti afi, það ert þú! (Katrín Ruth) Hvíldu í friði, elsku afi, við elskum þig öll svo mikið og þín verður sárt saknað Þín Sunneva Fríða. Í dag kveðjum við hann Helga, kæran mág okkar og svila. Fríða var lánsöm að kynnast honum Helga og við sömuleiðis að fá hann í fjölskylduna okkar. Þau voru einstaklega sam- hent, gerðu allt saman og fóru allt saman. Þau nutu þess vel að vera í fallega sumarbústaðnum sínum á Þingvöllum og fóru þau flestar stundir þegar hann var í landi því að alltaf var hægt að finna sér verkefni, og voru þau dugleg að gera fallegt í kringum sig. Þau reyndu að fara á meðan heilsa hans leyfði, þar áttu þau góðar stundir, oft með börnum, tengdabörnum og barnabörnun- um sem hann elskaði að hafa í kringum sig og þau nutu þess ekki síður að vera með afa, enda var hann mikill barnakall. Helgi var traustur og heið- arlegur maður sem hafði góða nærveru. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Fríða, börn, tengda- börn og barnabörn, Guð styðji ykkur og styrki í þessari miklu sorg. Blessuð sé minning hans. Erla og Guðmundur, Þóra og Rafn, Sigurbjörg, Pálína og Kristján, Hulda og Sigurður og Guðjón. Ég hugsaði til lagsins „Þannig týnist tíminn“ þegar fregnin barst mér að Helgi vinur væri fallinn frá. Maður átti von á fréttinni en samt ekki. Þótt samband okkar væri ekki oft í handabandi eða klappi á bakið seinni árin var það oftar í gegnum símann. Samtölin gátu varað ansi lengi, að frúnni minni fannst. Stundum eina klukkustund upp í tvær, sirka. Það sem við gátum ekki talað um var æði fátt. Lífsskoðanir Helga og húmor var það jákvæð- asta sem einkenndi hans lundar- far. Ég tala nú ekki um sem eig- inmaður og faðir. Vinskapur okkar Helga og Fríðu er búinn að spanna 39 árin síðan ’79 í Kópavogi þar sem Fríða og Sig- rún unnu saman í matvöruversl- un. Fríða var fráskilin með tvö börn þannig að lífið var ekki auð- velt þá. Þótt ótrúlegt sé man ég okkar Helga fyrstu kynni. Fríða bauð okkur hjónum heim til sín. Þar sat Helgi í sófanum ný- kominn af sjónum, það var okkar fyrsta handaband. Skynjaði strax að þetta væri góður gæi. Ferðalög okkar saman um landið með Viceroy pakkann á mælaborðinu og Ronson kveikj- arann voru góðar stundir. Snjókoma í júlímánuði þegar hringurinn var tekinn er ógleymanleg. Síðan urðum við eldri, þið byggðuð bústað við vatnið en ég í Tungunum. Ávallt héldu símtölin okkar áfram hvort sem þú varst á út- stími eða í landi. Ég á eftir að sakna þín, kæri vinur, og mun halda í minningu þína. Elsku Fríða og fjölskylda. Við Sigrún vottum ykkur inni- lega samúð. Megi Guð og góðar vættir vera með ykkur. Hvíl í friði, kæri vinur. Björgvin A. Guðjónsson og Sigrún A. Júlíusdóttir. Helgi Frímann Jónsson Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. (Sigurður Jónsson.) Geir, Guðjón og Kristín. Afi minn er fallinn frá á sínu 100. aldursári. Leiðarljós hans og vinskapur hafa allt frá bernsku verið mér dýrmæt. Afi var með sanni afburða- minnugur. Frásagnir hans spönnuðu sögusvið víð og breið, þurfti viðmælandi að hafa sig all- an við að henda þar reiður á ör- nefnum og ættartölum sem hann reiddi fram án hiks. Alloft var um að ræða endurlit til þess tíma þegar bændasamfélagið stóð í blóma. Var afi einn þeirra sem þar stóðu í stafni. Þó sagnagleði hafi öðru fremur einkennt afa minn var fróðleiks- fýsnin einnig drjúg. Fréttir drakk hann í sig alls staðar að, þó einstaka miðill hafi átt það til að detta út af sakramentinu. Vel skipulagt bókasafn bar áhuga- sviðinu glöggt vitni; þar voru ævi- sögur, almennur fróðleikur og innbundnir árgangar tímarita uppistaðan. Minna fór fyrir skáldskapnum og Kiljan vildi afi minn framan af lítið vita af, fyrst og fremst sökum staðsetningu þess fróma skálds á hinum póli- tíska ás, að mér skildist. Vinstri- sinnuðum búmanni sínum ku afi þó alltaf hafa gefið bók eftir fyrr- nefndan á jólum. Þótti það því nokkurt kraftaverk þegar vopnin voru slegin úr höndum afa undir upplestri HKL sjálfs á Sjálf- stæðu fólki á gufunni gömlu og fylgdist hann spenntur með og hældi skáldinu á hvert reipi fyrir glögga innsýn í sveitasamfélagið. Hefði afi þá ekki að mestu verið búinn að leggja lesgleraugunum hefði hann vafalaust spænt í sig restina af höfundarverkinu. Vatnsdalur var upphaf og endir flestra hugsana afa míns. Skal engan undra, enda var hann af- komandi Vatnsdælinga langt aft- ur í ættir, ég útiloka ekki að sú taug liggi alla leið til Ingimundar gamla. Þegar svo er í pottinn búið hlýtur umhverfið, sérstaklega þar sem fegurðin ríkir eins óbeisluð og í Dalnum, að taka sér bólstað í kjarna okkar. Áfangar afkomenda urðu hon- um augljóst fagnaðarefni sem studdi ættbogann til frekari dáða. Má segja að samhygð hafi verið sterkt einkenni afa, átti það jafnt við um menn og dýr. Væri auðvelt að máta hann við gömul einkunnarorð þess flokks sem hann alla tíð hélt tryggð við; „Gjör rétt – þol ei órétt“. Hollusta við síðari hluta einkunnarorð- anna skein rækilega í gegn þegar ég sem polli sendi velfyllta vatns- blöðru í vegg fyrir ofan granda- lausan öðlinginn í sumarbústaða- ferð okkar fjölskyldunnar. Það var meiri óréttur en hann gat þol- að og sá ég lengi eftir þessu. Velferð dýra var afa ofarlega í huga. Þegar hann heyrði að ég væri búinn að kynnast konu af pólskri ætt minntist hann um- svifalaust á hesta sem hann átti þátt í að senda til Póllands í lok seinna stríðs. Var þar um að ræða samhent átak vinaþjóða sem vildu reisa þjóðina úr öskustó og örbirgð. Efasemdarrödd í höfði afa hafði greinilega plagað hann þessi ár sem frá voru liðin, því áhöld voru um hvort hið smávaxna íslenska hestakyn hefði verið nýtt í ein- hverjum af hinum fjölmörgu námum Póllands. Það voru verri örlög en hann gat leyft sér að ætla sínum gripum, þó höf og ára- tugir skildu að. Ég og mínar nánustu minnast elsku afa Hallgríms með hlýhug. Guð geymi góðan dreng og kær- an vin. Bjarni, Elzbieta og Helena. skiptin í fasi og vinamörg. Magn- ea og Þorlákur bjuggu lengst af í Langagerði 50 og var þar gest- kvæmt flesta daga og öllum tekið opnum örmum sem þar komu. Magga, eins og hún var kölluð af allri fjölskyldunni, hélt vel utan um börnin sín og stórfjölskylduna alla. Það var glatt á hjalla þegar vinir og vandamenn komu saman í Langagerðinu, mikið spjallað og hlegið. Oftar en ekki logaði svo glatt í arninum hjá Láka að allir voru orðnir kófsveittir, en það var bara meira fjör eftir því sem rauk meira úr skorsteininum hjá Láka. Magga var af þeirri kynslóð þar sem móðirin sá um heimilishaldið og uppeldi barnanna, og sinnti Magga því starfi af heilum hug, en eiginmaðurinn vann myrkranna á milli. Í þá tíð voru engir leikskólar eða dagheimili í boði til að létta undir með fólki svo báðir aðilar gætu unnið utan heimilis. Magga var listhneigð, málaði bæði á striga og postulín í frí- stundum sínum og eigum við fjöl- skyldan fallega hluti sem hún gaf okkur. Hún var tónelsk og settist stöku sinnum við píanóið og spil- aði eftir eyranu. Það var ótrúlegt að þó minnið væri farið síðustu ár- in, þá tók hún undir og söng með þegar hún heyrði lög sem hún þekkti frá sínum bestu árum. Ekki er hægt annað en minnast á samband systranna Möggu, Jónu og Rúnu sem var einstakt. Guðrúnarskáli í Hveragerði, sem þær erfðu eftir föður sinn Finn- boga, var þeirra sælureitur sem styrkti fjölskyldubönd þeirra enn frekar. Þar dvöldu þær með eig- inmönnum sínum, sérstaklega eft- ir að starfsævi þeirra lauk, og tóku á móti börnum sínum og barnabörnum á sumardögum sem gott er að minnast. Þar var líf í tuskunum, farið í sund, göngutúra og mikið borðað og hlegið. Magga var dugleg að hreyfa sig, í sundi og göngu á sinni ævi, en um áttrætt fór að bera á ein- kennum alzheimer-sjúkdómsins sem skertu lífsgæði hennar. Þrátt fyrir það er hægt að minnast ljúfra stunda síðustu árin. Á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir öll árin okkar sem ég átti hana að. Hún var mér kær vinur og tengdamóðir alla tíð. Anna Grímsdóttir. Nú er hún elsku Magga amma mín farin. Sú síðasta af ömmum og öfum að fara og það er svolítið skrítið. Það er alltaf erfitt þegar ein- hver sem maður elskar deyr, þó að það sé kærkomið fyrir þann að- ila. En sem betur fer hefur maður ógrynni af minningum til að ylja sér við. Amma mín var yndisleg kona sem gerði allt fyrir mann sem hún gat. Hvort sem maður var lítið barn með skrámu á hnénu, unglingur með strákavandamál eða nýbökuð móðir með spurningar um hitt og þetta sem viðkom börnum. Alltaf gaf hún sér tíma til að hlusta, gefa ráð eða bara knúsa mann aðeins. Ég hef alltaf verið mikil ömmu- og afastelpa, var mjög oft hjá þeim í Langó og passaði ömmu ósjaldan þegar afi var á nætur- vakt. Allar heimsóknirnar í Guðrún- arskála og sundferðirnar í ömmu- og afalaug í Laugaskarði. Amma skilur eftir sig fullt af góðum minningum og listaverkum sem eru ómetanleg fyrir okkur sem eftir lifa Elsku amma, nú ert þú komin aftur til afa, ég veit að hann og all- ir hinir í himnaríki hafa tekið vel á móti þér. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Þín ömmustelpa, Magnea Ólöf Guðjónsdóttir. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Systir mín, ÁSLAUG ÁSMUNDSDÓTTIR, Árskógum 8, lést á Dvalarheimilinu Grund fimmtudaginn 2. ágúst. Útför hennar verður frá Seljakirkju fimmtudaginn 16. ágúst klukkan 15. Tryggvi Ásmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.