Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2018 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Heimsleikar íslenska hestsins verða haldnir í Herning á Jótlandi árið 2021. Tveir kepptu um að halda mót- ið og tefldu báðir fram sýningar- svæðinu í Herning. Stjórn FEIF, al- þjóðasamtaka um íslenska hestinn, ákvað að semja við nýjan aðila, Hestar Event ApS, um mótshaldið. Heimsleikar voru haldnir í Hern- ing árið 2015 og stóðu þá hestasam- bönd Norðurlandaríkjanna að þeim, með danska sambandinu. Fjórir ein- staklingar standa að Hestar Event og er Rasmus Möller Jensen, þekkt- ur kynbóta- og keppnisknapi í Dan- mörku, í forsvari. Í Herning er vinsælt sýningar- svæði þar sem meðal annars eru haldnar þekktar landbúnaðarsýn- ingar. Gunnar Sturluson, formaður FEIF, segir að góð aðstaða sé fyrir gesti mótsins og mikil veitingaþjón- usta. Til standi að setja upp nýjan keppnisvöll nær aðkomunni inn á svæðið. Á síðasta móti hafi vellirnir verið lengra frá og hafi verið kvartað undan því. Byggja reiðhallir í Berlín HM verður í Berlín, höfuðborg Þýskalands, 4. til 11. ágúst á næsta ári. Gunnar segir að undirbúningur gangi vel. Það verður á Karlshorst- hestaíþróttasvæðinu í Lichtenberg, hinu sama og mótið var haldið á 2013. Nýr eigandi svæðisins er að byggja hesthús og reiðhallir og á nýja aðstaðan að vera tilbúin fyrir mótið. Það er ekki þýska íslandshesta- sambandið sem heldur mótið eins og síðast heldur einkafyrirtæki sem Carsten Eckert, annar af tveimur framkvæmdastjórum mótsins 2013, er í forsvari fyrir. Í hendur einkafyrirtækja Gunnar segir að heimsleikarnir séu almennt að færast frá félaga- samtökum til einkaaðila. Spurður um ástæður þess segir hann að mikil fjárhagsleg áhætta fylgi því að halda þessi mót og rétt sé að fela þau einkafyrirtækjum sem standi og falli með því að vel takist til. Eitt heimsmeistaramót var haldið í Hollandi, árið 2017, á milli mótanna í Berlín og Herning. Spurður hvort samningar um mótshaldið síðustu árin þýddu að mótin yrðu haldin til skiptist á þessum þremur stöðum kvað Gunnar nei við. Engar ákvarð- anir hefðu verið teknar um slíkt. Samið væri um mótshaldið í hvert skipti. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Heimsleikar Íslenskir áhorfendir fagna keppendum frá upprunalandi íslenska hestsins á mótinu í Berlín sumarið 2013. Búast má við að fjöldi Íslendinga sæki mótin í Berlín á næsta ári og í Herning eftir þrjú ár. Heimsleikar hestsins í Herning 2021  Nýr keppnisvöllur settur upp nær miðju sýningarsvæðisins  Góð aðstaða fyrir gesti og veitinga- þjónusta  Unnið að undirbúningi keppnissvæðisins í Berlín þar sem mótið á næsta ári verður haldið Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sigurður Ósmann Jónsson, skipu- lagsfulltrúi sveitarfélagsins Ölfuss, segist fyrr í sumar hafa óskað eftir fundi með Skipulagsstofnun vegna nýs deiliskipulags á Hveradalasvæð- inu. Fram kom í frétt hér í Morgun- blaðinu sl. laugardag, þar sem rætt var við Ásdísi Hlökk Theodórsdótt- ur, forstjóra Skipulagsstofnunar, að nú eftir sumarfrí hjá stofnuninni yrði afgreiðsla á nýju deiliskipulagi á Hveradalasvæðinu sett í forgang og stefnt að því að ljúka afgreiðslu málsins á allra næstu vikum. „Þar sem sumarleyfum er nú lokið hjá Skipulagsstofnun ætla ég að ítreka þessa fundarbeiðni mína við Skipulagsstofnun og vonandi kemst því einhver hreyfing á málið fljót- lega,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið í gær. Eins og fram hefur komið í frétt- um Morgunblaðsins um þetta mál snýst það um að Hveradalir ehf., þar sem Þórir Garðarsson, stjórnarfor- maður Grey Line, er í forsvari, hefur sótt um það til sveitarfélagsins Ölf- uss að fá að gera baðlón og reisa hót- el í Stóradal, inn af skíðaskálanum í Hveradölum. Sveitarfélagið Ölfus samþykkti þessi áform í fyrra en síð- an þá hefur málið verið til umfjöll- unar hjá Skipulagsstofnun. Ásdís Hlökk staðfesti í samtali við Morgunblaðið að óæskilegur dráttur hefði orðið á afgreiðslu stofnunar- innar á þessari tillögu en nú stæði það vonandi til bóta. Ölfus óskar á ný eftir fundi með Skipulagsstofnun  Skipulagsfulltrúi vonar að hreyfing komist á málið Morgunblaðið/Eggert Hveradalir Brátt skýrist hvort leyfðar verða framkvæmdir í Hveradölum. Aðalfundur Klakka ehf. 21. ágúst 2018 Aðalfundur Klakka ehf. verður haldinn þriðjudaginn 21. ágúst 2018 að Smáratorgi 3 (16. hæð), 201 Kópavogur og hefst fundurinn kl. 10:00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins árið 2017. 2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2017 ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og ráðstöfun hagnaðar ársins. 4. Breyting á samþykktum félagsins: a. Grein 2 breytt til samræmis við núverandi heimilisfang félagsins að Smáratorgi 3, 201 Kópavogi. b. Grein 15 breytt til samræmis við 60. gr. laga um einkahlutafélög nr. 138/1994. 5. Kosning stjórnar. 6. Kosning endurskoðunarfélags. 7. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 8. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu Klakka ehf. 9. Önnur mál. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Óskað er eftir að framboð til stjórnar félagsins berist skriflega til stjórnar að lágmarki fimm dögum fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent á fundardegi. Fundurinn mun fara fram á ensku. Kópavogur, 14. ágúst 2018. Stjórn Klakka ehf. Klakki ehf. Smáratorg 3 201 Kópavogur Sími 550 8600 www.klakki.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.