Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Angela Mer-kel ermerkur stjórnmálamaður þótt hún hafi lent í nokkrum mótbyr í Þýskalandi og með- al leiðtoga ýmissa ESB-ríkja að undanförnu. Hún hefur ekki aðeins veitt Þýska- landi forystu nokkuð á annan áratug heldur um leið verið tal- in sá leiðtogi ESB sem iðulega á síðasta orðið, kjósi hún það. Merkel hefur þó auðvitað ekki náð þeirri stöðu sem Helmut Kohl hafði í þeim efnum. En á móti kemur að hinn hlutinn á öxli ESB-samstarfsins, Frakk- land, hefur lotið stjórn fjögurra ólíkra forseta þau þrettán ár sem hún hefur gegnt sínu emb- ætti. Jacques Chirac var á loka- árum sínum á forsetastóli í upp- hafi ferils hennar. Svo tók Nicolas Sarkozy við og hann féll fyrir Francois Hollande, sem tapaði undra fljótt trausti landa sinna. Þá kom ný og óvænt stjarna, Emmanuel Mac- ron, til sögunnar og flaug inn í forsetahöllina með fjaðraþyt og söng og með hreinan meirihluta á þingi úr röðum glænýs flokks. Mjög hefur dregið úr fylgi hans upp á síðkastið og mörg mál, og sum ekki stór, dregið úr trúverðugleika. Í sumar var það helst ungur lífvörður for- setans sem gerðist harðhentur við mótmælendur. En það sem lakara var að forsetinn taldi sig óvænt knúinn til að lýsa því yfir að lífvörðurinn væri alls ekki ástmaður forsetans, þótt hann hefði flutt inn í Élysée-höllina. Og nú snýst vandinn um nýja sundlaug í opinberum sum- arbústað forsetans. Uppgefinn kostnaður við það mannvirki er svo hóflegur (4-5 milljónir í krónum talið) að merkilegt er að það skuli hafa orðið að máli. En fjöldi franskra forseta og erfiðleikar þeirra hafa aukið enn yfirburðastöðu kanslarans sem leiðtoga ESB. Ekki er sú leiðtogastaða endilega eftir- sóknarverð eins og upplitið er á ESB um þessar mundir. Lengi hrikti í undirstöðum evrunnar og Grikkland kemur illa lemstr- að út úr meðferðinni sem það land fékk. En málinu lauk ekki þar. Ný vandamál herja á sam- eiginlegu myntina af því að grundvöllur hennar var ekki réttilega lagður og það verður ekki bætt eftir á. Flóttamannamálin og ógrunduð viðbrögð kanslara Þýskalands við þeim er þó erf- iðasti bletturinn á ferli kansl- arans og ekki auðvelt að ná burtu. Það mál hefur ýtt undir sundrungu í sambandinu og aukið vantraust á pólitískri leiðsögn þess. Bretar eru á leið út úr ESB, þótt Theresa May for- sætisráðherra haldi einkar óhönd- uglega á því máli. Ekkert eitt atriði réð því að breska þjóðin kaus að yfirgefa ESB. En tvö mikilvæg atriði má skrifa beint á reikning An- gelu Merkel. Það fyrra var flóttamannaöngþveitið sem hún kynti elda undir og það síðara snerist um viðbrögð ESB undir forystu hennar við svokölluðum samningaviðræðum Camerons forsætisráðherra um breytt skilyrði fyrir Breta. Cameron hafði lýst því yfir að fengi hann ekki viðunandi niðurstöðu í þeirri samn- ingagerð myndi hann styðja út- göngu úr ESB. Því tali trúði Merkel ekki (og Cameron ekki heldur). Hann kom niður- lægður úr viðræðunum en lét samt eins og Stóra-Bretland væri í allt annarri og betri stöðu en áður. Í baráttunni um Brexit forðuðust stuðnings- menn veru í ESB að láta „ár- angur“ viðræðnanna vera of- arlega í umræðunni. Forysta ESB og reyndar forysta bresku ríkisstjórnarinnar var sann- færð um það og studdist við kannanir, að útgöngumenn væru undir í Bretlandi. Því væri óþarft að gera nokkuð fyr- ir Cameron og allt sem gert yrði myndi einungis skaða um- gjörð samstarfsins. Nú þykjast flestir sjá að þar sem mismun- urinn á milli fylkinga var ekki mjög mikill þá hefði lítið þurft til að hjálpa breskum ESB- sinnum yfir hjallann. Merkel kanslari hefur verið með yfirlýsingar um að Dyflinnarreglugerðin, sem tryggir að þau lönd ESB sem „flóttamenn“ koma fyrst til verði að taka við öllum þeim sem fá ekki annars staðar hæli, standist ekki lengur og henni þurfi að breyta. En Dyflinnar- reglugerðin er ekki vanda- málið, heldur Schengen- samkomulagið, sem forsend- urnar eru fyrir löngu brostnar undan. Með ónýt ytri landa- mæri fær það ekki staðist. Ef ábyrgðin sem felst í Dyfl- innarreglugerð er felld burt hverfur það litla aðhald sem ríki ytri landamæranna hafa þó haft. Og þá er ESB-revían end- anlega úr sögunni. Allir þekkja nú orðið forleikinn að þeirri revíu, en gangi þetta nýja útspil eftir breytir Merkel rétt einu sinni revíu sem hún kemur að uppsetningu á í sorgarleik af súrustu gerð. Staða Merkel kansl- ara hefur veikst en það glittir ekki í annan leiðtoga í Þýskalandi} Merkel að stíga annað feilspor í ESB-dansinum? S íðustu mánuðir hafa ekki verið góðir fyrir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar eins og dæmin sýna. Nýlega féll dómur þar sem Reykjavíkurborg var dæmd til að greiða starfsmanni skaðabætur vegna framkomu skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara í garð hans. Í júlí komst kærunefnd jafnréttismála að þeirri niðurstöðu að borgin hefði brotið jafnrétt- islög við ráðningu borgarlögmanns í fyrra. Vinnueftirlitið gerði athugasemd við ákvörðun mannréttinda- og lýðræðisráðs borgarinnar um að öll salerni skuli verða ókyngreind og umboðs- maður borgarbúa segir í nýlegu áliti að undir- búningur ákvörðunar menningar- og ferðamála- ráðs um útleigu á Iðnó hafi ekki verið í samræmi við sjónarmið um vandaða stjórnsýsluhætti. Alvarlegast er þó nýlegt álit umboðsmanns Alþingis þar sem fram kemur að meðferð (sem túlka má sem vanrækslu) Reykjavíkurborgar á utangarðs- fólki og heimilislausum í borginni er brot á stjórn- sýslulögum, almennum lögum, stjórnarskrá og fjölþjóð- legum mannréttindaskuldbindingum. Nú er sjálfsagt að skrifa margar greinar og halda langar ræður um óvandaða stjórnsýslu Reykjavíkurborgar en þeg- ar fjöldi borgarfulltrúa telur á þriðja tug er rétt að láta þeim það eftir. Það verður þó að segjast eins og er að þögn þeirra sem iðulega hafa hvað hæst um óvandaða stjórnsýslu ann- arra er nokkuð æpandi. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata þegja þunnu hljóði vegna málanna í borginni en þau hafa ekki sparað stóru orðin þegar þau vilja að aðrir axli ábyrgð. Það hefur ekki verið brugðist við þess- um málum á opinberum vettvangi með nokkr- um hætti. Allt leiðir þetta hugann að öðrum málum inn- an stjórnkerfis borgarinnar. Í kjölfar kosninga vorið 2014 þurftu vinstriflokkarnir í borginni að auka við meirihluta sinn til að halda völdum. Þá var brugðið á það ráð að búa til nýtt ráð, stjórn- kerfis- og lýðræðisráð, til þess eins að fá Pírata að borðinu. Eini borgarfulltrúi Pírata varð for- maður ráðsins. Engin merki eru um að þetta nýja ráð hafi nokkuð gert til þess að bæta stjórnsýsluna í Reykjavík. Það er heldur ekki að sjá að stofnun ráðsins, með því umstangi og fjárútlátum sem fylgja, hafi bætt líf borgarbúa á nokkurn hátt. Það eina sem það gerði var að tryggja völd þeirra sem vildu áfram stjórna borginni. Eftir kosningarnar nú í vor þurfti aftur að bæta við gamla meirihlutann svo hann héldi. Viðreisn fékk boð í veisluna og aftur var hróflað við ráðum og nefndum til að láta þetta smella saman. Hvort stjórnsýslan batnar á enn eftir að koma í ljós. Mér þykir þó líklegra að stjórnkerfið haldi áfram að stækka en þjónusta við borgarbúa fari áfram versnandi. Það virðist engu máli skipta hversu oft og hversu mikið hrært er í stjórnkerfi borgarinnar, íbúarnir tapa allt- af. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Borgarbúar tapa í stækkandi stjórnkerfi Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Samtök atvinnulífsins leggj-ast gegn því gríðarlega um-fangsmikla myndavélaeft-irliti sem ætlað er að koma upp til að fylgjast með meintum og ætluðum brotum á lögum sem gilda um veiðar, vinnslu, flutning og með- ferð afla.“ Þannig segir meðal ann- ars í umsögn SA um drög að frum- varpi til laga um myndavélaeftirlit í sjávarútvegi. Drögin hafa verið til umsagnar og auk SA hefur Hafnasamband Ís- lands sent frá sér álit, en skila átti umsögn fyrir 10. ágúst. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fengu hins vegar frest til að skila umsögn. Fjallað var um frumvarpsdrögin í Morgunblaðinu 10. júlí undir fyr- irsögninni: „Alsjáandi augu fylgist með sjávarútvegi“. Floti fjarstýrðra loftfara SA bendir á að í kynningu á Samráðsgáttinni segi að megin- markmið frumvarpsins sé „að skapa traust til sjávarútvegsins með notk- un á nýjustu tækni við eftirlit með vigtun, brottkasti og framhjáafla“ með nýjustu tækni. Í umsögn SA, sem undirrituð er af Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra, segir: „Í frum- varpsdrögunum er lagt til að mynda- vélar fylgist með einstaklingum og vinnu þeirra um borð í öllum fiski- skipum, öllum höfnum, flutninga- tækjum, fiskvinnslum auk þess sem ætlunin er að Fiskistofa reki flota af fjarstýrðum loftförum til að tryggja að eftirlitið verði alsjáandi um alla hegðan þeirra sem störfum þessum sinna. Enginn vafi er á að nái þessi áform fram að ganga munu þau verða fyrirmynd annarra eftirlits- stjórnvalda og innan fárra ára gætu Íslendingar búið við eftirlitsþjóð- félag af áður óþekktri gerð sem hingað til hefur einungis verið til í skáldsögum og kvikmyndum. Dæm- in sanna að verði auknar eftirlits- heimildir veittar einni stofnun linna aðrar ekki látum fyrr en þær búa við sömu heimildir. Nú hafa nánast allar stofnanir heimildir til að leggja á dagsektir og stjórnvaldssektir. Auðvelt er að sjá fyrir sé að myndavélaeftirlit Mat- vælastofnunar með meðferð og vinnslu annarra matvæla en sjávar- fangs, myndavélaeftirlit Samgöngu- stofu í öllum ökutækjum, loftförum og skipum til að tryggja að farið sé að lögum og myndavélaeftirlit Vinnueftirlits ríkisins á öllum vinnu- stöðum til að tryggja að aðstæður séu jafnan í samræmi við lög og reglur.“ Ógeðfelld framtíðarmynd SA segir rökstuðning í frum- varpsdrögum atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytis um nauðsyn myndavélavélaeftirlits heldur fá- tæklegan. Því verði vart trúað að ráðuneytið telji hann fullnægjandi til að leggja í að safna milljónum klukkustunda af myndbandsefni og að ætla eftirlitsmönnum Fiskistofu að fara í gegnum það. Þá sé ekki mat á ávinningi sem ætlunin sé að ná og hvernig hann vegi upp á móti þeim milljarða króna kostnaði sem um- rædd kerfi og þjónusta og eftirfylgni við þau sem og úrvinnsla upplýsing- anna muni hafa í för með sér. „Það er ekki óvenjulegt að fréttaflutningur af meintum mis- brestum í ólíkri starfsemi komi upp og það er nauðsynlegt að eftirlits- stjórnvöld beiti úrræðum sem sam- rýmast reglum um meðalhóf og eru í samræmi við tilefnið í stað að gera alla starfsemi í viðkomandi atvinnu- grein tortryggilega og ganga út frá að starfsfólkið stundi lögbrot við venjubundin störf sín. Sú framtíðarmynd sem dregin er upp í frumvarpsdrögunum er ógeðfelld, og ástæða er til að efast um að árangur verði í samræmi við erfiðið,“ segir í umsögn Samtaka at- vinnulífsins. Of langt gengið Í umsögn stjórnar Hafnasam- bandsins, sem Gísli Gíslason, for- maður, skrifar undir, kemur fram það álit að of langt sé gengið í að setja auknar skyldur og kröfur á hafnir. Eðlilegra sé að unnið verði í samræmi við drög að samstarfs- yfirlýsingu íslenskra hafna og Fiski- stofu, sem nú liggi fyrir í lokadrög- um. Fyrirhugaðar lagabreytingar verði lagaðar að ákvæðum yfirlýs- ingarinnar. „Eftirlitsþjóðfélag af áður óþekktri gerð“ Samtök atvinnulífsins skora á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að draga tillögur um myndavélaeftirlit til baka. Frekar verði beitt aðferðum sem betur samræmast vestrænni þjóðfélagsgerð þar sem langflestir fari að lögum og reglum og hagi sér sem ábyrgir einstaklingar í stað þess að koma upp kerfi sem byggist á því að allir séu tortryggðir og gangi út frá því að lögbrot séu eðlilegur þáttur í starfi vinnandi fólks. Drögin verði dregin til baka SAMTÖK ATVINNULÍFSINS Morgunblaðið/Björn Jóhann Björnsson Á Sauðárkróki Drangey og Málmey, ísfisktogarar FISK Seafood.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.