Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Möguleikar til tekjuöflunar eru góðir í dag og aðstæður fyrir verslun og viðskipti hagstæðar. Hertu upp hugann og drífðu hlutina af. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú átt gott með að koma fyrir þig orði og skalt nú viðra gamlar hugmyndir við fé- laga þinn. Notaðu daginn til þess að gera góðverk, það er svo gott fyrir sálina. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér finnst þú loksins reiðubúin/n til að tjá þarfir þínar og pælingar. Vertu öðruvísi, það fer þér best. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér verður að öllum líkindum falin aukin ábyrgð sem verður til þess að þú verður í sviðsljósinu næstu vikur. Ekki liggja á liði þínu, heldur kastaðu þínum málum fram til umræðu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Allt sem þú hefur lagt á þig að undan- förnu er að byrja að skila árangri. Þér finnst þú utanveltu í vinnunni. Það á þó eftir að lagast. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ef þú tekur tíma í að fara yfir trygg- ingamál, reikninga og sameiginlegar eignir mun þér miða áfram. Farðu aðra leið heim úr vinnunni eða kíktu í bókabúð eða á bóka- safn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér gefast mörg tilefni til upplyftingar en vertu vandlát/ur og veldu þér skemmtun við hæfi. Sem betur fer áttu þér mun fleiri jábræður en andstæðinga. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Lífið þitt er líkast ævintýri þessa dagana. Brjóttu þér nýjar leiðir og bættu við menntun þína til að mæta nýjum áskorunum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Skyndilegar breytingar heima fyrir gætu átt sér stað. Sestu nú niður og farðu vandlega í gegnum fjármálin. Ræddu framtíðardrauma þína við aðra og vittu hvað þeir segja. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er mikið að gera í dag og þér finnst eins og allir þurfi á þér að halda. Mundu að ekki er allt gull sem glóir og dreifðu áhættunni sem mest. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sinntu aðeins þeim málum sem eru efst á baugi og láttu allt annað bíða á meðan. Reyndu samt að draga réttar álykt- anir og þá ertu á grænni grein. 19. feb. - 20. mars Fiskar Allt sem er tengt fjármálum og við- skiptum lítur vel út í dag. Prófaðu að gera eitthvað nýtt á hverjum degi í eina viku. Þýðingar Ólafs Stefánssonar áljóðum Heinz Erhardt eru skemmtilegar og gef ég honum orðið: „Fræg er ballaða Schillers, Kafarinn, sem er harmrænt sögu- ljóð og segir frá því er smákóngur, á yfirsnúningi, manar riddara sína, hver þori að kasta sér af kletti í ólgandi brimröst og kafa eftir gull- bikar, sem kóngi þóknast að henda í djúpið sér til skemmtunar. Einn lætur tilleiðast og nær bikarnum úr hafinu með guðs náð og heppni. Þetta er kóngi ekki nóg og hann heimtar töku tvö. Og nú lofar hann dóttur sinni í verðlaun. Yngis- sveinninn þolir ekki frýjunina og steypir sér í aftur í röstina. En eins og mælt er það á ekki að freista guðanna, og pilturinn hefur ekki sést síðan. Mikill harmur var kveð- inn að dóttur kóngs og öll sagan kostaði 27 erindi, 6 línur hvert, hjá Schiller. Samtals 162 braglínur! Heinz Erhardt gat auðvitað ekki látið svona fallega rómantík í friði og sneri út úr öllu saman í miklu styttra máli og komst að allt ann- arri niðurstöðu: „Hver hefur þor til að þreyta hér raun, við þrúgandi hafsins dyn, að sækja bikar sem hef ég í hönd, en nú hendi í sjávarins gin. Sá kappi’ er mér fyrstur hann færir til baka, skal fá mína dóttur og eiga sem maka.“ Hann bikarnum fleygði. Í röstinni eygði riddaraskari, að sökk hann sem blý. Þeir litu þá undan með allri skundan, en Hilmir rödd sína hóf upp á ný: „Hver hefur þor og þrek og afl, að þreyta við hafið endatafl? Sá er til hættir, ég sver þess eiða, hans sælan bíður með leiðina greiða. Þau giftast og erfa mig – engin svik. Að eiga svo bikarinn, hægt er um vik.“ Þeir létu sig hverfa og læddust brott. Um löngun að kafa sá engan vott. Því dóttirin afspyrnu ófríð var. Og enn liggur bikarinn týndur þar. Helgi R. Einarsson orti „Rugl“: Þegar að Þórarinn drekkur í þvermóðskugírinn oft hrekkur. Það athygli vekur er aðhlaup hann tekur og upp á nef sér svo stekkur. Og hér gerir Helgi „Dánar- orsök“ að yrkisefni: Vesalings Haraldur Hró hætti að anda og dó. Ástæðan var að Ólafur Mar hausinn af ’onum hjó. Halldór Blöndal halldorblondal@mbl. is Vísnahorn Kafarinn, rugl og dánarorsök Nánast allir sem Víkverji þekkirhyggja á að taka á sprett í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Hvar sem komið er reyna væntanlegir þátttakendur að fá Vík- verja til að heita á sig til styrktar ein- hverju af þeim fjölmörgu góðu mál- efnum sem þeir ætla að hlaupa fyrir. x x x Þeir einu sem Víkverji man eftir ífljótu bragði, sem ekki ætla að hlaupa, eru nokkur örvasa gamal- menni sem ekki eru til stórræðanna þegar kemur að líkamlegum afrekum, húðlatir unglingar sem virðast hafa það að markmiði sínu í lífinu að hreyfa sig eins lítið og þeir komast mögulega upp með og svo er það Víkverji sjálf- ur. Víkverji reimar reyndar af og til á sig hlaupaskóna þótt það skuli játað hér og nú að ekki sé það jafn oft og honum væri hollt. En einhverra hluta vegna hafa almenningshlaup aldrei höfðað sterkt til Víkverja og hann kýs að stunda þessa iðju sína einn síns liðs. x x x Kannski væri ráð að gera gangskörað því að breyta því viðhorfi. Hugsanlega myndi Víkverji fara oftar út að hlaupa ef hann hefði að ein- hverju á borð við almenningshlaup að stefna. Hvað þá ef hægt væri að slá tvær flugur í einu höggi og safna fé fyrir góðu málefni í leiðinni. Sérfræðingar segja að flest það sem við gerum, hugsum eða finnum sé vegna þess sem við höfum vanið okkur á. Víkverji hefur lesið sér til um venj- ur og hvernig breyta megi þeim. Sam- kvæmt því tekur um þrjár vikur að til- einka sér nýjar venjur, svo framarlega sem sama athöfnin er framkvæmd alla dagana. Þrjár vikur eru ekkert sérlega langur tími sé tekið mið af því að á þeim tíma geti fólk bætt líf sitt umtalsvert með því að bæta venjur sínar. Þar sem fjórir dagar eru nú í Reykjavíkurmaraþonið hefur Víkverji ekki nægan tíma til umráða til að bæta venjur sínar að ráði fyrir þann tíma. En hlaupið verður væntanlega haldið aftur að ári og á einu ári eru sautján sinnum þrjár vikur. Það býður upp á ýmsa möguleika til að bæta lífs- hætti sína. vikverji@mbl.is Víkverji Ég veit að lausnari minn lifir og hann mun síðastur ganga fram á foldu. (Jobsbók 19.25)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.