Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2018 Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Stjórnvöld Kína vísuðu í gær á bug ásökunum um að einni milljón manns af Uighur-þjóðerni væri haldið í fangabúðum í norðvestur- hluta landsins. Ein mannréttinda- nefnda Sameinuðu þjóðanna sakaði Kínverja síðastliðinn föstudag um að halda allt að einni milljón manns í svokölluðum endurmenntunar- búðum í Xinjiang-héraði án dóms og laga. Ekkert kínverskt Sýrland „Borgarar Xinjiang-héraðs, þar á meðal Uighur-fólk, njóta frelsis og réttinda til jafns við aðra,“ sagði Ma Youqing, umsjónarmaður hins sameinaða verkaráðuneytis kín- verska kommúnistaflokksins. Kín- verjar viðurkenndu að þeir hefðu hrundið af stað sérstakri herför gegn hryðjuverkastarfsemi en sögðu að ekki hefði verið einblínt á neinn ákveðinn þjóðar- eða trúar- hóp í landinu í handtökunum. Í kín- verska ríkismiðlinum Global Times var drepið á það í gær að hörkuleg framganga stjórnvalda í Xinjiang hefði komið í veg fyrir að héraðið breyttist í „kínverskt Sýrland“ eða „kínverska Líbíu“. „Viðsnúningur- inn í öryggismálum Xinjiang hefur komið í veg fyrir miklar hörm- ungar og bjargað ótal mannslíf- um,“ sagði í forystugrein blaðsins. Ma kom fyrir mannréttinda- nefndina og svaraði spurningum hennar í gær ásamt um 50 kín- verskum embættismönnum. Fangelsi í fjöllunum „Það eru engar endurmenntun- arbúðir í Xinjiang,“ sagði Hu Li- anhe, annar embættismaður úr sameinaða verkaráðuneytinu. „Við hjálpum þeim sem hafa verið dæmdir fyrir minniháttar glæpi og kennum þeim mælskulist í mennta- og þjálfunarbúðum samkvæmt réttum lögum. Óréttlættar hand- tökur viðgangast ekki, né pynting- ar.“ Kínversk stjórnvöld segja þessa kennslu fyrst og fremst vera ætl- aða til að draga úr fátækt. Í júní sagði kasösk kona dómstól í Ka- sakstan að hún hefði verið neydd til að kenna kínverska sögu í einum þessara búða og kallaði þær „fang- elsi í fjöllunum“. AFP Kína Lögreglumenn fylgjast með Uighur-Kínverjum á leið heim úr mosku í Kashgar í Xinjiang-héraði „Engar endurmennt- unarbúðir í Xinjiang“  Kínverjar segjast ekki halda milljón manns í fangabúðum Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Ríkisstjórnir Norður- og Suður-Kór- eu féllust í gær á að halda leiðtoga- fund sín á milli í Pjongjang, höfuð- borg Norður-Kóreu, í september. Frá þessu er greint á fréttasíðu AFP. Ef Moon Jae-in, forseti Suður- Kóreu, heimsækir Pjongjang verður það í fyrsta sinn í meira en tíu ár sem slíkur leiðtogafundur fer þar fram. Von um batnandi samskipti Samskipti Norður- og Suður-Kór- eu hafa farið batnandi frá ársbyrjun, þegar keppendur ríkjanna komu saman undir einum fána við vetraról- ympíuleikana í Pjongtsjang í Suður- Kóreu. Moon hitti Kim Jong-un, leið- toga Norður-Kóreu, við landamærin í apríl og aftur í maí. Kim fundaði síðan með Donald Trump Banda- ríkjaforseta í Singapúr í júní og féllst á að stefna að kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Síðan þá hefur hins vegar hægst nokkuð á friðarviðræðum Banda- ríkjamanna og Norður-Kóreumanna og hafa Norður-Kóreumenn meðal annars sakað Bandaríkjamenn um að ganga fram eins og „bófar“ í við- ræðuferlinu. Moon forseta gæti reynst erfitt að bæta samskipti ríkis síns við nágrannana í norðri ef Bandaríkin fylgja ekki með og því er hugsanlegt að hann hyggist gerast milliliður þeirra Kim og Trumps. „Þeir eru að reyna að senda skila- boð til útlanda um að viðræður norð- urs og suðurs séu komnar á skrið og muni halda áfram hvað sem viðræð- um Norður-Kóreu og Bandaríkjanna líður,“ sagði Go Myong-hyun, fræði- maður hjá Asian Institute for Policy Studies, um leiðtogafundinn. Nýr fundur Kim og Moon  Leiðtogar Kóreuríkjanna tveggja munu hittast aftur í september Sjávarútvegsráðherra Noregs, Per Sandberg, sagði af sér í gær vegna brots á siðareglum ráðherra. Frá þessu var greint á norska ríkismiðl- inum NRK. Erna Solberg, forsætis- ráðherra Noregs, segir Sandberg sjálfan hafa beðið um lausn úr starfi og telur hann hafa tekið rétta ákvörð- un. Ástæðan fyrir afsögn Sandbergs var frí sem hann fór í ásamt íransk- ættaðri kærustu sinni, Bahareh Let- nes, til Íran, án þess að láta forsætis- ráðuneytið vita með tilsettum fyrirvara. Auk þess braut hann ör- yggisreglur með því að nota vinnu- síma ráðherra, sem inniheldur ýmsar trúnaðarupplýsingar, á ferðalaginu. „Þetta er sorglegt, ég er mjög hrygg yfir því að besti stjórnmála- maður Noregs í dag þurfi að segja af sér út af svona nornaveiðum,“ sagði Letnes við NRK. Harald Tom Nesvik hefur verið skipaður í embætti Sandbergs. AFP Ráðherrar Per Sandberg og Erna Solberg forsætisráðherra. Ráðherra sagði af sér eftir brot á siðareglum Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, tjáði sig um bága efnahagsstöðu lands síns í gær og um æ versnandi samskipti Írana við Bandaríkin. Að sögn Khamenei er nýjum efnahags- þvingunum Bandaríkjamanna ekki helst að kenna um efnahagsvanda landsins, heldur fyrst og fremst spillingu og vanköntum í innanríkis- stjórnmálum þess. Khamenei útilokaði jafnframt að haldið yrði til nýrra samninga- viðræðna við Bandaríkin, sem hófu nýlega efnahagsþvinganir gegn Ír- an eftir að hafa dregið til baka stuðning sinn við samning sem gerður var við Írana um kjarn- orkuáætlun þeirra árið 2015. Khamenei sagði að Íran gæti spornað við áhrifum refsiaðgerð- anna með „betri efnahagsumsjón og skilvirkara skipulagi“. Ábyrgðin til að bæta úr stöðunni lægi hjá ríkis- stjórn Hassans Rouhani forseta. Æðstiklerkurinn vísaði því á bug að stríð við Bandaríkin væri yf- irvofandi. „Leyfið mér að segja fá- ein orð: Það verður ekkert stríð, né munum við semja við Bandaríkin.“ AFP Íran Ali Khamenei, æðstiklerkur og þjóðhöfðingi Írans frá árinu 1989, segir vanda Írans koma innan frá en ekki vegna erlendra viðskiptaþvingana. „Það verður ekkert stríð við Bandaríkin“  Ali Khamenei neitar að semja Vilt þú létta á líkamanum eftir grillveislurnar? Weleda Birkisafinn hjálpar! Weleda birkisafinn er bragðgóður drykkur sem örvar vatnslosun og styður við náttúrulega út- hreinsun líkamans, birkisafinn léttir á líkamanum, losar bjúg og byggir hann upp. Það er mikilvægt fyrir líkamalega vellíðan. Í samhljómi við mann og náttúru. Lesið meira um lífrænar vörur á weleda.is Útsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir um allt land. Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/WeledaIceland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.