Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2018 Draghálsi 18-26 – 110 Reykjavík – Sími 577 6500 – takk@takk.is www.takk.is fyrir skóla og fyrirtæki margar gerðir og stærðir Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Náttúra og umhverfi áþeim leiðum umhverfisLangjökul sem við fór-um um er stórbrotin og það skapar keppninni sérstöðu og gerir hana eftirsóknarverða,“ segir Björk Kristjánsdóttir fram- kvæmdastjóri Made in Mountains. Fyrirtækið stóð fyrir WOW Glacier 360° fjallahjólakeppninni sem hald- in var um helgina. Alls tóku 52 þátt, það er í 26 tvegga manna liðum. Auðnir, hraun og skógar Keppendur í WOW Glacier 360° voru ræstir við Geysi í Bisk- upstungum á föstudagsmorgun. Fyrsta daginn fóru þeir fyrst um veginn í gegnum skógræktarsvæðið í Haukadal, þaðan svonefndan Línuveg til vesturs og svo norður Kaldadal niður í Húsafell í Borg- arfirði. Næsta dag um Arnarvatns- heiði og Stórasand norður fyrir Langjökul á Hveravelli og svo þriðja og síðasta daginn í Þjófadali, Hvítárnes og þaðan svo suður Kjal- veg í mark skammt fyrir ofan Gull- foss. Alls er þessi leið 290 kílómetr- ar. Leggirnir sem hjólafólkið tók voru 85-110 kílómetrar á dag, en maraþon kallast það þegar vega- lengdin sem fjallahjólafólk tekur er 60 kílómetrar eða meira. Að því leyti hefur Langjökulshringurinn upp á flest það að bjóða sem fjalla- hjólafólk sækist eftir; það er að far- ið er um auðnir, hraun, skóga, ná- grenni jökla og yfir ár. Landsvæði og lengdir pössuðu Keppt er í karla- og kvenna- flokki og blönduðum flokki. Þá er keppt í master-flokki fyrir kepp- endur sem eru 40 ára og eldri og grand master-flokki fyrir kepp- endur 50 ára og eldri. Tæplega tveir þriðju hlutar keppenda voru frá útlöndum, m.a. frá Ástralíu, Fil- ippseyjum, Bandaríkjunum og ýms- um Evrópulöndum. Fyrstir í mark voru Eyjólfur Guðgeirsson og Birk- ir Snær Ingvason sem fóru leiðina á 12:09:41. Keppnin WOW Glacier 360° var nú haldin í þriðja sinn. „Það eru nokkur ár síðan hug- mynd að þessari keppni kom fyrst fram. Fólk hafði velt fyrir sér hvaða landsvæði passaði við þær vegalengdir sem við höfðum í huga. Félagi okkar lagði saman tvo og tvo og sá út hvaða leiðir hentuðu, en þetta þurfti líka að miðast við gisti- staði og hvar væri hægt að fá góða þjónustu. Útkoman varð í raun full- komin leið fyrir svona keppni,“ til- tekur Björk sem sjálf er þaulvön fjallahjólakona er farið hefur víða. Hefur meðal annars farið ýmsa búta af Langjökulshringnum, en aldrei allan. En koma tímar og ráð; WOW Glacier 360° hefur fest sig í sessi. Fjallahringurinn er fullkominn Hjólafólk af ýmsu þjóðerni fór umhverfis Langjökul í WOW Glacier 360°. Stórbrotin náttúra og vinsæl keppni sem var haldin í þriðja sinn nú um helgina. Ljósmynd/Aðsend Vaðið Inni á reginfjöllum þurfu keppendur að vaða óbrúaðar árnar og bera hjólin yfir. Sigrast þannig á ýmsum öðr- um hindrunun sem auðvitað var til að auka á upplifunina sem ferðalag um öræfi Íslands svo sannarlega er. Upphaf Keppendur taka á rás. Leiðin umhverfis Langjökul er alls 290 kílómetra löng. Prjónað Spyrnan var tekin þegar komið var yfir eina ána á annars skemmtilegri keppnisleið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Keppnisstjóri Björk Kristjánsdóttir er þaulvön í hjólasportinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.