Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2018 Ágætu þingmenn Norðausturkjör- dæmis. Undanfarið hefur heyrst í fjölmiðlum að efla „brothættar“ byggðir og Bakka- fjörður verið nefndur sérstaklega. Þegar undirrituð kom til kennslu á Bakkafirði 1990 var til staðar: Öflug smábátaútgerð, grunnskóli, heilsugæsla, pósthús, verslun, fiskavinnsla, fjárbúskapur og vel stætt sveitarfélag (um 180 manns) – nú eru 50 – 60 manns á Bakka- firði, örfáir bátar og sveitin nánast í eyði. Með lögum um stjórn fiskveiða nr. 3/1988 og nr. 38/1990 var af- koma allflestra smábáta komin nið- ur fyrir þau mörk sem þarf til rekstrar. – Bátar sem höfðu neta- kvóta urðu tæplega rekstrarhæfir – en með leigu kvótans var hægt að fá hagstæðari skilyrði. Trillu- sjómönnum var heimilt að leigja kvótann sér til hagsbóta, innleiddir voru óheilbrigðir viðskiptahættir með óveiddan fisk, því var síðan fylgt eftir með frekari skerðingu kvótans bæði á smábátum með netaveiðar og hins vegar bátum með handfæri og línu. Þá var inn- leitt svokallað banndagakerfi, ákveðnir dagar til veiða leyfðir, er erfitt reyndist að framkvæma, veð- ur eru válynd og gera sjómönnum erfitt um vik að stunda veiðar af dugnaði og útsjónarsemi á vissum dögum. Með ofangreindum aðgerðum hrundi smábátaútgerðin og fisk- vinnslan í Bakkafirði. Stutt er í fengsæl mið í Bakka- firði, skilyrði til smábátaútgerðar eru einna best á landinu. Undir- rituð telur að smábátaútgerð fyrst og fremst verði undirstaða atvinnu í Bakkafirði – þá eru góð skilyrði til sauðfjárræktar. Takist aftur að rétta við byggð- ina í Bakkafirði þarf samvinnu og skipulagningu fyrst og síðast, að veiðiheimildir á staðn- um verði nægilegar til að skapa rekstar- grundvöll og við- unandi afkomu fyrir fiskveiðar og e.t.v vill meiri saltfiskverkun en nú er. Rekstur ferðaþjón- ustu gæti verið sjó- stangaveiði með ferða- menn út á flóann er myndi skapa þjónustu við þá í landi. Tvö byggðarlög, Skagafjörður og Fáskrúðsfjörður, báru gæfu til að eignast farsæla leiðtoga er skildu gildi samvinnu og samstöðu en samvinnustefnan gæti ekki verið rekin sem góðgerð- arstarfsemi fyrir byggðarlögin. Með dugnaði, hörku og hagkvæmni í rekstri tókst þeim að halda byggð og mannsæmandi viðurværi; í Skagafirði er blómlegur landbún- aður og ferðaþjónustan fer þar ágætlega saman. Það er þungur róður að halda byggð í landinu, kallar á samstöðu allra heimamanna – og þingmanna. Getur tæplega verið farsælt fyrir Ísland sem þjóð ef allt fjármagn safnast að mestu á suðvest- urhornið. Að allt landið sé byggt gerir ferðaþjónustu fjölbreyttari fyrir ferðamenn; rennir að vissu leyti hornsteini undir hana. Undirstaða byggðar vítt og breitt um landið er hagkvæmur rekstur minni/meðal stórra sjávar- útvegsfyrirtækja – og landbún- aður. Opið bréf til þingmanna Norð- austurkjördæmis Eftir Sigríði Laufeyju Einarsdóttur » „Undirstaða byggð- ar vítt og breitt um landið er hagkvæmur rekstur minni/meðal stórra sjávarútvegs- fyrirtækja – og land- búnaður“. Sigríður Laufey Einarsdóttir Höfundur var meðeigandi í trilluút- gerð með eiginmanni, Hjálmari Hjálmarssyni, Bjargi, Bakkafirði og er með BA í guðfræði/djákna. Árið 1947, eða um það bil strax eftir að heims- styrjöldinni lauk, ákvað Reykjavíkurborg og sjálfsagt með aðkomu ríkisins að byggja bráðabirgðafátækra- hverfi fyrir húsnæðis- lausa og fátæka Reyk- víkinga. Fundu þeir svæði fyr- ir þessa byggð sem lá samsíða Samtúni, Nóatúni og Borg- artúni og bar hverfi þetta nafnið Höfðaborg, í höfuðið á Höfða sem stóð sjávarmegin Borgartúns. Átti hverfi þetta að standa í fimm ár eða þangað til varanlegt húsnæði fyrir þetta fólk væri tilbúið. En reyndin var önnur því að mig minnir að fólk hafi búið í þessum hreysum næstu 45 árin. Voru þetta timburraðhúsalengjur, um 4-6 íbúðir í lengju, 40 fermetrar hver, lítil stofa, tvö lítil herbergi, lítið eldhús og klósett. Gat fólk ekki baðað sig þar inni og þvoði þvotta í sérstöku þvottahúsi á svæðinu. Voru hús þessi á einni hæð, mjög köld, illa einangruð og hróflað upp í hasti, þar sem vindur og kuldi áttu greiðan aðgang. Þar sem ég bjó sem drengur í Mið- túni eignaðist ég marga vini í Höfðaborginni sá vinskapur entist lengi. Kom ég þess vegna oft þangað en sem barn gerði ég mér ekki grein fyrir því hvað þetta voru mikil hreysi, ekki fyrr en löngu seinna. Börn þjást ekki af saman- burðarsyndrómi. Það tilheyrir fullorðnum. Vinir eru vinir, sama hvar þeir búa. Man ég eftir að- stæðum heima hjá Óla vini mínum, þar sváfu þau fjögur systkinin í fjór- um kojum í 6 fermetra berbergi en hjónin í enn minna herbergi við hlið- ina á því. Þarna hefur engum getað liðið vel þó að megi ímynda sér að þegar fjöl- skyldur fluttu þangað inn með sitt haf- urtask, hafi mörgum verið létt að vera laus úr hermannabröggum (amma mín bjó í einum með fjögur börn) og fúkkafullum kjallarakytrum eða öðru óíbúðarhæfu húsnæði sem fólk hírðist í fyrir okurleigu, og þótti þetta vera mikil efnahagsleg bragarbót að sleppa við leiguokrið og eilífan flæking. En nú, 70 árum síðar, á að endur- taka fyrirkomulagið, sem sagt setja á stofn nýtt gettóhverfi fyrir heim- ilislausa og fátæka Reykvíkinga. Nú á að byggja hverfi í hasti á ódýr- an hátt með litlum íbúðum sem þá myndu aðallega gagnast ungu náms- fólki og eða ungum fjölskyldum með eitt til tvö smábörn. Allt gott um það að segja en eiga þá hinar fjölmörgu og fátæku barnafjölskyldur áfram að búa við óöryggi og okurleigu og oft á tíð- um í vondu húsnæði og á eilífum flæk- ingi? Nýja gettóið er ekki hugsað sem lausn fyrir þann hóp sem þuarf rúm- gott alvöru húsnæði þar sem hann getur búið í öryggi við sanngjarna leigu. Svo gettóhverfi er afleitt fyrir- komulag, heldur ætti frekar að byggja upp nýtt félagsíbúðakerfi með dreifðri byggð, eitt eða tvö falleg fjölbýli sam- an innan um aðra byggð hingað og þangað á Stór-Reykjarvíkursvæðinu. Fátækt fólk á ekki að búa á afmörk- uðum svæðum til að sérmerkja það frá öðru fólki. Höfnum nýju gettói Eftir Jóhann L Helgason » Börn þjást ekki af samanburðarsynd- rómi. Það tilheyrir full- orðnum. Jóhann L Helgason Höfundur er húsasmíðameistari. Atvinnublað alla laugardaga mbl.is JÓN BERGSSON EHF HITAVEITUPOTTAR Hitaveitupottar tilbúnir til notkunar - Plug & play Þeir eru steyptir í heilu lagi og því alveg samskeytalausir Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is 40 ÁRA reynsla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.