Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 31
Menning MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2018 ///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Bræðurnir Örnólfur Thorsson for- setaritari og Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og þingmað- ur, hafa gefið Safnasafninu á Sval- barðsströnd safn myndlistarverka eftir föður sinn, Thor Vilhjálmsson rithöfund. „Við gáfum listaverkin til Safnasafnsins vegna þess að pabbi hafði tengsl við safnið og þekkti þau Magnhildi [Sigurðar- dóttur] og Níels [Hafstein]. For- eldrar mínir höfðu búið hjá þeim og með þeim var góð vinátta,“ seg- ir Guðmundur Andri Thorsson í samtali við Morgunblaðið, að- spurður af hverju þeir bræður völdu að færa Safnasafninu mynd- listarsafn Thors. Ekki til betri staður fyrir safnið „Harpa Björnsdóttir myndlistar- maður sett upp mjög fallega og skemmtilega sýningu á verkum Thors í Safnasafninu fyrir þremur árum. Okkur fannst svo vel að því staðið að við sáum að þetta væri rétti staðurinn fyrir málverkin hans. Aðalatriðið er auðvitað að safnið sjálft er einstakt og að mínu mati það flottasta á landinu. Ég get því ekki hugsað mér betri stað og ég veit að þau Níels og Magnhildur munu finna leið til að sýna verk- unum sóma,“ segir Guðmundur Andri að auki um hvers vegna Safnasafnið varð fyrir valinu. Aðspurður hversu mörg verkin séu í safni Thors segir Guðmundur Andri að þau séu nokkur hundruð talsins. „Bæði stærri málverk og minni, unnin með ýmsum litum og aðferðum,“ segir Guðmundur. „Við pökkuðum þeim vel og vandlega inn með hjálp frá Hörpu Björns- dóttur og afhentum verkin nánast eins og þau lögðu sig. Náttúrlega héldum við einhverjum verkum eft- ir fyrir okkur og okkar fjöl- skyldur,“ segir Guðmundur að- spurður hvort öll málverkin hafi verið afhent eða hvort það verði gert í nokkrum hlutum. Hann segir föður sinn hafa notað myndlistina til að hvíla sig á rit- störfum. „Hann hafði mikla ánægju af myndlistinni og var afkastamikill en hann leit ekki beinlínis á sig sem myndlistarmann. Fyrst og fremst var myndlistin honum til ánægju og það er einnig í þeim anda sem við færum Níels og Magnhildi á Safnasafninu mál- verkasafnið,“ segir Guðmundur Andri um föður sinn. Byrjaði ungur í myndlist Myndlistarferill Thors hófst þeg- ar hann var ungur maður í París kringum 1950. „Þar er hann að stunda myndlist og gerir grafík- verk. Hann var með grafíkmyndir í sínum fyrstu bókum en auk þess gerði hann bókarkápurnar sjálfur. Safnið inniheldur myndir frá þeim tíma og alveg til hans hinsta dags. Það er því hægt að sjá hvernig hann þróast og breytist sem mynd- listarmaður,“ segir Guðmundur Andri. Þá bendir hann einnig á að Thor umgekkst marga myndlistarmenn síns tíma og skrifaði m.a. um Kjar- val, Svavar Guðnason og Tryggva Ólafsson. „Hann var því ávallt í nánu sambandi við myndlistarmenn og myndlist. Þetta var hans stóra ást fyrir utan skriftirnar,“ segir Guðmundur Andri. Aðspurður hvort eitthvað liggi fyrir um sýningar á verkum Thors í Safnasafninu segir Guðmundur Andri að slíkar sýningar verði ef- laust á dagskrá í framtíðinni en enginn ákveðinn tími hafi verið sleginn niður eins og er. „Þau Níels og Magnhildur eiga eftir að fara í gegnum verkin og eftir það geta þau gert sér betri grein fyrir því hvernig þau ætla að standa að því að sýna verk úr safninu,“ segir Guðmundur. Færðu Safnasafninu myndverk Thors  Myndlistarverk Thors Vilhjálms- sonar eru mörg hundruð talsins  Sterk tengsl við Safnasafnið Mynd eftir Thor Guðmundur Andri og Örnólfur Thorssynir sýna hér eitt verka föður síns, Thors Vilhjálmssonar. Myndin er nafnlaus. Bræðurnir gáfu Safnasafninu hundruð verka Thors, sem vann myndir milli skrifta. Sumarið er tími allrahanda tón- listarhátíða út um löndin og í þorp- inu Guca í Serbíu er árlega haldin hátíð helguð trompetleik og lúðra- sveitum þar sem trompetinn er í fyr- irrúmi. Nokkur þúsund manns sóttu þessa frægu blásturshátíð um liðna helgi. Þar ríkti glaumur og gleði frá morgni og fram á nótt, með skrúð- göngum og fjörmiklum leik í hinum ýmsu sölum og á torgum, og dunaði dansinn víða undir blæstrinum. AFP Hornaþytur Gestir á hátíðinni í Guca njóta þess að leika á hljóðfærin og hlusta á tilþrif annarra gesta við blásturinn. Stund milli stríða Nokkrir hljóðfæraleikaranna standa hjá hljóðfærum sín- um á götu í Guca, hlýða á aðra og bíða eftir að fá að leika meira. Lúðrablást- ur heila helgi Legsteinn var afhjúpaður á gröf enska skáldsins og myndlistar- mannsins Williams Blake (1757-1827) í London á laugardaginn var, 191 ári eftir að hann lést. Þar með lauk fjór- tán ára leit tveggja aðdáenda lista- mannsins að gröfinni og baráttu þeirra fyrir því að fá hana merkta með sómasamlegum hætti. Þegar þau Carol og Luis Garrido fóru að heimsækja gröf Blake í Bun- hill Fields árið 2004 kom þeim, sam- kvæmt The Guardian, á óvart að finna einungis minningarmark sem sagði að líkamsleifar þeirra eiginkonu hans lægju „þar nærri“. Þau lögðust yfir skjöl og heimildir, til að finna ná- kvæma staðsetningu grafarinnar. Þegar Blake lést var kista hans sú fimmta af átta sem grafnar voru í grafreitnum og voru minningarmörk á leiðunum. En eftir að þau gengu úr lagi í sprengjuárás á London í seinni heimsstyrjöldinni var svæðinu breytt í almenningsgarð og legsteinarnir fjarlægðir. Þá hvarf vitneskjan um það hvar kista listamannsins hefði verið grafin. En skjölin fundust, með nokkuð ítarlegri lýsingu á því hvar leiðið væri, og með stuðningi áhrifa- fólks tókst að lokum að fá leyfi til að setja nýjan stein á það. Við afhjúp- unina talaði rithöfundurinn Philip Pullman, forseti Blake Society, og tónlistarmaðurinn Jah Wobble lék. AFP Legsteinninn Nýr steinn var af- hjúpaður á gröf Williams Blake. Á honum eru línur úr kvæði skáldsins Jerusalem: The Emanation of the Giant Albion. Legsteinn settur á gröf Williams Blake

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.