Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 4
Lundi Tóti í fótboltatreyju sem hann fékk þegar Ísland keppti á Evrópumeistaramótinu. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Hinn víðfrægi Tóti lundi hefur kvatt þennan heim fyrir fullt og allt. Tóti bjó á Sæheimum, fiska- og náttúrugripasafni Vestmannaeyja, frá því að hann var pysja, en hann var sjö ára þegar hann féll frá. Tóti átti aðdáendur um allan heim og eru þess augljós merki á ferða- síðunni Trip Advisor. Þar dásamar ferðafólk hann og gjarnan er hann sagður hápunktur heimsóknarinnar á safnið. „Ef þú ferð til Vestmannaeyja skaltu ekki missa af því að hitta Tóta og vini hans,“ skrif- ar Steve Baltimore til að mynda á ferðasíð- una. „Þú munt elska Tóta lunda,“ skrifar Nicole K. „Það besta við Sædýrasafnið var að hitta Tóta og að sjá fótboltatreyjurnar hans,“ skrif- ar Remington R, en Tóti átti nokkrar fótbol- tatreyjur sem hann klæddist á tyllidögum. Í Sæheima er komið með veikburða pysjur sem dvelja þar uns þær að ná sér á strik. Ef það gengur mjög hægt er ekki hægt að sleppa þeim aftur út í náttúruna. Tóti er áberandi á Fésbókarsíðu Sæheima, þar sem hann tekur upp á ýmsu. Til að mynda gaf hann leikmönnum handknattleiksliðs ÍBV góð ráð áður en félagið spilaði við FH fyrr í sumar. Í færslu á Fésbókarsíðu Sæheima er mikilli sorg lýst yfir vegna fráfalls Tóta. „Hans verður sárt saknað bæði af starfs- fólkinu og lundavinum hans á safninu. Tóti var hvers manns hugljúfi og átti aðdáendur um allan heim sem munu sömuleiðis sakna þessa ljúfa lunda. Tóti var lítill lundi, með stórt hjarta sem gladdi marga.“ „Lítill lundi með stórt hjarta“  Lundinn heimsfrægi Tóti fallinn frá  Hafði dvalið á Sæheimum frá því að hann var pysja  Hápunktur heimsóknar ferðafólks á Sæheima var gjarnan að hitta Tóta  Mikil sorg á Sæheimum 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2018 Í samtali við Morgunblaðið fyrir þremur árum skýrði Margrét Lilja Magnúsdóttir, safnstjóri Sæheima, blaðamanni frá því að Tóti væri nefndur eftir knattspyrnumann- inum Þórarni Inga Valdimarssyni sem er kallaður Tóti. „Daginn sem unginn kom á safnið var fótboltaleikur á Hásteinsvelli og skoraði Tóti eina mark leiksins og tryggði Eyjamönnum sigur.“ Nefndur eftir fótboltamanni LEIKUR VARÐ TIL NAFNGIFTAR Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ríkisstjórnin samþykkti á ríkis- stjórnarfundi á föstudag að hefja mætti viðræður við eigendur Jóns- tóttar, vestan Gljúfrasteins og Kald- árkvíslar, með það að markmiði að þar verði í framtíðinni byggt upp Laxnesssetur. Lögðu forsætis-, fjár- mála- og efnahags og mennta- og menningarmálaráðherra fram sam- eiginlegt minnisblað um málið. Starfshópur sem skipaður var í árslok 2016 og fylgdi eftir ályktun Alþingis um byggingu Laxness- seturs frá 2. júní 2016, taldi heppi- legast að byggja setrið á grunni Jónstóttar, þ.e.a.s. í áföngum með endurbótum og endurbyggingu á því húsnæði, í samræmi við þarfir Laxnessseturs. Fjórtán ár eru frá því að Gljúfra- steinn, heimili nóbelskáldsins Hall- dórs Laxness, var opnaður sem safn. Ríkið keypti Gljúfrastein árið 2002 þegar öld var liðin frá fæðingu Hall- dórs. Skrifstofan í hitaveituklefa Í svari mennta- og menningar- málaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins segir að smæð húss- ins á Gljúfrasteini hafi frá upphafi takmarkað möguleika á safnastarfi. Þar segir að húsið sé safngripur í sjálfu sér og hefur öll starfsemi farið fram í því að frátöldum sýningum sem unnar hafa verið í samstarfi við aðra. Til bráðabirgða var gripið til þess ráðs að nýta bílskúr fyrir móttöku, miðasölu og safnbúð. Þá var ljóst frá upphafi að aðstaða starfsfólks væri ekki viðunandi, en skrifstofurými var útbúið í hitaveituklefa hússins. Laxnesssetur í farvatninu  Ríkisstjórnin samþykkti að hefja mætti viðræður við eigendur Jónstóttar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gljúfrasteinn Blómlegt menningarlíf er á Gljúfrasteini allt árið um kring. Þar hélt hljómsveitin Pollapönk stofu- tónleika um helgina og um mánaðamót var opnuð Auðarsýning, um Auði Laxness, eiginkonu Halldórs Laxness. Að mörgu er að hyggja í höfuðborg. Ýmis tæki og tól létta starfsmönnum lífið þegar kemur að því að þrífa fjölmargar gangstéttir í henni Reykjavík. Ungur starfsmaður setur öryggið greinilega á oddinn og notar eyrnaskjól og augnhlífar til þess að koma í veg fyrir skaða sem orsakast gæti vegna notkunar á hreinsitækinu. Fallega grænt grasið ber merki þess að það hafi fengið næga vökvun í sumar. Það er um að gera að nota tækifærið á meðan þurrt er til þess að hreinsa til í borginni. Hreinsun í Reykjavíkurborg Morgunblaðið/Hari Gangstéttir þrifnar með sérstökum vélum Aldrei hafa fleiri verið á Fiskideg- inum mikla á Dal- vík en um síðustu helgi sé tekið mið af talningu á öku- tækjum, segir í frétt á vef Vega- gerðarinnar. Um helgina fóru um 27.500 bílar um talning- arstaði Vegagerðarinnar og er þann- ig reiknað með að um 36 þúsund manns hafi heimsótt Dalvík um liðna helgi, að því er kemur fram í frétt Vegagerðarinnar. Það eru um þrjú þúsund fleiri en í fyrra, eða 6,5% aukning, og 11 þúsund fleiri en árið 2008 en það ár hóf Vegagerðin fyrst að mæla fjölda þeirra bíla sem aka til og frá Dalvík um fiskidagshelgina. Umferðin er mæld frá föstudegi til sunnudags, segir á vef Vegagerðar- innar. Vel viðraði á Dalvík um helgina og margir tóku þátt í glæsilegri hátíð- ardagskrá og heimamenn sem og gestir gæddu sér á fiskisúpum Dal- víkinga. Hátíðin náði hápunkti á laugardag með stórtónleikum og glæsilegri flugeldasýningu. axel@mbl.is Metfjöldi á Fiskideg- inum í ár  Yfir 27 þús. bílar Gestir Þúsundir mættu á Dalvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.