Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 19
Morgunblaðið/Ómar Steinn „Það er fátt uppbyggilegt við þetta „listaverk“,“ segir höfundur. Í mínum huga er Austurvöllur einstakur staður í höfuðborginni okkar. Þar koma fulltrúar þjóðarinnar saman á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar ár hvert og minnast þess að lýðveldið Ísland var stofnað 17. júní 1944. Til þess að leggja áherslu á þá virðingu sem borin er fyrir stofnun lýðveld- isins og þeim sem tryggðu sjálf- stæði þjóðarinnar leggur forseti Ís- lands blómsveig að styttu frelsishetjunnar framan við Alþing- ishúsið á hverjum þjóðhátíðardegi. Styttan af Jóni Sigurðssyni setur vissulega mikinn svip á svæðið og minnir okkur á hlutverk Alþingis og skyldur þess í þjóðarþágu. Þann tíma sem ég sat á Alþingi átti ég oft erindi um mið- og vest- urhluta höfuðborgarinnar og þekki því svæðið allvel. Þegar ég dvel í borginni geng ég oft um miðbæinn og hafnarsvæðið. Ég hef fylgst með því hvernig skipulagi borgarinnar hefur verið breytt og hversu lítið tillit er tekið til húsa sem fyrir eru þegar ný hús eru byggð í stað þeirra sem eru rifin. Um þverbak keyrir um þessar mundir og er þar af mörgu að taka. Vegna niðurrifs húsa og hótelbyggingar er Kirkju- strætið í uppnámi. Við Kirkjustræti standa Alþingishúsið og Dómkirkj- an ásamt fallegri húsaröð sem var endurbyggð á vegum Alþingis í anda uppbyggilegrar húsafriðunar og er gegnt Fógetagarðinum. Í Fógetagarðinum er styttan af Skúla Magn- ússyni og minnir okk- ur á stöðu hans og þau stórvirki sem hann stóð fyrir sem landfóg- eti. Í húsaröðinni gegnt Fógetagarðinum er m.a. húsið Skjald- breið sem átti að rífa á sínum tíma en var ákveðið að end- urbyggja og er eitt af húsum Alþingis. Þar er einnig íbúðarhús Theódóru Thoroddsen skáldkonu og Skúla Thoroddsen sýslumanns og forseta sameinaðs þings um tíma. Það hús var reist árið 1908 en flutt úr Vonarstræti þar sem það stóð við hlið Oddfellowhússins og var endurgert í Kirkjustræti á vegum Alþingis í góðri sátt við þáverandi borgaryfirvöld. Með því að endur- gera húsið á þessu svæði og við hlið eldri húsa er virt framtak þeirra merku hjóna sem reistu húsið. Mér var satt að segja brugðið að ganga um Kirkjustrætið í gær og sjá virðingarleysið sem núverandi eigendur „Landsímahússins“ og borgaryfirvöld, sem fara með borgarskipulagið, sýna Fógetagarð- inum og hinum forna grafreit sem hefur verið raskað sem og skipulagi á Alþingisreitnum. Hótelrekstur á þessum stað mun setja svæðið í mikið uppnám vegna þeirrar um- ferðar sem fylgir slíkum rekstri í næsta nágrenni við Alþingi. Til þess að kóróna virðingarleysið og skemmdarverkin í miðborginni stendur þar enn forljótur grjót- hnullungur sem var velt inn á svæð- ið í kjölfar óeirða. Grjótið er stað- sett framan við Alþingishúsið á stéttinni milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og styttunnar af Ingi- björgu H. Bjarnason sem var fyrsta konan sem kjörin var til setu á Al- þingi og er sérstaklega minnst með glæsilegri styttu við inngang Al- þingishússins. Allt bendir til þess að steinninn hafi verið settur þarna af borgarstjórn höfuðborgarinnar til háðungar Alþingi Íslendinga. Á þann stein er m.a. letrað eftir for- skrift „listamanns“ frá Spáni sem lagði til þennan klofna stein: „Svarta keilan minnisvarði um borgaralega óhlýðni“. Það er fátt uppbyggilegt við þetta „listaverk“ og er borginni til skammar. Borgar- yfirvöld ættu að fagna 100 ára af- mæli fullveldis þjóðarinnar með því að láta bera grjótið í burtu. Ég skora á borgarstjóra höfuð- borgar okkar Íslendinga að stöðva skemmdarverkin við Kirkjustræti og láta fjarlægja „svörtu keiluna“ og koma henni fyrir á viðeigandi stað. Stjórnendur höfuðborgarinnar geta ekki komið fram með þeim hætti sem gert er með fullkomnu virðingarleysi við þjóðþingið og um- hverfi þess í miðju borgarinnar. Eftir Sturlu Böðvarsson » Til þess að kóróna virðingarleysið og skemmdarverkin í mið- borginni stendur þar enn forljótur grjóthnull- ungur sem var velt inn á svæðið í kjölfar óeirða. Sturla Böðvarsson Höfundur er fyrrverandi forseti Alþingis. Óviðeigandi framkvæmd í höfuðborginni okkar Austurvöllur Byggingaframkvæmdir á Landsímareitnum standa nú yfir. 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2018 Utan stígs Ferðafólk virðir fyrir sér sérstætt landslagið á Arnarstapa frá útsýnispalli. Lagður hefur verið stígur að pallinum til að verja gróðurinn en sumir freistast til að fara út fyrir hann. Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.