Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2018 25 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bókhald NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn- ingsfærslur o.fl. Hafið samband í síma 649-6134. Ýmislegt Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílar Til sölu, M-Benz, E-220. Diesel. Fyrst skr. 07/13. Mjög fallegur bíll. Ekinn aðeins 53 þ. km. 170 hö. Vel útbúinn, m.a. stór eldsneytistankur, bakkmyndavél. Ásett 4.250 þús. Upplýs: 8963394. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Hjólhýsi Til sölu hjólhýsi A-liner Sofa Bed DL loftpúðar Árg. 2008. Nýskoðað til 2020. Hús í mjög góðu lagi. Tilbúið í berjaferðina. Verðhugmynd kr. 1.590 þúsund. Sími 893 7065. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Atvinnuauglýsingar Bókari/Sölumaður 32 ára iðnfyrirtæki/heildsala óskar eftir bókara, sem sér einnig um símvörslu. Vinnutími 8:30-16:30, þrjá daga vikunnar, 10:00-18:00, tvo daga vikunnar (samkomu- lagsatriði). Upplýsingar um starfið: elin@krumma.is (ekki í síma) Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opið hjá okkur alla daga í sumar. Hádegisverður frá kl. 11.30-12.30 og kaffisala alla virka daga frá kl. 14.30-15.30. Helstu dagskrárliðir eru í sumarfríi fram í miðjan ágúst. Úti-botsíavöllur verður á torginu í sumar og við minnum á qigong á Klambratúni alla þriðju- og fimmtudaga kl. 11. Verið hjartanlega velkomin. Vitatorg, sími 411-9450. Garðabær Jónshúsi / félags- og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jóns- húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.30. Félag eldri borgara í Garðabæ, 565-6627, skrif- stofa opin miðvikudaga kl. 13.30-15.30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, gönguferð um hverfið kl. 13.30 og eftirmið- dagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl. 9-16, brids kl.13, bókabíll kl.14.30, Bónusbíll 14.55, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari í síma 411-2790. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í Sundlaug Seltjarnarness kl. 7.15. Kaffi- spjall í króknum kl. 10.30. Pútt á golfvellinum kl. 13.30. Brids í Eyðis- mýri kl. 13.30. Ath. miðvikudaginn 15. ágúst kl. 13.20 ætlum við á Gæðastund í Listasafni Íslands í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands. Leiðsögn, kaffi og bakkelsi á eftir. Skráning og upplýsingar í síma 8939800. Skráningarblöð eru á Skólabraut og Eyðismýri. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. ✝ Ásgeir Longfæddist á Brekkugötu 11 í Hafnarfirði 16. september 1927. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 3. ágúst 2018. Foreldrar Ás- geirs voru Valdi- mar Sigmundsson Long, kaupmaður í Hafnarfirði, f. 9. janúar 1884, d. 21. ágúst 1964, og Arnfríður Sigurrós Ein- arsdóttir, kennari og húsfreyja í Hafnarfirði, f. 1. nóvember 1886, d. 18. mars 1960. Systkini Ásgeirs voru Einar Foss Long, f. 1. apríl 1914, d. 5. janúar 1983, og Ásdís Valdi- marsdóttir Long, f. 11. febrúar 1921, d. 26.október 1927. Eiginkona Ásgeirs var Guð- björg Gunnarsdóttir, húsmóðir, f. 18. júní 1927, d. 13. júlí 2004. Börn þeirra eru: 1) Valdimar Long, f. 10. desember 1958, 2) Björg Long, f. 17. desember 1960. Eiginmaður hennar er Karl Þorvaldsson, f. 24. sept- ember 1960. Börn hennar af fyrra hjónabandi eru: a) Ásdís árið 1978 sem var starfrækt í mörg ár í nágrenni heimilis hans. Ásgeir helgaði líf sitt kvik- myndagerð og var frægasta kvikmynd hans, Gilitrutt (1957) meðal annars í hópi þeirra fyrstu í íslenskri kvikmynda- sögu. Aðrar kvikmyndir sem Ásgeir hefur gert eru Tunglið, tunglið taktu mig (1955), Ís- lenskt skart (1968), Lax í Laxá (1969), Virkjun (1972) og Saga um lágmynd (1990). Auk fjölda heimildamynda og auglýsinga en hann dvaldi meðal annars á Spáni við upptökur fyrir ferða- skrifstofu. Hann stofnaði framleiðslufyr- irtækið Kvik sf. ásamt Páli Steingrímssyni og Ernst Kettler í upphafi árs 1973. Fyrsta kvik- myndin sem fyrirtækið fram- leiddi var Eldeyjan en hún hlaut verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Atlanta í Bandaríkjunum. Hann var líka einn af stofnendum Félags kvik- myndagerðarmanna auk þess sem hann flutti inn og sá um uppsetningu á kirkjuklukkum í um 60 ár. Hann hafði líka gríð- arlegan ljósmyndaáhuga og eft- ir hann liggja ótal ljósmyndir. Útför Ásgeirs fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 14. ágúst 2018, klukkan 13. Björg Jóhann- esdóttir, f. 8. júní 1980, barn Hrönn Bergþórsdóttir Smári, f. 5. apríl 2009. b) Ásgeir Ingi Jóhannesson Long, f. 25. sept- ember 1984, maki Rebeca Cedron, f. 10. júní 1983. Faðir þeirra er Jóhannes Davíðsson. c) Rögnvaldur Ágúst Ragnarsson Long, f. 12. júní 1995. Faðir hans er Ragnar Rögnvaldsson. Ásgeir ólst upp á Brekku- götu 11 í Hafnarfirði en bjó lengst af í Lyngási 2 í Garðabæ með Guðbjörgu og börnum sín- um. Hann gékk í barnaskóla í Hafnarfirði og stundaði síðar nám í Iðnskólanum í Hafn- arfirði og svo í Vélstjóraskól- anum. Hann útskrifaðist sem vélstjóri og rennismiður og vann nokkur ár á sjó sem vél- stjóri. Hann stofnaði vélaverkstæð- ið Litlu vinnustofuna árið á 1953. Hann stofnaði einnig báta- og vélaverkstæðið Barco Lítil auglýsing getur orðið til þess að leiðir fólks liggi saman í lífinu. Oftast verða kynnin stutt en stundum verður til vin- átta sem varir. Þannig kynntumst við hjónin þeim Ásgeiri og Guðbjörgu. Við vorum ung og peningalítil, nýbúin að stofna heimili, þegar Örn sá auglýst eftir vélvirkja í vélsmiðju Ásgeirs Long í Hafn- arfirði. Það kom sér vel að geta fengið þar aukavinnu þegar honum hentaði. Fljótt varð mikill samgangur á milli heim- ilanna, börnin á svipuðum aldri og áttum við ótal góðar stundir á hlýlegu heimili þeirra, fyrst á Reykjavíkurveginum, seinna á Reykjalundi og loks í Garða- bænum. Hjálpsemi var þeim Guð- björgu eðlislæg. Þegar ég þurfti að fara inn á sjúkrahús í nokkra daga voru þau óðara komin að sækja drengina okk- ar. Á þessum árum var bílakost- ur okkar hjónanna heldur óburðugur og þótti Ásgeiri sjálfsagt að lána okkur vel út- búna ferðabílinn sinn svo við gætum farið í gott ferðalag með strákana. Í annað skipti vorum við komin upp á Kjal- arnes á leið í útilegu þegar garmurinn okkar bilaði. Ásgeir mætti á staðinn, dró hann heim og lánaði okkur bílinn sinn til að við gætum haldið okkar striki. Á árunum sem þau bjuggu á Reykjalundi vissu synir okkar fátt skemmtilegra en að dvelja hjá þeim í rólegu umhverfi sveitarinnar og systkinin Valdi- mar og Björg voru þeim góðir leikfélagar. Þegar við hjónin brugðum okkur til útlanda gátum við far- ið áhyggjulaus af bæ ef við vissum af þeim í örygginu hjá Guðbjörgu og Ásgeiri. Þau höfðu yndi af ferðalög- um og útilegum og frábært var að ferðast með þeim innan- lands. Einnig áttum við ánægjulega daga saman í Þýskalandsferðinni okkar. Ásgeir var hugmyndaríkur og skapandi einstaklingur, þús- und þjala smiður, frumkvöðull í kvikmyndagerð á Íslandi, frá- bær ljósmyndari en umfram allt drengur góður. Á kveðjustund er okkur efst í huga þakklæti fyrir ómetan- lega vináttu þessara góðu hjóna og barna þeirra í gegnum árin um leið og við sendum Valdi- mar, Björgu og öðrum ástvin- um innilegar samúðarkveðjur. Sigríður og Örn Engilbertsson. Ásgeir Long ✝ Dr. Helena Ka-deèková fædd- ist í Prag 14. ágúst 1932. Hún lést 30. júní 2018. Eftir nám við Karls-háskóla starfaði hún við Germönsku- og norrænudeild hans 1958-2011. Þrisvar nam hún við Há- skóla Íslands, fyrst 1957, og lauk prófi í íslensku fyrir erlenda stúdenta 1965. Hún birti fjölda fræðigreina og ritgerða, samdi barnabókina Óli, þinn íslenski félagi og bæk- urnar Ragnarök, norrænar goð- sögur og sagnir; Saga nor- rænna bókmennta, miðaldir og Saga Íslands. Eftir 1960 tóku að birtast þýðingar hennar úr íslensku, sú fyrsta voru Litbrigði jarð- arinnar eftir Ólaf Jóhann Sig- urðsson 1964, sú síðasta Aðventa Gunnars Gunn- arssonar 2017. Af norrænum fornritum þýddi hún Eddu og Yng- linga sögu Snorra Sturlusonar ásamt frásögn Saxa fróða af Hamleti Dana- prinsi. Eddu- og Ynglingaþýðingin var 1989 verðlaunuð sem „Þýð- ing ársins“ af Tékkneska bók- menntasjóðnum. Árið 1999 veitti Alþjóða- samband þýðenda Helenu orðu Karels Capek fyrir þýðingar. Þá hlaut hún íslensku fálkaorð- una fyrir kynningu íslenskrar menningar erlendis. Norðmenn veittu henni tvær orður Ólafs helga. Sálumessa verður í Prag í dag. „Stórelskulega Helena mín!“ voru ávarpsorð Þórbergs Þórðar- sonar í bréfaskiptum við vinkonu sína Helenu. Hún bar gæfu til að kynnast mörgu úrvalsfólki ís- lenskrar samtímamenningar, auk Þórbergs má nefna hjónin Þor- geir Þorgeirson og Vilborgu Dag- bjartsdóttur. Þau kynni báru góðan ávöxt. Helena tók íslenskt mál, menningu og þjóðlíf föstum tök- um: fór með vélbáti í fiskiróður undir Jökli vorið 1958, saltaði síld á Siglufirði, vann í frystihúsi í Reykjavík, við heyskap í Eyja- firði og á Hala í Suðursveit og ávann sér hrifningu og aðdáun fyrir þekkingu sína og skilning á flestu er að Íslandi lýtur. Daginn sem Dubèek tók við völdum í heimalandi hennar varði Helena doktorsritgerð sína „Upphaf íslenskra nútímabók- mennta“. Nú fór í hönd vonglaður um- brotatími, Vorið í Prag. „Það er leitt að þú skulir ekki vera hérna nú og upplifa þetta með okkur“ skrifaði Helena á póstkorti ís- lenskum kunningja. Síðar sama ár kæfðu skrið- drekar þessa vorþíðu („Rússnesk ungmenni, gangið í herinn og kynnist nýjum löndum“, sögðu meinháðskir landar góða dátans). Myrk ár fóru í hönd og nú voru athöfnum Helenu settar þröngar skorður, en þýðingar gat hún stundað. Í grein í Ritmennt sem ber heitið „Játning þýðanda til Hall- dórs Laxness“ segir Helena um þýðingu sína á Brekkukotsannál: „Meðan ég var að þýða bókina lifði ég í eins konar Íslandsvímu og gleymdi alveg hinum tékk- neska veruleika. Getur nokkurt listaverk gefið lesanda sínum meira? Getur fundur höfundar og þýðanda orðið innilegri? Síðan þýddi ég tvær skáldsög- ur Halldórs til viðbótar, en Brekkukotsannáll var dýrsta gjöf hans til mín. Ég gleymdi að þakka honum fyrir það meðan hann var enn á lífi.“ Árni Björnsson, Baldur Sigurðsson, Dina Haralds- son, Haukur Jóhannsson, Helgi Haraldsson, Lenka Zimmermannová, María Hauksdóttir, Olga María Franzdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir. Helena Kadeèková Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein, Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.