Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2018 Sumir fjölmiðlar hafa mestanáhuga á frétt sem þeir telja sér trú um að sé innan seilingar.    Skrítnar vorufréttirnar um tilvonandi fréttir af fjölda- fundum „þjóð- ernisofstæk- ismanna“ í nágrenni Hvíta hússins. Eftir mikinn uppslátt og skrif þar sem forsetanum var færður þessi félagsskapur til eignar með kröfum um opinbera fordæmingu hans (sem hann lét undan) hófst fundurinn.    Slegið var á að nærri þrjátíufundarmenn hafi mætt.    Fjölmargar þekktar mótmæl-endasveitir vestra, sem köll- uðu sig af þessu tilefni andfas- ista, mættu til að andæfa ofstækinu sem fer helst undir fána „suðurríkjanna“ sem voru úr sögunni 1865.    Andfasistarnir voru með tölu-verðan hávaða og margir þeirra huldu andlit sitt af óupp- lýstum ástæðum. Lögreglan telur að þeir hafi verið um 100 sinnum fleiri en voru í hópnum sem öll hættan stóð af.    Páll Vilhjálmsson bendir á „að30 manna ,,fjöldafundur“ hægriöfgamanna er stórfrétt vegna þess að fjölmiðlar bjuggu til væntingar um að fasismi/ kynþáttahyggja sé vaxandi. Fjöl- miðlaöfgar, að sjá fasisma og kynþátthatur í hverju horni, er tilbúningur frjálslyndra vinstri- manna sem geta ekki á sér heil- um tekið eftir Brexit og sigur Trump. Fjölmiðlafasisminn er öfga- viðbrögð við pólitískri þróun sem ekki er ráðandi öflum að skapi.“ Fjórar tær héldu fund STAKSTEINAR Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum styrkur - ending - gæði Eldhúsinnréttingar hÁgÆÐa dansKar OpiÐ: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Lokað á laugardögum í sumar úrVal innréttingaViÐ hönnum Og tEiKnum VönduÐ gÆÐaVaragOtt sKipulag Veður víða um heim 13.8., kl. 18.00 Reykjavík 13 skýjað Bolungarvík 16 léttskýjað Akureyri 14 léttskýjað Nuuk 10 skýjað Þórshöfn 12 rigning Ósló 21 heiðskírt Kaupmannahöfn 18 rigning Stokkhólmur 19 heiðskírt Helsinki 18 heiðskírt Lúxemborg 19 skúrir Brussel 18 skúrir Dublin 18 skýjað Glasgow 16 rigning London 23 skúrir París 23 skýjað Amsterdam 19 skúrir Hamborg 24 heiðskírt Berlín 26 rigning Vín 31 heiðskírt Moskva 19 léttskýjað Algarve 26 heiðskírt Madríd 34 léttskýjað Barcelona 27 þrumuveður Mallorca 30 léttskýjað Róm 29 þrumuveður Aþena 29 heiðskírt Winnipeg 21 alskýjað Montreal 25 skýjað New York 22 rigning Chicago 22 þoka Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:17 21:49 ÍSAFJÖRÐUR 5:07 22:08 SIGLUFJÖRÐUR 4:50 21:52 DJÚPIVOGUR 4:43 21:22 Þrír franskir ferðamenn sem gerðust sekir um utanvegaakstur á vegi F910 á svo- kallaðri austur- leið inni á Möðru- dalsöræfum á laugardag greiddu hver um sig 100 þúsund krónur í sekt í gærmorgun á lögreglustöðinni á Eg- ilsstöðum. Alls voru ferðamennirnir sex talsins í þremur jepplingum á leið á hálendið en óku tiltekna leið til að komast í Kverkfjöll og á Öskju. Ferðamennirnir komust ekki yfir vað á Þríhyrningsá og brugðu því á það ráð að fara út fyrir veginn og yf- ir ána á öðrum stað. Að sögn varðstjóra lögreglunnar á Austurlandi voru tveir mannanna ánægðir með málalokin en sá þriðji var ekki eins sáttur. Hann var óánægður vegna þess að hann vissi ekki að það mætti ekki keyra utan- vegar á Íslandi, fyrr en hann var bú- inn að því. Var honum bent á að kynna sér aðstæður áður en haldið væri af stað í ókunnugu landi. Greiddu 300 þúsund kr. í sekt  Einn ferðamaður ósáttur við málalok Brot Sektir eru frá 50-500 þúsund kr. ÁTVR hefur tekið í notkun nýjar dósir undir íslenskt neftóbak. Sig- rún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarfor- stjóri ÁTVR, segir að hugsunin að baki hinum nýju dósum sé að þær megi innsigla. Enn er beðið eftir því að hönnun á lokum dósanna ljúki, en prófanir á plasti í þau hafa dregist nokkuð. Þar til þeirri vinnu lýkur verða gömul lok notuð. „Við erum búin að taka dósirnar í notkun. Það er minniháttar breyting á þeim, nýr kantur. Síðan eigum við enn eftir að klára þessi innsiglismál, en þau hafa tekið aðeins lengri tíma en við hefðum kosið. Við vinnum að þessu eins hratt og við getum,“ segir hún. Hinum nýju lokum mun svipa mjög til þeirra eldri utan kants svo innsigla megi dósina. Fréttir birtust nýverið af því að átt hefði verið við innihald tóbaks- dósa ÁTVR áður en þær rötuðu í hendur kaupenda. Sigrún Ósk segir að það sé æskilegast að hægt sé að innsigla vöruna. „[Tóbaks]hornin eru þegar komin með innsigli og nú á aðeins eftir að klára dósirnar.“ Útlit merkimiða á tóbaksdósinni er einnig breytt og enn hefur verið aukið við varnaðarorð á henni. „Við breyttum líka aðeins útlitinu og bættum við aðvörunarorðum um að tóbakið væri ekki ætlað fyrir munn. Þetta eru minniháttar breyt- ingar á útliti,“ segir hún. jbe@mbl.is Nýjar neftóbaksdósir teknar í notkun  Gömul lok á dósunum fyrst um sinn  Varnaðarorðum á merkingum fjölgað Ljósmynd/Birkir Grétarsson Dós Neftóbaksdós með gömlu loki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.