Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu auga á stóra sprungu í Fagra- skógarfjalli um helgina, en þar var Gæslan með æfingar í grennd við framhlaupið í Hítardal. Vefur Veð- urstofu Íslands greindi frá fregn- unum í gær. Sprungan sem hefur opnast inni á fjallinu er skammt frá brotsári fram- hlaupsins sem féll 7. júlí síðastliðinn. Þá er sprungan á sömu slóðum og hrunið sem varð úr toppi fram- hlaupsins þann 13. júlí sl., nánar til- tekið í innanverðu skriðusárinu, seg- ir á vef Veðurstofunnar. Spildan sem hefur losnað frá brún fjallsins er á bilinu 50-150 þúsund rúmmetrar. Ekki er talið að hrun af þessari stærðargráðu geti borist langt niður á láglendi. Mun efnið lík- lega falla ofan á framhlaupsurðina sem myndaðist í júlí, að því er kemur fram í frétt Veðurstofunnar. Þá bendir Veðurstofan á að algengt sé að hreyfingar eða hrun eigi sér stað í sárum þar sem framhlaup eða stórar skriður hafa orðið. Því er ástæða til að ítreka að fólk ætti ekki að vera í næsta nágrenni við skriðuna. ax- el@mbl.is Stór sprunga í Fagraskógarfjalli  Rétt innan við skriðusárið í fjallinu Ljósmynd/Jens Þór Sigurðarson Hreyfing Ný sprunga hefur mynd- ast í Fagraskógarfjalli í Hítardal. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það er ekki gott að segja hvað veldur en þetta er í fyrsta skipti á þeim 20 árum sem ég hef fylgst með sem þessir hvalir synda inn fyrir brúna í Kolgrafafirði,“ segir Einar Þór Strand, formaður svæð- isstjórnar Landsbjargar á Snæ- fellsnesi, um grindhvalavöðu sem heldur sig í firðinum. Einar segir að þegar síldin sótti Kolgrafafjörð heim árin 2013 og 2014 þá hafi háhyrningar, höfr- ungar og hnísur dólað fyrir utan brúna og ekki hafi farið á milli mála að síldin var á flótta inn fjörðinn undan hvölum og nóta- skipunum. Einar segir að hvalir hafi synt mun oftar á land í Snæfellsbæ, Ólafsfirði, Rifi og á Hellissandi. Fyrir rúmu ári hafi yfir 100 hvalir verið reknir frá landi við Bug, austan við Ólafsvík. Grindhvalirnir komnir aftur Hvalirnir sem voru innlyksa í Kolgrafafirði, sem er næsti fjörður við Grundarfjörð á norðanverðu Snæfellsnesi, voru reknir af björg- unarsveitarmönnum úr firðinum á sunnudagskvöld. Adam var ekki lengi í Paradís því grindhvalavaðan var mætt aft- ur í Kolgrafafjörðinn í gærmorg- un. Mbl.is greindi frá því að einn hvalur hefði synt of nærri landi og fest sig í fjörunni en hann var los- aður með aðstoð manna á bátum. Hefur ekki gerst áður  Grindhvalir inn- an brúar í Kolgrafa- firði  Aftur í gær Morgunblaðið/Hallur Már Björgun Grindhvalir sem heimsóttu Kolgrafafjörð voru reknir úr firðinum. Þeir virtust ekki sáttir við brottreksturinn og komu aftur til baka. Umhverfisstofnun stóð nýlega fyrir úttekt á húðsnyrtivörum sem upp- runnar eru frá löndum utan Evr- ópska efnahagssvæðisins. Farið var til 9 birgja sem eru umsvifamiklir í þeim innflutn- ingi og voru alls 32 vörur skoð- aðar. Úttektin leiddi í ljós að 12 vörur eða 38% reyndust ekki uppfylla alfarið skilyrði löggjafar EES. Greint er frá niðurstöð- unum á vef stofnunarinnar. Athug- unin hefur þannig leitt í ljós brota- lamir gagnvart löggjöf EES um snyrtivörur. Engin bönnuð innihaldsefni „Í þessu tilfelli voru engin bönnuð innihaldsefni þannig það ætti ekki að vera nein hætta út frá þeim. En þess- ir aðilar utan EES sem varan er upp- runnin hjá eru ekki að sjá til þess að þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar samkvæmt reglugerð séu upp- fyllt,“ sagði Einar Oddsson, sérfræð- ingur á sviði sjálfbærni hjá Umhverf- isstofnun, í samtali við mbl.is í gær. Sameiginleg löggjöf landa innan EES-svæðisins hefur það markmið að tryggja að snyrtivörur sem boðnar eru fram á markaði séu öruggar fyrir heilbrigði manna við eðlileg notk- unarskilyrði. Áður en snyrtivara er markaðssett á EES skal tilnefna ábyrgðaraðila innan þess. Sá aðili hefur m.a. þá skyldu að skrá vöruna í snyrtivöruvefgátt ESB, setja saman vöruupplýsingaskjal og tryggja að merkingar á vörunni uppfylli reglur. Einar sagði að slíkt væri gert til þess að ljóst væri hvar ábyrgð hvíldi ef eitthvað kæmi upp á. Þá bendir hann á að einhver tilfelli hafi komið upp þar sem verið er að markaðssetja vörur frá aðilum utan EES og þessi skilyrði eru ekki uppfyllt. Birgjum þeirra vara sem uppfylltu ekki skilyrði er gefinn úrbótafrestur. Ef ekki verður af úrbótum innan frestsins getur UST gripið til þving- unarúrræða. axel@mbl.is 38% upp- fylla ekki skilyrði  UST gerði úttekt á húðsnyrtivörum Snyrtivörur Birgj- um gefinn frestur. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Tannlæknafélag Íslands og Sjúkra- tryggingar Íslands (SÍ) munu eiga sinn fyrsta samningafund kl. 17 í dag, en stefnt er að nýjum samningi um tannlækningar aldraðra og ör- yrkja sem á að taka gildi 1. sept- ember nk. Síðasti samningur um tannlækningar aldraðra og öryrkja á grundvelli laga um sjúkratryggingar rann út árið 2004, skv. vef SÍ. Upphaflega stóð til að samningur um þjónustuna tæki gildi 1. júlí sl., en samningsgerðin hefur verið vandasöm og tekið lengri tíma en ætlað var. Samhliða nýjum samningi um tannlækningar aldraðra og öryrkja áforma stjórnvöld að stórhækka ár- legt framlag til málaflokksins og er áætlað að árleg fjárveiting til greiðsluþátttöku vegna þjónustunn- ar hækki úr tæpum 700 m.kr. í 1.700 m.kr. eða um rúm 140%. Elín Sigurgeirsdóttur, formaður Tannlæknafélags Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að næðust samningar við félagið yrðu allir fé- lagsmenn, sem eru flestir tannlækn- ar á Íslandi, aðilar að samningnum þegar hann yrði undirritaður. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið, þar sem það væri á viðkvæmu stigi og framundan væru samninga- fundir við SÍ, en að hún fagnaði því að stjórnvöld vildu stíga skref í þá átt að bæta kjör og tannheilsu aldr- aðra og öryrkja með auknum fram- lögum og nýjum samningi. Fyrsti fundur af a.m.k. fjórum Ómar Oddgeirsson, sérfræðingur í samningum hjá SÍ, segir að fund- urinn í dag sé sá fyrsti en til standi að eiga annan fund á fimmtudaginn nk. og aftur þriðjudag og fimmtudag í næstu viku. Sjúkratryggingar Íslands tóku saman skýrslu um tannlækningar aldraðra og öryrkja árin 2004–2017. Í henni er m.a. að finna heildarkostn- að þjónustunnar, verðlagningu, verðþróun og þróun greiðsluþátt- töku sjúkratrygginganna, en í skýrslunni er staðfest að hlutfall greiðsluþátttöku SÍ í tannlækna- kostnaði þessara hópa hefur dregist mjög saman á tímabilinu. Fundað með tannlæknum  Stefnt er að nýjum greiðsluþátttökusamningi fyrir aldraða og öryrkja fyrir 1. september  Tannlæknafélag Íslands mun semja fyrir hönd sinna félagsmanna Malbikað var í gær frá vegamótunum við Hellisheiðarvirkjun að Skíðaskál- anum í Hveradölum. Umferð bifreiða var beint um Þrengslaveg meðan stóð á malbikuninni sem reiknað var með að lyki um miðnætti í gærkvöldi. Þrátt fyrir að malbikunarframkvæmdir geti valdið óþægindum og lengt ferðatíma fagna ferðaþjónustuaðilar sem þurfa að nota þjóðvegi landsins löngu tímabæru viðhaldi á þeim. Morgunblaðið/Eggert Malbikunarframkvæmdir á fullu á Hellisheiði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.