Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2018 Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is. Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti. Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is ✝ HallgrímurGuðjónsson fæddist 15. jan- úar1919 í Hvammi í Vatnsdal, A-Hún. Hann lést 3. ágúst 2018 á Hrafnistu við Brúnaveg. Foreldrar: Ingi- björg Rósa Ívars- dóttir húsfreyja, f. 26.8. 1891, d. 8.9. 1982, og Guðjón Hallgrímsson bóndi, f. 17.11. 1890, d. 11.9. 1982. Þau eign- uðust sjö börn, þau eru Stein- grímur, f. 15.4. 1917, d. 13.12. 1982, Sigurlaug Guðrún, f. 15.4. 1920, d. 15.11. 1995, Jón Auð- unn, f. 17.12. 1921, d. 23.9. 2014, Ingibjörg, f. 25.5. 1923, d. 28.8. 1979, Þórhildur, f. 1.12. 1925, Eggert, f. 15.12. 1927, d. 10.5. 1953. Hallgrímur fluttist 12 ára gamall með foreldrum sínum að Marðarnúpi vorið 1931. For- eldrar hans höfðu keypt Marð- arnúp þar sem Guðjón taldi að miklir möguleikar væru þar, þau áttu Hvamm áfram og höfðu ráðsmann þar við búrekstur. Síðla árs 1945 keypti Hall- grímur Hvamm og hóf þar bú- skap árið 1946. 1975, b) Bjarni, f. 1980, maki Elzbieta Baranowska, þau eiga eitt barn, c) Elín, f. 1982, maki Kári Martinsson Regal, þau eiga þrjú börn. 3) Þuríður Kristín Hallgríms- dóttir, f. 27.2. 1955, maki Finn- bogi G. Kjartansson, f. 19.9. 1952, börn: a) Hallgrímur, f. 1978, b) Kjartan Henry, f. 1986, maki Helga Björnsdóttir, þau eiga tvö börn, c) Fjóla, f. 1993, maki Davíð Ó. Sigurbergsson. 4) Margrét Hallgrímsdóttir, f. 3.11. 1957, maki Gunnar Þór Jónsson, f. 9.8. 1956, börn: a) Geir, f. 1984, hann á tvö börn, b) Guðjón, f. 1988, maki Arna Íris Vilhjálmsdóttir, þau eiga tvö börn, c) Kristín, f. 1992, maki Torfi Guðbrandsson, þau eiga tvö börn. Hallgrímur naut almennrar skólagöngu. Í sveitinni var far- kennari sem kom við á bæj- unum. Einnig sótti hann skóla fram að Eyjólfsstöðum. Hallgrímur fór í Héraðsskól- ann í Reykholti, þar stundaði hann nám einn vetur, 1936 til 1937. Að loknu námi í Reykholti fór hann í Bændaskólann á Hvanneyri, lauk þar búfræðik- andídatsprófi vorið 1940. Hallgrímur var bústólpi í sinni sveit, honum voru falin ým- is störf fyrir samfélagið í Vatns- dalnum, hann var meðal annars hreppstjóri um 10 ára skeið. Útför Hallgríms fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 14. ágúst 2018, klukkan 13. Hallgrímur kvæntist þann 19.11. 1952 Sig- urlaugu Fjólu Kristmannsdóttur, f. 29.11. 1921 á Narfastöðum, Ytri- Njarðvík, d. 29.9. 2010. Foreldrar henn- ar voru Þuríður Ingibjörg Klemens- dóttir húsfreyja, f. 5.3. 1888, d. 5.5. 1968, og Krist- mann Runólfsson kennari, f. 21.2. 1886, d. 12.5. 1954, þau bjuggu á Hlöðversnesi á Vatns- leysuströnd. Börn þeirra 1) Hafsteinn Gunnarsson, f. 12.7. 1949, faðir Gunnar H. Hermannsson, f. 2.12. 1922, d. 8.6. 1977, maki Ásta Jónsdóttir, f. 22.10. 1949, börn: a) Gunnar Atli, f. 1972, maki: Ulrike D. Malsch, þau eiga tvö börn, b) Auður Bryndís, f. 1978, maki Brynjar Sörensen, þau eiga þrjú börn, c) Eygló Lilja, f. 1980, maki Jóhann Frið- riksson, þau eiga þrjú börn, d) Hugrún Fjóla, f. 1985, hún á eitt barn. 2) Ingibjörg Rósa Hall- grímsdóttir, f. 11.4. 1953, maki Gísli Ragnar Gíslason f. 18.8. 1952, börn: a) Sigurlaug Ýr, f. Elsku pabbi minn, ég ætla að rifja upp stundir með þér þegar ég var ung. Gaman var að fara með þér í fjárhúsin og fjósið til að fylgjast með vinnulaginu. Þegar ég var barn og fram undir ung- lingsár var fjósið heima á hlaðinu, stutt að fara úr húsi og sjá til með nautgripunum. Rafmagnið kom ’59 og bætti það búskapinn til muna. Fyrsti bíllinn kom einnig heim ’59, margar skemmtilegar ferðir voru farnar t.d. í berjamó, heim- sóknir og að skoða góða landið okkar Ísland. Ég ætla að hverfa aftur til rafmagnsleysisins og ég sé þig fyrir mér að bera lugtina góðu til að lýsa leiðina til útihús- anna. Ljósin voru ekki á hverju strái í myrkrinu að vetrarlagi. Lamparnir voru áberandi í íbúð- arhúsinu og útihúsunum, aðal- lega á veggjum. Einu sinni var reyndar lampi á borði í stofunni sem féll við, þá logaði bál, en Guð- jón Kristmundsson sýndi þar mikið snarræði og kæfði eldinn með teppi. Gaman var að sitja í bíl með þér og um tíma keyrðir þú skólabörnin, ekki var það leið- inlegt fyrir dótturina. Ekki má gleyma sauðburðinum, þ.e.a.s. að fá að vera með þér og læra að vinna. Ég gleymi ekki hversu ánægjulegt það var að reka féð á heiðina og í framhaldinu komu réttirnar að hausti. Þú varst vel undirbúinn að fara í göngurnar með nesti, hundinn Móra og fleira. Mig langar að nefna að hund- urinn Sámur fylgdi þér seinna í búskapnum. Hesturinn þinn Gamli Brúnn stóð fyrir sínu og síðar góði Smári, en hann var einkar fjörmikill hestur. Hryssur voru ekki tamdar, en fallegar með folöldin sín. Heyskapurinn var annasamur, og tók stundum drjúgan tíma sökum þess að tæknin var ekki komin til sögunn- ar. Þú baðst mig alltaf að fara varlega í nálægð við vélarnar, en þú vildir alltaf lána mér bílinn þegar ég hafði aldur til. Elsku pabbi minn, þakka þér fyrir að hugsa vel um að hægt var að fara oft í reiðtúra á sunnudög- um þegar ekki var annasamt við vinnuna. Ég hugsa til ykkar mömmu, þið voruð svo falleg saman og góð við hvort annað. Vinna ykkar var alltaf til fyrir- myndar. Þegar búskapnum var lokið í Hvammi var haldið til Reykjavíkur árið 1985. Ánægju- legt að hafa ykkur með okkur hjónum, börnum, mökum þeirra og barnabörnum. Elsku pabbi minn, ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar í lífinu. Guð geymi þig. Ingibjörg Rósa Hallgrímsdóttir. Minn ástkæri afi Hallgrímur Guðjónsson er fallinn frá. Ég vann sem kaupakona í elsku sveitinni minni í Hvammi í Vatns- dal, ævintýralegir tímar í sveit- inni einkenndust af almennum sveitastörfum eins og að gefa dýrum að borða, reka kýr í haga, moka flór, raka tún, versla í kaup- félaginu á Blönduósi, vaska upp, leggja á borð og jú svo eflaust þvældist ég eitthvað fyrir einnig með því að taka heljarstökk uppi í hlöðu og á heyvagninum, við að tálga skip og útbúa túttubyssur, veiða síli og margt fleira minna nytsamlegt. Í lok sumars fékk ég svo greitt eftir sumarið í sveitinni og það var stolt ung stúlka sem hélt til Reykjavíkur en þó með miklum söknuði og trega. Afi var virkilega nákvæmur, réttsýnn og fróðleiksfús maður og hafði virkilega gaman af því að tala um sveitina sína en afi keypti Hvamm af föður sínum Guðjóni síðla árs 1945 og rak það eins og herforingi alla tíð eða þar til að þau amma fluttu til Reykjavíkur árið 1985. Afi gegndi lykilstöðum eins og hreppstjórastöðu og ýmsum öðr- um félagsmálastörfum. Eftirminnileg er ein ferð mín af mörgum úr HÍ í hádegishléi en þá var ferð minni heitið út Suður- götuna niður á Þorragötu þar sem afi og amma bjuggu og mér tókst að fá hraðasekt á leiðinni. Ég var orðin mjög svöng og afi og amma voru alltaf með sérstakan mat fyrir mig að borða. Eftir matinn voru þjóðmál, ættfræði og tölur ræddar, afi lagði sig í sóf- anum og hlustaði á fréttir ásamt okkur ömmu. Jólin 2017 eru mér enn í fersku minni en ég var með afa á Hrafn- istu á aðfangadag því að hann treysti sér ekki til móðursystur minnar eins og vaninn hafði verið undanfarin ár. Við afi gengum til sæta, þar spyr vinur hans hvaða kona fylgi honum, afi hafði ein- stakt lag á að brosa í kampinn þegar honum hentaði án þess að svara og það gerði hann í þetta sinn. Að borðhaldi loknu héldum við afi inná herbergið hans til að opna gjafir. Afi vildi nú ekkert opna allar gjafirnar og fórum við aðeins á röltið til að athuga hvort eitthvað væri um að vera fyrir vistmenn en það var ekkert í gangi svo að við fórum aftur inná herbergið þar sem við áttum góða stund saman. Afi og amma áttu farsælt og gott líf saman, þau hafa notið þeirrar einstæðu gæfu að geta verið sjálfstæð og út af fyrir sig sem ég tel vera einstakt. Afi var mjög jarðbundinn og staðfastur og amma var algjör andstæða, alltaf á fleygiferð en það var virkilega fín blanda, ég sá hvað þau elskuðu hvort annað mikið, sönn ást og virðing í hávegum höfð. Afi og amma voru bæði mjög hreinskilin á sinn hátt sem ég tel vera lykill í samskiptum fólks. Alltaf þegar ég kom að hitta afa sagði hann „Mikið ertu falleg, elsku Sigurlaug mín, og mikið ertu góð að koma til mín.“ Afi minn var einstakur maður og mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu, afi hefur alltaf sýnt mér raunverulega ást, hlýju og virðingu. Ég sakna þín svo mikið, elsku afi minn, ég er mjög lánsöm að hafa átt samleið svo lengi með perlu eins og þér. Ég elska þig, afi minn, megi Guð vera með þér að eilífu. Sigurlaug Ýr Gísladóttir. Elsku afi okkar er nú fallinn frá. Afi fæddist þegar frostavet- urinn mikli var nýliðinn, og því hægt að segja að hann hafi lifað þennan mikla vetur af þar sem hann var í maganum á móður sinni. Tímarnir hafa heldur betur breyst síðan þá. Þegar hann varð 70 ára hætti hann að eldast, hann leit eins út í 30 ár. Það segir mikið um það hvað hann var hraustur og flottur. Afi var alltaf snyrtilegur til fara, virðulegur í tali og hélt fast í gamla tíma. Hann hafði ávallt orð á því ef honum þótti við vera í sér- staklega fínum fötum. Hann heillaðist af bláa litnum og fannst falleg föt sýna snyrtimennsku og virðuleika. Í einni heimsókninni minni mætti ég í rifnum gallabuxum með gati á hnjánum sem voru mikið í tísku en afi gaf ekki mikið fyrir þær og spurði mig hvort þetta væru vinnubuxur. Við systkinin vorum svo hepp- in að fá að verja miklum tíma með ömmu og afa. Ferðirnar okkar norður í Vatnsdal eru ógleyman- legar og við tókum virkan þátt í að skipuleggja landið sem afi tók frá þegar hann seldi Hvamm. Við fórum margar ferðir að gróður- setja tré og á leiðinni var stoppað í (gamla) Staðarskála og afi keypti sér stundum nýsteikta ástarpunga sem hann hafði sér- stakt dálæti á. Í sveitinni leið afa vel og það var svo gaman að fylgjast með honum á sínum heimaslóðum, sögurnar sem hann gat sagt okk- ur voru alltaf áhugaverðar, það var engu sleppt í frásögn enda þótti afa mjög gaman að tala og hann var virkilega góður í því. Afi og amma komu alltaf til okkar á aðfangadag. Þær minn- ingar eru okkur afar kærar og hlýjar. Þegar við vorum krakkar sát- um við inni í stofu á meðan mamma og pabbi voru að elda, hlustuðum á messuna og héldum í hendurnar á ömmu og afa. Amma söng með og afi hlustaði vel. Það sem er okkur efst í huga þegar við hugsum um afa er hlý- leikinn, snyrtimennskan, virðu- legi talandinn, viskan, og af og til húmor og þá skoppuðu axlirnar upp og niður og lágur hlátur heyrðist. Elsku fallegi afi okkar, nú ertu kominn á betri stað, kysstu ömmu Fjólu frá okkur. Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Hallgrímur Guðjónsson ✝ Magnea ÓlöfFinnbogadóttir fæddist á Ket- ilvöllum í Laug- ardal 24. mars 1929. Hún lést 9. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru Finnbogi Árnason, f. 18. mars 1902 í Mið- dalskoti, Laugar- dal, d. 20. sept- ember 1968, og Sigríður Ólafsdóttir, f. 25. apríl 1904 á Arnarfelli, Þingvallasveit, d. 23. apríl 1987. Systkini Magneu Ólafar eru Kristinn, f. 28. maí 1927, d. 4. október 1991, Jóna, f. 2. júlí 1930, og Guðrún, f. 27. maí 1934. Hinn 15. apríl 1950 giftist Magnea Ólöf Þorláki Runólfs- syni, f. 2. mars 1929, d. 29. nóv- ember 2003. Foreldrar hans voru Runólfur Þorláksson, f. 4. mars 1886 í Reykjavík, d. 21. nóvember 1954, og Agnes Kon- ráðsdóttir, f. 21. janúar 1899 í Stykkishólmi, d. 3. nóvember 1977. Magnea og Þorlákur bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, ur, börn þeirra eru Katrín Eyja og Hugi Þór. Fyrir átti Guðjón dótturina Hrönn, f. 17. apríl 1970, börn hennar eru Guðjón Birkir Björnsson og Dagný Björnsdóttir. 3) Finnbogi, f. 1. febrúar 1957, kvæntur Katrínu Eiðsdóttur, f. 20. janúar 1963. Fyrri kona Finnboga var Anna Freyja Jó- hannsdóttir, börn þeirra eru: a) Jóhann, f. 15. júní 1978, kvæntur Sigríði Jónu Ingólfsdóttur, börn þeirra eru Aldís María, Andri Snær og Arna Lind. b) Björn, f. 6. maí 1980, kvæntur Sif Jóns- dóttur, dóttir Björns er Hildur Freyja. c) Magnea Ólöf, f. 12. júlí 1985, sonur Magneu og Björns Harðarsonar er Hörður Ingi og sonur Magneu og Einars Örlygs- sonar er Finnbogi Þór. d) Agnes Sigríður, f. 23. febrúar 1988, sambýlismaður Arnar Helgason, börn þeirra eru Alexandra og Þórir Dreki. 4) Agnar, f. 12. mars 1960, kvæntur Kristínu Rut Jóns- dóttur, f. 6. febrúar 1963, börn þeirra eru: a) Pétur Óli, f. 2. október 1988, móðir hans er Sig- ríður Garðarsdóttir. b) Agnar, f. 25. maí 1992, sambýliskona Hera Björt Aradóttir. c) Dagmar, f. 20. apríl 1996, sambýlismaður Steinar Ernir Knútsson. Útför Magneu Ólafar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 14. ágúst 2018, og hefst athöfnin klukkan 15. lengst af í Langa- gerði 50. Magnea og Þor- lákur eignuðust fjögur börn: 1) Run- ólfur, f. 24. sept- ember 1950. Hann er kvæntur Önnu Grímsdóttur, f. 24. júní 1951, synir þeirra eru: a) Þor- lákur, f. 24. mars 1973, kvæntur Val- dísi Arnardóttur, börn þeirra eru Runólfur, Örn Alvar og Anna Margrét. b) Daði, f. 1. júní 1979, sambýlismaður Bjarni Benedikt Björnsson. 2) Sigríður, f. 24. apríl 1952. Hún er gift Guðjóni M. Jónssyni, f. 2. nóvember 1951, börn þeirra eru: a) Magnea Ólöf, f. 21. janúar 1972, gift Halldóri K. Björns- syni, börn þeirra eru Arnór Daði, Thelma Karen og Kjartan Kári. b) Arndís, f. 13. febrúar 1975, sambýlismaður Kristján Már Atlason, dóttir Arndísar og Magnúsar Arnar Guðmarssonar er Katla Sigríður, sonur Krist- jáns Más er Atli Dagur. c) Jón Þór, f. 13. desember 1976, kvæntur Evu Björgu Torfadótt- Mamma er farin frá okkur, hún kvaddi 9. ágúst eftir erfið veikindi. Alzheimer-sjúkdómurinn er erfið- ur og óútreiknanlegur. Mamma var góð kona, hugsaði vel til allra, hjálpaði til ef á þurfti að halda. Foreldrar okkar gáfu okkur fallegt og notalegt heimili, mamma var alltaf til staðar fyrir okkur, alltaf heima þegar maður kom heim úr skólanum enda af þeirri kynslóð. Mamma var heimavinnandi en var mikil listakona, málaði á olíu á yngri árum, svo fór hún útí postu- línsmálun, kenndi það í mörg ár og eigum við marga fallega muni eftir hana sem munu gleðja okkur. Mamma var dugleg að bjóða fjölskyldu og vinum til sín, bæði í Langagerðið og svo í Hæðagarð- inn, og var þá oft glatt á hjalla, spilað og leikið sér, allir aldurs- hópar saman. Vinkonurnar í Langagerði komu oft í kaffi og var þá alltaf spáð í bolla við mikinn fögnuð og gleði, Mamma var stofnfélagi í kvenfélagi Bústaða- sóknar á yngri árum var mikið bakað og sagt „þetta á að fara upp í kirkju“ og vorum við ekki alltaf ánægð, en við vorum samt heppin því mamma var myndaleg hús- móðir og átti alltaf gott með kaffinu. Mamma og pabbi voru glæsileg hjón, samhent, þau ferð- uðust mikið saman bæði heima og erlendis og var þá Spánn ofarlega á blaði. Við vorum heppin, við Guðjón, við fórum víða með þeim, svo voru alltaf dekurdagar í sum- arhúsinu okkar Paradís fyrir for- eldra okkar meðan heilsa þeirra leyfði og þá var ferðast um sveit- ina. Það eru góðar minningar sem við höfum þaðan, en nú eru þau öll farin í Sumarlandið góða. Svo eru það systurnar Jóna og Rúna en þær systur voru mjög samrýndar alla tíð og fóru víða saman. Svo áttu þær sumarhúsið sitt saman, Guðrúnarskála í Hveragerði, þar sem þær áttu margar góðar stundir saman og höfðu strákana sína líka sér við hlið, er Mundi okkar er einn eftir af þeim, og var þá oft glatt á hjalla, spilað sungið og dansað saman. Mamma var heppin að hafa þær og ég líka. Þær voru svo tryggar, komu til mömmu nánast alla þriðjudaga frá því að hún veiktist og verður þeim seint full- þakkað, „takk, takk“, mínar kæru móðursystur. Svo var Guðbjörg mákona oft með í för, enn og aftur takk fyrir tryggðina. Langar mig að þakka mömmu samveruna á jörðinni, við kveðj- umst sáttar eftir góða ævi. Takk, elsku mamma, fyrir allt og sjáumst síðar og kveð ég þig með þakklæti í huga, farðu í friði. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Kærleikskveðja, þín dóttir Sigríður Þorláksdóttir (Sigga). Nú hefur kær tengdamóðir mín, Magnea Ólöf Finnbogadótt- ir, kvatt þennan heim eftir löng og erfið veikindi. Ég á margar ljúfar minningar frá næstum hálfrar aldar samveru með tengdafjöl- skyldu minni eftir að ég kynntist Runólfi, elsta syni þeirra Þorláks og Magneu. Magnea var dugleg og stór- glæsileg kona, hress og hrein- Magnea Ólöf Finnbogadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.