Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.08.2018, Blaðsíða 27
Víetnamhreyfingunni og síðar í Mið- Ameríkusamtökum. Þá hefur hann verið formaður Framfarafélags Dal- víkurbyggðar frá 2002 og var formað- ur samtakanna Landsbyggðin lifi frá 2003-2011. Ragnar er nýkominn úr ferð til Kína en þangað var honum boðið til að flytja erindi um jarðskjálfta- spárannsóknir á Íslandi og lærdóma sem af þeim má draga. En eru fræðilegar forsendur fyrir því að segja á næstu árum mun ná- kvæmar fyrir um stóra jarðskjálfta? „Vísindalegar spár og áreiðanleiki þeirra hafa alltaf verið álitamál, enda byggðar á misjafnlega flóknum fyr- irboðum og samspilum þeirra. Fyrir miðja síðustu öld töldu veðurfræð- ingar ólíklegt að hægt yrði að segja fyrir um veður. En á því sviði hafa orð- ið geysilegar framfarir. Kínverjar spáðu réttilega stórum skjálfta árið 1975 og björguðu þar með tugum þúsunda mannslífa. Skömmu síðar kom bakslag í slíkar rannsóknir á Vesturlöndum vegna tortryggni sem líklega mátti rekja til hagsmuna stórra fasteignaeigenda. En við Íslendingar höfum verið leið- andi í stórum norrænum og evrópsk- um rannsóknum sem lofa mjög góðu. Þær byggjast á þeirri aðferð að fylgj- ast með og rannsaka jarðeðlisfræði- lega þætti sem eru undanfari stórra skjálfta, mæla þá og greina. Fjölmargt í rannsóknum okkar gefur ástæðu til bjartýni á þessu sviði. En til þess að raungera þessa bjartsýni þarf auknar eftirlitstengdar rannsóknir og vís- indalega vöktun sem beinlínis hafa það markmið að segja fyrir um stóra skjálfta, stað þeirra, stund og áhrif. Þær kosta auðvitað eitthvað en eru feikilega mikilvægar mannkyninu.“ Ragnar hefur starfað á eigin vegum eftir að hann fór á eftirlaun, eink- anlega að skriftum. Hann hefur m.a. skrifað og gefið út bókina Advances in Eearthquake Prediction (Framfarir í jarðskjálftaspám) sem út kom hjá Springer-forlaginu 2011. Þá kom út 2013 hjá Skruddu bók Ragnars „Það skelfur“, sem er endurminningabók. Fjölskylda Ragnar kvæntist 1961 Astrid Malmström, f. 1936, mennta- skólakennara. Þau skildu 1987. Börn Ragnars og Astrid eru Krist- ina, f. 1962, kennari í Reykjavík; Stef- án, f. 1966, sjávarlíffræðingur í Reykjavík, og Gunnar, f. 1970, læknir við LSH. Dóttir Ragnars og Bjarkar Gísla- dóttur er Bryndís, f. 1974, myndlist- armaður í Reykjavík. Ragnar kvæntist 1990 Ingibjörgu Hjartardóttur, f. 1952, rithöfundi. Stjúpsynir Ragnars og synir Ingi- bjargar eru Hugleikur Dagsson, f. 1977, myndlistarmaður og rithöfundur í Reykjavík, og Þormóður Dagsson, f. 1980, blaðamaður í Reykjavík. Systur Ragnars eru Guðný, f. 1935, starfaði lengi við ferðaþjónustu, búsett í Vogum; Elsa, f. 1940, myndlist- armaður, búsett í Reykjavík. Foreldrar Ragnars: Stefán Bjarna- son, f. í Ölvisholti 7.5. 1910, d. 18.8. 2000, verkamaður í Reykjavík, og Rósa Sigríður Kristjánsdóttir, f. 24.5. 1912, d. 18.11. 1998, kjólameistari í Reykjavík. Ragnar tekur á móti öllum sem telja sig til vina hans eða góðkunn- ingja kl. 20 á afmælisdaginn, þriðju- daginn 14. ágúst, í lounge-salnum á Hótel Marina (Slippbarnum) og stend- ur gleðin fram eftir kvöldi. Úr frændgarði Ragnars Stefánssonar Ragnar Stefánsson Rósa Sigurðardóttir húsfreyja á Syðri-Rauðamel Árni Halldórsson b. á Syðri-Rauðamel Ragnheiður Árnadóttir húsfreyja á Innra-Leiti Kristján Gunnlaugsson b. á Innra-Leiti á Skógarströnd Rósa Sigríður Kristjánsdóttir kjólameistari í Rvík Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja Gunnlaugur Þorkelsson bróðursonur Sigurðar á Elliða, langafa Kristjáns Albertssonar ritstj. og Ólafs Thors forsætisráðherra Ásta Jónsdóttir húsfr. á Selfossi Ingibjörg K. Lúðvíksdóttir húsfr. í Rvík Davíð Oddsson ritstj. Morgun- blaðsins Torfhildur Guðnadóttir húsfr. á Steinum undir Eyjafjöllum Helgi Pjeturs heim- spekingur og einn virtasti jarðfr. Íslendinga Anna Sigríður Vigfúsdóttir húsfr. í Rvík Guðrún Vigfúsdóttir húsfr. að Forsæti, systurdóttir Bjarna Thorarensen amtm. og skálds Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands Magnús Richardsson fulltrúi í Rvík Þór Magnússon fv. þjóðminjavörður Torfi Magnússon verslunarm. í Eyjum Richard Torfason pr. í Guttormshaga Guðni Magnússon b. að Forsæti í Landeyjum, af Finsenætt Guðný Guðnadóttir húsfr. í Eyði-Sandvík Bjarni Stefánsson b. í Eyði-Sandvík í Flóa Katrín Ólafsdóttir húsfr. í Núpstúni, bróðurdóttir Jóns, langafa Haralds Matthíassonar á Laugarvatni Brynjólfur Bjarnason heimspekingur, alþm. ráðherra og form. Kommúnstaflokks Íslands Stefán Þórðarson b. í Núpstúni í Hrunam. hr., af Víkingslækjarætt og Bolholtsætt Stefán Bjarnason verkam. í Rvík ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2018 Einar Olgeirsson fæddist áAkureyri 14.8. 1902. For-eldrar hans voru Olgeir Júl- íusson, bakari á Akureyri, og k.h., Sólveig Gísladóttir húsfreyja. Eiginkona Einars var Sigríður Þorvarðsdóttir, f. 1903, d. 1994, hús- freyja og eignuðust þau tvö börn, Sólveigu Kristínu og Ólaf Rafn. Einar lauk stúdentsprófi frá MR 1921, stundaði nám í bókmenntum og tungumálum við Hafnarháskóla 1921 og við Friedrich-Wilhelm Uni- versität í Berlín 1921-24. Einar kom frá námi í Þýskalandi sama ár og Brynjólfur Bjarnason en þeir urðu helstu leiðtogar íslenskra kommúnista. Auk þess vann Einar að stofnun Sameiningarflokks al- þýðu – Sósíalistaflokksins, er komm- únistar og vinstri armur Alþýðu- flokksins sameinuðust 1938. Hann var síðan eini formaður Sósíalista- flokksins 1938-69. Einar vandaði ekki breska setulið- inu kveðjurnar er hann var ritstjóri Þjóðviljans á stríðsárunum. Fyrir vikið voru hann, Sigfús Sigurhjart- arson og Sigurður Guðmundsson handteknir af Bretum og hafðir í haldi í Brixton-fangelsinu í Bret- landi í nokkra mánuði. Einar og Ólafur Thors lögðu á ráðin um Nýsköpunarstjórnina 1944 og voru miklir mátar síðan. Hann var vel að sér í sagnfræði og bók- menntum, ljóðelskur og flug- mælskur, beittur áróðurspenni, enda ritstjóri ýmissa málgagna kommúnista og sósíalista, s.s. Verkamannsins á Akureyri, Verka- lýðsblaðsins, Þjóðviljans 1936-41, Nýs dagblaðs og Réttar um árabil. Einar var kennari á Akureyri 1924-28, forstjóri Síldareinkasölu Ís- lands á Akureyri 1928-31, forstjóri Íslensk-rússneska verslunarfélags- ins hf. í Reykjavík 1931-35, formað- ur Verkalýðssambands Norðurlands og alþm. Reykvíkinga 1937-67, lengst af fyrir Sósíalistaflokkinn. Bókin Hugsjónaeldur – minningar um Einar Olgeirsson, skráð af Sól- veigu dóttur hans, kom út 2005. Einar lést 3.2. 1993. Merkir Íslendingar Einar Olgeirsson 90 ára Jón Haukur Jóelsson 85 ára Ólafur Rósinkrans Guðnason 80 ára Einar Ómar Eyjólfsson Ragnar K. Stefánsson 75 ára Einar Stefánsson Erla J. Þorsteinsdóttir Hrafn Magnússon Jón Atli Kristjánsson Júlíus Björgvinsson Karl Arason Þorgerður S. Þorgeirsdóttir Örn Herbertsson 70 ára Anna Sigríður Einarsdóttir Kristín Dúlla Jónsdóttir Kristín Jónína Halldórsdóttir Pétur Haraldsson Sigurbjörg Friðgeirsdóttir Tómas H. Hauksson Valdís Þorgilsdóttir 60 ára Ágústa Óskarsdóttir Elín Þórisdóttir Halldóra G. Sævarsdóttir Ólafur Haraldsson Ragnheiður B. Guðmundsdóttir Sigrún Ingólfsdóttir Skúli Gunnarsson 50 ára Bjarki Jóhannesson Björgvin Schram Brynhildur Guðmundsdóttir Erlingur Þór Sigurjónsson Gígja Hrönn Eiðsdóttir Gísli Bergsveinn Ívarsson Gunnar Haukur Kristinsson Jakob Rúnar Atlason Jaroslav Lazorik Jóhann Svanur Stefánsson Malgorzata Katrín Kantorska Robert Jaroslaw Baluch Stefán Óli Steingrímsson Steingrímur S. Stefánsson 40 ára Adam Marcin Chrobok Andri Úlfarsson Elfa Björk Kjartansdóttir Helga Maren Birgisdóttir Hjörtur Bæring Magnússon Jevgenijus Finevicius Kasem Nanghong Magnús Samúel Gunnarsson Mariusz Jan Troska Nihan Altindag Ólafur Kristján Jóhannsson Pétur Kristmanns Sigurður Berndsen Stefán Bragason Sveinborg Petrína Jensdóttir Tómas Allan Sigmundsson Vaidas Andrijauskas 30 ára Alexandra Cruz Buenano Bjarki Gylfason Eyrún Ýr Pálsdóttir Halldór Andersen Judita Virbickaite Kári Birgir Angantýsson Maciej Maksymilian Szteliga Maria Elzbieta Debiec Til hamingju með daginn 30 ára Eyrún lauk próf- um sem reiðkennari og í tamningum frá Hólum, er hestakona, margfaldur Ís- landsmeistari og fyrsta konan til að vinna lands- mót í A-flokki. Maki: Teitur Árnason, f. 1991, vann A-flokkinn í ár. Sonur: Stormur Ingi Teitsson, f. 2018. Foreldrar: Eyrún Anna Sigurðardóttir, f. 1960, og Páll Bjarki Pálsson, f. 1959. Eyrún Ýr Pálsdóttir 40 ára Stefán ólst upp í Vestmannaeyjum, býr í Kópavogi og er verkstjóri við Húsasmiðjuna í Graf- arholti. Maki: Hanna Rut Heim- isdóttir, f. 1985, kennari við Álfhólsskóla. Börn: Emil Örn, f. 2014, og Kári Fannar, f. 2017. Foreldrar: Jóna Ingibjörg Benediktsdóttir, f. 1943, og Bragi Fannbergsson, f. 1944. Þau búa í Kópa- vogi. Stefán Bragason 40 ára Hjörtur ólst upp í Kópavogi, býr þar og er að hefja störf hjá Brim- borg. Systkini: Hulda Magn- úsdóttir, f. 1976; Hákon Magnússon, f. 1991, og Halla Bryndís Magn- úsdóttir, f. 1995. Foreldrar: Elfa Björk Benediktsdóttir, f. 1956, vinnur við umönnun, og Magnús Reynir Ástþórs- son, f. 1856. Þau búa í Kópavogi. Hjörtur Bæring Magnússon mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.