Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 aukningin samtals um 564 milljónir. Þá fer íþróttasvið rúman hálfan milljarð fram úr áætlun. Vega þar þyngst grassvæði Víkings og fram- kvæmdir við Sundhöllina í Reykjavík og við íþrótta- svæði Fram. Samtals eru þetta 455 milljónir króna. Fjórða mesta aukningin er í flokknum ýmsar fasteign- ir. Þar er kostnaður við Perluna og Nauthólsveg samtals 310 milljón- um meiri en ráðgert var. Hins vegar eru út- gjöld vegna hverfastöðvar í Örfirisey 222 millj- ónum minni en áætlað var. Aukningin hjá menningar- og ferðamálasviði er 43,5 millj- ónir. Á móti þessari aukningu kemur meðal ann- ars að stofnkostnaður gatna er 1.226 millj- ónum króna lægri en áður var áætlað. Þá er framlag til bílastæðasjóðs 1.125 milljónum undir fyrri áætlun. Um er að ræða tvo liði: 900 millj. vegna bílastæðahúss á Austurbakka 2 við Hörpu og 225 millj. vegna miðamæla við bílastæðahús. Mikil uppbygging á skólahúsnæði Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfullrúi, segir við- aukann við áætlunina m.a. endurspegla mikla uppbyggingu í Reykjavík á öllum sviðum, ekki síst á skólahúsnæði og íþróttaaðstöðu. „Þarna eru tilfærslur milli liða. Það má segja að pólitískar áherslur okkar hafi birst í upphaflegu áætluninni. Þær breytast ekki mikið með þessari uppfærslu. Okkar pólitísku áherslur eru fólkið í borginni og að búa vel að því og okkar starfsemi hver sem hún er til að geta veitt betri þjónustu. Á síðasta ári var auð- vitað mikil uppbygging á skóla- og íþrótta- svæðum. Uppbyggingin í Úlfarsárdal er auð- vitað gríðarlega umfangsmikil. Einnig má nefna Sundhöll Reykjavíkur, Húsdýragarðinn og bókasöfnin. Við erum að gera borgina betri og skemmtilegri fyrir okkur öll. Síðan er í gangi gríðarleg húsnæðisuppbygging í borg- inni og miklar götuframkvæmdir meðal ann- ars út af því og líka vegna átaks í viðhaldi gatna. Þetta kostar,“ segir Heiða Björg. Kröfur Minjastofnunar auka kostnaðinn Hún bendir á að áætlunin hafi verið sam- þykkt af síðasta meirihluta. Núverandi meiri- hluti muni leggja fram sína fyrstu fjárfesting- aráætlun fyrir A-hluta árið 2019. Varðandi kostnað við byggingu bragga við Nauthólsvík bendir hún á að Minjastofnun hafi gert kröfu um að bragginn yrði endurbyggður og varð- veittur. Kostnaður hafi því reynst meiri en áætlað var. Þá segir hún aðspurð að tafir á uppbyggingu við Austurhöfn skýri frestun út- gjalda vegna bílastæðakjallara. Skólar reyndust mun dýrari  Borgarráð samþykkir fjárfestingaráætlun  Töluverð frávik  Borgarstjóri segir stöðuna sterka Endurskoðuð fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2018 Upphæðir í þús. kr. Endurskoðuð áætlun 2018 Breyting Með breytingum Menningar- og ferðamálasvið 743.200 43.500 786.700 Skóla- og frístundasvið 2.907.500 1.248.000 4.155.500 Íþrótta- og tómstundasvið 2.237.000 501.600 2.738.600 Velferðarsvið 644.300 -201.000 443.300 Ýmsar fasteignir 1.352.000 195.000 1.547.000 Bílastæðasjóður 1.125.000 -1.125.000 0 Stofnkostnaður fasteigna samtals 9.009.000 662.100 9.671.100 Þjóðvegir, hluti Reykjavíkur og aðrar umferðargötur 490.000 20.000 510.000 Nýbyggingarhverfi 2.538.000 -153.000 2.385.000 Miðborgin 1.125.000 -510.000 615.000 Umhverfis- og aðgengismál 1.238.000 -161.000 1.077.000 Umferðaröryggismál 150.000 -70.000 80.000 Umhverfissvið - Ýmsar framkv. 2.455.000 -352.400 2.102.600 Stofnkostnaður gatna samtals 7.996.000 -1.226.400 6.769.600 Áhöld, tæki og hugbúnaður 988.500 140.500 1.129.000 Áhöld og tæki bílastæðasjóðs 0 150.000 150.000 Ný byggingarsvæði, þróun og uppbygging 997.400 258.800 1.256.200 Endurbætur og meiriháttar viðhald 1.025.000 15.000 1.040.000 Aðrar fjárfestingar samtals 3.010.900 564.300 3.575.200 Samtals fjárfesting 20.015.900 0 20.015.900 Framkvæmd Milljónir kr. Upphæð Alls framlag Klettaskóli 400 780 Grunnskóli við Úlfarsbraut 300 1.500 Vesturbæjarskóli - viðbygging 260 490 Víkingur, grassvæði 255 275 Úlfarsárdalur, Hverfi 3 stækkun 500+ íb. 200 550 Kaup vegna skipulagseigna 178 178 Kirkjusandur 170 170 Varmahlíð 1, Perlan 160 650 Nauthólsvegur 100 150 150 Menningarmiðstöð Úlfarsbraut 110 150 Úlfarsárdalur, íþróttasvæði Fram 100 125 Sundhöllin í Reykjavík 100 215 Endurnýjun tölvubúnaðar 100 405 Endurbygging boltagerða á skólalóðum 100 400 Forgangur Strætó 90 100 Framkvæmd Milljónir kr. Upphæð Alls framlag Hraðahindranir, aðgerðir vástaðir -70 80 Umferðarmiðstöð, breytingar -90 10 Austurstræti og Lækjartorg -120 50 Laugavegur, endurbætur, Hlemmur- Katrínartún -125 10 Frakkastígur, endurgerð -155 15 Kirkjusandur, strætóreitur, hringtorg o.fl. -170 0 Götulýsing - LED væðing, undirbúningur -210 200 Hverfastöð Örfirisey -222 250 Miðamælar, Bílastæðasjóður -225 0 Framtíðarverkefni vegna skammtíma- og dagvistunar -271 200 Malbikslögn -340 1.400 Hlíðarendi, gatnagerð -348 300 Austurbakki 2 - Harpa bílastæðahús -900 0 Mestu frávik Klettaskóli Skammtíma- og dagvistun Grunnskóli við Úlfarsbraut Malbikslögn Vesturbæjarskóli Víkingur, grassvæði Hlíðarendi, gatnagerð Austurbakki 400 milljónir -271 milljónir 300 milljónir -340 milljónir 260 milljónir -348 milljónir 225 milljónir -900 milljónir Heiða Björg Hilmisdóttir BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Töluvert er um frávik í samþykktri endur- skoðun á fjárfestingaráætlun A-hluta Reykjavíkurborgar, sem borgarráð samþykkti í fyrradag. Samanlögð fjárfesting er óbreytt frá fyrri áætlun, alls rúmlega 20 milljarðar (sjá graf). Mesta frávikið innan meginflokka áætlunar- innar er á skóla- og frístundasviði. Þar fara fjárfestingar 1,25 milljarða fram úr áætlun. Skólabyggingar reyndust dýrari Skýringin er fyrst og fremst meiri kostn- aður við framkvæmdir við Klettaskóla, grunn- skóla við Úlfarsbraut og við Vesturbæjarskóla en áætlað var. Samtals um 960 milljónir króna. Næst koma aðrar fjárfestingar. Þar er Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, segir fjárfest- ingarheimildir færðar upp og niður í áætluninni. Miklu fé sé varið í gælu- verkefni á kostnað brýnni verkefna. „Breytingarnar eru samtals fjórir milljarðar, eða um 20% af fjárfest- ingaráætluninni, sem telst ansi mikið frávik. Það sem kemur til lækkunar flyst að miklu leyti á næsta ár. Það er því ekki raun- verulegur sparn- aður heldur frestun útgjalda milli áramóta. Það má því búast við hressi- legum útgjaldaauka á næsta ári,“ segir Eyþór og gagnrýnir forgangs- röðun meirihlutans. Hundruð milljóna í bragga „Það vekur athygli að nokkur verk- efni sem eru dálítið langt frá því að vera kjarnastarfsemi fara mjög mikið fram úr áætlun. Þar má nefna end- urgerð braggans í Nauthólsvík sem var talinn myndu kosta 158 milljónir en nú er áætlað að hann kosti 400 milljónir. Það er næstum hálfur millj- arður fyrir kaffihús,“ segir Eyþór. „Annað dæmi er áframhaldandi framúrkeyrsla vegna framkvæmda við Hlemm mathöll. Fyrst var áætlað 2016 að kostnaðurinn við að endur- hanna Hlemm yrði 99,8 milljónir en heildarkostnaðurinn fór yfir 308 milljónir króna og er ekki allt búið. Þá var áætlað að breytingar á Ráð- húsinu myndu kosta 80 milljónir en nú er kostnaðurinn áætlaður 110 milljónir sem rekja má til fjölgunar borgarfulltrúa. Framúrkeyrslan í þessum þremur verkefnum er á við nokkrar leikskóladeildir.“ Skorið niður í vegamálum Þá bendir Eyþór á að fjárfesting í bílastæðum frestast og fer úr 1.125 milljónum króna niður í núll. „Það þýðir að bílastæðum mun ekki fjölga eins og gert var ráð fyrir. Þá eru fjárfestingar í gatnakerfinu að dragast saman. Malbikun verður minni sem nemur 340 milljónum króna miðað við áætlun ársins. Það er milljón á dag sem minna er malbikað í borginni. Ég hefði frekar viljað sjá fjármagn fara í samgöngur, hvort sem er bílastæði eða aðrar sam- göngur, en í framúrkeyrslu. Einnig mætti nefna lægri framlög til skamm- tíma- og dagvistunarmála sem eru 271 milljón króna lægri vegna þess að þar frestast mál líka.“ Illa farið með fé  Oddviti Sjálfstæðisflokks segir mikið fé fara í gæluverkefni meirihlutans Eyþór Arnalds Íslenskt einangrunargler í nýbygginguna, sumarbústaðinn eða stofugluggann. Fagleg ráðgjöf og öruggur afhendingartími. Smiðjuvegi 2, Kópavogi – sími 4889000– samverk.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.