Morgunblaðið - 18.08.2018, Side 38

Morgunblaðið - 18.08.2018, Side 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 S T A K I R S T Ó L A R KARETTA STÓLL kr. 92.000 F r á bær t ú rv a l a f s t ö k um s t ó l um Sem unglingur vann ég við smíðar og bauðst að koma á samning íþví fagi. Ég sagðist hins vegar stefna á kokkinn og var þá ekkiað orðlengja að meistarinn sem ég starfaði hjá tók upp símann, hringdi í vin sinn sem rak veitingastað og þar byrjaði ég að vinna fá- einum dögum síðan. Þar með voru örlög mín í raun ráðin,“ segir Tóm- as Þóroddsson veitingamaður á Kaffi krús á Selfossi sem er 47 ára í dag. Tómas er fæddur og uppalinn á Selfossi og hefur búið þar nánast alla sína tíð. „Selfoss er lifandi samfélag og alltaf eitthvað áhugavert í deiglunni. Í dag eru hér íbúakosningar um tillögu að deiliskipulagi fyrir nýjan miðbæ; hugmynd sem mér finnst áhugaverð. Um þetta mál hafa verið miklar umræður síðustu daga meðal íbúa og skoðanirnar sterkar, eins og ég finn í samtölum við kaffigesti sem koma til okkar,“ segir Tómas sem árið 2010 tók við rekstri Kaffi krúsar, sem kunnugir segja að sé elsta kaffihúsið utan höfuðborgarinnar. „Við erum með fjölbreyttan matseðil, hér er gestagangur allan dag- inn og gaman að vera. Sjálfur gríp ég stundum í að vera á gólfinu að þjóna en er að mestu hættur í eldamennskunni. Utan vinnunnar þá hef ég mikinn áhuga á fótbolta og sit í stjórn KSÍ. Því fylgir meðal annars að fylgja landsliðunum eftir í æfinga- og keppnisferðir sem mér finnast bestu fríin sem ég kemst í,“ segir Tómas sem er fjögurra barna faðir í sambúð með Idu Sofiu Gröndberg. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Veitingamaður Tómas Þóroddsson við Kaffi krús í miðbæ Selfoss. Þar með voru örlög mín í rauninni ráðin Tómas Þóroddsson er 47 ára í dag T ómas Sveinsson fæddist í Keflavík 18.8. 1943 en ólst upp í Reykjavík og á Ólafsfirði. Hann var sex til sjö sumur í sveit: „Þetta voru góðir tímar. Ég var lengst af á Miðhóli í Sléttuhlíð í Skagafirði, hjá ömmu, langömmu og þremur móðursystkinum mínum. Þar var ekkert rafmagn né sími og sláttuvél, snúningsvél og rakstrarvél dregnar af hestum. En þarna leið mér vel. Auk þess var ég eitt sumar vestur í Staðarsveit á Snæfellsnesi og ann- að í Stafholtstungum í Borgarfirði.“ Tómas vann við hafnargerð í tíu sumur frá 12 ára aldri á nokkrum stöðum á Norðurlandi. Fyrsta skólaár hans var í Barna- skólanum á Ólafsfirði. Hann gekk síðan í Laugarnesskóla í Reykjavík, þaðan lá leiðin í Réttarholtsskóla, nýstofnaðan, hann lauk landsprófi í Vonarstræti, stúdentsprófi frá MR árið 1963 og cand. theol. prófi frá HÍ 1968. Hann var við nám í sálgæslu í Uppsölum í Svíþjóð 1973-74 , sótti námskeið hjá St. Lukasstiftelsen í sálgæslu á árunum 1972-74, sótti einnig fyrirlestra og tók þátt í sem- Tómas Sveinsson, fyrrv. sóknarprestur í Háteigskirkju – 75 ára Stór hópur Tómas og Unnur Anna með börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum, á Löngumýri íSkagafirði. Kristin íhugun nálgast Guð í þögninni Hjónin Tómas og Unnur í Háteigskirkju eftir síðustu messu Tómasar þar. Reykjavík Guðmundur Alex Páls- son fæddist þann 26.12. 2017, kl.12:05. Hann vó 3098g og var 49 sm langur. Foreldrar hans eru Páll Guðmundsson og Margrét Ósk H. Hallgrímsdóttir. Nýr borgari Grindavík Hákon Örn fæddist á Landspít- alanum í Reykjavík laug- ardaginn 14. október, 2017, kl. 04:29. Hann vó 3934 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Ingvar Boga- son og Thanom Nanna Sunarak. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.