Skírnir - 01.09.2010, Page 7
263ísland og „norðurslóðir“
Í þessari grein verður sjónum beint að íslenskum hugmyndum
um „norðurslóðir“, áhrifum þeirra á utanríkis- og öryggismál og
togstreitunni milli fullveldishagsmuna ríkja og alþjóðastjórnunar á
norðurskautinu. Sýnt verður að íslensk stjórnvöld glíma við svipuð
vandamál og önnur norðurskautsríki, en þau kristallast í ólíkum
hugmyndum um norðurskautið sem landfræði-pólitískt auðlinda-
svæði og ónumið vistfræðilegt svæði.5 Í greiningunni verður sér-
staklega tekið mið af fortíðarhyggju, sjálfsmyndastjórnmálum
(identity politics) og alþjóða pólitík. Þannig verða forgangsatriði ís-
lenskra stjórnvalda í málefnum norðurskautsins m.a. sett í samhengi
við goðsagnir um „norðrið“, kalda stríðið, brottför Bandaríkjahers
frá Íslandi, æfingaflug rússneskra sprengjuflugvéla, norðurslóða -
stefnu Norð manna, efnahagshrunið og umsókn Íslands um aðild að
Evrópusambandinu.
Greina má pólitískan vilja íslenskra stjórnvalda til að auka áhrif Ís-
lands á málefni norðurslóða í krafti þess að vera eitt norðurskauts-
ríkjanna átta. Á sama tíma hefur áhersla verið lögð á áframhaldandi
mikilvægi Norðurskautsráðsins sem marghliða stofn ana vettvangs
fyrir svæðið. Rök stjórnvalda fyrir aðkomu að ákvörðunum um
norðurskautið byggjast á legu Íslands, þótt þau hafi ekki sýnt svæð -
inu mikinn áhuga í sögunnar rás eða markað heildstæða stefnu
gagnvart því. Íslendingar gerðust t.d. ekki aðilar að Svalbarðasátt-
málanum fyrr en árið 1994 í miðri Smugudeilunni við Norðmenn.
Stefnan er þó ljós í afmörkuðum þáttum, eins og t.d. að því er varðar
fullveldiskröfur Norðmanna yfir Svalbarða, landgrunnsréttindi og
fiskveiði stjórnun.6 Stjórnvöld hafa þannig ekki dregið formlega til
baka hótun um að kæra Norðmenn fyrir Alþjóðadómstólnum í
Haag fyrir að skipta sér af síldveiðum innan 200 mílna „fiskvernd-
arsvæðis“ Noregs við Svalbarða. En líkt og í stefnu annarra norður-
skautsríkja eru þverþjóðlegir þættir áberandi í nálgun íslenskra
stjórnvalda, svo sem að huga skuli að umhverfisvernd, tryggja rétt-
indi „frumbyggja“ og að hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna
skuli vera lagagrundvöllur fyrir landgrunnskröfur á norðurskautinu.
skírnir
5 Um orðræðuna um „norðrið“, sjá t.d. Heininen og Nicol 2007: 133–165.
6 Lárus Jónsson 2006: 46–50.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 263