Skírnir - 01.09.2010, Page 12
inu.“19 Þessi aðgerð átti vitaskuld lítið sameiginlegt með tungl-
ferðum Bandaríkjamanna, en þeim mun meira með pólitískum
minningum um samkeppni risaveldanna og „landnám“ í geimnum
í miðju kalda stríðinu á 6. og 7. áratug 20. aldar. Hér var á ferðinni
enn ein birtingarmynd landnámsorðræðu sem á sér rætur í nýlendu-
og heimsvaldastefnu.
Sjálfsmyndastjórnmál á norðurslóðum
Tilraunir norðurskautsríkja eins og Danmerkur, Noregs og Kanada
til að upphefja stöðu strandríkjanna fimm með því að koma á fót
samráðsvettvangi sýna áhuga þeirra á pólitísku forræði á svæðinu.
Fulltrúum „frumbyggja“ á norðurskautinu eða annarra norður-
skautsríkja, þ.e. Íslands, Finnlands og Svíþjóð, var ekki boðið á þá
tvo fundi strandríkjanna sem haldnir hafa verið um málefni norður -
slóða. Íslensk stjórnvöld hafa lagt megináherslu á að koma í veg
fyrir að strandríkin fimm taki sér ákvörðunarvald á svæðinu. Þau
túlkuðu t.d. fyrsta fund þeirra, sem Danir boðuðu til í Ilulissat á
Grænlandi árið 2008, sem dæmi um vilja til að útiloka önnur
norðurskautsríki frá áhrifum og veikja Norðurskautsráðið. Og
þegar Kanadamenn héldu annan fund þessara ríkja í Chelsea í
Kanada í mars 2010, mótmælti Össur Skarphéðinsson, utanrík-
isráðherra, frumkvæðinu af miklum þunga fyrir hönd íslenskra
stjórnvalda. Talsmenn „frumbyggja“ lýstu einnig yfir sárri óánægju
með að vera útilokaðir frá fundinum. Það sem einkum gróf þó
undan honum var það að Hillary Clinton, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, gagnrýndi Kanadamenn opinberlega fyrir að hafa ekki
boðið fulltrúum frumbyggja og Íslands, Finnlands og Svíþjóðar.20
Þótt utanríkisráðherra Kanada, Lawrence Cannon, hefði séð sig
knúinn til lýsa yfir því að Chelsea-fundurinn væri ekki hugsaður
sem vísir að varanlegum vettvangi strandríkjanna fimm, er of snemmt
að segja til um það. Augljóst er að Rússar og Kanadamenn vilja
viðhalda þessu samráðsferli til að halda öðrum ríkjum og ríkjasam-
268 valur ingimundarson skírnir
19 „Russia plants flag on North Pole Seabed“ 2007.
20 „Clinton rebuke overshadow Canada’s Arctic meeting“ 2010.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 268