Skírnir - 01.09.2010, Side 29
285um leikskáldið kamban
fasta búsetu þar í landi. Og þar skrifaði hann megnið af verkum
sínum, meðal annars tíu leikrit og fimm skáldsögur, sumar í
mörgum bindum. Jafnframt tók hann þátt í menningarlífinu á þann
hátt sem rithöfundum er títt, einkum með greinaskrifum og við -
tölum. Í nýlegum dönskum bókmenntasögum og jafnvel uppslátt-
ar ritum er hans hins vegar að engu getið.
Það var ekki alltaf svo. Ágætt dæmi um þetta er ritið Det danske
Skuespil efter Verdenskrigen eftir bókmenntafræðinginn Martin
Ellehauge.2 Í því sambandi er rétt að geta þess, að áhugi Ellehauge
beinist einkum að hugmyndasviðinu og hjá honum er leikhúsið
aldrei langt frá framvindu samfélagsmála. Ýmsir aðrir sem hafa
fjallað um Kamban, svo sem bókmenntafræðingurinn Julius Clau-
sen, leik- og bókmenntagagnrýnandi Berlingske Tidende til margra
ára, og Frederik Schyberg, gagnrýnandi Politiken og fleiri blaða, eru
hins vegar meira uppteknir af framsetningu, formi og byggingu
verkanna.3 En Ellehauge fjallar í þessu riti sínu um þau nálega tutt-
ugu dönsku leikskáld sem hann telur skara fram úr frá lokum fyrra
stríðs til 1933. Meðal þeirra eru reyndar ýmsir sem í dag eru nánast
gleymdir, þeirra á meðal Otto Rung, en sem leikstjóri á Folketeat-
ret hafði Kamban leikstýrt verkum hans. Nú ber að hafa í huga, að
bókin kom út árið 1933 og ýmsir róttækir vinstrimenn úr röðum
skálda áttu eftir að láta ljós sitt skína á næstu árum, Knud Sønderby,
Martin A. Hansen og Kjeld Abell sem varð fánaberinn eftir lát Kajs
Munk. Carl Gandrup, sá sem greiðastan aðgang átti að Konunglega
leikhúsinu, fær heiðarlega sex síðna umsögn, en leikrita hans, Tre
skalker og Fru Beates regnskab, sem leikin voru á Íslandi, er þó að
engu getið. Á tímabilinu frá 1916 til 1934 flutti Konunglega leik-
húsið eftir hann 12 leikrit, meðan höfundum eins og Soya og Kaj
Munk var úthýst, og að vissu leyti einnig bæði Kamban og Svend
skírnir
2 Ellehauge 1933.
3 Ágætt og aðgengilegt dæmi er vinsamleg úttekt Clausens (1922: 441), þar sem
Kamban heitir „isl.-dansk Forfatter“, og Gyldendals tibinds leksikon V (Bang
1978: 241) en þar er Kamban nefndur íslenskur höfundur; sú umsögn er stuttara-
leg. Sjá ennfremur Vor tids leksikon (Budtz-Jørgensen 1950: 309); svo seint sem árið
1950 er Kamban enn nefndur dansk-íslenskur rithöfundur. Budtz-Jørgensen telur
Ragnar Finnsson „en spændende og betagende Amerika-roman“ en segir skáld-
sagnabálkinn Skálholt hans fremsta verk.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 285