Skírnir - 01.09.2010, Page 31
287um leikskáldið kamban
manni) og Ordet (Orðinu) sýnt fram á að vel megi fjalla um trúmál
á leiksviðinu með áhrifamiklum hætti. Og Soya hrósar hann fyrir
samfélagsádeilu sína, einkum í Parasitterne (Sníkjudýrunum) sem
hefur síðar orðið nánast sígilt verk á dönskum leiksviðum. Hann
fjallar einnig af vinsemd um leikritið Vore egne mandariner (Okkar
eigin keisarar) eftir Sven Clausen, sem Kamban hafði líkt við Hol-
berg, og vakti það hneykslun Frederiks Schybergs þegar Kamban og
Budtz Müller deildu sem harðast á þröngan smekk hinna ráðandi í
dönsku leikhúslífi.6 Ellehauge lætur Jens Locher að engu getið, en
léttvæga gamanleiki hans höfðu gagnrýnir leikhúsáhugamenn tekið
sem dæmi um dómgreindarleysi leikhússtjóra, þegar þeir voru valdir
til sýninga á kostnað alvarlegri listrænnar viðleitni.7
Hjá Kamban sjálfum les hann samfélagsgagnrýni út úr Konungs-
glímunni og sá þáttur verksins vekur meiri áhuga hans en ferhyrn-
ingsástarsagan. Hann kann betur að meta Arabísku tjöldin en Oss
morðingja og skýst þar reyndar yfir það sem gerir síðari leikinn
óvenjulegan og mönnum yfirsást upp til hópa við frumuppfærsluna,
þó að verkið hlyti hrós. En Marmara kallar hann „førsterangs
Kunst værk“, framúrskarandi listaverk, og notar ekki svo stór orð
um nokkurt annað leikrit í allri bókinni. Hann lýkur umsögninni á
þessum orðum: „Að öllu samanlögðu, hefur hann sig með Marmara
og Sendiherranum frá Júpíter upp á listrænt stig sem liggur hátt yfir
það sem við eigum að venjast.“8 Sams konar einkunn gefur höf undur
engu hinna skáldanna.9 En Ellehauge segir á öðrum stað:
skírnir
6 Sjá Svein Einarsson 2008: 343–344. Ekki varð minni rimma þegar stúdentar í Ár-
ósum efndu til umræðna um danska leikritun og leikhúsmál árið 1930. Þar hafði
Budtz Müller sig mjög í frammi og fann dönsku leikhúslífi flest til foráttu. Hans
Werner (1930: 61–64) ritstjóri gerir umræðunum skil í grein í tímaritinu Teatret.
Í sama blaði hnykkir hann á því, að Kamban, Sven Clausen, Kaj Munk og Budtz
Müller sé haldið úti í kuldanum af leikhússtjórnum (bls. 106).
7 Konunglega leikhúsið flutti tvo leiki eftir Locher 1930 og 1931 en hann var ann-
ars þekktur fyrir gamansama framhaldsþætti í útvarpinu.
8 „Alt taget i Betragtning, hæver han sig með Marmor og Gesandten fra Jupiter til
et kunstnerisk niveau, der ligger adskilligt over det „ordinære““ (Ellehauge 1933:
66).
9 Sjá Ellehauge 1933: 49–66. Martin Ellehauge skrifaði annars mest á ensku og birti
á því máli bækur um breska leikritahöfunda, um Shaw og „Restauration Comedy“
Breta og hlaut lof fyrir í Times Literary Supplement og The Manchester Guardian.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 287